Fleiri fréttir

Benitez hrósar landa sínum

Rafa Benitez stjóri Liverpool hrósaði markaskoraranum Fernando Torres eftir að hann skoraði sigurmark Liverpool í dýrmætum sigri þess á erkifjendunum í Everton í dag.

Sorgardagur fyrir Tottenham

Gus Poyet, aðstoðarstjóri Tottenham, var ekki ánægður með frammistöðu sinna manna í dag þegar þeir steinlágu heima fyrir Newcastle.

Grant: Við vorum heppnir

Avram Grant stjóri Chelsea viðurkenndi að hans menn hefðu haft heppnina með sér í dag þegar þeir lögðu Middlesbrough 1-0 á Stamford Bridge. Gestirnir fengu mörg færi í leiknum en náðu ekki að nýta þau.

Keflavík lagði KR

Keflavík hefur náð 1-0 forystu í úrslitaeinvígi sínu við KR í Iceland Express deild kvenna í körfubolta eftir nauman 82-81 sigur í hörkuleik í Keflavík.

Haukar með aðra höndina á titlinum

Haukar náðu í kvöld átta stiga forystu á toppi N1 deildar karla þegar þeir lögðu Valsmenn 27-23 á Ásvöllum í Hafnarfirði, en Valsmenn voru þremur mörkum yfir í hálfleik 14-11.

Þetta var frábær sigur

Kevin Keegan knattspyrnustjóri var að vonum ánægður með sína menn í dag þegar þeir burstuðu Tottenham 4-1 og færðu Keegan fyrsta útsigur sinn síðan hann tók við liðinu.

Liverpool vann borgarslaginn

Liverpool vann í dag verðskuldaðan 1-0 sigur á grönnum sínum í Everton í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur því styrkt stöðu sína í fjórða sæti deildarinnar og hefur fimm stiga forskot á granna sína.

Ísland hafnaði í neðsta sæti í Portúgal

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hafnaði í sjötta og neðsta sæti á æfingamótinu í Portúgal eftir að það tapaði 29-22 fyrir Tyrklandi í lokaleik sínum í dag.

Newcastle burstaði Tottenham

Newcastle vann í dag annan leik sinn í röð í ensku úrvalsdeildinni í fyrsta skipti síðan í desember þegar liðið burstaði Tottenham 4-1 á útivelli eftir að hafa lent undir 1-0.

Carvalho tryggði Chelsea sigur

Varnarmaðurinn Ricardo Carvalho var hetja Chelsea í dag þegar mark hans tryggði liðinu nauman 1-0 sigur á Middlesbrough á Stamford Bridge. Carvalho skoraði markið með skallla snemma leiks eftir aukaspyrnu Wayne Bridge, en gestirnir áttu þrjú skot í stangirnar á marki Chelsea í leiknum.

Ronaldo vill verða sá besti í heimi

Portúgalinn Cristiano Ronaldo segist ólmur vilja ná sér í viðurkenninguna besti knattspyrnumaður í heimi. Hann hefur skoraði 35 mörk í síðustu 35 leikjum fyrir Manchester United og fáir leikmenn hafa verið í öðru eins formi í vetur.

Kiel bikarmeistari í Þýskalandi

Stórlið Kiel heldur áfram að sópa til sín bikurum í Þýskalandi og í dag varð liðið bikarmeistari annað árið í röð eftir 32-29 sigur á Hamburg í úrslitaleik. Kiel tryggði sér sigurinn með góðum síðari hálfleik og vann sinn 5. bikartitil. Nikola Karabatic skoraði 9 mörk fyrir Kiel en stórskyttan Yoon var með 10 mörk hjá Hamburg.

Jón Arnór með 11 stig í sigri Roma

Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í ítalska liðinu Lottomatica Roma unnu í gærkvöld góðan sigur á Bologna 80-69 í úrvalsdeildinni. Jón skoraði 11 stig og hirti 6 fráköst í leiknum. Roma er í öðru sæti deildarinnar og mætir næst toppliði Siena.

Totti missir líklega af leiknum við United

Francesco Totti, fyrirliði Roma, mun að öllum líkindum missa af fyrri leik liðsins gegn Manchester United í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudaginn. Hann meiddist á læri í deildarleik í gær og því verða Rómverjar líklega án síns markahæsta manns í leiknum mikilvæga.

