Fleiri fréttir

Körfu­bolta­kvöld: Til­þrif tíma­bilsins til þessa

Farið var yfir bestu tilþrif tímabilsins til þessa í Subway deild karla í körfubolta. Mynd segir meira en þúsund orð og myndband segir mun meira en það. Hér að neðan má sjá hvað Körfuboltakvöld telur vera tilþrif tímabilsins til þessa.

Pal­hinha hetja Ful­ham | Sigur­ganga New­cast­le á enda

Fimm af sex leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Crystal Palace vann góðan útisigur á Bournemouth, Fulham vann dramatískan 2-1 sigur á Southampton. Þá gerði Newcastle United markalaust jafntefli við Leeds United. Þar á undan hafði Manchester United unnið Úlfana en nágrannar þeirra í City náðu aðeins jafntefli gegn Everton.

Ten Hag hrósaði Ras­h­ford sem byrjaði á bekknum í dag

Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, hrósaði Marcus Rashford eftir 1-0 sigur Rauðu djöflanna á Úlfunum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Rashford hóf leikinn á bekknum en kom inn í síðari hálfleik og gerbreytti gangi mála.

Vara­maðurinn Ras­h­ford hetja Man United

Fyrsti leikur dagsins í ensku úrvalsdeildinni fór fram á Molineux-vellinum þar sem heimamenn í Wolves tóku á móti Manchester United. Fór það svo að gestirnir unnu 1-0 sigur þar sem Marcus Rashford skoraði eina mark leiksins.

Eyja­menn bæta við sig mark­verði

Lið ÍBV í Olís deild karla í handbolta hefur bætt við sig markverði fyrir komandi átök á nýju ári. Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum félagsins.

Óskar Hrafn var á blaði hjá Kalmar

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta, var á blaði hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Kalmar FF þegar liðið var í þjálfaraleit á dögunum. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Óskar Hrafn er orðaður við lið í Svíþjóð.

Sér eftir að hafa fengið sér Messi húð­flúr á ennið

Fólk missti sig misvel í gleðinni eftir að Argentína varð heimsmeistari í knattspyrnu karla þann 18. desember eftir sigur á Frakklandi í mögnuðum leik. Einn stuðningsmaður Argentínu gekk svo langt að fá sér húðflúr á ennið þar sem stóð „Messi.“

Benzema kom Real til bjargar í blá­lokin

Spænska úrvalsdeildin í fótbolta er farin af stað eftir HM pásuna og lentu Spánarmeistarar Real Madríd í vandræðum gegn Real Valladolid í kvöld. Franski sóknarmaðurinn Karim Benzema bjargaði meisturunum með tveimur mörkum undir lok leiks, lokatölur 0-2.

„Ég ætla ekkert að gefast upp“

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, ein af okkar efnilegustu knattspyrnukonum, er loks byrjuð að spila á ný eftir löng og erfið meiðsli. Hún spilar með þýska stórveldinu Bayern München og bíður spennt eftir að fá að sanna sig.

Stað­festa að Ron­aldo hafi skrifað undir í Sádi-Arabíu

Það er klappað og klárt að Cristiano Ronaldo, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, muni enda ferilinn í Sádi-Arabíu. Þessi 37 ára gamli Portúgali hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við Al Nassr þar í landi.

Klopp líkir Nunez við Lewandowski

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur tröllatrú á Darwin Nunez og líkir honum við einn besta framherja heims.

ÍSÍ hafi sent annan texta en var lesinn upp á hófinu

Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólastjóri Framhaldsskólans á Laugum og frjálsíþróttasérfræðingur, kveðst gáttaður á því hvernig Guðrún Arnardóttir var kynnt til leiks sem nýjasti meðlimur heiðurshallar ÍSÍ í gærkvöld.

Bróðir Balotelli ákærður fyrir líkamsárás

Enoch Barwuah, bróðir fyrrum ítalska landsliðsmannsins Mario Balotelli, er sagður hafa lent í áflogum rétt fyrir jól í ítölskum fjölmiðlum og á yfir höfði sér kæru fyrir líkamsárás.

Þriggja daga þjóðarsorg lýst yfir

Brasilísk yfirvöld hafa lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna andláts knattsyrnugoðsagnarinnar Pelé, sem lést í gær. Fjölmargir hafa minnst kappans.

Sjá næstu 50 fréttir