Fleiri fréttir

FIA að skoða keppnishæfi USF1

Nýja bandaríska keppnislið USF1 er í vanda stat tog FIA , alþjoðabílasambandið hefur ákveðið að senda fulltrúa sinn til að skoða hvað er í gangi hjá liðinu, sem mætir ekki á ráslínuna í fyrsta mót og vill fá frest fram í fjórða mót ársins.

KSÍ í viðræðum við VISA

VISA hefur verið styrktaraðili bikarkeppni KSÍ undanfarin ár en samningurinn er nú útrunninn. Viðræður standa nú yfir um nýjan samning og því líklegt að keppnin muni enn bera nafn VISA.

Salan á Ronaldo það besta sem gat gerst fyrir Rooney

Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, segir að Wayne Rooney sé klárlega í hópi allra bestu knattspyrnumanna heims. Þessi 24 ára leikmaður hefur verið í frábæru formi með Manchester United í vetur.

Skulda meira en önnur lið samanlagt

Áhyggjur af fjárhagsstöðu enskra fótboltaliða hafa aukist enn frekar eftir nýútgefna skýrslu frá UEFA. Í henni kemur fram að liðin í ensku úrvalsdeildinni skulda meiri pening en öll önnur lið í helstu deildum Evrópu gera samanlagt.

Bryant: Þetta er alltaf jafn sætt

Kobe Bryant sneri aftur í lið LA Lakers í nótt eftir að hafa misst af fimm leikjum vegna ökklameiðsla og lét heldur betur til sín taka.

Mourinho: Fortíð mín hjá Chelsea skiptir engu máli

Knattspyrnustjórinn José Mourinho hjá Inter verður vitanlega í sviðsljósinu í kvöld þegar Chelsea kemur í heimsókn á San Siro-leikvanginn í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Daily Mirror: Capello mun funda með Terry og Bridge

Daily Mirror greinir frá því í dag að landsliðsþjálfarinn Fabio Capello hjá Englandi muni velja bæði John Terry og Wayne Bridge í landsliðshóp sinn fyrir vináttulandsleikinn gegn Egyptalandi á Wembley-leikvanginum í næstu viku.

Bikarúrslitin verða 14. ágúst í ár

Ákveðið hefur verið í samræmi við ályktun ársþings KSÍ að úrslitaleikur karla í Bikarkeppni KSÍ þetta árið verði leikinn 14. ágúst.

Algarve Cup: Byrjunarlið Íslands klárt fyrir leikinn gegn Bandaríkjunum

Kvennalandslið Íslands í fótbolta dvelur þessa dagana í Portúgal þar sem það tekur þátt í Algarve Cup. Íslensku stelpurnar mæta Bandaríkjunum í sínum fyrsta leik í mótinu í dag kl. 15 að íslenskum tíma og hefur landsliðsþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson þegar tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn.

Ívar: Ég mun skoða stöðu mína næsta sumar

Varnarmaðurinn Ívar Ingimarsson hjá enska b-deildarfélaginu Reading viðurkennir í viðtali við starðarblaðið Reading Evening Post að hann gæti vel verið að leika sitt síðasta tímabil með félaginu.

Adriano: Ég er tilbúinn fyrir endurkomu til Evrópu

Brasilíski framherjinn Adriano hefur gefið út að hann geti nú vel hugsað sér að snúa aftur til Evrópu eftir að hafa hlaðið batteríin á meðan á dvöl hans hjá Flamengo stendur en samningur hans við brasilíska félagið rennur út næsta sumar.

Lehmann ekki búinn að gefast upp

Jens Lehmann, markvörður Stuttgart, hefur enn trú á því að Stuttgart geti komist í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að hafa aðeins náð 1-1 jafntefli á heimavelli í kvöld.

Zlatan sáttur við jafnteflið

Svíinn Zlatan Ibrahimovic kom Barcelona til bjargar í kvöld er hann skoraði jöfnunarmarkið gegn Stuttgart.

Rooney afgreiddi West Ham

Manchester United minnkaði forskot Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í eitt stig í kvöld.

