Fleiri fréttir

Pape: Það er rasismi á Íslandi

Pape Mamadou Faye er í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Þar talar hann m.a. um kynþáttaníð sem hann hefur þurft að þola hér á landi og viðskilnaðinn við Fylki.

Þórir Ólafsson á heimleið

Þórir Ólafsson gæti leikið sinn síðasta leik fyrir pólsku meistarana í Kielce í dag. Kielce sækir Wisla Plock heim í úrslitum pólska handboltans í kvöld.

Einvígi Alfreðs og Guðmundar

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari Rhein-Neckar Löwen, getur kvatt félagið í dag með því að gera liðið að Þýskalandsmeisturum í fyrsta sinn. Liðið hefur sjö marka forskot á Alfreð Gíslason og lærisveina hans í Kiel.

Borgarslagur um Meistaradeildartitilinn

Atletico Madrid og Real Madrid spila í kvöld sögulegan úrslitaleik í Meistaradeildinni þegar nágrannarnir mætast á Leikvangi ljóssins í Lissabon. Þetta er fyrsti borgarslagurinn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Leikurinn hefst klukkan 18.45 að íslenskum tíma og verður í beinni á Stöð 2 Sport.

Af hverju mætti Lynch ekki í Hvíta húsið?

Stórstjarna Super Bowl-meistara Seattle Seahawks, hlauparinn Marshawn Lynch, lét ekki sjá sig er Barack Obama Bandaríkjaforseti tók á móti liðinu í Hvíta húsinu á miðvikudag.

Hélt að Moyes myndi drepa mig

Maðurinn sem lenti í útistöðum við David Moyes, fyrrum stjóra Man. Utd, á dögunum ber sig ekki vel og segist hafa óttast um líf sitt.

Óvænt úrslit í Hafnarfirði

Haukar nældu í stig með jöfnunarmarki í uppbótartíma gegn Tindastól á Ásvöllum í kvöld. Andri Steinn Birgisson skoraði jöfnunarmark Hauka í uppbótartíma.

Ótrúlegar lokamínútur á Skaganum

Ótrúlegur lokakafli tryggði Víking Ólafsvík stigin þrjú gegn ÍA á Akranesi í kvöld. Skagamenn voru 2-0 yfir þegar tuttugu mínútur voru til leiksloka en Ólafsvíkurmenn gáfust ekki upp og skoruðu sigurmarkið í uppbótartíma.

David Luiz á leiðinni til PSG

Chelsea hefur staðfest á heimasíðu sinni að félagið sé búið að samþykkja tilboð Paris Saint-Germain í brasilíska varnarmanninn David Luiz.

Hasselbaink vill þjálfa enskt félag

Jimmy Floyd Hasselbaink og Eiður Smári Guðjohnsen voru eitt sinn eitt skæðasta framherjapar ensku úrvalsdeildarinnar. Hasselbaink hefur verið í miklum metum hjá mörgum Íslendingum frá því hann lék með Chelsea.

Meðalforgjöfin er 2,6 á Nettómótinu

Eimskipsmótaröðin í golfi hefst á morgun og alls eru 67 karlar og 17 konur skráðir til leiks Nettómótið sem fer fram á Hólmsvelli í Leiru.

Pepsi-mörkin | 5. þáttur

Fimmta umferð Pepsi-markanna fór fram á fimmtudag og var hún tekin fyrir í Pepsi-mörkunum venju samkvæmt.

PSG býður 50 milljónir punda í Luiz

Brasilíumaðurinn David Luiz, leikmaður Chelsea, er eftirsóttur maður og franska liðið PSG er til í að greiða háa upphæð fyrir hann.

Einar Orri biðst afsökunar

Keflvíkingurinn Einar Orri Einarsson sendi nú síðdegis frá sér yfirlýsingu vegna hegðunar sinnar í leik Keflavíkur og FH í gær.

Lars: Reynslumeiri menn ráða við þetta

Landsliðsþjálfarinn ræddi málefni Björns Bergmanns, lítinn spiltíma landsliðsmanna og undirbúninginn fyrir undankeppni EM á blaðamannafundi í dag.

Einar Orri má ekki tjá sig

"Knattspyrnudeildin hefur beðið mig að tjá mig ekkert um málið að svo stöddu. Ég held að það sé bara ágæt ákvörðun," segir Keflvíkingurinn Einar Orri Einarsson sem hefur verið mikið á milli tannanna á fólki í dag.

HK samdi við fjóra leikmenn

HK er byrjað að safna liði fyrir átök næsta vetrar í Olís-deild karla og í dag samdi liðið við fjóra leikmenn.

Lars og Heimir völdu fjóra nýliða

Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar karla í fótbolta, tilkynntu á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag hópinn sem mætir Austurríki og Eistlandi í tveimur vináttulandsleikjum.

Arsenal hefur forkaupsrétt á Fabregas

Ensku miðlarnir hafa í dag slúðrað um möguleg kaup Arsenal á spænska landsliðsmanninum Cesc Fabregas og Daily Mirror slær því upp að ensku bikarmeistararnir hafi áhuga á því að kaupa Cesc aftur frá Barcelona.

Laxveiðin byrjar 5. júní

Það styttist hratt í að fyrstu laxveiðiárnar opni fyrir veiði en Blanda og Norðurá opna báðar 5. júní.

Erkifjendur mætast á UFC 173

Í aðalbardaga UFC 173 á laugardagskvöldið mætast þeir Renan Barao og TJ Dillashaw. Barao keppir undir merkjum Nova União á meðan Dillashaw keppir fyrir hönd Team Alpha Male. Þetta verður fimmti titilbardaginn milli liðanna og alltaf hefur Nova União haft betur.

Aron fer á HM í Brasilíu

Aron Jóhannsson verður fyrsti Íslendingurinn til að spila í heimsmeistarakeppninni í fótbolta en hann er í 23 manna HM-hóp bandaríska landsliðsins.

Sjá næstu 50 fréttir