Erfitt hjá Birgi Leifi

Birgir Leifur Hafþórsson átti ekki góðan lokahring á opna Andalúsíumótinu í golfi sem fram fór á Spáni um helgina. Birgir lék lokahringinn á fimm höggum yfir pari eða 77 höggum og lauk því keppni á níu yfir pari.

NBA í nótt: Denver í áttunda sætið

Denver vann í nótt gríðarlega mikilvægan sigur á Golden State á heimavelli sínum 119-112. Sigurinn þýðir að Denver hefur nú stokkið upp fyrir Golden State í áttunda og síðasta sætið sem gefur sæti í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni í NBA.

Sérefni um Kimi Raikkönen hjá Stöð 2 Sport

Sérstakur umræðuþáttur um Kimi Raikkönen og næsta Formúlu 1 mót er í undirbúningi um helgina hjá Stöð 2 Sport, en stöðinni áskotnaðist efni um kappan frá hans yngri árum. Efnið hefur aldrei verið sýnt hérlendis og á fimmtudaginn verða sérstakir aðdáendur Raikkönen hérlendis kallaðir til í þættinum Rásmarkið.

Slæmt tap hjá Barcelona

Barcelona mistókst í kvöld að saxa á forskot Real Madrid á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar. Liðið náði 2-0 forystu snemma leiks gegn Betis en þurfti að sætta sig við 3-2 tap eftir góðan endasprett heimamanna.

United á siglingu

Manchester United styrkti stöðu sína á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld þegar liðið tók Aston Villa í kennslustund á Old Trafford 4-0. Wayne Rooney skoraði tvívegis og Carlos Tevez og Cristiano Ronaldo bættu við sitt hvoru markinu.

Góður sigur hjá GOG

Danska liðið GOG vann í dag mikilvægan 24-23 útsigur á Skjern í toppbaráttu úrvalsdeildarinnar. Vignir Svavarsson skoraði 3 mörk fyrir Skjern en Snorri Steinn Guðjónsson var með 2 fyrir gestina.

Einar fer aftur til Grosswallstadt

Íslenski landsliðsmaðurinn Einar Hólmgeirsson hefur ákveðið að ganga aftur í raðir þýska úrvalsdeildarliðsins Grosswallstadt á næstu leiktíð. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Birgir náði sér alls ekki á strik

Birgir Leifur Hafþórsson komst naumlega í gegn um niðurskurðinn á opna Andalúsíumótinu í golfi í gær, en honum gekk skelfilega á þriðja hringnum í dag. Birgir lék á fjórum höggum yfir pari í dag eftir að hafa verið á parinu fyrir keppni dagsins.

Þetta var hræðileg leiktíð

Paul Jewell knattspyrnustjóri Derby sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í dag, skóf ekki af hlutunum í samtali við BBC í dag. Derby féll úr úrvalsdeildinni þrátt fyrir 2-2 jafntefli við Fulham.

ÍR skellti meisturunum

ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og skelltu Íslandsmeisturum KR á útvielli í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í dag. ÍR hafði yfir lengst af í leiknum en þrátt fyrir gott áhlaup KR-inga í fjórða leikhluta náðu Breiðhyltingarnir að halda haus og vinna 84-76.

Öruggur sigur hjá Snæfelli

Snæfell hefur náð 1-0 forystu gegn Njarðvík í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar eftir öruggan 84-71 sigur á Njarðvíkingum suður með sjó í dag.

Ótrúleg endurkoma hjá Arsenal - Derby féll og setti met

Mikið fjör var í leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni þar sem hæst bar viðureign Bolton og Arsenal. Bolton náði 2-0 forystu í leiknum og Arsenal missti mann af velli með rautt í fyrri hálfleik, en náði samt að vinna frækinn 3-2 sigur.

ÍBV skellti Fram

Mjög óvænt úrslit urðu í N1 deild karla í handbolta í dag þegar botnlið ÍBV skellti Frömurum í Safamýrinni 34-29. Framarar misstu þarna af mjög dýrmætum stigum í toppbaráttunni þar sem Haukar geta náð 8 stiga forystu með sigri á Val á morgun.

Gestirnir leiða í hálfleik

Heimaliðin Njarðvík og KR hafa ekki náð sér á strik í leikjunum tveimur sem standa yfir í úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar. ÍR hefur yfir gegn KR í hálfleik 48-37 og Snæfell hefur yfir gegn Njarðvík í Njarðvík 44-37.

