Fleiri fréttir

Róbert: Betra að tapa svona í leik en einhverjum mikilvægum

„Það er alltaf hundleiðinlegt að tapa en þetta var skemmtilegur handbolti og bara æfingaleikur. Auðvitað viljum við alltaf vinna en það er betra að tapa í svona leik en einhverjum mikilvægum,“ sagði Róbert Gunnarsson sem var öflugur á línunni í kvöld og skoraði sex mörk í tapi Íslands gegn Dönum, 28-29 í Laugardalshöllinni

Björgvin: Vörnin hjálpaði mér mikið

"Við vorum svolítið lengi í gang varnarlega en þegar við náðum að stilla upp vörninni þá vorum við mjög flottir. Það er því súrt að tapa þessum leik,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður, sem var besti leikmaður íslenska liðsins í tapi gegn Dönum, 28-29 í Laugardalshöllinni í kvöld. Björgvin var í frábær í markinu í kvöld og varði 25 skot.

Everton fær sóknarmann frá Portúgal

Everton hefur fengið til sín tvítugan framherja frá Portúgal. Hann heitir Joao Silva og kemur frá 2. deildar félaginu Desportivo Das Aves.

Vieira framlengir við City

Patrick Vieira hefur skrifað undir nýjan tólf mánaða samning við Manchester City. Vieira kom á frjálsri sölu frá ítalska liðinu Inter Milan í janúar og byrjaði átta leiki á tímabilinu.

Byssu beint að höfði blaðamanna í Suður-Afríku

Þegar ákveðið var að halda HM í Suður-Afríku óttuðust margir að mikið ofbeldi í landinu gæti verið til vandræða. Fyrsta atvikið tengt því hefur átt sér stað þegar byssu var beint að þremur blaðamönnum og þeir rændir.

Xavi hjá Barcelona út ferilinn

Xavi stefnir á að spila með Barcelona út ferilinn en hann skrifaði undir nýjan samning til ársins 2016 í dag.

Skeggið í lagi en æfingagallinn ekki

Þær Dalma og Giannina, dætur Diego Maradona landsliðsþjálfara Argentínu vilja að hann skilji eftir æfingagallann upp á hóteli og klæðist jakkafötum á hliðarlínunni þegar Argentína er að spila.

Kom Ballack í opna skjöldu

Fréttirnar sem bárust í morgun frá Chelsea að Michael Ballack væri einn þeirra leikmanna sem ekki fengu nýjan samning við félagið í sumar komu honum sjálfum í opna skjöldu að sögn umboðsmanns hans.

Bjarni samdi við Mechelen

Bjarni Þór Viðarsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við belgíska úrvalsdeildarfélagið Mechelen.

Liverpool mun hafa samband við Fulham vegna Hodgson

Enskir fjölmiðlar greindu frá því í morgun að Liverpool muni hafa samband við Fulham með það fyrir augum að fá að ræða við Roy Hodgson um að taka að sér starf knattspyrnustjóra hjá félaginu.

Adriano til Roma

Brasilíumaðurinn Adriano hefur gert þriggja ára samning við ítalska úrvalsdeildarfélagið AS Roma.

Xavi hjá Barcelona til 2016

Barcelona greindi frá því í morgun að breytingar hafa verið gerðar á samningi Xavi við félagið sem gæti orðið til þess að hann verði hjá félaginu til loka tímabilsins 2016.

Aron Pálmarsson valinn nýliði ársins í þýsku deildinni

Þetta ætlar heldur betur að vera flott fyrsta tímabil hjá Aroni Pálmarssyni í þýsku úrvalsdeildinni. Hann vann stóru tvennuna með Kiel, Þýskalandsmeistaratitilinn og Meistaradeildina, og var í morgun síðan valinn nýliði ársins í þýsku úrvalsdeildinni.

Ferrari framlengir samning Massa til 2012

Felipe Massa hefur fengið framlengingu á samningi sínum við Ferrrari liðið. en síðustu vikur hefur verið umræða um að Robert Kubica kæmi í hans stað eða jafnvel Mark Webber.

Helgi ráðinn aðaþjálfari Pfullendorf

Helgi Kolviðsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari þýska D-deildarliðsins SC Pfullendorf en það var tilkynnt á heimasíðu félagsins í gær.

