Handbolti

Hrun hjá Löwen í seinni hálfleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson.
Guðmundur Guðmundsson. Nordic Photos / Getty Images
Rhein-Neckar Löwen steinlá fyrir Flensburg á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld, 34-27, þrátt fyrir að hafa verið fjórum mörkum yfir í hálfleik.

Staðan í hálfleik var 18-14, Löwen í vil. En á fyrstu 20 mínútunum í seinni hálfleik hrundi leikur heimamanna algerlega. Þeir fengu á sig sextán mörk en skoruðu aðeins fjögur.

Guðmundur Guðmundsson er þjálfari Löwen og Róbert Gunnarsson leikur með liðinu. Hann komst ekki á blað í kvöld.

Með sigri hefði Löwen minnkað forystu Hamburg í fjórða sætinu í eitt stig en allt kom fyrir ekki. Flensburg styrkti stöðu sína í öðru sæti deildarinnar og er nú með fimm stiga forystu á Füchse Berlin, sem er í þriðja sætinu en á þó leik til góða.

Kiel er sem fyrr á toppnum með fullt hús stiga, 62 talsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×