Fleiri fréttir Benitez hrósar landa sínum Rafa Benitez stjóri Liverpool hrósaði markaskoraranum Fernando Torres eftir að hann skoraði sigurmark Liverpool í dýrmætum sigri þess á erkifjendunum í Everton í dag. 30.3.2008 20:00 Sorgardagur fyrir Tottenham Gus Poyet, aðstoðarstjóri Tottenham, var ekki ánægður með frammistöðu sinna manna í dag þegar þeir steinlágu heima fyrir Newcastle. 30.3.2008 19:15 Grant: Við vorum heppnir Avram Grant stjóri Chelsea viðurkenndi að hans menn hefðu haft heppnina með sér í dag þegar þeir lögðu Middlesbrough 1-0 á Stamford Bridge. Gestirnir fengu mörg færi í leiknum en náðu ekki að nýta þau. 30.3.2008 18:15 Keflavík lagði KR Keflavík hefur náð 1-0 forystu í úrslitaeinvígi sínu við KR í Iceland Express deild kvenna í körfubolta eftir nauman 82-81 sigur í hörkuleik í Keflavík. 30.3.2008 18:14 Haukar með aðra höndina á titlinum Haukar náðu í kvöld átta stiga forystu á toppi N1 deildar karla þegar þeir lögðu Valsmenn 27-23 á Ásvöllum í Hafnarfirði, en Valsmenn voru þremur mörkum yfir í hálfleik 14-11. 30.3.2008 18:03 Þetta var frábær sigur Kevin Keegan knattspyrnustjóri var að vonum ánægður með sína menn í dag þegar þeir burstuðu Tottenham 4-1 og færðu Keegan fyrsta útsigur sinn síðan hann tók við liðinu. 30.3.2008 18:00 Liverpool vann borgarslaginn Liverpool vann í dag verðskuldaðan 1-0 sigur á grönnum sínum í Everton í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur því styrkt stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar og hefur fimm stiga forskot á granna sína. 30.3.2008 16:56 Ísland hafnaði í neðsta sæti í Portúgal Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hafnaði í sjötta og neðsta sæti á æfingamótinu í Portúgal eftir að það tapaði 29-22 fyrir Tyrklandi í lokaleik sínum í dag. 30.3.2008 16:50 Newcastle burstaði Tottenham Newcastle vann í dag annan leik sinn í röð í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta skipti síðan í desember þegar liðið burstaði Tottenham 4-1 á útivelli eftir að hafa lent undir 1-0. 30.3.2008 15:59 Carvalho tryggði Chelsea sigur Varnarmaðurinn Ricardo Carvalho var hetja Chelsea í dag þegar mark hans tryggði liðinu nauman 1-0 sigur á Middlesbrough á Stamford Bridge. Carvalho skoraði markið með skallla snemma leiks eftir aukaspyrnu Wayne Bridge, en gestirnir áttu þrjú skot í stangirnar á marki Chelsea í leiknum. 30.3.2008 14:44 Mosley tók þátt í nasistaorgíu með fimm vændiskonum Helgarblaðið News of the World hefur undir höndum myndband sem sagt er að sýni Max Mosley, forseta Alþjóða akstursíþróttasambandsins, í kynlífsleikjum með fimm vændiskonum í Lundúnum. 30.3.2008 14:28 Ronaldo vill verða sá besti í heimi Portúgalinn Cristiano Ronaldo segist ólmur vilja ná sér í viðurkenninguna besti knattspyrnumaður í heimi. Hann hefur skoraði 35 mörk í síðustu 35 leikjum fyrir Manchester United og fáir leikmenn hafa verið í öðru eins formi í vetur. 30.3.2008 14:07 Kiel bikarmeistari í Þýskalandi Stórlið Kiel heldur áfram að sópa til sín bikurum í Þýskalandi og í dag varð liðið bikarmeistari annað árið í röð eftir 32-29 sigur á Hamburg í úrslitaleik. Kiel tryggði sér sigurinn með góðum síðari hálfleik og vann sinn 5. bikartitil. Nikola Karabatic skoraði 9 mörk fyrir Kiel en stórskyttan Yoon var með 10 mörk hjá Hamburg. 30.3.2008 14:02 Jón Arnór með 11 stig í sigri Roma Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í ítalska liðinu Lottomatica Roma unnu í gærkvöld góðan sigur á Bologna 80-69 í úrvalsdeildinni. Jón skoraði 11 stig og hirti 6 fráköst í leiknum. Roma er í öðru sæti deildarinnar og mætir næst toppliði Siena. 