Dagur: Hallaði á okkur í dómgæslunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 30. janúar 2015 15:02 Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landliðsins, segir að það hafi verið erfitt að spila án Steffen Weinhold gegn Króatíu í dag. Weinhold meiddist í síðasta leik hjá Þýskalandi og Króatía vann nokkuð öruggan sigur, 28-23, þar sem lítið gekk upp í sóknarleik þeirra þýsku. Dagur sagði við Arnar Björnsson eftir leikinn í dag að þeir sem eftir stóðu hafi ekki átt mikið eftir á tankinum eftir langt og strangt mót.Sjá einnig: Umfjöllun: Króatía - Þýskaland 28-23 | Erfitt tap hjá Degi „Það vantaði mikið hjá okkur í dag. Meiðslin hjá Steffen Weinhold kostuðu okkur mikið en hann er hausinn í sóknarleiknum hjá okkur og svo verður bara að segjast eins og er að nítján ára strákurinn okkar á vinstri vængnum (Paul Drux) var orðinn bensínlaus og kannski ekki hægt að ætlast til þess að hann spili áttunda leikinn í röð einn í stöðunni.“ „Þetta var ákveðinn veggur sem við lentum bara á,“ bætti Dagur við. „Menn sem hafa ekki verið að spila mikið í mótinu urðu taugaóstyrkir og leituðu oft af fyrsta möguleika til að setja boltann inn á línu. Þeir stálu boltanum oft og refsuðu okkur fyrir það.“Vísir/Eva BjörkDagur reyndi um tíma í síðari hálfleik að setja sjöunda manninn inn á í þýsku sóknina og það gaf ágæta raun fyrst um sinn. „Það var bara synd að við stóðum nógu vel í vörninni á þeim tíma því þá hefðum við getað komist aðeins betur inn í þetta. Við áttum ágætissyrpu og þetta var okkar síðasti séns til að komast inn í leikinn. Eftir það fór ég að hvíla menn sem ég ætla að veðja á á morgun.“ Silvio Heinevetter átti stórleik en það dugði ekki til. „Það segir ákveðna sögu. Við höfum náð að dreifa álaginu mest í þeirri stöðu og markverðirnir eru því hvað ferskastir af mínum leikmönnum.“ „Við byrjuðum vel í báðum hálfleikjum, á meðan við höfðum kraftinn en svo fjaraði þetta út hjá okkur. Við vorum bara bensínlausir.“Vísir/Eva BjörkÞýskaland mætir tapliðinu úr leik Danmerkur og Slóveníu í leik um sjöunda sætið á mótinu og það síðasta sem veitir öruggt sæti í undankeppni ÓL 2016. „Ég þarf að púsla þessu saman og kreista síðustu dropana úr drengjunum. Við sjáum hvernig það tekst. Við erum þó búnir að spila fínt mót og það verður ekki tekið af þeim. Það kostaði þá hins vegar mikla orku að vera í gríðarlega erfiðum riðli. Við erum með ungt og óreynt lið.“ Dagur virtist mjög pirraður út í dómgæsluna í leiknum í kvöld en hingað til hefur hann ekki viljað tjá sig um hana - ekki heldur eftir nokkur umdeild atvik í leiknum gegn Katar í 8-liða úrslitum. „Mér fannst við ekki fá mikið í þessum leik - ég verð að segja alveg eins og er. Mér fannst aðeins halla bara á okkur. Skrýtið að segja þetta eftir síðasta leik,“ sagði hann og brosti út í annað. HM 2015 í Katar Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landliðsins, segir að það hafi verið erfitt að spila án Steffen Weinhold gegn Króatíu í dag. Weinhold meiddist í síðasta leik hjá Þýskalandi og Króatía vann nokkuð öruggan sigur, 28-23, þar sem lítið gekk upp í sóknarleik þeirra þýsku. Dagur sagði við Arnar Björnsson eftir leikinn í dag að þeir sem eftir stóðu hafi ekki átt mikið eftir á tankinum eftir langt og strangt mót.Sjá einnig: Umfjöllun: Króatía - Þýskaland 28-23 | Erfitt tap hjá Degi „Það vantaði mikið hjá okkur í dag. Meiðslin hjá Steffen Weinhold kostuðu okkur mikið en hann er hausinn í sóknarleiknum hjá okkur og svo verður bara að segjast eins og er að nítján ára strákurinn okkar á vinstri vængnum (Paul Drux) var orðinn bensínlaus og kannski ekki hægt að ætlast til þess að hann spili áttunda leikinn í röð einn í stöðunni.“ „Þetta var ákveðinn veggur sem við lentum bara á,“ bætti Dagur við. „Menn sem hafa ekki verið að spila mikið í mótinu urðu taugaóstyrkir og leituðu oft af fyrsta möguleika til að setja boltann inn á línu. Þeir stálu boltanum oft og refsuðu okkur fyrir það.“Vísir/Eva BjörkDagur reyndi um tíma í síðari hálfleik að setja sjöunda manninn inn á í þýsku sóknina og það gaf ágæta raun fyrst um sinn. „Það var bara synd að við stóðum nógu vel í vörninni á þeim tíma því þá hefðum við getað komist aðeins betur inn í þetta. Við áttum ágætissyrpu og þetta var okkar síðasti séns til að komast inn í leikinn. Eftir það fór ég að hvíla menn sem ég ætla að veðja á á morgun.“ Silvio Heinevetter átti stórleik en það dugði ekki til. „Það segir ákveðna sögu. Við höfum náð að dreifa álaginu mest í þeirri stöðu og markverðirnir eru því hvað ferskastir af mínum leikmönnum.“ „Við byrjuðum vel í báðum hálfleikjum, á meðan við höfðum kraftinn en svo fjaraði þetta út hjá okkur. Við vorum bara bensínlausir.“Vísir/Eva BjörkÞýskaland mætir tapliðinu úr leik Danmerkur og Slóveníu í leik um sjöunda sætið á mótinu og það síðasta sem veitir öruggt sæti í undankeppni ÓL 2016. „Ég þarf að púsla þessu saman og kreista síðustu dropana úr drengjunum. Við sjáum hvernig það tekst. Við erum þó búnir að spila fínt mót og það verður ekki tekið af þeim. Það kostaði þá hins vegar mikla orku að vera í gríðarlega erfiðum riðli. Við erum með ungt og óreynt lið.“ Dagur virtist mjög pirraður út í dómgæsluna í leiknum í kvöld en hingað til hefur hann ekki viljað tjá sig um hana - ekki heldur eftir nokkur umdeild atvik í leiknum gegn Katar í 8-liða úrslitum. „Mér fannst við ekki fá mikið í þessum leik - ég verð að segja alveg eins og er. Mér fannst aðeins halla bara á okkur. Skrýtið að segja þetta eftir síðasta leik,“ sagði hann og brosti út í annað.
HM 2015 í Katar Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn