Fleiri fréttir

Egill ver flest skot í Iceland Express deildinni

Í dag voru veitt verðlaun fyrir bestu leikmenn og þjálfara fyrstu 8 umferðanna í Iceland Express deild karla í körfubolta. Í framhaldi af því tók Óskar Ófeigur Jónsson á Fréttablaðinu saman atkvæðamestu leikmennina í helstu töfræðiþáttum.

Keflavík enn með fullt hús stiga

Keflvíkingar eru enn með fullt hús stiga í Iceland Express deild karla í körfubolta eftir nauman sigur á Tindastól 89-97 á Sauðárkróki í kvöld. Þetta var fyrsti leikurinn í 9. umferð deildarinnar og Keflavík er á toppnum með 18 stig, en Stólarnir í því 10. með 6 stig.

Nóg um að vera í NBA í nótt

Aðdáendur NBA körfuboltans fá nóg fyrir sinn snúð í sjónvarpinu í kvöld. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með útsendingu frá leik Golden State og Houston frá því í gærkvöldi klukkan 23:35 í kvöld og klukkan 2 í nótt verður svo bein útsending á NBA TV á Fjölvarpinu frá stórleik Phoenix og Orlando.

Hodgson ráðinn til Inter

Enski knattspyrnuþjálfarinn Roy Hodgson sem í dag sagði af sér sem landsliðsþjálfari Finna, hefur ráðið sig í vinnu sem aðstoðarmaður Massimo Moratti, forseta Inter á Ítalíu.

Breytingar á Evrópukeppnunum í knattspyrnu

Úrslitaleikurinn í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu fer fram á laugardegi frá og með árinu 2010 þar sem Wembley verður einn þeirra leikstaða sem kemur til greina.

Jackson framlengir við Lakers

Phil Jackson, þjálfari LA Lakers í NBA deildinni, tilkynnti í gær að hann væri búinn að samþykkja að framlengja samning sinn við félagið til tveggja ára. Hann verður því á mála hjá Lakers út leiktíðina 2010.

Ítarleg upphitun fyrir leiki helgarinnar

Enski boltinn rúllar á fullu alla helgina þar sem Englendingar einbeita sér nú að félagsliðum sínum á ný eftir vonbrigði landsliðsins. Að venju eru nokkrir áhugaverðir leikir á dagskrá þar sem tveir nýir stjórar mæta til starfa.

Þrettán marka sigur á Grikklandi

Íslenska kvennalandsliðið vann í dag þrettán marka sigur á Grikklandi, 40-27, í undankeppni EM 2008 sem fer fram í Litháen.

Eiður Smári í hópi Börsunga

Eiður Smári Guðjohnsen er í leikmannahópi Barcelona sem mætir Espanyol í spænsku úrvalsdeildinni á morgun.

Ronaldo: Augljóst að Kaka vinnur

Brasilíumaðurinn Ronaldo segir að enginn vafi leiki á því að Kaka hljóti Gullboltann svokallaða sem France Football tímaritið veitir ár hvert.

Paul McShane í Fram

Skotinn Paul McShane hefur yfirgefið Grindavík og samið við Fram til næstu tveggja ára.

Scolari: Ronaldinho búinn að toppa

Luis Felipe Scolari, landsliðsþjálfari Portúgals, segir að Brasilíumaðurinn Ronaldinho sé búinn að toppa og að hann nái ekki fyrra formi aftur.

Walker: Betra en ég bjóst við

Bobby Walker var í dag útnefndur besti leikmaður Iceland Express deildar karla fyrir fyrstu átta umferðirnar.

Kristinn í beinni á Sýn

Leikur Everton og Zenit St. Pétursborgar í Evrópukeppni félagsliða verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn á miðvikudaginn.

Hodgson hættur með Finna

Roy Hodgson hefur ákveðið að endurnýja ekki samning sinn við finnska knattspyrnusambandið og hætta sem landsliðsþjálfari Finnlands.

Walker og Sigurður bestir

Nú í hádeginu voru bestu leikmenn, besti þjálfari og dómari í fyrstu átta umferðum Iceland Express deildar karla verðlaunaðir.

Eiður Smári vill spila á morgun

Eiður Smári Guðjohnsen hefur jafnað sig fljótt og vel af meiðslunum sem hann hlaut í leik Barcelona og Lyon í Meistaradeildinni í vikunni og vonast til að vera klár í slaginn gegn Espanyol í spænsku deildinni á morgun.

Haukar styrkja stöðu sína á toppnum

Haukar styrktu í kvöld stöðu sína á toppi N1 deildarinnar í handbolta með góðum útisigri á Stjörnunni í Mýrinni 28-25. Þá vann Fram sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ 25-23.

Tottenham bjargaði andlitinu

Margir forvitnilegir leikir voru á dagskrá í Uefa keppninni í knattspyrnu í kvöld. Tottenham náði að bjarga andlitinu gegn danska liðinu Álaborg og vinna 3-2 sigur eftir að hafa verið 2-0 undir á heimavelli í hálfleik.

