Umfjöllun: Jafntefli enn eina ferðina Elvar Geir Magnússon skrifar 9. júní 2010 07:00 Snorri Steinn Guðjónsson í leiknum í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Strákarnir okkar gerðu 33-33 jafntefli við Danmörku í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í gær. Leikurinn var í járnum frá upphafi til enda en liðin mætast aftur í kvöld. Úrslitin í Laugardalshöll í gær ættu ekki að vekja mikla undrun enda vill jafntefli oft vera niðurstaðan þegar Ísland og Danmörk eigast við í handbolta. Leikurinn endaði 33-33. Venjulega ætti þó þessi fjöldi skoraðra marka að duga til sigurs en varnarleikur íslenska liðsins var ekki upp á það besta og markverðirnir ekki að finna sig. Mikill hraði var í leiknum strax í byrjun og átti íslenska liðið í nokkrum vandræðum með hraðar sóknir Dana sem komust fljótt tveimur mörkum yfir. Varnarlega var Ísland ekki nægilega samstillt í blábyrjun en það átti þó eftir að batna talsvert. Mikið jafnræði var með liðunum og munurinn aldrei meiri en tvö mörk í fyrri hálfleiknum. Bæði lið áttu nokkuð margar ónákvæmar sendingar á víxl. Um miðbik hans var íslenska liðið með tveggja marka forskot en staðan í hálfleik var jöfn 16-16. Seinni hálfleikurinn hófst með sama jafnræði en með góðum leikkafla náði Danmörk þriggja marka forystu 24-27, það var mesti munurinn milli liðanna í leiknum. Björgvin Páll Gústavsson varði mark Íslands í fyrri hálfleiknum en Hreiðar Levý Guðmundsson kom í rammann í þeim síðari. Hreiðar fann sig ekki og þegar seinni hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður kom Björgvin aftur inn. Eftir að Ísland átti slæman kafla steig Aron Pálmarsson upp og skoraði þrjú næstu mörk Íslands, jafnaði fyrst í 28-28 og kom Íslandi svo yfir strax á eftir. Aron var besti leikmaður Íslands í gær. Lokamínúturnar voru spennandi og staðn jöfn 33-33 þegar tvær mínútur voru eftir. Vignir Svavarsson braut af sér og Ísland lék manni færri á lokasprettinum. Rétt fyrir leikslok fékk Bo Spellerberg dauðafæri til að tryggja Dönum sigur en skot hans fór í stöngina og enn eitt jafnteflið niðurstaðan. Margt jákvætt var í leik íslenska liðsins í gær, sérstaklega ef miðað er við þann stutta undirbúning sem liðið fékk fyrir leik. Þá eru Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson fjarri góðu gamni en ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi þeirra fyrir liðið. Það er þó ýmislegt sem Guðmundur Guðmundsson getur skerpt fyrir seinni leik þjóðanna sem verður í kvöld. Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Strákarnir okkar gerðu 33-33 jafntefli við Danmörku í fyrri vináttulandsleik þjóðanna í gær. Leikurinn var í járnum frá upphafi til enda en liðin mætast aftur í kvöld. Úrslitin í Laugardalshöll í gær ættu ekki að vekja mikla undrun enda vill jafntefli oft vera niðurstaðan þegar Ísland og Danmörk eigast við í handbolta. Leikurinn endaði 33-33. Venjulega ætti þó þessi fjöldi skoraðra marka að duga til sigurs en varnarleikur íslenska liðsins var ekki upp á það besta og markverðirnir ekki að finna sig. Mikill hraði var í leiknum strax í byrjun og átti íslenska liðið í nokkrum vandræðum með hraðar sóknir Dana sem komust fljótt tveimur mörkum yfir. Varnarlega var Ísland ekki nægilega samstillt í blábyrjun en það átti þó eftir að batna talsvert. Mikið jafnræði var með liðunum og munurinn aldrei meiri en tvö mörk í fyrri hálfleiknum. Bæði lið áttu nokkuð margar ónákvæmar sendingar á víxl. Um miðbik hans var íslenska liðið með tveggja marka forskot en staðan í hálfleik var jöfn 16-16. Seinni hálfleikurinn hófst með sama jafnræði en með góðum leikkafla náði Danmörk þriggja marka forystu 24-27, það var mesti munurinn milli liðanna í leiknum. Björgvin Páll Gústavsson varði mark Íslands í fyrri hálfleiknum en Hreiðar Levý Guðmundsson kom í rammann í þeim síðari. Hreiðar fann sig ekki og þegar seinni hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður kom Björgvin aftur inn. Eftir að Ísland átti slæman kafla steig Aron Pálmarsson upp og skoraði þrjú næstu mörk Íslands, jafnaði fyrst í 28-28 og kom Íslandi svo yfir strax á eftir. Aron var besti leikmaður Íslands í gær. Lokamínúturnar voru spennandi og staðn jöfn 33-33 þegar tvær mínútur voru eftir. Vignir Svavarsson braut af sér og Ísland lék manni færri á lokasprettinum. Rétt fyrir leikslok fékk Bo Spellerberg dauðafæri til að tryggja Dönum sigur en skot hans fór í stöngina og enn eitt jafnteflið niðurstaðan. Margt jákvætt var í leik íslenska liðsins í gær, sérstaklega ef miðað er við þann stutta undirbúning sem liðið fékk fyrir leik. Þá eru Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson fjarri góðu gamni en ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi þeirra fyrir liðið. Það er þó ýmislegt sem Guðmundur Guðmundsson getur skerpt fyrir seinni leik þjóðanna sem verður í kvöld.
Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Fótbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Fótbolti