30.3.2008 13:58 Totti missir líklega af leiknum við United Francesco Totti, fyrirliði Roma, mun að öllum líkindum missa af fyrri leik liðsins gegn Manchester United í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudaginn. Hann meiddist á læri í deildarleik í gær og því verða Rómverjar líklega án síns markahæsta manns í leiknum mikilvæga. 30.3.2008 13:47 Erfitt hjá Birgi Leifi Birgir Leifur Hafþórsson átti ekki góðan lokahring á opna Andalúsíumótinu í golfi sem fram fór á Spáni um helgina. Birgir lék lokahringinn á fimm höggum yfir pari eða 77 höggum og lauk því keppni á níu yfir pari. 30.3.2008 13:41 NBA í nótt: Denver í áttunda sætið Denver vann í nótt gríðarlega mikilvægan sigur á Golden State á heimavelli sínum 119-112. Sigurinn þýðir að Denver hefur nú stokkið upp fyrir Golden State í áttunda og síðasta sætið sem gefur sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni í NBA. 30.3.2008 03:31 Sérefni um Kimi Raikkönen hjá Stöð 2 Sport Sérstakur umræðuþáttur um Kimi Raikkönen og næsta Formúlu 1 mót er í undirbúningi um helgina hjá Stöð 2 Sport, en stöðinni áskotnaðist efni um kappan frá hans yngri árum. Efnið hefur aldrei verið sýnt hérlendis og á fimmtudaginn verða sérstakir aðdáendur Raikkönen hérlendis kallaðir til í þættinum Rásmarkið. 30.3.2008 00:20 Slæmt tap hjá Barcelona Barcelona mistókst í kvöld að saxa á forskot Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar. Liðið náði 2-0 forystu snemma leiks gegn Betis en þurfti að sætta sig við 3-2 tap eftir góðan endasprett heimamanna. 29.3.2008 21:31 Tæklingin á Grétar var engin Taylor-tækling Arsene Wenger segir að hans menn í Arsenal séu komnir á fullu aftur inn í toppbaráttuna eftir 3-2 sigurinn á Bolton í dag. 29.3.2008 19:22 United á siglingu Manchester United styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið tók Aston Villa í kennslustund á Old Trafford 4-0. Wayne Rooney skoraði tvívegis og Carlos Tevez og Cristiano Ronaldo bættu við sitt hvoru markinu. 29.3.2008 19:15 Góður sigur hjá GOG Danska liðið GOG vann í dag mikilvægan 24-23 útsigur á Skjern í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar. Vignir Svavarsson skoraði 3 mörk fyrir Skjern en Snorri Steinn Guðjónsson var með 2 fyrir gestina. 29.3.2008 19:05 Einar fer aftur til Grosswallstadt Íslenski landsliðsmaðurinn Einar Hólmgeirsson hefur ákveðið að ganga aftur í raðir þýska úrvalsdeildarliðsins Grosswallstadt á næstu leiktíð. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. 29.3.2008 18:49 Birgir náði sér alls ekki á strik Birgir Leifur Hafþórsson komst naumlega í gegn um niðurskurðinn á opna Andalúsíumótinu í golfi í gær, en honum gekk skelfilega á þriðja hringnum í dag. Birgir lék á fjórum höggum yfir pari í dag eftir að hafa verið á parinu fyrir keppni dagsins. 29.3.2008 18:27 Þetta var hræðileg leiktíð Paul Jewell knattspyrnustjóri Derby sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í dag, skóf ekki af hlutunum í samtali við BBC í dag. Derby féll úr úrvalsdeildinni þrátt fyrir 2-2 jafntefli við Fulham. 29.3.2008 18:21 ÍR skellti meisturunum ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og skelltu Íslandsmeisturum KR á útvielli í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í dag. ÍR hafði yfir lengst af í leiknum en þrátt fyrir gott áhlaup KR-inga í fjórða leikhluta náðu Breiðhyltingarnir að halda haus og vinna 84-76. 