Handbolti

Kiel enn ósigrað í Þýskalandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron skoraði tvö fyrir Kiel í kvöld.
Aron skoraði tvö fyrir Kiel í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Kiel hélt áfram ótrúlegri sigurgöngu sinni í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta með sex marka sigri á Wetzlar á heimavelli, 33-27.

Alfreð Gíslason er þjálfari liðsins en Kiel hefur nú unnið alla deildarleiki sína á tímabilinu, 31 talsins. Liðið er því með 62 stig og er fyrir löngu búið að tryggja sér meistaratitilinn.

Jafnræði var með liðunum framan af en Kiel seig fram úr á síðasta stundarfjórðungnum. Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Kiel en Kári Kristján Kristjánsson var ekki í hópnum hjá Wetzlar.

Þá skoraði Einar Hólmgeirsson fimm mörk fyrir Magdeburg sem tapaði reyndar fyrir Lemgo á útivelli, 37-29. Björgvin Páll Gústavsson spilaði fyrstu 20 mínúturnar í marki Magdeburg en náði sér ekki á strik.

Magdeburg heldur þó sjötta sæti sínu í deildinni en Lemgo er í sjöunda sætinu þremur stigum á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×