Bolton yfir gegn Arsenal - Grétar í sviðsljósinu

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Grétar Rafn Steinsson hefur heldur betur verið í sviðsljósinu í leik Bolton og Arsenal þar sem heimamenn í Bolton hafa yfir 2-0 í hálfleik.

Mourinho neitar viðræðum við Inter

Jose Mourinho hefur sent frá sér yfirlýsingu í gegn um portúgalska miðla þar sem hann tekur alfarið fyrir fréttir þess efnis að hann hafi verið í viðræðum við forráðamenn Inter um að taka við liðinu í sumar.

Njarðvík - Snæfell í beinni á Stöð 2 Sport

Tveir leikir eru á dagskrá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í Iceland Express deild karla í körfubolta í dag. KR tekur á móti ÍR í DHL höllinni og í Njarðvík mæta heimamenn Snæfelli. Báðir leikir hefjast klukkan 16 og verður síðarnefndi leikurinn sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Sex leikir í ensku úrvalsdeildinni klukkan 15

Sex leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni núna klukkan 15. Grétar Rafn Steinsson er í eldlínunni með Bolton sem tekur á móti Arsenal og Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading sem tekur á móti Blackburn.

Rangers hafði betur í Glasgow-einvíginu

Gömlu erkifjendurnir í Celtic og Rangers áttust við á Ibrox vellinum í Glasgow í skosku úrvalsdeildinni í dag. Það voru þeir bláklæddu í Rangers sem höfðu betur í þetta sinn 1-0 með marki Kevin Thomson og hafa fyrir vikið sex stiga forskot á granna sína á toppi deildarinnar.

Mourinho er í viðræðum við Inter

Jose Mourinho er í viðræðum við Inter um að gerast næsti knattspyrnustjóri ítalska félagsins. Þetta er haft eftir ráðgjafa hans í viðtali við Reuters fréttastofuna. Mourinho er 44 ára gamall og hætti störfum hjá Chelsea í fyrra.

Lakers tapaði fyrir Memphis

Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Óvæntustu úrslitin urðu í Los Angeles þar sem Lakers tapaði fyrir Memphis 114-111 þrátt fyrir að Kobe Bryant skoraði 53 stig og hirti 10 fráköst. Þetta var annar skellur Lakers á heimavelli í röð fyrir liði úr neðri hluta deildarinnar.

Grindavík og Keflavík unnu

Úrslitakeppni Iceland Express deildar karla hófst í kvöld með tveimur leikjum en í báðum unnust heimasigrar. Grindavík tók á móti Skallagrími og Keflavík tók á móti Þór Akureyri.

Valur vann Fsu í framlengingu

Valur vann góðan og afar mikilvægan sigur á FSu í einvígi þessara liða um laust sæti í Iceland Express deildinni. Þetta var fyrsti leikur þessara liða en hann endaði 83-89 eftir framlengingu.

Kallström vill til Everton

Kim Kallström segist vera tilbúinn að yfirgefa franska liðið Lyon og ganga til liðs við Everton í Englandi. Þessi sænski landsliðsmaður hefur leikið 60 leiki með Lyon en hann gekk til liðs við félagið eftir HM 2006.

U19 landslið kvenna vann í Dublin

U19 landslið kvenna vann Írland 1-0 í æfingaleik sem fram fór í Dublin í dag. Leikurinn var fyrri leikur liðanna af tveimur en sá seinni verður á sunnudaginn.

Aðalsteinn hættir eftir tímabilið

Aðalsteinn Eyjólfsson ætlar að hætta þjálfun kvennaliðs Stjörnunnar eftir tímabilið. Frá þessu er greint á heimasíðu Ríkisútvarpsins.

Úrslitaleikurinn 2010 á Spáni

Búið er að ákveða að úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu árið 2010 verður á heimavelli Real Madrid, Bernabeu vellinum. Englendingar vonuðust til að leikurinn yrði á Wembley vellinum en urðu ekki að ósk sinni.

Tim Cahill úr leik

Staðfest hefur verið að Tim Cahill, miðjumaður Everton, leikur ekki meira á þessu tímabili. Gömul meiðsli hafa tekið sig upp hjá þessum 28 ára ástralska leikmanni.

Stuðningsmenn halda tryggð við Derby

Svo gæti farið að Derby County félli úr úrvalsdeildinni á morgun ef liðið tapar fyrir Fulham og önnur úrslit fara á versta veg. Liðið hefur ekki unnið leik síðan það vann sinn fyrsta og eina leik í september í fyrra.

Sjá næstu 50 fréttir