29.3.2008 17:42 Öruggur sigur hjá Snæfelli Snæfell hefur náð 1-0 forystu gegn Njarðvík í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar eftir öruggan 84-71 sigur á Njarðvíkingum suður með sjó í dag. 29.3.2008 17:34 Ótrúleg endurkoma hjá Arsenal - Derby féll og setti met Mikið fjör var í leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni þar sem hæst bar viðureign Bolton og Arsenal. Bolton náði 2-0 forystu í leiknum og Arsenal missti mann af velli með rautt í fyrri hálfleik, en náði samt að vinna frækinn 3-2 sigur. 29.3.2008 17:07 ÍBV skellti Fram Mjög óvænt úrslit urðu í N1 deild karla í handbolta í dag þegar botnlið ÍBV skellti Frömurum í Safamýrinni 34-29. Framarar misstu þarna af mjög dýrmætum stigum í toppbaráttunni þar sem Haukar geta náð 8 stiga forystu með sigri á Val á morgun. 29.3.2008 16:56 Gestirnir leiða í hálfleik Heimaliðin Njarðvík og KR hafa ekki náð sér á strik í leikjunum tveimur sem standa yfir í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar. ÍR hefur yfir gegn KR í hálfleik 48-37 og Snæfell hefur yfir gegn Njarðvík í Njarðvík 44-37. 29.3.2008 16:45 Bolton yfir gegn Arsenal - Grétar í sviðsljósinu Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Grétar Rafn Steinsson hefur heldur betur verið í sviðsljósinu í leik Bolton og Arsenal þar sem heimamenn í Bolton hafa yfir 2-0 í hálfleik. 29.3.2008 15:49 Mourinho neitar viðræðum við Inter Jose Mourinho hefur sent frá sér yfirlýsingu í gegn um portúgalska miðla þar sem hann tekur alfarið fyrir fréttir þess efnis að hann hafi verið í viðræðum við forráðamenn Inter um að taka við liðinu í sumar. 29.3.2008 15:23 Njarðvík - Snæfell í beinni á Stöð 2 Sport Tveir leikir eru á dagskrá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deild karla í körfubolta í dag. KR tekur á móti ÍR í DHL höllinni og í Njarðvík mæta heimamenn Snæfelli. Báðir leikir hefjast klukkan 16 og verður síðarnefndi leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. 29.3.2008 15:03 Sex leikir í ensku úrvalsdeildinni klukkan 15 Sex leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni núna klukkan 15. Grétar Rafn Steinsson er í eldlínunni með Bolton sem tekur á móti Arsenal og Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading sem tekur á móti Blackburn. 29.3.2008 14:57 Rangers hafði betur í Glasgow-einvíginu Gömlu erkifjendurnir í Celtic og Rangers áttust við á Ibrox vellinum í Glasgow í skosku úrvalsdeildinni í dag. Það voru þeir bláklæddu í Rangers sem höfðu betur í þetta sinn 1-0 með marki Kevin Thomson og hafa fyrir vikið sex stiga forskot á granna sína á toppi deildarinnar. 29.3.2008 14:42 Mourinho er í viðræðum við Inter Jose Mourinho er í viðræðum við Inter um að gerast næsti knattspyrnustjóri ítalska félagsins. Þetta er haft eftir ráðgjafa hans í viðtali við Reuters fréttastofuna. Mourinho er 44 ára gamall og hætti störfum hjá Chelsea í fyrra. 29.3.2008 14:06 Lakers tapaði fyrir Memphis Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Óvæntustu úrslitin urðu í Los Angeles þar sem Lakers tapaði fyrir Memphis 114-111 þrátt fyrir að Kobe Bryant skoraði 53 stig og hirti 10 fráköst. Þetta var annar skellur Lakers á heimavelli í röð fyrir liði úr neðri hluta deildarinnar. 29.3.2008 13:41 Grindavík og Keflavík unnu Úrslitakeppni Iceland Express deildar karla hófst í kvöld með tveimur leikjum en í báðum unnust heimasigrar. Grindavík tók á móti Skallagrími og Keflavík tók á móti Þór Akureyri. 