McIlroy náði fugli á átjándu og er í forystu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2014 13:07 Rory McIlroy er enn í forystu á Dubai Desert Classic-mótinu í golfi sem nú stendur yfir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. McIlroy átti frábæran hring í gær og spilaði þá á 63 höggum eða níu undir pari vallarins. Hann gaf eftir í dag en skilaði sér í hús á 70 höggum eða tveimur undir pari. Norður-Írinn byrjaði daginn á fá sinn fyrsta skolla á mótinu en hann bætti fyrir það með því að ná í þrjá fugla á fyrri níu. Hann fékk svo fugl á tíundu en tapaði svo höggum á bæði 13. og 16. holu. Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka nýtti sér það og náði að koma sér upp að hlið McIlroy þegar hann náði sínum sjöunda fugli í dag á 17. holu. En McIlroy endurheimti forystuna með frábærri spilamennsku á 18. holu sem skilaði honum fugli. Koepka er því einu höggi á eftir McIlroy, sem er á samtals ellefu höggum undir pari að loknum öðrum keppnisdegi.Tiger Woods spilaði á 73 höggum í dag og er á samtals á þremur höggum undir pari. Hann er sem stendur tveimur höggum frá því að lenda röngu megin við niðurskurðarlínuna.Sýnt er beint frá mótinu á Golfstöðinni. Post by Golfstöðin. Golf Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Rory McIlroy er enn í forystu á Dubai Desert Classic-mótinu í golfi sem nú stendur yfir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. McIlroy átti frábæran hring í gær og spilaði þá á 63 höggum eða níu undir pari vallarins. Hann gaf eftir í dag en skilaði sér í hús á 70 höggum eða tveimur undir pari. Norður-Írinn byrjaði daginn á fá sinn fyrsta skolla á mótinu en hann bætti fyrir það með því að ná í þrjá fugla á fyrri níu. Hann fékk svo fugl á tíundu en tapaði svo höggum á bæði 13. og 16. holu. Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka nýtti sér það og náði að koma sér upp að hlið McIlroy þegar hann náði sínum sjöunda fugli í dag á 17. holu. En McIlroy endurheimti forystuna með frábærri spilamennsku á 18. holu sem skilaði honum fugli. Koepka er því einu höggi á eftir McIlroy, sem er á samtals ellefu höggum undir pari að loknum öðrum keppnisdegi.Tiger Woods spilaði á 73 höggum í dag og er á samtals á þremur höggum undir pari. Hann er sem stendur tveimur höggum frá því að lenda röngu megin við niðurskurðarlínuna.Sýnt er beint frá mótinu á Golfstöðinni. Post by Golfstöðin.
Golf Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira