Handbolti

Aron Pálmarsson valinn nýliði ársins í þýsku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson fagnar þýska meistaratitlinum um síðustu helgi.
Aron Pálmarsson fagnar þýska meistaratitlinum um síðustu helgi. Mynd/AP
Þetta ætlar heldur betur að vera flott fyrsta tímabil hjá Aroni Pálmarssyni í þýsku úrvalsdeildinni. Hann vann stóru tvennuna með Kiel, Þýskalandsmeistaratitilinn og Meistaradeildina, og var í morgun síðan valinn nýliði ársins í þýsku úrvalsdeildinni.

Það voru lesendur þýska handboltablaðsins "Handball-Woche" og áhorfendur "Sport1" sem kusu og fékk Aron 2317 atkvæði í kosningunni. Í öðru sæti var Kristian Nippes leikmaður Dormagen með 2282 atkvæði, Jacob Heinl hjá Flensburg var þriðji og í fjórða sæti var Oscar Carlen hjá Flensburg.

Aron skoraði 45 mörk í 31 deildarleik með Kiel í vetur og 23 mörk í 12 leikjum í leikjum í Meistaradeildinni en hann spilar oftast í stöðu leikstjórnanda.

Aron skoraði mest 7 mörk í einum leik en það gerði hann bæði á móti Barcelona í Meistaradeildinni og á móti Düsseldorf í þýsku deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×