28.3.2008 20:39 Valur vann Fsu í framlengingu Valur vann góðan og afar mikilvægan sigur á FSu í einvígi þessara liða um laust sæti í Iceland Express deildinni. Þetta var fyrsti leikur þessara liða en hann endaði 83-89 eftir framlengingu. 28.3.2008 21:06 Kallström vill til Everton Kim Kallström segist vera tilbúinn að yfirgefa franska liðið Lyon og ganga til liðs við Everton í Englandi. Þessi sænski landsliðsmaður hefur leikið 60 leiki með Lyon en hann gekk til liðs við félagið eftir HM 2006. 28.3.2008 20:00 U19 landslið kvenna vann í Dublin U19 landslið kvenna vann Írland 1-0 í æfingaleik sem fram fór í Dublin í dag. Leikurinn var fyrri leikur liðanna af tveimur en sá seinni verður á sunnudaginn. 28.3.2008 18:52 Aðalsteinn hættir eftir tímabilið Aðalsteinn Eyjólfsson ætlar að hætta þjálfun kvennaliðs Stjörnunnar eftir tímabilið. Frá þessu er greint á heimasíðu Ríkisútvarpsins. 28.3.2008 17:52 Úrslitaleikurinn 2010 á Spáni Búið er að ákveða að úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu árið 2010 verður á heimavelli Real Madrid, Bernabeu vellinum. Englendingar vonuðust til að leikurinn yrði á Wembley vellinum en urðu ekki að ósk sinni. 28.3.2008 17:41 Tim Cahill úr leik Staðfest hefur verið að Tim Cahill, miðjumaður Everton, leikur ekki meira á þessu tímabili. Gömul meiðsli hafa tekið sig upp hjá þessum 28 ára ástralska leikmanni. 28.3.2008 17:19 Stuðningsmenn halda tryggð við Derby Svo gæti farið að Derby County félli úr úrvalsdeildinni á morgun ef liðið tapar fyrir Fulham og önnur úrslit fara á versta veg. Liðið hefur ekki unnið leik síðan það vann sinn fyrsta og eina leik í september í fyrra. 28.3.2008 16:49 Sjá næstu 50 fréttir
Benitez hrósar landa sínum Rafa Benitez stjóri Liverpool hrósaði markaskoraranum Fernando Torres eftir að hann skoraði sigurmark Liverpool í dýrmætum sigri þess á erkifjendunum í Everton í dag. 30.3.2008 20:00
Sorgardagur fyrir Tottenham Gus Poyet, aðstoðarstjóri Tottenham, var ekki ánægður með frammistöðu sinna manna í dag þegar þeir steinlágu heima fyrir Newcastle. 30.3.2008 19:15
Grant: Við vorum heppnir Avram Grant stjóri Chelsea viðurkenndi að hans menn hefðu haft heppnina með sér í dag þegar þeir lögðu Middlesbrough 1-0 á Stamford Bridge. Gestirnir fengu mörg færi í leiknum en náðu ekki að nýta þau. 30.3.2008 18:15
Keflavík lagði KR Keflavík hefur náð 1-0 forystu í úrslitaeinvígi sínu við KR í Iceland Express deild kvenna í körfubolta eftir nauman 82-81 sigur í hörkuleik í Keflavík. 30.3.2008 18:14
Haukar með aðra höndina á titlinum Haukar náðu í kvöld átta stiga forystu á toppi N1 deildar karla þegar þeir lögðu Valsmenn 27-23 á Ásvöllum í Hafnarfirði, en Valsmenn voru þremur mörkum yfir í hálfleik 14-11. 30.3.2008 18:03
Þetta var frábær sigur Kevin Keegan knattspyrnustjóri var að vonum ánægður með sína menn í dag þegar þeir burstuðu Tottenham 4-1 og færðu Keegan fyrsta útsigur sinn síðan hann tók við liðinu. 30.3.2008 18:00
Liverpool vann borgarslaginn Liverpool vann í dag verðskuldaðan 1-0 sigur á grönnum sínum í Everton í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur því styrkt stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar og hefur fimm stiga forskot á granna sína. 30.3.2008 16:56
Ísland hafnaði í neðsta sæti í Portúgal Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hafnaði í sjötta og neðsta sæti á æfingamótinu í Portúgal eftir að það tapaði 29-22 fyrir Tyrklandi í lokaleik sínum í dag. 30.3.2008 16:50