Ólarnir á skotskónum í Uefa keppninni

Íslensku leikmennirnir sem voru í eldlínunni með liðum sínum í Uefa keppninni í knattspyrnu í kvöld létu mikið að sér kveða. Ólafur Örn Bjarnason kom Brann á bragðið úr vítaspyrnu þegar liðið lagði Dinamo Zagreb að velli 2-1 og Ólafur Ingi Skúlason skoraði fyrsta mark Helsingborg þegar liðið skellti Austría frá Vín 3-0.

Benfica rauf 500 marka múrinn

Portúgalska liðið Benfica varð í gærkvöld sjöunda liðið til að skora 500 mörk í Evrópukeppninni í knattspyrnu þegar Maximiliano Pereira skoraði í 1-1 jafntefli liðsins við AC Milan.

Þorvaldur framlengir við Víking

Þorvaldur Sveinn Sveinsson skrifaði í dag undir þriggja ára framlengingu á samningi sínum við knattspyrnudeild Víkings. Þessi 19 ára landsliðsmaður er því samningsbundinn uppeldisfélaginu sínu til loka árs 2010.

Owen á undan áætlun

Framherjinn Michael Owen hjá Newcastle gæti snúið aftur til æfinga eftir aðeins tvær vikur eftir að hafa verið í endurhæfingu í Þýskalandi. Owen sleit vöðva í læri á æfingu með enska landsliðinu um miðjan mánuðinn.

Benitez: Ég er bara að reyna að vinna vinnuna mína

Rafa Benitez segist vonast til að geta fundað með eigendum Liverpool fyrir leik liðsins gegn Manchester United í næsta mánuði. Hann segist ekki vera fúll út í eigendur félagsins og segist fyrst og fremst vera að reyna að sinna vinnu sinni sem best.

Dregið í milliriðla á EM U19

Íslenska U19 ára landslið karla verður í milliriðli með Noregi, Ísrael og Búlgaríu í undankeppni EM 2008 þar sem sigurvegarinn í riðlinum kemst í úrslitakeppnana sem fram fer í Tékklandi í júlí á næsta ári. Milliriðillinn verður leikinn í Noregi í apríl og maí í vor.

Leikjaniðurröðun á Algarve mótinu

Íslenska kvennalandsliðið tekur þátt í æfingamótinu Algarve Cup í mars á næsta ári þar sem sterkar þjóðri munu leiða saman hesta sína. Íslenska liðið verður með Póllandi, Írlandi og Portúgal í riðli og fer mótið fram dagana 5.-12. mars.

Torres: Benitez er einn sá besti

Fernando Torres heldur því fram að Rafael Benitez sé einn besti knattspyrnustjóri í sögu félagsins. Torres skoraði tvívegis í sigri Liverpool á Porto í Meistaradeild Evrópu í gær.

Redknapp bitur vegna framgöngu lögreglunnar

Harry Redknapp sagði í dag að hann hefði orðið fyrir miklum vonbrigðum með framgöngu lögreglunnar í Englandi sem handtók hann í gær í tengslum við rannsókn á spillingu í ensku knattspyrnunni.

Benedikt: Viljum kvitta fyrir tapið

Benedikt Guðmundsson, þjálfari körfuboltaliðs KR, fagnar tækifærinu á að hefna fyrir tapið í Grindavík í deildinni í haust en liðin mætast í 16-liða úrslitum Lýsingarbikarkeppni karla.

KR mætir Grindavík

Í dag var dregið í 16-liða úrslit í Lýsingarbikarkeppni karla og kvenna. Í karlaflokki ber hæst viðureign Íslandsmeistara KR og Grindavíkur.

Wenger og Rijkaard fá eins leiks bann

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, og Frank Rijkaard hjá Barcelona munu báðir fá sjálfkrafa eins leiks bann fyrir brottvísanir sínar í Meistaradeildinni í vikunni.

West Ham sagt vilja fá Ragnar

Expressen heldur því fram í dag að Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, vilji fá Ragnar Sigurðsson til liðs við félagið.

Kristján Örn þarf að fara í aðgerð

Kristján Örn Sigurðsson er með brotið bein í augntóftinni eftir samstuð við Grétar Rafn Steinsson í landsleik Íslands og Danmerkur í síðustu viku.

Heiðar Geir til reynslu í Hollandi

Heiðar Geir Júlíusson æfir þessa dagana með hollenska liðinu SC Cambuur Leeuwarden sem leikur í næstefstu deild þar í landi.

Alfreð: Áhættan var of mikil

Alfreð Gíslason segir að það hafi verið of mikil áhætta fólgin í því að leyfa Guðjóni Vali Sigurðssyni að spila með Gummersbach gegn Göppingen í bikarnum á þriðjudaginn.

Sjá næstu 50 fréttir