Fleiri fréttir

Elfar Árni: Vil halda áfram að skora mörk fyrir Blika

Blikinn Elfar Árni Aðalsteinsson er leikmaður 3. umferðar Pepsi-deildar karla að mati Fréttablaðsins. Hann skoraði sigurmark Blika gegn Val í fyrrakvöld og tryggði þeim grænu þar með fyrsta sigur tímabilsins. Mark Elfars Árna var einnig fyrsta mark Blika á tímabilinu.

Alves missir af úrslitaleiknum

Barcelona hefur staðfest að Brasilíumaðurinn Dani Alves sé viðbeinsbrotinn og verði frá næstu tvo mánuðina. Hann gekkst undir aðgerð í dag.

Amare Stoudemire skráði sig í skóla í Miami

Þetta var erfitt tímabil fyrir Amare Stoudemire í NBA-deildinni í körfubolta og hann kórónaði það með því að missa af leik með New York Knicks í úrslitakeppninni eftir að hafa barið hendinni í slökkvitæki í svekkelski eftir einn tapleikinn á móti Miami Heat.

Haukar unnu 31-0 í bikarkeppni KSÍ

Fjölmargir leikir fóru fram í 32-liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ en hæst bar ótrúlegur sigur Hauka á Snæfelli, 31-0. Viktor Smári Segatta skoraði tíu mörk í leiknum.

Hvert mark FH-inga er 2,3 stiga virði

FH-ingar hafa aðeins skorað þrjú mörk í fyrstu þremur umferðunum í Pepsi-deild karla í fótbolta en eru engu að síður í öðru sæti deildarinnar með sjö stig af níu mögulegum. Það hafa sjö lið skorað fleiri mörk en FH í sumar en aðeins Skagamenn hafa fengið fleiri stig.

KR-ingar búnir að tapa öllum þremur seinni hálfleikjunum 1-2

Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, sá til þess að Íslandsmeistararnir misstu ekki frá sér sigur í þriðja leiknum í röð þegar hann varði víti frá Eyjamanninum Matt Garner í uppbótartíma í 3-2 sigri KR á ÍBV í 3. umferð Pepsi-deildar karla á KR-vellinum í gær.

Hrun hjá Löwen í seinni hálfleik

Rhein-Neckar Löwen steinlá fyrir Flensburg á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld, 34-27, þrátt fyrir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik.

Kiel enn ósigrað í Þýskalandi

Kiel hélt áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta með sex marka sigri á Wetzlar á heimavelli, 33-27.

Rut og Þórey nálgast bronsið

Þórey Rut Stefánsdóttir og Rut Jónsdóttir skoruðu sitt markið hvor þegar að lið þeirra, Team Tvis Holstebro, vann fyrri leikinn gegn Midtjylland um bronsverðlaun dönsku úrvalsdeildarinnar.

Matthías skoraði í stórsigri

Start er enn ósigrað í norsku B-deildinni eftir 7-0 stórsigur á Notodden í dag. Matthías Vilhjálmsson skoraði í leiknum.

Holland aftur Evrópumeistari U-17 liða

Hollendingar vörðu Evrópumeistaratitil sinn í flokki U-17 liða eftir sigur á Þýskalandi í úrslitaleik. Vítaspyrnukeppni þurfti til að knýja fram úrslit.

Wilshere: Algjör snilld að ráða Neville

Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal og enska landsliðsins, verður ekki með á EM vegna meiðsla en hann er mjög sáttur við að Gary Neville sé kominn inn í þjálfarateymi enska landsliðsins.

Vignir í fjórtán daga bann

Vignir Svavarsson hefur verið dæmdur í tveggja vikna bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í leik Hannover-Burgdorf og Eintracht Hildesheim um helgina.

Fyrsta þrenna KR-ings úr vítum

Kjartan Henry Finnbogason endurskrifaði glæsilega sögu KR á KR-vellinum í gær þegar hann skoraði þrennu af vítapunktinum í 3-2 sigri á ÍBV í 3. umferð Pepsi-deildar karla. Ólafur Brynjar Halldórsson, tölfræðingur KR-inga, hefur komist að því að þetta sé fyrsta þrenna KR-ings úr vítum í efstu deild. Þ:etta kemur fram á heimasíðu KR-inga.

Mata talar um að vinna þrjá titla til viðbótar í sumar

Þetta gæti verið stórt sumar fyrir Spánverjann Juan Mata hjá Chelsea. Hann hefur þegar unnið enska bikarinn með Chelsea-liðinu á sínu fyrsta tímabili en er með augastað á þremur titlum til viðbótar í sumar.

Magnús Gylfason ósáttur við umræðuna um fjölda útlendinga hjá ÍBV

Magnús Gylfason þjálfari ÍBV var í viðtali í dag í Boltanum á X-inu 977. Þar ræddi Magnús um vítaspyrnurnar fjórar sem dæmdar voru í leiknum við KR 3-2 tapleik ÍBV í gær. Þá svaraði þjálfarinn einnig umfjöllun úr Pepsímörkunum í gær þar sem rætt var um fjölda útlendinga í liði ÍBV.

Kenny Dalglish hættur hjá Liverpool

Kenny Dalglish er hættur störfum sem knattspyrnustjóri Liverpool. Þetta kemur fram í enskum fjölmiðlum í dag en hefur ekki verið staðfest af félaginu sjálfu.

Jamie Mackie búinn að framlengja samning sinn við QPR

Jamie Mackie, framherji Queens Park Rangers og liðsfélagi Heiðars Helgusonar, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið og er nú samningsbundinn Lundúnafélaginu til sumarsins 2015. Mackie skoraði sjö mörk á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni þar á meðal "næstum því" sigurmarkið á móti Manchester City í lokaumferðinni.

