Formúla 1

Schumacher sagður hafa deplað augum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmenn Schumacher fyrir utan sjúkrahúsið í Grenoble.
Stuðningsmenn Schumacher fyrir utan sjúkrahúsið í Grenoble. Vísir/Getty
Samkvæmt óstaðfestum fregnum er Michael Schumacher strax byrjaður að sýna viðbrögð við tilraunum lækna við að vekja hann úr dái.

Schumacher hefur verið haldið sofandi síðan hann fékk alvarlega höfuðáverka í skíðaslysi í frönsku ölpunum í lok desember.

Í gær var greint frá því að læknar væru byrjaðir að draga úr svæfingunni í því skyni að byrja að koma þýska ökuþórnum aftur til meðvitundar.

Franska dagblaðið L'Equipe staðhæfir að Schumacher hafi strax sýnt viðbrögð með því að depla augum þegar læknar hófu að framkvæma tilraunir sínar.

Enn fremur var haldið fram á fréttavef Sky News að Schumacher hafi brugðist við leiðbeiningum lækna.

Umboðsmaður Schumacher, Sabine Kehm, segir að ekki verði frekari upplýsingar gefnar um ástand hans að svo stöddu og ítrekaði bón fjölskyldu hans um næði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×