Handbolti

Kiel tapaði óvænt og Hamburg með pálmann í höndunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron Pálmarsson.
Aron Pálmarsson.
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel geta nánast kysst þýska meistaratitilinn bless eftir óvænt þriggja marka tap á heimavelli gegn Sverre Jakobssyni og félögum í Grosswallstadt.

Sverre og félagar unnu 25-28 eftir að staðan í hálfleik hafði verið jöfn, 12-12.

Aron Pálmarsson skoraði 5 mörk fyrir Kiel en Sverre komst ekki á blað hjá Grosswallstadt.

Kiel er sex stigum á eftir Hamburg og búið að tapa níu stigum í vetur á meðan Hamburg hefur aðeins tapað þremur. Baráttan er því nánast búin hjá Kiel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×