Pepsi-deild kvenna: Katrín raðar inn mörkum í miðjum prófum

Katrín Ásbjörnsdóttir byrjaði frábærlega með Þór/KA í Pepsi-deild kvenna um liðna helgi. Hún skoraði tvö mörk og átti stóran þátt í því þriðja í 3-1 sigri á Íslandsmeisturum Stjörnunnar í 1. umferðinni. Það er skammt stórra högga á milli hjá Katrínu því hún þreytir þessa dagana stúdentspróf í MR.

Steven Gerrard verður fyrirliði enska landsliðsins

Roy Hodgson, nýr landsliðsþjálfari Englendinga, tilkynnti það á blaðamannafundi á Wembley í dag að Liverpool-maðurinn Steven Gerrard verði fyrirliði enska landsliðsins á EM í Póllandi og Úkraínu í sumar.

Grenlækur IV opnaði með 196 fiskum

Hollið sem opnaði svæði fjögur í Grenlæk á föstudag í síðustu viku tók veiðina með trompi og landaði samtals 196 fiskum. Þetta kemur fram á vef Stangaveiðifélags Keflavíkur sem selur leyfi í Grenlæk.

Sunna kölluð inn í A-landsliðið

Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari kvenna í handbolta hefur þurft að gera eina breytingu á landsliðshóp Íslands fyrir leikina gegn Spáni og Úkraínu í undankeppni Evrópumótsins.

Sunnudagsmessan: Leikmaður ársins að mati "Messunnar"

Sex leikmenn komu til greina í valinu á leikmanni ársins hjá sérfræðingum Stöðvar 2 sport í Sunnudagsmessunni. Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason rökstuddu val sitt í uppgjörsþætti Sunnudagsmessunnar um s.l. helgi.

Hodgson ætlar ekki að taka Rio Ferdinand með á EM

Roy Hodgson, nýr landsliðsþjálfari Englendinga, tilkynnir EM-hóp enska landsliðsins í dag og heimildir enskra fjölmiðla herma að hann ætli ekki að taka Manchester United manninn Rio Ferdinand með á mótið. Kyle Walker hjá Tottenham missir væntanlega af EM vegna meiðsla og þá ætlar Hodgson ekki að velja Peter Crouch og Micah Richard.

Sunnudagsmessan: Framfaraverðlaun tímabilsins

Verðlaunaafhendingar og viðurkenningar voru aðalmálið í uppgjörsþætti Sunnudagsmessunnar á Stöð 2 sport um s.l. helgi. Þar var keppnistímabilið gert upp með ýmsum hætti og komu sex leikmenn til greina í kjörinu á þeim leikmanni sem hefur sýnt mestar framfarir í vetur.

NBA: Auðvelt hjá San Antonio í fyrsta leik á móti Clippers

San Antonio Spurs hélt sigurgöngu sinni áfram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt með því að vinna auðveldan sextán stiga sigur á Los Angeles Clippers, 108-92, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar.

NBA: Indiana jafnaði á móti Miami

Indiana Pacers jafnaði metin í 1-1 í nótt í undanúrslitaeinvígi Austurdeildarinnar á móti Miami Heat en þetta var fyrsti heimaleikurinn sem Miami tapar í úrslitakeppninni NBA-deildarinnar í körfubolta í ár. Indiana vann leikinn 78-75 og næstu tveir leikir fara fram á heimavelli liðsins í Indianapolis.

Kagawa hitti Sir Alex Ferguson í Manchester

Japanski leikmaðurinn Shinji Kagawa, sem spilar með Þýskalandsmeisturum Borussia Dortmund, var ekkert smeykur að segja blaðamönnum frá því að hann hafi fundað með Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United.

Teljarinn kominn upp í Elliðaánum

Jóhannes Sturlaugsson frá Laxfiskum kom teljaranum fyrir í Elliðaánum í gær. Að því er kemur fram á vef Stangaveiðifélags Reykjavíkur er tilgangurinn með teljaranum margþættur.

Spenntur fyrir landsliðinu

Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, segir að mest spennandi þjálfarastarf á Íslandi sé landsliðsþjálfarastarfið. Aron hefur verið sterklega orðaður við landsliðið síðustu vikur. Aron segist þó ekkert vera að hugsa um starfið.

Pepsimörkin: Markaregnið úr 3. umferð

Það gekk mikið á í þriðju umferð Pepsideildarinnar í fótbolta karla sem lauk í kvöld með fimm leikjum. Skagamenn eru á toppi deildarinnar eftir þrjá sigurleiki í röð og Fram náði að landa sínum fyrstu stigum í mögnuðum leik gegn Grindavík. Kjartan Henry Finnbogason framherji Íslandsmeistaraliðs KR skoraði þrennu í 3-2 sigri KR gegn ÍBV þar sem vítaspyrnudómar voru allsráðandi. Öll tilþrifin og mörkin eru nú aðgengileg á Vísi.

Maggi Gylfa og Þórður Þórðarson í Boltanum á X977

Það gekk mikið á í gærkvöldi þegar þriðju umferð Pepsi-deildar karla lauk með fimm leikjum. Þjálfarar ÍBV og ÍA verða í viðtali í Boltanum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Magnús Gylfason þjálfari Eyjamann mun ræða við Valtý Björn Valtýsson um leik liðsins gegn KR og þá umræðu að Eyjamenn séu með marga erlenda leikmenn í sínum röðum. Þórður mun ræða um gott gengi Skagamanna sem eru efstir í deildinni með fullt hús stiga.

Sjá næstu 50 fréttir