Handbolti

Kiel vann þrettán marka sigur á Minden í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson skoraði eitt mark í kvöld.
Aron Pálmarsson skoraði eitt mark í kvöld. Mynd/Bongarts/GettyImages

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel unnu öruggan þrettán marka heimasigur, 32-19, í Íslendingaslagnum á móti Minden í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Kiel var 17-11 yfir í hálfleik.

Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Kiel í leiknum en markahæstur í liðinu var Momir Ilic með 10 mörk þar af 6 úr vítum.

Gylfi Gylfason skoraði 6 mörk fyrir Minden og var markahæstur í liðinu en Ingimundur Ingimundarson var með eitt mark.

Kiel minnkaði forskot Hamburg á toppnum í eitt stig með þessum sigri en Hamburg tapaði óvænt á heimavelli á móti Gummersbach í gær.

Alexander Petersson var með eitt mark í 28-19 sigri Flensburg-Handewitt á TuS N-Lübbecke í kvöld en Heiðmar Delixson var með 1 mark fyrir TuS N-Lübbecke. Þórir Ólafsson komst ekki á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×