Fleiri fréttir

Ágúst: Varnarleikurinn varð okkur að falli

"Þetta eru gríðarleg vonbrigði,“ sagði Ágúst Björgvinsson, þjálfari Hamars eftir að liðið tapaði fyrir Njarðvík á heimavelli, 76-74, og féll úr keppni um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna.

Andy Carroll skoraði sitt fyrsta landsliðsmark

Asamoah Gyan framherji Sunderland tryggði Gana 1-1 jafntefli gegn Englendingum í vináttulandsleik á Wembley í London í kvöld. Gyan fór illa með varnarmanninn Joleon Lescott á 90. Mínútu áður en hann skaut boltanum framhjá markverðinum Joe Hart. Andy Carroll skoraði sitt fyrsta landsliðsmark eftir góðan undirbúning Steward Downing.

Ólöf Helga: Lið með svakalegan karakter

"Ég er í skýjunum og ég veit varla hvernig ég á að lýsa þessu,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, leikmaður Njarðvíkur eftir að liðið tryggði sig inn í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Liðið lagði Hamar af velli í kvöld, 67-74, og mun mæta nágrönnum sínum í Keflavík í úrslitunum.

Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn meisturunum

Stjarnan þarf aðeins einn sigur til viðbótar gegn Íslandsmeistaraliði Snæfells til þess að komast í úrslitarimmuna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik karla. Stjarnan sigraði Snæfell 93-87 í Ásgarði í kvöld og er staðan 2-0 fyrir Stjörnuna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar. Jovan Zdravevski fór á kostum í liði Stjörnunnar og skoraði hann 38 stig og tók að auki 10 fráköst.

Umfjöllun: Njarðvík í úrslit í fyrsta sinn

Njarðvík er komið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna eftir sigur liðsins gegn Hamar, 67-74, í Hvergerði í kvöld. Þar með hefur liðið brotið blað í sögu félagsins en aldrei áður hefur kvennalið Njarðvíkur komist í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn.

Njarðvík leikur til úrslita gegn Keflavík - Hamar úr leik

Njarðvík leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn gegn Keflavík í Iceland Express deild kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 74-67 sigur liðsins gegn deildarmeistaraliði Hamars í Hveragerði í kvöld. Njarðvík vann einvígið 3-2.

Helmingslíkur á að Bendtner spili á EM í sumar

Nicklas Bendtner hjá Arsenal hefur enn ekki gert upp hug sinn um það hvort hann ætli að spila með U-21 liði Dana í sumar í úrslitum Evrópumóts landsliða sem fer fram í Danmörku.

Sigur hjá lærisveinum Dags

Lærisveinar Dags Sigurðssonar í Fuchse Berlin komust upp í þriðja sæti þýsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í kvöld með fínum heimasigri á Gummersbach.

Xavi: Cesc vill koma til Barcelona

Xavi, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, segir að Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, vilji ganga til liðs við Börsunga.

Jakob og Hlynur sterkir í sigri Sundsvall

Íslendingaliðið Sundsvall Dragons er einum sigri frá því að komast í undanúrslit í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik eftir góðan sigur, 91-75, á Jamtland Basket í kvöld.

Helena fer til Slóvakíu

Helena Sverrisdóttir körfuknattleikskona mun leika sem atvinnumaður í Slóvakíu á næstu leiktíð en hún hefur komist að samkomulagi við lið þar í landi sem heitir Dobri Anjeli eða Góðu Englarnir.

Ferguson ánægður með endurkomu Valencia

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur lýst yfir ánægju sinni með að Antonio Valencia sé aftur byrjaður að spila með liðinu eftir meiðsli.

Teitur: Amoroso öskraði "fuck you" á mig

Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, þvertekur fyrir að hafa skipt sér af leikmönnum Snæfells í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildarinnar. Þjálfari Snæfells, Ingi Þór Steinþórsson, sakaði hann um það í viðtali við Vísi fyrr í dag en Teitur segir Inga fara með staflausa stafi. Hann segist ekki hafa hreytt neinum ónótum í Ryan Amoroso, leikmann Snæfells, né aðra.

