Fleiri fréttir

Mickelson missir líklega af Opna-breska meistaramótinu

Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson verður í eldlínunni á Opna-bandaríska meistaramótinu á Bethpage-vellinum í kvöld en kylfingurinn er mikið búinn að vera í fréttunum undanfarið vegna veikinda eiginkonu sinnar sem greindist nýlega með brjóstakrabbamein.

Perez: Tímaspursmál hvenær Villa kemur

Florentino Perez, forseti Real Madrid, segir það aðeins tímaspursmál hvenær félagið gangi frá kaupum á framherjanum David Villa frá Valencia.

Real Madrid neitar frétt The Guardian

Spænska úrvalsdeildarfélagið Real Madrid hefur neitað frétt enska dagblaðsins The Guardian um að félagið hafi sent útvöldum félögum í ensku úrvalsdeildinni fax með lista níu leikmanna sem eru til sölu.

Santa Cruz fáanlegur á 20 milljónir punda

Framherjinn Roque Santa Cruz á ekki von á öðru en að vera áfram í herbúðum Blackburn þrátt fyrir yfirlýstan vilja sinn að yfirgefa félagið. Þannig er mál með vexti að leikmaðurinn er samningsbundinn Blackburn en klausa í samningi hans gerir það að verkum að áhugasöm félög geta keypt upp samning hans á 20 milljónir punda.

Pirlo blæs á sögusagnirnar um Chelsea

Miðjumaðurinn Andrea Pirlo er á meðal þeirra leikmanna AC Milan sem undanfarið hafa verið sterklega orðir við endurfundi við fyrrum þjálfara sinn Carlo Ancelotti hjá Chelsea. Raunar var haft eftir Pirlo í írska dagblaðinu Independent að hann hefði mikinn áhuga á að fara til Chelsea.

Blackburn á höttunum eftir Ivan de la Pena

Knattspyrnustjórinn Sam Allardyce býr sig nú undir að láta til sín taka á leikmannamarkaðnum og breskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að Ivan de la Pena hjá Espanyol væri á meðal þeirra leikmanna sem kæmu fyrir á óskalistanum.

Coyle framlengir við Burnley

Owen Coyle hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Burnley til loka tímabilsins 2013.

Tíu lið komin á EM

Aðeins sex sæti eru enn laus í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins í handbolta sem fer fram í Austurríki á næsta ári. Tíu þjóðir eru búnar að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni.

Villa búinn að ákveða sig

David Villa segist þegar búinn að ákveða sig hvert hann vilji fara nú í sumar en hann hefur verið orðaður við mörg stórlið að undanförnu.

Wilkins efins um að Maldini komi

Ray Wilkins, aðstoðarstjóri Chelsea, segist efast um að Paolo Maldini muni fylgja Carlo Ancelotti og taka að sér þjálfarastarf hjá Chelsea.

Bassong leitar sér að nýju félagi

Sebastien Bassong, varnarmaður hjá Newcastle, er nú að leita sér að nýju félagi eftir að Newcastle féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor.

Real ekki búið að gefast upp á Ribery

Zinedine Zidane, einn aðstoðarmanna Florentino Perez, forseta Real Madrid, segir að félagið hafi ekki gefist upp á að kaupa Franck Ribery frá Bayern München.

Dossena vill vera áfram hjá Liverpool

Ítalski bakvörðurinn Andrea Dosssena segist vilja vera áfram hjá Liverpool og ætlar að berjast fyrir sínu sæti í byrjunarliði félagsins.

Tiger finnur til með Mickelson

Tiger Woods segist ekki geta ímyndað sér það tilfinningalega álag sem Phil Mickelson verður undir á opna bandaríska mótinu næstu daga.

Norður-Kórea á HM

Norður-Kórea tryggði sér sæti í úrslitum heimsmeistarakeppninnar í fótbolta í dag í fyrsta skipti síðan árið 1966. Liðið gerði jafntefli við Sádi Arabíu í dag og stigið nægði til að koma liðinu á HM.

Fram marði Njarðvík

Úrvalsdeildarlið Fram skreið inn í sextán liða úrslit Visa-bikarkeppninnar í kvöld með naumum sigri á Njarðvík, 2-1.

Drogba í sex leikja bann

Didier Drogba var í dag dæmdur í sex leikja bann fyrir framkomu sína að loknum leik Chelsea og Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í vor.

Myndi ekki vilja spila á móti íslensku villimönnunum

Snorri Steinn Guðjónsson kom mjög óvænt inn í íslenska landsliðið á ný fyrir síðustu þrjá leiki en hann er enn í endurhæfingu vegna meiðsla. Þrátt fyrir það lék hann afar vel gegn Norðmönnum og svo í dag.

Óskar Bjarni: Komin gríðarleg breidd í íslenska liðið

Aðstoðarþjálfarinn Óskar Bjarni Óskarsson var gríðarlega ánægður með sigurinn gegn Makedóníu í kvöld. „Við mættum tilbúnir til leiks og vorum sóknarlega með alveg frábæra skotnýtingu í fyrri hálfleik og síðan vorum við þéttir varnarlega. Við lögðum upp með að halda Lazarov niðri og það gekk að mestu leyti eftir. Við stjórnuðum leiknum það vel að við gátum rúllað mönnum inná og menn gáfu alltaf sitt og komu tilbúnir inn í leikinn.

