Fleiri fréttir

Staðfesta að háum upphæðum var veðjað á Þórsleikinn

Íslenskar getraunir hafa kært til lögreglu starfsemi erlendra vefsíðna. Deildarstjóri íslenskra getrauna segir að Íslendingar eigi að fara norsku leiðina og banna greiðslukortasíðum að eiga viðskipti við vefsíðurnar.

Ragnar með þrennu og Valur í undanúrslitin

Valsmenn eru komnir í undanúrslit Reykjavíkurmóts karla í fótbolta eftir 5-0 stórsigur á Þrótti í kvöld í lokaleik B-riðils Reykjavíkurmótsins. Ragnar Þór Gunnarsson skoraði þrennu í leiknum.

Nældi Fulham í hinn nýja Cantona?

Fulham keypti í dag gríska framherjann Konstantinos Mitroglou frá Olympiakos fyrir um 11 milljónir punda eða um rúmlega tvo milljarða íslenskra króna.

Fylkismenn unnu Víkinga og riðilinn

Fylkir vann 4-1 sigur á Víkingum í kvöld í síðasta leik liðanna í B-riðli Reykjavíkurmótsins í fótbolta en Árbæingar tryggðu sér sigur í riðlinum með þessum sigri í Egilshöllinni.

Páll Axel skoraði fimm þrista á fyrstu fimm mínútunum

Páll Axel Vilbergsson átti einu ótrúlegustu byrjun í manna minnum í úrvalsdeild karla á Íslandi þegar Skallagrímur heimsótti KFÍ á Ísafjörð í Dóminos-deild karla í körfubolta í kvöld en leikurinn stendur nú yfir og er hægt að fylgjast með honum hér á Vísi.

Heerenveen hafnaði tilboði Fulham í Alfreð

Enska úrvalsdeildarfélagið Fulham reyndi að kaupa íslenska landsliðsframherjann Alfreð Finnbogason frá hollenska liðinu Heerenveen í dag á lokadegi félagsskiptagluggans í Evrópu. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Dramatískur sigur KFÍ - Joshua Brown með 49 stig

KFÍ vann dramatískan og gríðarlega mikilvægan eins stigs sigur á Skallagrími, 83-82, í kvöld í 15. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta en með honum náðu Ísfirðingar Borgnesingum að stigum í baráttunni fyrir lífi sínu í deildinni.

Dani Osvaldo lánaður til Juventus

Southampton hefur samþykkt að lána ítalska framherjann Dani Osvaldo til ítölsku meistaranna í Juventus en hann hefur aðeins verið í sex mánuði í enska boltanum.

Schumacher sagður hafa deplað augum

Samkvæmt óstaðfestum fregnum er Michael Schumacher strax byrjaður að sýna viðbrögð við tilraunum lækna við að vekja hann úr dái.

Diamber Johnson fór ekki langt - samdi við Keflavík

Diamber Johnson var ekki lengi að finna sér nýtt lið í Dominos-deild kvenna eftir að hún var látin fara frá Hamar í vikunni. Á umboðssíðu leikmannsins kemur fram að hún hafi samið við Íslandsmeistaralið Keflavíkur.

Björn Bergmann lánaður til Molde

Björn Bergmann Sigurðarson hefur verið lánaður frá enska C-deildarliðinu Wolves til Molde í Noregi, þar sem hann mun klára tímabilið.

Rólegt á Old Trafford í dag

David Moyes, stjóri Manchester United, hefur útilokað að félagið muni kaupa leikmenn í dag. Þá er Shinji Kagawa ekki á förum.

Aguero aftur frá í einn mánuð

Argentínumaðurinn Sergio Aguero hjá Manchester City er enn á ný meiddur og knattspyrnustjórinn Manuel Pellegrini staðfesti á blaðamannafundi í dag að leikmaðurinn verði ekkert með næsta mánuðinn.

Fimm NBA-leikmenn taka þátt í sínum fyrsta Stjörnuleik

Í nótt varð ljóst hvaða leikmenn taka þátt í Stjörnuleik NBA-deildarinnar í körfubolta í ár en áður var búið að gefa út hvaða leikmenn aðdáendur kusu inn í byrjunarliðin fyrir leikinn sem fer fram í New Orleans 16. febrúar næstkomandi.

Fabio kominn til Cardiff

Cardiff City hefur gengið frá kaupum á brasilíska bakverðinum Fabio frá Manchester United.

Zouma nýjasti leikmaður Chelsea

Chelsea tilkynnti í dag að félagið hefði fest kaup á hinum nítján ára Kurt Zouma sem leikur sem varnarmaður hjá St. Etienne í Frakklandi.

Berbatov á leið til Monaco

Fullyrt er að Búlgarinn Dimitar Berbatov sé á leið til franska stórliðsins AS Monaco þar sem honum verði ætlað að fylla í skarð Radamel Falcao.

Holtby lánaður til Fulham

Lewis Holtby, leikmaður Tottenham, hefur verið lánaður til grannliðsins Fulham til loka tímabilsins.

Friðrik Ingi hættur hjá KKÍ

Körfuknattleikssamband Íslands tilkynnti í dag að Friðrik Ingi Rúnarsson muni láta af störfum sem framkvæmdarstjóri sambandsins um mánaðamótin.

Stefán samdi við Breiðablik

Breiðablik hefur gengið frá þriggja ára samningi við Stefán Gíslason sem snýr aftur til landsins eftir langa dvöl í atvinnumennsku.

Björn Bergmann á leið aftur til Noregs

Norskir fjölmiðlar greina frá því að norsku bikarmeistararnir í Molde séu á góðri leið með að fá Björn Bergmann Sigurðarson frá Wolves.

Ramsey frá næstu sex vikurnar

Stuðningsmenn Arsenal fengu slæmar fréttir í dag en Arsene Wenger, knattspyrnustjóri liðsins, staðfesti að Aaron Ramsey verði frá keppni í sex vikur til viðbótar.

Watson og Yang deila forystunni

Bubba Watson og Suður-Kóreumaðurinn YE Yang eru efstir og jafnir eftir fyrsta keppnisdag Phoenix Open á PGA-mótaröðinni.

NBA í nótt: Indiana missteig sig

Indiana Pacers, efsta lið austurdeildarinnar, tapaði í nótt aðeins sínum öðrum leik á heimavelli í NBA-deildinni þetta tímabilið.

Rakel Dögg hætt: Ég ber alls engan kala til hennar

Rakel Dögg Bragadóttir, ein besta handboltakona landsins, tilkynnti í gær að hún væri hætt í handbolta vegna alvarlegra höfuðmeiðsla. "Áttaði mig á því eftir á hversu þungt höggið var í raun og veru,“ sagði hún.

Emsdetten skylt að greiða KA uppeldisbætur fyrir Odd

Áfrýjunardómstóll Handknattleikssambands Evrópu, EHF, kvað upp dóm í gær sem skyldaði þýska úrvalsdeildarliðið Emsdetten til að greiða KA á Akureyri uppeldisbætur fyrir hornamanninn Odd Gretarsson.

Durant-dagar í NBA-deildinni

Kevin Durant hefur skorað 30 stig eða meira í síðustu tólf leikjum og er aðeins sá þriðji sem nær því í NBA-deildinni undanfarna þrjá áratugi. Eftir einhliða uppgjör tveggja bestu körfuboltamanna heims stefnir allt í það að LeBron James þurfi að láta honu

Solskjær fær Zaha á láni frá sínu gamla félagi

Ole Gunnar Solskjær er búinn að fá það í gegn að fá vængmanninn Wilfried Zaha á láni frá Manchester United en þetta kemur fram á Sky Sports. Zaha birti mynd af sér í æfingabúningi Cardiff á samfélagsmiðli.

ÍR-ingar unnu Íslandsmeistara Grindavíkur

ÍR-ingar eru eins og nýtt lið með Nigel Moore innanborðs og þeir sýndu það í kvöld með því að vinna tveggja stiga sigur á Íslandsmeisturum Grindavíkur, 96-94, en Grindavíkurliðið kom á mikilli siglingu í leikinn.

Sjá næstu 50 fréttir