Grant kominn með vinnuleyfi í Englandi

Avram Grant hefur fengið vinnuleyfi í Englandi en hann gerði í síðustu viku fjögurra ára samning um að taka að sér knattspyrnustjórn West Ham í ensku úrvalsdeildinni.

Berglind Íris til Noregs

Landsliðsmarkvörðurinn Berglind Íris Hansdóttir hefur gengið frá tveggja ára samningi við Fredrikstad Ballklubb sem leikur í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Óvíst hversu alvarleg meiðsli Iniesta eru

Spánverjar bíða nú þess að heyra niðurstöður úr myndatöku sem Andrés Iniesta fór í eftir að hann meiddist í æfingaleik Spánar og Póllands í gær.

Ballack og Joe Cole á leið frá Chelsea

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur staðfest að þeir Joe Cole og Michael Ballack fá ekki nýjan samning hjá félaginu og fari því annað í sumar.

KR-stelpur tóku stig af Íslandsmeisturunum - myndasyrpa

Hið unga lið KR gerði 1-1 jafntefli við Íslands- og bikarmeistara Vals á KR-vellinum í Pepsi-deild kvenna í gær. Valskonur hafa því aðeins náð í tvö af síðustu sex mögulegum stigum sínum en halda engu að síður þriggja stiga forskoti í deildinni.

Lítil stemning í Höllinni

„Við unnum þá á EM og þá fékk maður að kynnast því að það er helvíti gaman að vinna Dani,“ sagði Aron Pálmarsson sem var besti leikmaður Íslands í leiknum í gær. „Maður hefði viljað skora einu marki meira og ná að vinna þennan leik. Við fáum annað tækifæri á morgun (í kvöld).“

Markvarslan léleg og vörnin þarf að vera betri

„Þetta var klassískur Ísland – Danmörk, jafntefli hefur verið niðurstaðan ansi oft,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, eftir jafnteflið gegn Danmörku í gær. „Það vantaði herslumuninn að við kláruðum þetta, við vorum að gera of mikið af mistökum á mikilvægum augnablikum.“

Umfjöllun: Jafntefli enn eina ferðina

Strákarnir okkar gerðu 33-33 jafntefli við Danmörku í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í gær. Leikurinn var í járnum frá upphafi til enda en liðin mætast aftur í kvöld.

Robinho óskar enn að fara til Barcelona

Brasilíumaðurinn Robinho ætlar að sýna sig á HM í sumar, þá helst fyrir Barcelona. Hann yfirgaf Real Madrid fyrir Manchester City, þaðan sem hann var lánaður til Santos í heimalandi sínu.

Torres skoraði fyrir Spán í kvöld

Fernando Torres er mættur aftur í slaginn. Hann gekkst undir aðgerð í apríl og hafði ekki spilað síðan þá fyrr en í kvöld. Hann skoraði í 6-0 bursti Spánar á Pólverjum.

Pepsi-deild kvenna: Jafnt hjá Val og KR

Valur gerði jafntefli við KR í Vesturbænum í kvöld í Pepsi-deild kvenna. Valsstúlkur eru enn á toppi deildarinnar er fjórir leikir fóru fram í kvöld.

Jafnt gegn Dönum í fjörugum leik

Ísland og Danmörk gerðu 33-33 jafntefli í æfingaleik í Laugardalshöllinni. Leikurinn var í járnum allan tímann en Danir klúðruðu síðustu sókninni á ótrúlegan hátt.

Fulham fær Senderos frá Arsenal

Fulham hefur fengið Philippe Senderos til sín frá Arsenal. Hann skrifaði undir þriggja ára samning og mun væntanlega mynda miðvarðarpar með Brade Hangeland hjá félaginu.

City sleppir þremur reynsluboltum

Manchester City ætlar að umturna leikmannahópi sínum að nokkru leiti í sumar og hefur þegar hafið sumarhreingerninguna.

Topplið Vals heimsækir KR

Fjórir leikir fara fram í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld þar sem topplið Vals heimsækir KR. Karlalið Vals vann einmitt KR í Vesturbænum í gær.

Sjá næstu 50 fréttir