NBA: Þrír leikmenn Atlanta Hawks valdir í Stjörnuleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2015 10:00 Jeff Teague er einn af þeim sem eru í Stjörnuleiknum í fyrsta sinn. Vísir/Getty NBA-deildin tilkynnti í nótt hvaða 24 leikmenn mun spila Stjörnuleikinn sem fer fram í New York 15. febrúar næstkomandi en viku fyrr kom í ljós hvaða leikmenn fengu flest atkvæði í kosningunni og byrja því leikinn. Atlanta Hawks liðið hefur unnið 17 leiki í röð og liðið á líka þrjá leikmenn í Stjörnuliði Austurdeildarinnar eða þá Al Horford, Paul Millsap og Jeff Teague. Ekkert lið í deildinni á fleiri leikmenn í Stjörnuleiknum í ár. Þriggja stiga skyttan Kyle Korver gat jafnvel orðið sá fjórði en var ekki valinn. Chris Bosh og Dwyane Wade hjá Miami Heat voru báðir valdir í liðið en Kevin Love hjá Cleveland Cavaliers þykir ekki nægilega góður fyrir stjörnulið Austurdeildarinnar. Kevin Durant og Russell Westbrook, leikmenn Oklahoma City Thunder, komust báðir í liðið þrátt fyrir að hafa misst af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla. Damian Lillard, bakvörður Portland Trail Blazers, var ekki valinn í liðið sem vekur furðu margra enda frábær leikmaður sem fer fyrir þriðja besta liði Vesturdeildarinnar. Kobe Bryant er meiddur og því gæti Lillard verið tekinn inn fyrir hann en Adam Silver, yfirmaður deildarinnar, ákveður hvaða varamaður kemur inn. Skvettubræðurnir Stephen Curry og Klay Thompson hjá Golden State Warriors eru að sjálfsögðu báðir í liðinu. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1993 (Chris Mullin og Tim Hardaway) sem Golden State Warriors á tvo leikmenn í Stjörnuleiknum. Hér fyrir neðan má sjá liðin í stjörnuleiknum. Varamennirnir eru valdir út frá kosningu þjálfar í viðkomandi deild. Þeir mega þó ekki kjósa eigin leikmenn. Tim Duncan var valinn í Stjörnleikinn í fimmtánda sinn og jafnaði þar með þá Shaquille O'Neal og Kevin Garnett. Kareem Abdul-Jabbar var 19 sinnum valinn í Stjörnuleikinn á sínum tíma og Kobe Bryant nú í 17. sinn.Stjörnulið Austurdeildarinnar:Byrjunarliðið John Wall, Washington Wizards Kyle Lowry, Toronto Raptors [Nýliði] LeBron James, Cleveland Cavaliers Pau Gasol, Chicago Bulls Carmelo Anthony, New York KnicksVaramenn: Al Horford, Atlanta Hawks Chris Bosh, Miami Heat Paul Millsap, Atlanta Hawks Jimmy Butler, Chicago Bulls [Nýliði] Dwyane Wade, Miami Heat Jeff Teague, Atlanta Hawks [Nýliði] Kyrie Irving, Cleveland Cavaliers Þjálfari: Mike Budenholzer (Atlanta Hawks)Stjörnulið Vesturdeildarinnar:Byrjunarliðið Stephen Curry, Golden State Warriors Kobe Bryant, Los Angeles Lakers Anthony Davis, New Orleans Pelicans Marc Gasol, Memphis Grizzlies Blake Griffin, Los Angeles Clippers Varamenn: LaMarcus Aldridge, Portland Trail Blazers Tim Duncan, San Antonio Spurs Kevin Durant, Oklahoma City Thunder Klay Thompson, Golden State Warriors [Nýliði] Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder James Harden, Houston Rockets Chris Paul, Los Angeles ClippersÞjálfari: Steve Kerr (Golden State Warriors) NBA Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Sjá meira
NBA-deildin tilkynnti í nótt hvaða 24 leikmenn mun spila Stjörnuleikinn sem fer fram í New York 15. febrúar næstkomandi en viku fyrr kom í ljós hvaða leikmenn fengu flest atkvæði í kosningunni og byrja því leikinn. Atlanta Hawks liðið hefur unnið 17 leiki í röð og liðið á líka þrjá leikmenn í Stjörnuliði Austurdeildarinnar eða þá Al Horford, Paul Millsap og Jeff Teague. Ekkert lið í deildinni á fleiri leikmenn í Stjörnuleiknum í ár. Þriggja stiga skyttan Kyle Korver gat jafnvel orðið sá fjórði en var ekki valinn. Chris Bosh og Dwyane Wade hjá Miami Heat voru báðir valdir í liðið en Kevin Love hjá Cleveland Cavaliers þykir ekki nægilega góður fyrir stjörnulið Austurdeildarinnar. Kevin Durant og Russell Westbrook, leikmenn Oklahoma City Thunder, komust báðir í liðið þrátt fyrir að hafa misst af stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla. Damian Lillard, bakvörður Portland Trail Blazers, var ekki valinn í liðið sem vekur furðu margra enda frábær leikmaður sem fer fyrir þriðja besta liði Vesturdeildarinnar. Kobe Bryant er meiddur og því gæti Lillard verið tekinn inn fyrir hann en Adam Silver, yfirmaður deildarinnar, ákveður hvaða varamaður kemur inn. Skvettubræðurnir Stephen Curry og Klay Thompson hjá Golden State Warriors eru að sjálfsögðu báðir í liðinu. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1993 (Chris Mullin og Tim Hardaway) sem Golden State Warriors á tvo leikmenn í Stjörnuleiknum. Hér fyrir neðan má sjá liðin í stjörnuleiknum. Varamennirnir eru valdir út frá kosningu þjálfar í viðkomandi deild. Þeir mega þó ekki kjósa eigin leikmenn. Tim Duncan var valinn í Stjörnleikinn í fimmtánda sinn og jafnaði þar með þá Shaquille O'Neal og Kevin Garnett. Kareem Abdul-Jabbar var 19 sinnum valinn í Stjörnuleikinn á sínum tíma og Kobe Bryant nú í 17. sinn.Stjörnulið Austurdeildarinnar:Byrjunarliðið John Wall, Washington Wizards Kyle Lowry, Toronto Raptors [Nýliði] LeBron James, Cleveland Cavaliers Pau Gasol, Chicago Bulls Carmelo Anthony, New York KnicksVaramenn: Al Horford, Atlanta Hawks Chris Bosh, Miami Heat Paul Millsap, Atlanta Hawks Jimmy Butler, Chicago Bulls [Nýliði] Dwyane Wade, Miami Heat Jeff Teague, Atlanta Hawks [Nýliði] Kyrie Irving, Cleveland Cavaliers Þjálfari: Mike Budenholzer (Atlanta Hawks)Stjörnulið Vesturdeildarinnar:Byrjunarliðið Stephen Curry, Golden State Warriors Kobe Bryant, Los Angeles Lakers Anthony Davis, New Orleans Pelicans Marc Gasol, Memphis Grizzlies Blake Griffin, Los Angeles Clippers Varamenn: LaMarcus Aldridge, Portland Trail Blazers Tim Duncan, San Antonio Spurs Kevin Durant, Oklahoma City Thunder Klay Thompson, Golden State Warriors [Nýliði] Russell Westbrook, Oklahoma City Thunder James Harden, Houston Rockets Chris Paul, Los Angeles ClippersÞjálfari: Steve Kerr (Golden State Warriors)
NBA Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn