Fleiri fréttir

Barcelona náði útimarki í París

Paris Saint-Germain og Barcelona skildu jöfn, 1-1, í fyrri leik liðanna í Meistaradeild kvenna í fótbolta í dag. Útivallarmarkið gæti reynst Barcelona dýrmætt.

Steindautt jafntefli á Elland Road

Leeds United og Manchester United skildu jöfn, 0-0, í tilþrifalitlum leik í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þeir síðarnefndu misstu af tækifæri til að setja pressu á granna sína frá Manchester-borg í titilbarátunni.

Ísak lagði upp og skoraði sigurmarkið

Þónokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í deildum víðsvegar um Evrópu um miðjan dag í dag. Hæst ber að Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði sigurmark Norrköping í 2-1 sigri á Halmstad.

Darmian skaut Inter nær titlinum

Inter frá Mílanó er komið langt með að tryggja sér ítalska meistaratitilinn eftir 1-0 sigur á Hellas Verona í ítölsku A-deildinni í dag. Vandræði Juventus halda þó áfram.

Ajax með níu fingur á titlinum eftir sigur á AZ

Albert Guðmundsson lék fyrstu 73 mínútur leiksins í 2-0 tapi liðs hans AZ Alkmaar fyrir Ajax á Johan Cruyff-vellinum í Amsterdam. Ajax gott sem tryggir sér hollenska meistaratitilinn með sigrinum en AZ berst fyrir Evrópusæti.

Swansea tryggði sér og tveimur öðrum umspilssæti

Swansea og Reading gerðu 2-2 jafntefli í ensku Championship-deildinni í hádeginu. Úrslitin gera vonir Reading um umspilssæti að engu þar sem nú liggur fyrir hvaða fjögur lið munu keppa um sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Lærisveinar Guðmundar töpuðu í Íslendingaslag

Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Melsungen töpuðu 32-30 fyrir toppliði Flensburgar í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Flensburg er í harðri titilbaráttu við Kiel.

Upphitun: Úrslitaleikur í skugga skandals

Manchester City og Tottenham Hotspur eigast við í úrslitaleik enska deildabikarsins klukkan 15:30 í dag. Þessi áhugaverða viðureign verður í beinni á Stöð 2 Sport 2, en það hefur töluvert gengið á hjá báðum félögum í vikunni.

Real varð af mikilvægum stigum

Real Madrid náði einungis í stig á heimavelli gegn Real Betis er liðin mættust í La Liga á Spáni í kvöld.

Salah í sögubækurnar

Mohamed Salah, framherji Liverpool, skrifaði í sögubækur liðsins með marki sínu í 1-1 jafnteflinu gegn Newcastle.

Kórdrengir lögðu Selfoss og Ólsarar skoruðu 18

Fjölmargir leikir voru á dagskrá í Mjólkurbikar karla í fótbolta í dag. Hæst ber að Kórdrengir unnu Selfoss í Lengjudeildarslag og Víkingur frá Ólafsvík skoraði 18 mörk gegn Gullfálkanum.

Watford upp í úrvalsdeildina eftir stutt stopp

Watford tryggði sér í dag sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta að ári með 1-0 sigri á Millwall, félagi Jóns Daða Böðvarssonar. Watford fer því upp eftir aðeins eina leiktíð í Championship-deildinni.

Berglind hélt hreinu en Hallbera í tapliði

Berglind Rós Ágústsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Örebrö sem vann 1-0 sigur á Vittsjö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta síðdegis. AIK, lið Hallberu Gísladóttur, þurfti að þola tap.

Bjarni og félagar í úrslit eftir Íslendingaslag

Skövde, félag Bjarna Ófeigs Valdimarssonar, sópaði Íslendingaliði Kristianstad í undanúrslitum úrslitakeppninnar í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Sävehof bíður þeirra í úrslitum.

Bayern mistókst að tryggja sér titilinn

Bayern München tapaði óvænt 2-1 fyrir fallbaráttuliði Mainz í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag er fjórir leikir fóru fram. Mainz steig stórt skref frá fallsvæðinu með sigrinum.

Ekki frammistaða sem verðskuldar Meistaradeildarsæti

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var að vonum ósáttur eftir 1-1 jafntefli liðs hans gegn Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Um er að ræða annan leikinn í röð þar sem Liverpool fær á sig jöfnunarmark undir lok leiks.

Rúnar skoraði eitt í tapi

Ribe-Esbjerg þurfti að þola tveggja marka tap, 31-29, fyrir Frederica í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Rúnar Kárason og Daníel Þór Ingason eru í liði Ribe-Esbjerg.

Sveindís hetjan er Sif sneri aftur

Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði sigurmark Kristianstad í 2-1 sigri á Djurgården í 2. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Þrjár íslenskar landsliðskonur voru í eldlínunni.

Ævintýralegar lokamínútur á Anfield

Joe Willock tryggði Newcastle stig með marki í uppbótartíma gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. 1-1 urðu úrslit leiksins eftir dramatískan lokakafla.

„Harma mjög“ aðkomu að Ofurdeildinni

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sendi ásamt stjórn félagsins út yfirlýsingu í gærkvöld þar sem aðkoma liðsins að stofnun ofurdeildarinnar er hörmuð. Félagið hefur, líkt og önnur ensk lið sem áttu hlut að máli, sætt mikilli gagnrýni.

90% stuðningsmanna Tottenham vilja stjórnina burt

Stuðningsmannafélag Tottenham Hotspur í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kallað er eftir því að stjórn félagsins segi af sér vegna hluts félagsins í stofnun ofurdeildarinnar. 90% meðlima kusu með ákalli afsagnar.

Sjá næstu 50 fréttir