Kobe: Ég er klár í slaginn

Kobe Bryant mun í nótt spila sinn fyrsta körfuboltaleik fyrir LA Lakers síðan 5. febrúar. Átján daga hvíldin hefur skilað sínu og Kobe segist vera klár í bátana.

Cheryl Cole sækir um skilnað

Hjónaband Ashley og Sheryl Cole er á enda en söngkonan hefur ákveðið að sækja um skilnað. Talsmaður hennar staðfesti þetta í dag.

Fötluð börn eru mín önnur börn

Francesco Totti, leikmaður Roma, er maður með hjartað á réttum stað. Hann vinnur nú að því hörðum höndum að koma fötluðum börnum í auknum mæli í fótboltann.

Leonardo: Ég mun styðja Ancelotti gegn Inter

Knattspyrnustjórinn Leonardo hjá AC Milan hefur blandað sér inn í sálfræðistríðið á milli knattspyrnustjóranna Carlo Ancelotti hjá Chelsea og José Mourinho hjá Inter fyrir fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld.

Hleb: Við verðum að grípa tækifærin þegar þau gefast

Miðjumaðurinn Alexandr Hleb hjá Stuttgart telur að þýska liðið muni fá sín tækifæri gegn Barcelona á Mercedes Benz-leikvanginum í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld þrátt fyrir að Meistaradeildarmeistararnir séu vitanlega sigurstranglegri.

Lennon enn í vandræðum vegna nárameiðsla

Kantmaðurinn knái Aaron Lennon hjá Tottenham hefur orðið fyrir bakslagi í viðleitni sinni við að ná sér af nárameiðslum sem hafa plagað hann undanfarið.

Ferrari gagnrýnir FIA

Ferrari liðið gangrýnir FIA á heimasíðu sinni fyrir ævitýramennskuvarðandi fjölgun liða, nú þegar ljóst er að allavega tvö lið fá að keppa

Lampard leikfær hjá Chelsea - Zhirkov er meiddur

Lundúnafélagið Chelsea ferðaðist til Mílanó í dag en liðið mætir sem kunnugt er Inter í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á San Siro-leikvanginum annað kvöld.

Kristinn dæmir seinni leik Werder Bremen og Twente

Milliríkjadómarinn Kristinn Jakobsson hefur fengið verðugt verkefni í Evrópudeild UEFA en hann mun dæma seinni leik Werder Bremen og Twente sem fram fer í Þýskalandi á fimmtudaginn.

Guardiola: Þjóðverjarnir geta gengið frá okkur með skyndisóknum

Knattspyrnustjórinn Pep Guardiola hjá Meistaradeildarmeisturum Barcelona er með báða fætur fasta við jörðina þrátt fyrir að lið hans sé talið mun sigurstranglegra í viðureign sinni gegn Stuttgart í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

EHF-bikarinn: Búið að draga í 8-liða úrslit

Það voru fjögur Íslendingalið í pottinum þegar var dregið í 8-liða úrslit EHF-bikarsins í handbolta í morgun. Á einhvern ótrúlegan hátt náðu Íslendingaliðin hins vegar að sleppa við að mæta hvort öðru.

NBA-deildin: Atlanta vann langþráðan sigur gegn Utah

Fimm leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt þar sem hæst bar langþráður 100-105 sigur Atlanta Hawks gegn Utah Jazz á útivelli. Atlanta hafði ekki unnið í Salt Lake City í sautján ár eða síðan árið 1993 og biðin því orðin ansi löng.

Styttist í úrslitastundu hjá Portsmouth - frestur til mánudags

Enska úrvalsdeildarfélagið Portsmouth stendur nú í ströngu í leit sinni að nýjum fjárfestum til þess að hjálpa liðinu upp úr þeirri skuldasúpu sem gæti að öllu óbreyttu leitt til þess að félagið endi í greiðsluþroti og verði dæmt niður um deild.

Iverson líklega hættur aftur

Endurkomu Allen Iverson hjá Philadelphia 76ers virðist vera lokið. Samkvæmt heimildum Sports Illustrated er Iverson hættur hjá félaginu til þess að vera hjá dóttur sinni.

Sjá næstu 50 fréttir