Fleiri fréttir

Tiger í tómu tjóni

Spilaði sinn allra versta hring á ferlinum í dag og situr í síðasta sæti á Phoenix Open. Á meðan leiðir Rory McIlroy á Dubai Desert Classic eftir tvo hringi.

Zvizej: Erfiðar áherslur dómara

Tveir Slóvenar fuku af velli í leiknum við Dani, línutröllið Matej Gaber í byrjun seinni hálfleiks fyrir að setja olnbogann þéttingsfast í Mads Christiansen og 5 mínútum síðar fauk annar línumaður af velli, Miha Zvizej sem sagði þetta í samtali við Vísi eftir leikinn.

Haukur Helgi fór á kostum

Haukur Helgi Pálsson átti stórleik furir LF Basket í sænska körfuboltanum í kvöld en það dugði ekki til sigurs.

Omeyer sá til þess að Frakkar komust í úrslit

Markvörðurinn ótrúlegi, Thierry Omeyer, lokaði marka Frakka í kvöld og sá til þess að þeir komust í úrslitaleik HM. Frakkland lagði þá Spán, 26-22, í svakalegum handboltaleik. Spánverjar verja því ekki titil sinn í Katar.

Gummi: Var aldrei rólegur í seinni hálfleik

Guðmundur Guðmundsson segir að sigur Dana á Slóvenum hafi verið gríðarlega þýðingarmikill. Danir eru öruggir með að spila um sæti á Ólympíuleikunum í Brasilíu á næsta ári. Danir mæta Króötum á morgun um 5. sætið á HM.

Skoraði 13 mörk úr 13 skotum

Lasse Svan Hansen var frábær í kvöld þegar Danir unnu Slóvena 36-33. Hann skoraði mörk í öllum regnbogans litum og þegar alls 13 úr jafnmörgum skotum.

Íslendingar sem eru klárir í slaginn um helgina

Íslenska taekwondolandsliðið er á leiðinni til Noregs þar sem liðið ætlar sér að verja Norðurlandameistaratitilinn í liðakeppni mótsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu

Katar komið í úrslit á HM

Ævintýri fjölþjóðalandsliðs Katar í handbolta hélt áfram í dag er liðið tryggði sér farseðilinn í úrslitaleik HM. Það sá enginn fyrir að gæti gerst.

Viking selur Sverrir Inga til Lokeren

Sverrir Ingi Ingason er á leiðinni til belgíska liðsins Lokeren en Belgarnir hafi náð samkomulagi við Viking um kaup á íslenska miðverðinum.

Wenger vill jafntefli hjá City og Chelsea

Chelsea tekur á móti Manchester City í morgun í uppgjöri tveggja efstu liðanna í ensku úrvalsdeildinni og Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal var spurður út í leikinn á blaðamannafundi í dag.

Hólmar Örn samdi við sigursælasta lið Noregs

Íslenski varnarmaðurinn Hólmar Örn Eyjólfsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við norska stórliðið Rosenborg en hann spilaði með liðinu þrjá síðustu mánuðina á síðasta ári.

Skagamenn missa Andra Adolphsson í Val

Valsmenn hafa gert þriggja ára samning við Skagamanninn Andri Adolphsson en þessi 23 ára gamli kantmaður hefur spilað allan sinn feril með ÍA.

Diego Costa fékk þriggja leikja bann

Diego Costa, framherji Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, var í dag dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að stíga á Liverpool-leikmanninn Emre Can í undaúrslitaleik liðanna í enska deildabikarnum.

NBA: Þrír leikmenn Atlanta Hawks valdir í Stjörnuleikinn

NBA-deildin tilkynnti í nótt hvaða 24 leikmenn mun spila Stjörnuleikinn sem fer fram í New York 15. febrúar næstkomandi en viku fyrr kom í ljós hvaða leikmenn fengu flest atkvæði í kosningunni og byrja því leikinn.

Tiger Woods byrjar keppnistímabilið illa

Lék TPC Scottsdale á 73 höggum eða tveimur yfir pari á fyrsta hring og þarf á góðum hring að halda á morgun til þess að ná niðurskurðinum. Ryan Palmer leiðir á sjö höggum undir pari en Bubba Watson og Keegan Bradley eru aðeins höggi á eftir honum.

NBA: Lakers vann Chicago Bulls í tvíframlengdum leik

Los Angeles Lakers endaði níu leikja taphrinu sína í NBA-deildinni í körfubolta í nótt eftir sigur á Chicago Bulls í tvíframlengdum leik en tap hefði þýtt nýtt félagsmet yfir flest töp í röð. Memphis Grizzlies vann sinn fimmta leik í röð í nótt.

HM er eins og bikarkeppni

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari danska landsliðsins, gagnrýnir mótafyrirkomulagið á HM í handbolta eftir að Danir duttu út í 8-liða úrslitum eftir tap gegn Spáni. Danir hefja baráttuna um fimmta sætið í dag.

Tíu lið í Evrópu eiga enn möguleika á þrennunni

Tíu knattspyrnufélög eiga enn möguleika á því að vinna þrennuna á þessu tímabili, það eiga enn möguleika á því að vinna meistaratitilinn í sínu landi, verða bikarmeistari og vinna Meistaradeildina.

Sjá næstu 50 fréttir