Fleiri fréttir

Eyjamenn Íslandsmeistarar í futsal

Eyjamenn urðu í dag Íslandsmeistarar í futsal þegar þeir unnu Víking frá Ólafsvík 5-0 í úrslitaleiknum en leikið var í Laugardalshöll.

Tap hjá Íslendingaliðunum á Spáni

Jón Arnór Stefánsson skoraði 11 stig og tók 2 fráköst er lið hans, CAI Zaragoza, tapaði á útivelli, 77-64, gegn Cajasol Banca Civica í spænsku úrvalsdeildinni.

Sunderland lagði Peterborough

Sunderland er komið áfram í ensku bikarkeppninni eftir frekar sannfærandi sigur á útivelli gegn Peterborough. Lokatölur 0-2.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Snæfell 68-73

Snæfell bar sigur, 73-68, úr býtum gegn Stjörnunni í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins en hvorugt liðið náði sér almennilega á strik í leiknum. Snæfellingar voru skrefinu á undan í síðari hálfleiknum og það skilaði þeim áfram í 8-liða úrslitin. Pálmi Freyr Sigurgeirsson var atkvæðamestur í liði Snæfells í leiknum með 23 stig. Keith Cothran gerði 19 stig í liði Stjörnunnar.

Tap fyrir Dönum í úrslitaleiknum

Rúmlega 6.000 áhorfendur mættu á leik Danmerkur og Íslands á æfingamóti í Danmörku í dag. Þetta var úrslitaleikur mótsins og höfðu Danir betur, 31-27.

Milan og Juventus haldast í hendur

Toppliðin á Ítalíu - AC Milan og Juventus - unnu bæði góða útisigra í ítölsku úrvalsdeildinni í dag og haldast því áfram í hendur á toppnum.

Misgott hljóðið í stjórunum eftir leik

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var ekki fullkomlega sáttur við sitt lið gegn Man. City í dag enda gaf það eftir afar vænlega stöðu í síðari hálfleik þar sem liðið var manni fleiri.

Atlanta stöðvar öll stórliðin

Atlanta Hawks heldur áfram að koma skemmtilega á óvart í NBA-deildinni. Í nótt batt liðið enda á sex leikja sigurgöngu Chicago en Atlanta var einnig fyrsta liðið til þess að vinna Miami í vetur.

Servíettan sem breytti sögu Barcelona

Ferill Lionel Messi hjá Barcelona hófst með því að skrifað var undir samning á servíettu. Þessi servíetta hefur breytt sögu Barcelona enda gengi liðsins með Messi fremstan í flokki verið ótrúleg.

Gomez fer alltaf á salernið lengst til vinstri

Þýski framherjinn Mario Gomez hjá Bayern Munchen átti ótrúlegt ár þar sem hann skoraði 50 mörk fyrir Bayern og þýska landsliðið. Hann er með eitt mark að meðaltali í leik í Meistaradeildinni og næstum með sama meðaltal í deildinni þar sem hann hefur skorað 16 mörk í 17 leikjum.

Mexíkóskum markverði rænt

Mexíkóskir fjölmiðlar segja að markverðinum Omar Ortiz hafi verið rænt en ekkert hefur til hans spurst síðustu daga.

Chelsea afgreiddi Portsmouth í síðari hálfleik

Chelsea flaug áfram í ensku bikarkeppninni í dag er Portsmouth kom í heimsókn. Eftir markalausan fyrri hálfleik rúllaði Chelsea yfir B-deildarliðið í síðari hálfleik og vann góðan sigur, 4-0.

Manchester United sló granna sína í City út úr enska bikarnum

Manchester-liðin mættust í 3. umferð enska bikarsins á City of Manchester vellinum í dag. Þeir rauðklæddu náðu að innbyrða góðan sigur, 3-2, í hreint mögnuðum leik en Manchester United var 3-0 yfir í hálfleik en heimamenn gáfust aldrei upp. City kom til baka í þeim síðari og skoruðu tvö mörk en það dugði ekki til og því féllu bikarmeistararnir úr leik.

Inter á siglingu | Stórsigur í kvöld

Inter hefur heldur betur tekið við sér á síðustu vikum eftir ömurlegt gengi í upphafi tímabils. Inter vann í kvöld öruggan heimasigur á Parma, 5-0.

Real rúllaði yfir Granada

Real Madrid náði í kvöld sex stiga forskoti á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar. Real valtaði þá yfir Granada á heimavelli og vann stórsigur, 5-1.

Njarðvíkurkempur stóðu í Fjölni

Gamlar Njarðvíkurkempur voru ekki fjarri því að slá úrvalsdeildarlið Fjölnis úr Powerade-bikarnum í dag. Fjölnir marði átta stiga sigur, 80-72, á heimavelli.

Ipswich losar sig við Ívar

Paul Jewell, stjóri Ipswich, sagði fyrir helgi að það hefðu verið mistök að fá Ívar Ingimarsson til félagsins. Jewell fylgdi þeim ummælum eftir með því að losa sig við Ívar í dag.

Tómas samdi við Selfoss

Tómas Leifsson er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við Pepsi-deildarlið Selfoss. Tómas kemur til félagsins frá Fram.

Malaga safnar liði

Spænska liðið Malaga ætlar að bjóða Borussia Dortmund 10 milljónir evra fyrir paragvæska framherjann Lucas Barrios.

Sigur á Slóvenum | Aftur stórleikur hjá Guðjóni Val

Ísland vann góðan sigur á Slóveníu, 29-26, þegar liðin mættust á æfingamóti í Danmörku. Staðan í hálfleik var jöfn 13-13. Þetta var annar leikur Íslands á mótinu en strákarnir gerðu jafntefli við Pólland í gær. Lokaleikur strákanna er gegn Dönum á morgun.

Ranieri: Sneijder er ekki á förum

Claudio Ranieri, þjálfari Inter, hefur nú stigið fram fyrir skjöldu og lýst því yfir að það komi ekki til greina að selja Hollendinginn Wesley Sneijder í þessum mánuði.

Hallgrímur spilaði með Völsungi um jólin

Húsvíkingurinn Hallgrímur Jónasson, leikmaður SönderjyskE, skellti sér í grænu treyjuna um jólin og spilaði með Völsungi gegn Þór. Voru orðin ansi mörg ár síðan Hallgrímur spilaði með uppeldisfélaginu.

Kobe fór á kostum í sigri Lakers

Kobe Bryant fór á kostum í liði LA Lakers í nótt er það vann sjö stiga sigur, 97-90, á Golden State. Bryant skoraði 39 stig og gaf 7 stoðsendingar í leiknum.

Hef fengið aukið sjálfstraust með Nøtterøy

Hreiðar Levý Guðmundsson hefur fundið sig vel á æfingum íslenska landsliðsins síðan það hóf undirbúninginn sinn fyrir EM í Serbíu. Mótið hefst eftir rúma viku en Hreiðar er í góðu formi eftir að hafa spilað mikið með liði sínu í Noregi.

Arnar Þór hefur ekkert hugsað um landsliðið

Arnar Þór Viðarsson er í fámennum hópi en aðeins 21 leikmaður á meira en 50 landsleiki að baki. Arnar hefur spilað 52 landsleiki á ferlinum en á þó ekki sérstaklega góðar minningar frá síðasta landsleik, en þá tapaði Ísland fyrir Liechtenstein ytra, 3-0.

Árið 2011 var mitt besta á ferlinum

Arnar Þór Viðarsson er lykilmaður hjá Cercle Brugge í Belgíu og hefur spilað hverja einustu mínútu á tímabilinu. Hann mun sennilega hefja störf hjá félaginu sem þjálfari að leikmannaferlinum loknum.

Sjá næstu 50 fréttir