Newcastle burstaði Tottenham Newcastle vann í dag annan leik sinn í röð í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta skipti síðan í desember þegar liðið burstaði Tottenham 4-1 á útivelli eftir að hafa lent undir 1-0. 30.3.2008 15:59
Carvalho tryggði Chelsea sigur Varnarmaðurinn Ricardo Carvalho var hetja Chelsea í dag þegar mark hans tryggði liðinu nauman 1-0 sigur á Middlesbrough á Stamford Bridge. Carvalho skoraði markið með skallla snemma leiks eftir aukaspyrnu Wayne Bridge, en gestirnir áttu þrjú skot í stangirnar á marki Chelsea í leiknum. 30.3.2008 14:44
Mosley tók þátt í nasistaorgíu með fimm vændiskonum Helgarblaðið News of the World hefur undir höndum myndband sem sagt er að sýni Max Mosley, forseta Alþjóða akstursíþróttasambandsins, í kynlífsleikjum með fimm vændiskonum í Lundúnum. 30.3.2008 14:28
Ronaldo vill verða sá besti í heimi Portúgalinn Cristiano Ronaldo segist ólmur vilja ná sér í viðurkenninguna besti knattspyrnumaður í heimi. Hann hefur skoraði 35 mörk í síðustu 35 leikjum fyrir Manchester United og fáir leikmenn hafa verið í öðru eins formi í vetur. 30.3.2008 14:07
Kiel bikarmeistari í Þýskalandi Stórlið Kiel heldur áfram að sópa til sín bikurum í Þýskalandi og í dag varð liðið bikarmeistari annað árið í röð eftir 32-29 sigur á Hamburg í úrslitaleik. Kiel tryggði sér sigurinn með góðum síðari hálfleik og vann sinn 5. bikartitil. Nikola Karabatic skoraði 9 mörk fyrir Kiel en stórskyttan Yoon var með 10 mörk hjá Hamburg. 30.3.2008 14:02
Jón Arnór með 11 stig í sigri Roma Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í ítalska liðinu Lottomatica Roma unnu í gærkvöld góðan sigur á Bologna 80-69 í úrvalsdeildinni. Jón skoraði 11 stig og hirti 6 fráköst í leiknum. Roma er í öðru sæti deildarinnar og mætir næst toppliði Siena. 30.3.2008 13:58
Totti missir líklega af leiknum við United Francesco Totti, fyrirliði Roma, mun að öllum líkindum missa af fyrri leik liðsins gegn Manchester United í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudaginn. Hann meiddist á læri í deildarleik í gær og því verða Rómverjar líklega án síns markahæsta manns í leiknum mikilvæga. 30.3.2008 13:47
Erfitt hjá Birgi Leifi Birgir Leifur Hafþórsson átti ekki góðan lokahring á opna Andalúsíumótinu í golfi sem fram fór á Spáni um helgina. Birgir lék lokahringinn á fimm höggum yfir pari eða 77 höggum og lauk því keppni á níu yfir pari. 30.3.2008 13:41
NBA í nótt: Denver í áttunda sætið Denver vann í nótt gríðarlega mikilvægan sigur á Golden State á heimavelli sínum 119-112. Sigurinn þýðir að Denver hefur nú stokkið upp fyrir Golden State í áttunda og síðasta sætið sem gefur sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni í NBA. 30.3.2008 03:31
Sérefni um Kimi Raikkönen hjá Stöð 2 Sport Sérstakur umræðuþáttur um Kimi Raikkönen og næsta Formúlu 1 mót er í undirbúningi um helgina hjá Stöð 2 Sport, en stöðinni áskotnaðist efni um kappan frá hans yngri árum. Efnið hefur aldrei verið sýnt hérlendis og á fimmtudaginn verða sérstakir aðdáendur Raikkönen hérlendis kallaðir til í þættinum Rásmarkið. 30.3.2008 00:20
Slæmt tap hjá Barcelona Barcelona mistókst í kvöld að saxa á forskot Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar. Liðið náði 2-0 forystu snemma leiks gegn Betis en þurfti að sætta sig við 3-2 tap eftir góðan endasprett heimamanna. 29.3.2008 21:31
