Fleiri fréttir

Arnór Þór markahæstur í tapi gegn Kiel

Kiel minnkaði forskot Rhein-Neckar Löwen niður í tvö stig á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta með þriggja marka sigri á Íslendingarliðinu Bergrischer, 31-28.

Níu íslensk mörk í tapi Ricoh | Fyrsta tap Kristianstad

Níu íslensk mörk litu dagsins ljós í fimm marka tapi Ricoh HK, 31-26, gegn Ystads IF í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Ólafur Guðmundsson og félagar í Kristianstad töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu.

Stones: Cleverley á að vera í landsliðinu

John Stones, miðvörður Everton og enska landsliðsins í knattspyrnu, segir að samherji hans hjá Everton, Tom Cleverley, ætti að fá kallið upp í enska landsliðið eftir góða frammistöðu undanfarið.

Öruggur sigur hjá Erlingi og Bjarka

Füchse Berlín lenti ekki í neinum vandræðum með Eisenach á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, en Füchse vann sex marka sigur, 30-24. Leiknum var nánast lokið í hálfleik því staðan var 20-10 í hálfleik.

Van Gaal: Verðum að þora að spila okkar fótbolta

Louis van Gaal, hollenski stjóri Manchester United, sem hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga og vikur segir að Manchester United verði að þora að spila sinn fótbolta gegn Chelsea á morgun.

Sturridge að verða klár á nýjan leik

Daniel Sturridge, framherji Liverpool, gæti byrjað að spila með liðinu á allra næstu dögum, en hann greindi frá því á Twitter-síðu sinni í gær. Ekki eru margir leikfærir framherjar hjá Liverpool þessa daganna.

Cleveland steinlá fyrir Portland

Cleveland Cavaliers steinlá í NBA-körfuboltanum í nótt, en þeir töpuðu þá með 29 stiga mun gegn Portland Trail Blazers á útivelli. LeBron James gerði einungis tólf stig.

Merson býst við Chelsea sigri á Old Trafford

Paul Merson, fyrrverandi leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, segir í pistli sínum á vefsíðu Sky Sports fréttastofunar að hann reikni með sigri Chelsea á morgun. Chelsea mætir þá Manchester United í stórleik 20. umferðar.

Handboltaveisla í Strandgötu í dag

Það verður sannkölluð handboltaveisla í íþróttahúsinu við Strandgötu þegar Flugfélags Íslands deildarbikarinn 2015 fer fram, en fjögur efstu lið Olís-deildar karla og kvenna etja þar kappi.

Tíu mörk frá Antoni í tapi

Anton Rúnarsson fór á kostum í liði TV Emsdetten sem tapaði með tveimur mörkum, 28-26, fyrir HSG Nordhorn-Lingen í þýsku B-deildinni í handbolta í dag.

Fjögur íslensk mörk í tapi Aue

Íslendingarliðið EHV Aue tapaði með tveimur mörkum, 23-21, fyrir Vfl Bad Schwartau í þýsku B-deildinni í handbolta í dag. Fjögur íslensk mörk litu dagsins ljós.

Naumur sigur Löwen á Magdeburg

Rhein-Neckar Löwen komst aftur á sigurbraut með sigri á Magdeburg, 27-25, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Löwen tapaði illa fyrir Kiel á dögunum, en komu sterkir til leiks í dag og unnu að lokum tveggja marka sigur.

Atli Ævar markahæstur í tapi

Atli Ævar Ingólfsson var markahæstur hjá Savehof í fjögurra marka tapi, 23-19, gegn Lugi HF í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Guif vann góðan sigur á Skövde í hinum Íslendingarleik dagsins.

Eitt stig af sex mögulegum hjá Íslendingarliðunum

Íslendingarliðin í ensku B-deildinni í knattspyrnu, Cardiff og Charlton, náðu ekki að vinna sína leiki í dag, en tíu leikir fóru fram í dag á öðrum degi jóla. Leik Blackburn og Middlesbrough var frestað vegna veðurs.

Frábært gengi Tottenham heldur áfram

Tottenham heldur áfram að gera flotta hluti í ensku úrvalsdeildinni, en eftir 3-0 sigur á Norwich í dag er Lundúnarliðið í fjórða sætinu, sex stigum frá toppnum.

Klopp: Erum að vinna í að fylla skarð Gerrard

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að rauðklædda liðið í Bítaborginni sé enn að reyna fylla skarðið sem Steven Gerrad skildi eftir sig þegar hann yfirgaf Liverpool í sumar. Klopp útilokar ekki endurkomu Gerrard.

Curry hafði betur gegn LeBron | Myndbönd

Golden State Warriors hafði betur gegn Cleveland í stórleik í NBA-deildinni í gærkvöldi, en Golden State vann með sex stiga mun, 89-83, á heimavelli sínum. Þetta var 28. sigur Golden State á tímabilinu í 29 leikjum.

Schumacher getur ekki gengið

Umboðsmaður Michael Schumacher hefur blásið á sögusagnir þess efnis að ökumaðurinn sé farinn að ganga.

Dagur missir enn einn leikmanninn í meiðsli

Staðfest var í dag að Patrick Grötzki myndi missa af EM í handbolta í Póllandi eftir að hafa brotið bein í fæti í leik Löwen og Kiel á dögunum en hann er þriðji leikmaður þýska liðsins sem neyðist til að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

Sjá næstu 50 fréttir