Fleiri fréttir

Varamennirnir björguðu Chelsea

Chelsea vann 3-1 sigur á Norwich á útivelli. Varamennirnir Eden Hazard og Willian tryggðu sigurinn með tveimur mörkum á síðustu fimm mínútum leiksins.

Enn vinnur Kiel | Oddur skoraði sex

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði fjögur mörk fyrir Kiel sem vann 34-25 sigur á Minden í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

21 stig frá Kobba dugðu ekki til

Hlynur Bæringsson og Jakob Örn Sigurðarson stóðu fyrir sínu en það dugði ekki til í tapi Sundsvall Dragons gegn Södertälje Kings.

Sölvi Geir hélt sæti sínu í liðinu

Sölvi Geir Ottesen var í byrjunarliði FC Ural annan leikinn í röð þegar liðið tapaði 2-0 gegn Krasnodar í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Dalglish snýr aftur til Liverpool

Kenny Daglish hefur þekkst boð Fenway Sports Group og Liverpool um að taka sæti í stjórn knattspyrnufélagsins Liverpool.

AGF finnur sér nýjan Marka-Aron

Aron Jóhannsson sló í gegn hjá danska félaginu AGF á sínum tíma og var síðan seldur til hollenska liðsins AZ Alkmaar þar sem hann raðar inn mörkum.

Mikilvægt að halla dyrunum aðeins

Lars Lagerbäck tilkynnti í gær 23 manna hóp Íslands fyrir leikina gegn Kýpur og Noregi í undankeppni HM 2014. Sjö lykilmenn eru á gulu spjaldi en Svíinn segir að það muni ekki hafa áhrif á liðsvalið. Leggja þarf Kýpur að velli áður en hugsað er fram í tím

Sigurbergur í flottu formi

Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson er kominn í gamla landsliðsformið ef marka má frammistöðu hans í síðustu tveimur leikjum Hauka í Olísdeildinni.

Fyrsta flug Geitungsins í atvinnumennskunni

Jakob Örn Sigurðarson og Hlynur Bæringsson spila í dag sinn fyrsta leik á tímabilinu þegar Sundsvall Dragons sækir heim Södertälje Kings í sænsku úrvalsdeildinni i körfubolta.

Alexis og Neymar í aðalhlutverkum

Alexis Sanchez skoraði tvívegis fyrir Barcelona í 4-1 sigri á Real Valladolid í La Liga í kvöld. Sigurinn var sá áttundi í deildinni í röð í upphafi móts.

Jafntefli í stórslagnum í Leverkusen

Tony Kroos og Sidney Sam skoruðu mörk Bayern München og Bayer Leverkusen í stórslag dagsins í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Suarez skoraði og Liverpool á toppinn

Luis Suarez og Daniel Sturridge skoruðu báðir í sannfærandi 3-1 sigri Liverpool á Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Chris Mullin er ennþá frábær skotmaður

Chris Mullin er orðinn fimmtugur en hann sýndi leikmönnum Sacramento Kings á dögunum af hverju hann er talinn vera í hópi bestu skotmanna sem hafa spilað í NBA-deildinni í körfubolta.

Mourinho um Lukaku: Tvennt ólíkt að spila fyrir Everton eða Chelsea

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, sér ekki eftir þeirri ákvörðun sinni að senda Romelu Lukaku á láni til Evrerton. Romelu Lukaku hefur farið á kostum að undanförnu og er með þrjú mörk og eina stoðsendingu í fyrstu tveimur leikjum sínum með Everton.

Kobe Bryant til Þýskalands í læknismeðferð

Körfuboltamaðurinn Kobe Bryant hjá Los Angeles Lakers leitar nú allra ráða til þess að ná sem fyrst fullum styrk eftir að hafa slitið hásin í apríl á síðasta tímabili. Það var mikil bjartsýni hjá kappanum fyrr í sumar en það hefur dregið aðeins úr henni upp á síðkastið. Nýjust fréttirnar af Bryant eru þó ekki af hásinarvandamálum leikmannsins.

Ribery: Ég vinn meira fyrir liðið en Messi og Ronaldo

Franck Ribery, liðsmaður Bayern Munchen og Knattspyrnumaður ársins hjá UEFA á árinu 2013, segir að hann vinni meira fyrir sitt lið en þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo sem eru af flestum taldir vera bestu fótboltamenn í heimi.

Tveir sigrar í röð hjá HK-konum

HK-stelpur sóttu tvö stig í Kaplakrika í kvöld þegar þær unnu 18-15 sigur á FH í fyrsta leiknum í þriðju umferð Olísdeildar kvenna i handbolta.

Afturelding með fullt hús eftir þrjá leiki

Afturelding hélt sigurgöngu sinni áfram í 1. deild karla í handbolta í kvöld þegar liðið vann eins marks sigur á ÍH, 22-21, í uppgjöri tveggja ósigraða liða. Mosfellingar hafa nú unnið þrjá fyrstu leiki sína á tímabilinu.

Zlatan: Rooney, komdu til Parísar og spilaðu með mér

Sænski landsliðsmaðurinn Zlatan Ibrahimovic vill að Wayne Rooney verði liðsfélagi sinn hjá franska félaginu Paris Saint Germain fari svo að enski landsliðsmaðurinn yfirgefi Manchester United. Zlatan ræddi þetta í viðtali við The Sun.

Sjá næstu 50 fréttir