Fleiri fréttir

Fréttir úr Tungufljóti

Það virðist vera nokkuð af sjóbirtingi í Tungufljóti eftir sunnan áhlaupin undanfarið. Hollið 26-28/9 fékk 19 fiska við mjög erfiðar aðstæður.

Pepsimörkin: Tryggvi harðhaus ársins

Það gekk á ýmsu hjá framherjanum Tryggva Guðmundssyni í sumar með liði ÍBV. Tryggvi jafnaði markametið með því að skora sitt 126. mark í efstu deild og deilir hann metinu með Inga Birni Albertssyni. Tryggvi var útnefndur harðhaus ársins í þættinum Pepsimörkin s.l. sunnudag.

Gylfa hrósað fyrir þýskukunnáttu sína

Þýska dagblaðið Rhein-Neckar Zeitung segir að Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Hoffenheim, tali nú reiprennandi þýsku aðeins rúmu ári eftir að hann kom til Þýskalands frá Reading í Englandi.

Pepsimörkin: Kjartan Henry leikmaður ársins - myndband

Kjartan Henry Finnbogason leikmaður Íslands - og bikarmeistaraliðs KR var valinn leikmaður ársins í þættinum Pepsimörkin á Stöð 2 sport. Í myndbandinu má sjá brot af helstu hápunktum Kjartans í sumar.

Gunnar Guðmundsson á óskalista Fylkismanna

Gunnar Guðmundsson, þjálfari U-17 landsliðs karla og fyrrum þjálfari HK, er samkvæmt heimildum Vísis einn þeirra þjálfara sem forráðamenn Fylkis eru með augastað á.

Jóhann Helgi kippti sér sjálfum í axlarlið

Það vakti óneitanlega athygli í leik Keflavíkur og Þórs um helgina þegar að sóknarmaðurinn Jóhann Helgi Hannesson, leikmaður Þórs, kippti sér sjálfum í axlarlið í miðjum leik.

Baldur fer en Jóhann verður áfram í Fylki

Baldur Bett hefur ákveðið að hætta að spila knattspyrnu í efstu deild en Jóhann Þórhallsson mun taka slaginn áfram með Fylkismönnum í Pepsi-deildinni á næsta tímabili.

Welbeck og Jones koma ekki í Laugardalinn

Þeir Danny Welbeck og Phil Jones, leikmenn Manchester United, voru í gær valdir í A-landslið Englands og koma því ekki með U-21 liðinu til Íslands fyrir leik liðanna á fimmtudaginn. Hið sama má segja um Kyle Walker hjá Tottenham.

Tevez gefur skýrslu í dag

Samkvæmt enskum fjölmiðlum mun Carlos Tevez gefa skýrslu í rannsókn Manchester City á atvikum miðvikudagskvöldsins síðasta er Tevez mun hafa neitað að koma inn á sem varamaður í leik liðsins gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu.

Taarabt yfirgaf Craven Cottage í hálfleik - hljóp frá stuðningsmönnum

Adel Taarabt er búinn að koma sér í vandræði hjá félagi sínu, QPR, sem og stuðningsmönnum þess eftir að hann yfirgaf Craven Cottage, heimavöll Fulham, áður en leik liðanna lauk í gær. Fyrir utan völlinn varð hann svo að hlaupa í burtu frá stuðningsmönnum félagsins sem höfðu gefið sig á tal við hann.

Wenger tók ekki í höndina á Clive Allen

Clive Allen, einn aðstoðarmanna Harry Rednapp hjá Tottenham, var allt annað en ánægður með framkomu Arsene Wenger, stjóra Arsenal, eftir leik liðanna í gær.

Lokatölur úr Andakílsá

Veiði lauk í Andakílsá á sl. föstudag. Samtals veiddust 180 laxar í ánni í sumar samkvæmt Kristjáni Guðmundssyni formanni árnefndar.

Laxá í Ásum fór á 28 milljónir

Laxá á Ásum var sem kunnugt er leigð félaginu Salmon tails á dögunum eftir útboð, en Lax-á hefur haft ána á leigu í all mörg ár. Leiguverð var ekki gefið upp, en við höfum það eftir góðum heimildum að ársleigan sé 28 milljónir.

Haukakonur unnu fyrsta körfuboltatitil tímabilsins - myndir

Haukakonur urðu í gær Lengjubikarmeistarar kvenna eftir 63-61 sigur á Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur í úrslitaleik í Grafarvogi. Bjarni Magnússon byrjar því vel með kvennalið Hauka en hann tók við liðinu fyrir tímabilið.

Doktorar í fallbaráttu á Íslandi

Fram og Grindavík björguðu sér enn á ný frá falli í lokaumferð þegar 22. umferð Pepsi-deildar karla fór fram á laugardaginn. Það kom því í hlut nýliða deildarinnnar, Þórs og Víkings, að falla aftur úr deildinni.

Pepsimörkin: Klúður ársins

Jóhann Þórhallsson leikmaður Fylkis var með "klúður" ársins á keppnistímabilinu í Pepsideildinni.

Pepsimörkin: Dýfur ársins

Helstu "dýfur" tímabilsins voru gerðar upp í lokaþættinum í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport í gær.

Ólafur Örn: Þetta var fyrsta færið mitt í sumar

Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindvíkinga, var hetja liðsins í gær þegar hann kom liðinu í 1-0 í 2-0 sigri Grindavíkur út í Eyjum. Markið kom á 80. mínútu leiksins en fram að því voru Grindvíkingar að falla úr deildinni. Grindvíkingar björguðu sér hinsvegar með frábærum sigri og það kom í hlut Þórsara að falla úr deildinni.

Higuaín með þrennu í sigri Real Madrid

Argentínumaðurinn Gonzalo Higuaín skoraði þrjú mörk þegar Real Madrid vann 4-0 útisigur á Espanyol í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en lærisveinar Jose Mourinho komust fyrir vikið upp í þriðja sæti deildarinnar.

McClaren hættur hjá Nottingham Forest eftir aðeins tíu leiki

Steve McClaren, fyrrum stjóri Middlesbrough og þjálfari enska landsliðsins, sagði í dag upp störfum hjá enska b-deildarliðinu Nottingham Forest eftir aðeins tíu leiki. McClaren snéi aftur til Englands í haust eftir að hafa þjálfað í Hollandi og Þýskalandi undanfarin ár.

Juventus vann stórleikinn gegn AC Milan

Juventus vann frábæran sigur ,2-0, gegn AC Milan í stórleik helgarinnar í ítalska boltanum, en bæði mörk Juve komu á lokamínútum leiksins.

Barcelona rétt marði Sporting Gijón

Barcelona sigraði lið Sporting Gijón 1-0 í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld, en leikurinn fór fram á El Molinón, heimavelli Sporting Gijón.

Veigar Páll og Pálmi Rafn skoruðu báðir í sigurleikjum

Veigar Páll Gunnarsson og Pálmi Rafn Pálmason voru báðir á skotskónum í norsku úrvalsdeildinni í dag. Veigar skoraði í 4-1 útisigri Vålerenga á Brann og Pálmi Rafn skoraði í 2-0 heimasigri Stabæk á Sarpsborg 08.

Margrét Lára skoraði hjá Þóru en Malmö vann

LdB FC Malmö og Tyresö FF eru jöfn að stigum í toppsæti sænsku kvennadeildarinnar eftir leiki helgarinnar. Tyresö situr í toppsætinu á betri markatölu en liðið vann 2-0 útisigur á Piteå í gær.

Sjá næstu 50 fréttir