Handbolti

Vignir í viðræðum við Hannover

Elvar Geir Magnússon skrifar
Vignir Svavarsson í leik með Íslandi gegn Rússum. Mynd/DIENER
Vignir Svavarsson í leik með Íslandi gegn Rússum. Mynd/DIENER

Aron Kristjánsson staðfesti við fréttastofu að Vignir Svavarsson ætti í viðræðum við Hannover Burgdorf um að ganga til liðs við félagið. Aron tekur við þjálfun þýska liðsins í sumar eins og fram hefur komið.

Vignir sagði í Fréttablaðinu í gær að það væri spennandi kostur að ganga til liðs við Hannover. „Það gæti verið möguleiki. Ég heyri alltaf í Aroni annað slagið. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hann gæti staðið sig mjög vel sem þjálfari hérna," sagði Vignir sem er að yfirgefa Lemgo.

Þeir Aron og Vignir voru saman hjá Skjern í Danmörku á sínum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×