Fleiri fréttir

Baulað á Henry á Stade de France

Stuðningsmenn Frakklands voru allt annað en sáttir við frammistöðu síns liðs í leik gegn Spánverjum í gær. Frakkar lágu 0-2 gegn Spáni á Stade de France.

Indverskur ökumaður í Formúlu 1

Enn eykst flóran í Formúlu 1 því í dag var indverskur ökumaður tilkynntur sem liðsmaður HRT liðsins spænska sem er nýtt lið. Bruno Senna frá Brasilíu ekur einnig hjá liðinu. HRT stendur fyrir Hispania Racing Team.

Ekkert umspil um Meistaradeildarsæti

Ekkert verður af þeim hugmyndum í bráð að leikið verði sérstakt umspil á Englandi um fjórða lausa sætið í Meistaradeild Evrópu. Félögin í ensku úrvalsdeildinni kusu gegn tillögunni.

Leifur: KR með dýrasta lið sögunnar

„KR er náttúrulega með dýrasta knattspyrnulið Íslandssögunnar, það er morgunljóst," segir Leifur Garðarsson, þjálfari Víkinga, í viðtali á stuðningsmannasíðu félagsins vikingur.net.

Stórt kvöld í körfubolta og handbolta

Það er heldur betur nóg um að vera í íslenskum íþróttum í kvöld en fjórir leikir fara fram í Iceland Express-deild karla sem og í N1-deild karla.

Mancini segist vinna í 18 tíma á dag

Hinn ítalski stjóri Man. City, Roberto Mancini, er afar duglegur stjóri að eigin sögn. Hann segist vinna í 18 tíma í dag og segir að ekkert minna dugi til að koma City í hóp bestu félaga Englands.

Ashley sendir Cheryl hallærisleg sms-skilaboð

Cheryl Cole hefur loksins ákveðið að gefa aðeins eftir í samskiptum við eiginmann sinn, Ashley og ætlar að hitta hann í Frakklandi þar sem hann er í meðferð vegna meiðsla.

Hver tekur við af Aroni?

Íslandsmeistarar Hauka eru í þjálfaraleit eftir að Aron Kristjánsson ákvað að taka við þýska liðinu Hannover Burgdorf næsta sumar.

Terry yrði drepinn fyrir svona hegðun í mínu hverfi

Carlos Tevez segist eiga erfitt með að skilja hegðun John Terry í garð Wayne Bridge en eins og kunnugt er þá svaf Terry hjá barnsmóður Bridge. Tevez segir að Terry megi þakka fyrir að koma ekki úr sama hverfi og hann í Argentínu.

Serbar fá ekki inngöngu í F1

FIA, alþjóðabílasambandið hefur hafnað óskum serbnesks keppnisliðs sem keypti búnað Toyioa 1 liðsins og vildi keppa í ár að koma inn í Formúlu 1 mótaröðina á síðustu stundu, eftir að hið bandaríska USF1 ákvað að hætta við þátttöku í vikunni.

Terry ánægður með viðbrögð áhorfenda

John Terry var eðlilega mikið í sviðsljósinu í gærkvöldi enda var hann að spila sinn fyrsta landsleik síðan hann missti fyrirliðabandið hjá enska landsliðinu.

NBA: Denver rúllaði yfir Oklahoma

Denver fór illa með heitt lið Oklahoma í nótt. Oklahoma búið að vinna 12 af síðustu 14 en Denver hafði tapað tveim leikjum í röð áður en liðið mætti Oklahoma.

Mótmælaherferð í Liverpool

Hópur sem kallar sig „Spirit of Shankly" stendur fyrir mótmælaherferð í Liverpool vegna amerískra eigenda félagsins, George Gillett og Tom Hicks.

Lykilmenn bikarmeistaranna fengu hvíld á móti Víkingi í kvöld

FH-konan Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir og Stjörnukonan Alina Tamasan voru ekki áberandi í markaskoruninni í 27-18 sigri Stjörnunnar á FH í Kaplakrika í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld. Lykilmenn bikarmeistara Fram fengu hinsvegar hvíld í 19 marka sigri á botnliði Víkings í kvöld.