Sauber áfrýjar ekki úrskurði dómara í Ástralíu

Sauber Formúlu 1 liðið var dæmt brotlegt gagnvart tæknireglum FIA í fyrsta móti ársins á sunnudaginn. Dómarar sögðu liðið með ólöglega afturvængi á bílum Kamui Kobayashi og Sergio Perez. Sauber liðið ætlar ekki að áfrýja málinu til FIA, samkvæmt tilkynningu þar um í dag

Stella: Ætlum að taka stóra titilinn

Stella Sigurðardóttir er komin á gott skrið með liði Fram í N1-deild kvenna eftir að hafa verið frá í nokkrar vikur vegna axlarmeiðsla.

Bayern hefur áhuga á Neuer

Uli Hoeneß, forseti Bayern München, hefur staðfest að félagið sé nú að leita að markverði og að Manuel Neuer hjá Schalke sé einn þeirra sem komi til greina.

Anna Úrsúla: Vanmetum ekki Fylki

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaðurinn sterki í Val, var í dag valinn besti leikmaður seinni hluta tímabilsins í N1-deild kvenna.

Bale byrjaður að æfa á ný

Gareth Bale byrjaði að æfa á ný með Tottenham eftir að hann meiddist lítillega aftan í læri í síðustu viku.

Richards missir af undanúrslitaleiknum

Það er ljóst að varnaramaðurinn Micah Richards hjá Manchester City mun missa af leik liðsins gegn Manchester United í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar þann 16. apríl.

Capello ósáttur við Mourinho

Fabio Capello segir að Jose Mourinho hafi vanvirt sig með yfirlýsingum sínum um enska landsliðsþjálfarastarfið í gær.

Anna Úrsúla best

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, hefur verið valinn besti leikmaður 10.-18. umferðar N1-deildar kvenna.

Neymar: Alla dreymir um að koma til Chelsea

Brasilíumaðurinn Neymar, sem skoraði bæði mörk sinna manna í 2-0 sigri á Skotum í vináttulandsleik um helgina, segir vel koma til greina að ganga til liðs við Chelsea í Englandi.

Lewis Hamilton í kvikmynd frá Disney

Lewis Hamilton verður hluti af nýrri kvikmynd frá Walt Disney samsteypunni sem nefnist Cars 2 og er teiknimynd. Myndin er sjálfstætt framhald af myndinni Cars, sem varð mjög vinsæl þegar hún var sýnd árið 2006.

Fyrsti titill Akureyrar - myndir

Akureyringar fögnuðu innilega í Digranesi í gær er liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn í N1-deild karla. Þetta var þriðja tækifæri Akureyrar til að tryggja sigur í deildinni og það hafðist loksins.

1-0 fyrir KR - myndir

KR vann fyrsta bardagann gegn Keflavík í undanúrslitum Iceland Express-deildar í gær. Óhætt er að segja að leikurinn hafi verið afar skrautlegur.

Milan Baros týndi boltanum

Milan Baros lenti í ansi skoplegu atviki í landsleik Spánar og Tékklands í undankeppni EM 2012 á föstudagskvöldið.

Guðjón Skúlason: Menn vita hvað þarf að laga

Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, telur að það hafi ekki farið of mikil orka í frábæra byrjun sinna manna í DHL-höllinni í kvöld. Skýringin sé önnur. Keflvíkinga léku á alls oddi í fyrsta leikhluta gegn KR en í þeim öðrum vöknuðu heimamenn.

Bjarni: Það verður erfitt fyrir liðin að koma norður

"Þetta er frábær tilfinning," sagði Bjarni Fritzson, leikmaður Akureyrar, eftir að liðið hafði tryggt sér Deildarmeistaratitilinn. Akureyri vann HK í frábærum leik, 32-29, og eru því með 31 stig í efsta sæti N1-deildar karla.

Kristinn: Mættum til leiks í síðari hálfleik

"Þetta var virkilega súrsætur leikur, en við mættum ekki til leiks fyrir en í hálfleik,“ sagði Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari HK, eftir tapið í kvöld. HK-ingar töpuðu, 32-29, fyrir Akureyri eftir að hafa verið 10 mörkum undir í hálfleik. Leikurinn var hluti af 19.umferð N1-deilda karla og fór fram í Digranesinu.

Sjá næstu 50 fréttir