Tæklingin á Grétar var engin Taylor-tækling Arsene Wenger segir að hans menn í Arsenal séu komnir á fullu aftur inn í toppbaráttuna eftir 3-2 sigurinn á Bolton í dag. 29.3.2008 19:22
United á siglingu Manchester United styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið tók Aston Villa í kennslustund á Old Trafford 4-0. Wayne Rooney skoraði tvívegis og Carlos Tevez og Cristiano Ronaldo bættu við sitt hvoru markinu. 29.3.2008 19:15
Góður sigur hjá GOG Danska liðið GOG vann í dag mikilvægan 24-23 útsigur á Skjern í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar. Vignir Svavarsson skoraði 3 mörk fyrir Skjern en Snorri Steinn Guðjónsson var með 2 fyrir gestina. 29.3.2008 19:05
Einar fer aftur til Grosswallstadt Íslenski landsliðsmaðurinn Einar Hólmgeirsson hefur ákveðið að ganga aftur í raðir þýska úrvalsdeildarliðsins Grosswallstadt á næstu leiktíð. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2. 29.3.2008 18:49
Birgir náði sér alls ekki á strik Birgir Leifur Hafþórsson komst naumlega í gegn um niðurskurðinn á opna Andalúsíumótinu í golfi í gær, en honum gekk skelfilega á þriðja hringnum í dag. Birgir lék á fjórum höggum yfir pari í dag eftir að hafa verið á parinu fyrir keppni dagsins. 29.3.2008 18:27
Þetta var hræðileg leiktíð Paul Jewell knattspyrnustjóri Derby sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í dag, skóf ekki af hlutunum í samtali við BBC í dag. Derby féll úr úrvalsdeildinni þrátt fyrir 2-2 jafntefli við Fulham. 29.3.2008 18:21
ÍR skellti meisturunum ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og skelltu Íslandsmeisturum KR á útvielli í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í dag. ÍR hafði yfir lengst af í leiknum en þrátt fyrir gott áhlaup KR-inga í fjórða leikhluta náðu Breiðhyltingarnir að halda haus og vinna 84-76. 29.3.2008 17:42
Öruggur sigur hjá Snæfelli Snæfell hefur náð 1-0 forystu gegn Njarðvík í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar eftir öruggan 84-71 sigur á Njarðvíkingum suður með sjó í dag. 29.3.2008 17:34
Ótrúleg endurkoma hjá Arsenal - Derby féll og setti met Mikið fjör var í leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni þar sem hæst bar viðureign Bolton og Arsenal. Bolton náði 2-0 forystu í leiknum og Arsenal missti mann af velli með rautt í fyrri hálfleik, en náði samt að vinna frækinn 3-2 sigur. 29.3.2008 17:07
ÍBV skellti Fram Mjög óvænt úrslit urðu í N1 deild karla í handbolta í dag þegar botnlið ÍBV skellti Frömurum í Safamýrinni 34-29. Framarar misstu þarna af mjög dýrmætum stigum í toppbaráttunni þar sem Haukar geta náð 8 stiga forystu með sigri á Val á morgun. 29.3.2008 16:56
Gestirnir leiða í hálfleik Heimaliðin Njarðvík og KR hafa ekki náð sér á strik í leikjunum tveimur sem standa yfir í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar. ÍR hefur yfir gegn KR í hálfleik 48-37 og Snæfell hefur yfir gegn Njarðvík í Njarðvík 44-37. 29.3.2008 16:45
Bolton yfir gegn Arsenal - Grétar í sviðsljósinu Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Grétar Rafn Steinsson hefur heldur betur verið í sviðsljósinu í leik Bolton og Arsenal þar sem heimamenn í Bolton hafa yfir 2-0 í hálfleik. 29.3.2008 15:49
Mourinho neitar viðræðum við Inter Jose Mourinho hefur sent frá sér yfirlýsingu í gegn um portúgalska miðla þar sem hann tekur alfarið fyrir fréttir þess efnis að hann hafi verið í viðræðum við forráðamenn Inter um að taka við liðinu í sumar. 29.3.2008 15:23