Kiel vann þrettán marka sigur á Minden í kvöld

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel unnu öruggan þrettán marka heimasigur, 32-19, í Íslendingaslagnum á móti Minden í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Kiel var 17-11 yfir í hálfleik.

Enginn bikarblús hjá Valskonum fyrir norðan

Valskonur unnu sinn 18. sigur í 20 leikjum í N1 deild kvenna í vetur þegar liðið fór norður á Akureyri í kvöld og vann átján marka sigur á heimastúlkum í KA/Þór, 31-13.

Árni Gautur meiddi sig á betri öxlinni í Kýpurleiknum

Árni Gautur Arason, landsliðsmarkvörður Íslands varð að yfirgefa völlinn á 39. mínútu í vináttuleiknum á móti Kýpur í dag. Árni Gautur var augljóslega meiddur á vinstri öxlinni en hann hefur lengi glímt við meiðsli á þeirri hægri. Árni Gautur hefur því ekki góða minningar úr 70. leiknum sínum fyrir A-landsliðið.

Bandaríska landsliðið vann Algarve-bikarinn

Bandaríska kvennalandsliðið í fótbolta tryggði sér sigur á Algarve-mótinu með 3-2 sigri á Heims- og Evrópumeisturum Þjóðverja í úrslitaleik í dag. Þetta er í sjöunda sinn sem Bandaríkin vinnur þetta árlega mót.

City að undirbúa tilboð í Higuain?

Manchester City horfir löngunaraugum til Gonzalo Higuain hjá Real Madrid. Leikmaðurinn ku vera ósáttur við samning sinn við spænska stórliðið og er farinn að líta í kringum sig.

Fábio Aurélio frá í þrjár vikur

Fábio Aurélio, leikmaður Liverpool, á við meiðsli að stríða aftan í læri og er búist við að hann verði frá í um þrjár vikur ef þeim sökum. Þessi brasilíski bakvörður fór meiddur af velli gegn Blackburn á sunnudag.

Fabregas og Torres komast ekki í byrjunarlið Spánar

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, og Fernando Torres, framherji Liverpool, komast hvorugir í byrjunarlið Vicente del Bosque, landsliðsþjálfara Spánar, fyrir vináttulandsleik á móti Frökkum á Stade de France í París í kvöld. Þetta kemur fram í spænska blaðinu Marca.

Arsenal snýr sér að gullruslafötu-hafanum

Arsene Wenger leitar að leikmanni til að fylla skarð Aaron Ramsey sem fótbrotnaði illa síðustu helgi. Hefur hann endurvakið áhuga sinn á brasilíska miðjumanninum Felipe Melo.

Skandall í Formúlu 1

Ameríska Formúlu 1 liðið USF1 hefur hætt við .þátttöku í Formúlu 1 eftir margra mánaða undirbúning. Felipe McGouch, umboðsmaður Jose Maria Lopez sem átti að keyra fyrir liðið segir málið skandal fyrir Fornúlu 1.

Stelpurnar unnu Portúgal örugglega

Íslenska kvennalandsliðið hafnaði í níunda sæti á Algarve Cup. Liðið vann Portúgal 3-0 í leik um þetta sæti mótsins.

Ísland upp um þrjú sæti - rétt á eftir Haítí

Íslenska fótboltalandsliðið er í 91. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem tilkynntur var í dag. Liðið hækkar sig upp um þrjú sæti á listanum og er komið upp fyrir Katar og Óman. Haíti er sæti fyrir ofan Ísland.

Vignir í viðræðum við Hannover

Aron Kristjánsson staðfesti við fréttastofu að Vignir Svavarsson ætti í viðræðum við Hannover Burgdorf um að ganga til liðs við félagið. Aron tekur við þjálfun þýska liðsins í sumar eins og fram hefur komið.

Terry á að biðjast afsökunar

Graham Taylor, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, hefur krafist þess að John Terry biðjist opinberlega afsökunar á að hafa raskað undirbúningi enska landsliðsins fyrir HM.

Gerrard orðaður við Inter

Il Corriere Dello Sport á Ítalíu greinir frá því í dag að Inter ætli sér að gera tilboð í Steven Gerrard þegar, og ef, félaginu tekst að framlengja við Jose Mourinho þjálfara.

Sjá næstu 50 fréttir