Sigurbergur: Það kemur bara maður í manns stað

Það var ekki að sjá að Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson hafi verið að stíga sín fyrstu skref með íslenska landsliðinu í mikilvægum leikjum í undankeppni stórmóts en hann lét mikið af sér kveða bæði gegn Norðmönnum og svo Makedónum.

Sverre á leiðinni til Grosswallstadt

Landsliðsmaðurinn Sverre Andreas Jakobsson staðfesti við Vísi eftir landsleikinn í dag að hann væri kominn með annan fótinn til Þýskalands en fátt virðist geta komið í veg fyrir að hann geri tveggja ára samning við þýska úrvalsdeildarfélagið Grosswallstadt.

Guðjón Valur á leið í aðgerð

Guðjón Valur Sigurðsson mun ekki leika síðasta landsleik Íslands í undankeppni EM gegn Eistum því hann er á leið til Þýskalands þar sem hann þarf að leggjast undir hnífinn.

Enn samið um ímyndarétt Ronaldo

Enska götublaðið The Daily Mail greinir frá því í dag að snuðra sé hlaupin á þráðinn í samningaviðræðum Cristiano Ronaldo við Real Madrid.

Whelan: Ekki möguleiki að Owen kom til Wigan

Dave Whelan, stjórnarformaðurinn málglaði hjá Wigan, hefur þverneitað því að félagið sé tilbúið að bjóða Michael Owen risasamning til þess að freistast til þess að fá hinn 29 ára gamla framherja á JJB-leikvanginn.

Ferguson orðaður við Birmingham

Barry Ferguson, leikmaður hjá skoska liðinu Glasgow Rangers, hefur verið orðað við Birmingham í ensku úrvalsdeildinni.

Örfáir miðar eftir á landsleikinn

Aðeins um 100 miðar voru eftir um klukkan 14.30 á landsleik Íslands og Makedóníu sem hefst klukkan 17.00 í Laugardalshöllinni síðar í dag.

Lescott efstur á óskalista Man. City

Knattspyrnustjórinn Mark Hughes hjá Manchester City er sagður vera tilbúinn að mæta 20 milljón punda verðmiða Everton á varnarmanninum Joleon Lescott sem kom til Liverpoolborgarfélagsins á aðeins 4 milljónir punda árið 2006.

Ástralía og Suður-Kórea taplaus

Ástralía og Suður-Kórea léku í dag sína síðustu leiki í undankeppni HM 2010 í Asíu. Bæði lið komust taplaus í gegnum lokaumferð undankeppninnar.

Beckenbauer: Ribery má fara ef hann vill

Forráðamenn Bayern München hafa til þessa verið tregir til að sleppa hendinni af Franck Ribery og jafnan sagt að hann sé ekki til sölu, en flest af stærstu félögum Evrópu eru nú talin vera á höttunum eftir franska landsliðsmanninum.

Robben ekki á leiðinni til Tottenham

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham er talið vera eitt af þeim félögum sem hafa áhuga á að fá hollenska landsliðsmanninn Arjen Robben í sínar raðir og spænskir fjölmiðlar greindu reyndar frá því að viðræður væru þegar hafnar á milli Tottenham og Robben.

Hahnemann til Wolves

Enska úrvalsdeildarfélagið Wolves hefur ákveðið að semja við bandaríska markvörðinn Marcus Hahnemann sem lék síðast með Reading.

Hamilton vongóður fyrir Silverstone

Bretinn Lewis Hamilton verður á heimavelli þegar lokamótið á Silverstone fer fram. Hann vann mótið í fyrra og varð meistari, en titilvörnin hefur gengið illa það sem af er.

Gattuso spenntur fyrir Chelsea

Ítalinn Gennaro Gattuso hefur gefið í skyn að hann sé spenntur fyrir því að spila með Chelsea þar sem hann myndi hitta fyrir sinn gamla stjóra hjá AC Milan, Carlo Ancelotti.

Lokamótið á Silverstone í skugga deilna

Síðasta mótið á Silverstone brautinni í Bretlandi verður um helgina í skugga deilna FIA og FOTA um reglur næsta árs, en á föstudaginn verður gefinn út endanlegur listi liða sem fá þátttökurétt í Formúlu 1 2010.

Meistararnir byrja gegn Birmingham

Búið er að draga í leikjaröð ensku úrvalsdeildarinnar og munu meistarar Manchester United hefja titilvörn sína á heimavelli gegn nýliðum Birmingham.

Hugsum bara um sigur

Íslenska landsliðið getur tryggt sig inn á EM í dag með því að sigra eða ná jafntefli gegn Makedóníumönnum. Tapi liðið leiknum er draumurinn um að komast á EM samt ekki úti þar sem sigur ytra gegn Eistlandi dugar liðinu.

Viljum vera við toppinn eins lengi og hægt er

Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar, er leikmaður 7. umferðar Pepsi-deildarinnar að mati Fréttablaðsins. Hann skoraði tvö mörk í 4-1 sigri Stjörnunnar á Fram á sunnudagskvöldið.

Sjá næstu 50 fréttir