Njarðvík - Snæfell í beinni á Stöð 2 Sport Tveir leikir eru á dagskrá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deild karla í körfubolta í dag. KR tekur á móti ÍR í DHL höllinni og í Njarðvík mæta heimamenn Snæfelli. Báðir leikir hefjast klukkan 16 og verður síðarnefndi leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport. 29.3.2008 15:03
Sex leikir í ensku úrvalsdeildinni klukkan 15 Sex leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni núna klukkan 15. Grétar Rafn Steinsson er í eldlínunni með Bolton sem tekur á móti Arsenal og Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading sem tekur á móti Blackburn. 29.3.2008 14:57
Rangers hafði betur í Glasgow-einvíginu Gömlu erkifjendurnir í Celtic og Rangers áttust við á Ibrox vellinum í Glasgow í skosku úrvalsdeildinni í dag. Það voru þeir bláklæddu í Rangers sem höfðu betur í þetta sinn 1-0 með marki Kevin Thomson og hafa fyrir vikið sex stiga forskot á granna sína á toppi deildarinnar. 29.3.2008 14:42
Mourinho er í viðræðum við Inter Jose Mourinho er í viðræðum við Inter um að gerast næsti knattspyrnustjóri ítalska félagsins. Þetta er haft eftir ráðgjafa hans í viðtali við Reuters fréttastofuna. Mourinho er 44 ára gamall og hætti störfum hjá Chelsea í fyrra. 29.3.2008 14:06
Lakers tapaði fyrir Memphis Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Óvæntustu úrslitin urðu í Los Angeles þar sem Lakers tapaði fyrir Memphis 114-111 þrátt fyrir að Kobe Bryant skoraði 53 stig og hirti 10 fráköst. Þetta var annar skellur Lakers á heimavelli í röð fyrir liði úr neðri hluta deildarinnar. 29.3.2008 13:41
Grindavík og Keflavík unnu Úrslitakeppni Iceland Express deildar karla hófst í kvöld með tveimur leikjum en í báðum unnust heimasigrar. Grindavík tók á móti Skallagrími og Keflavík tók á móti Þór Akureyri. 28.3.2008 20:39
Valur vann Fsu í framlengingu Valur vann góðan og afar mikilvægan sigur á FSu í einvígi þessara liða um laust sæti í Iceland Express deildinni. Þetta var fyrsti leikur þessara liða en hann endaði 83-89 eftir framlengingu. 28.3.2008 21:06
Kallström vill til Everton Kim Kallström segist vera tilbúinn að yfirgefa franska liðið Lyon og ganga til liðs við Everton í Englandi. Þessi sænski landsliðsmaður hefur leikið 60 leiki með Lyon en hann gekk til liðs við félagið eftir HM 2006. 28.3.2008 20:00
U19 landslið kvenna vann í Dublin U19 landslið kvenna vann Írland 1-0 í æfingaleik sem fram fór í Dublin í dag. Leikurinn var fyrri leikur liðanna af tveimur en sá seinni verður á sunnudaginn. 28.3.2008 18:52
Aðalsteinn hættir eftir tímabilið Aðalsteinn Eyjólfsson ætlar að hætta þjálfun kvennaliðs Stjörnunnar eftir tímabilið. Frá þessu er greint á heimasíðu Ríkisútvarpsins. 28.3.2008 17:52
Úrslitaleikurinn 2010 á Spáni Búið er að ákveða að úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu árið 2010 verður á heimavelli Real Madrid, Bernabeu vellinum. Englendingar vonuðust til að leikurinn yrði á Wembley vellinum en urðu ekki að ósk sinni. 28.3.2008 17:41
Tim Cahill úr leik Staðfest hefur verið að Tim Cahill, miðjumaður Everton, leikur ekki meira á þessu tímabili. Gömul meiðsli hafa tekið sig upp hjá þessum 28 ára ástralska leikmanni. 28.3.2008 17:19
Stuðningsmenn halda tryggð við Derby Svo gæti farið að Derby County félli úr úrvalsdeildinni á morgun ef liðið tapar fyrir Fulham og önnur úrslit fara á versta veg. Liðið hefur ekki unnið leik síðan það vann sinn fyrsta og eina leik í september í fyrra. 28.3.2008 16:49