Fleiri fréttir

Heimir kemur inn og minnkar álagið á Jónatani

Heimir Örn Árnason hefur bæst við þjálfarateymi karlaliðs KA í handbolta. Jónatan Magnússon, aðalþjálfari liðsins, hefur verið í hléi frá störfum í vikunni en kveðst áfram verða aðalþjálfari liðsins.

Ójafnasti leikur NBA sögunnar fór fram í nótt

Phoenix Suns liðið hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með sínum átjánda sigri í röð en stærsta fréttin var kannski stærsti sigur sögunnar sem vannst í Memphis. Átta leikja sigurganga meistaranna endaði líka í nótt.

Ronaldo fyrstur í 800 mörk

Cristiano Ronaldo gerði sér lítið fyrir og skoraði sitt 800. mark á ferlinum í 3-2 sigri Manchester United gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Carrick segir skilið við United: „Hundrað prósent mín ákvörðun“

Eftir 3-2 sigur Manchester United gegn Arsenal í kvöld hefur Michael Carrick ákveðið að yfirgefa félagið. Carrick stýrði liðinu í þremur leikjum eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn fara á dögunum, en Ralf Rangnick tekur við sem bráðabirgðastjóri út tímabilið.

Mikilvægur sigur United í stórleiknum

Manchester United vann í kvöld mikilvægan 3-2 sigur er liðið tók á móti Arsenal á Old Trafford í seinasta leik liðsins áður en Ralf Rangnick tekur við stjórnartaumunum.

Kielce enn á toppnum þrátt fyrir tap

Íslendingaliðið frá Póllandi, Vive Kielce, þurfti að sætta sig við fimm marka tap er liðið heimsótti Paris Saint-Germain í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Lokatölur urðu 32-27, en Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guðjónsson skoruðu sitt markið hvor fyrir Kielce.

Danir fóru illa með Túnis | Japan valtaði yfir Paragvæ

Þá er öllum sjö leikjum dagsins á HM kvenna í handbolta lokið, en nú rétt í þessu lauk seinni þrem leikjum kvöldsins. Danir unnu 18 marka sigur gegn Túnis, Ungverjar tóku öll völd í seinni hálfleik gegn Slóvakíu og Japanir völtuðu yfir Paragvæ með 23 marka mun.

Lærisveinar Aðalsteins enn taplausir í Sviss

Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten Schaffhausen unnu góðan fimm marka sigur gegn Bern, 32-27, er liðin mættust í svissnesku deildinni í handbolta í kvöld. Kadetten er því enn taplaust eftir13 umferðir í deildinni.

Viggó og Andri fjarlægjast fallsvæðið | Enn eitt tap Daníels og félaga

Af þeim þremur leikjum sem voru að klárast í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta voru Íslendingar í eldlínunni í tveimur þeirra. Viggó Kristjánsson var markahæsti maður Stuttgart er liðið vann fjögurra marka sigur gegn Minden, 35-31, og Daníel Þór Ingason og félagar hans í Balingen töpuðu sínum ellefta leik á tímabilinu gegn Leipzig, .

Fjórir öruggir sigrar á HM í handbolta

Nú rétt í þessu lauk fjórum leikjum á HM kvenna í handbolta. Leikirnir unnust allir nokkuð örugglega, en minnsti sigur kvöldsins var fimm marka sigur Brasilíu gegn Króatíu í G-riðli, 30-25.

Þórir svarar Dönum: „Ættu að hafa meiri trú á eigin liði“

Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, segir að það sé nánast regla að talað sé um Noreg sem sigurstranglegasta liðið á stórmóti. Hann hvetur Dani til að hafa trú á eigin liði í stað þess að setja Noreg á einhvern stall.

Mo Salah nálgast met Jamie Vardy

Liverpool liðið hefur getað treyst á framlag frá Mohamed Salah síðustu mánuði og nú er svo komið að hann nálgast met í ensku úrvalsdeildinni.

Sjö úr Olís-deildinni í stóra EM-hópnum

Guðmundur Guðmundsson hefur skilað lista yfir þá 35 leikmenn sem einir koma til greina í lokahóp íslenska karlalandsliðsins í handbolta sem fer á EM í janúar.

Töpuðu gegn botnliðinu án Arons

Aron Einar Gunnarsson, sem mætti til skýrslutöku á Íslandi vegna lögreglurannsóknar í vikunni, var ekki með Al Arabi þegar liðið tapaði deildabikarleik gegn Al Gharafa í dag.

Mikilvægt að hann hafi svipaða sýn en jánki ekki öllu

Arnar Þór Viðarsson kemur til Íslands í næstu viku og kynnir stjórn KSÍ óskir sínar um nýjan aðstoðarþjálfara A-landsliðs karla, í stað Eiðs Smára Guðjohnsen. Arnar vill að sama skapi efla alla greiningarvinnu fyrir landslið KSÍ og stækka starfslið sitt.

Segir lið sitt aldrei hafa spilað jafn vel á Goodi­son Park

Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var að vonum ánægður með 4-1 stórsigur sinna manna á Everton er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, þá sérstaklega eftir það sem gerðist á sama velli á síðustu leiktíð.

Segir sína menn hafa stolið þremur stigum

Thomas Tuchel, þjálfari toppliðs ensku úrvalsdeildarinnar, sagði sína menn í Chelsea hafa verið einkar heppna í 2-1 sigri þeirra á Watford í kvöld. Tuchel gekk svo langt að segja að lið hans hafi rænt stigunum þremur í kvöld.

Man City vann nauman sigur á Villa Park

Manchester City vann 2-1 útisigur á Aston Villa er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Heimamenn voru nálægt því að jafna metin undir lok leiks.

Sjá næstu 50 fréttir