Körfubolti

Sterling biður eiginkonuna um að selja Clippers

Donald og Shelly Sterling.
Donald og Shelly Sterling. vísir/getty
Dramatíkinni í kringum Donald Sterling og LA Clippers er væntanlega lokið en það stefndi í dómsmál þar sem hann ætlaði sér ekki að selja félagið.

Í dag er greint frá því að hann muni setja það í hendur eiginkonu sinnar, Shelly, að selja félagið. Hann ætli sér ekki að berjast fyrir félaginu með kjafti og klóm.

Hinn áttræði Sterling var á dögunum dæmdur í lífstíðarbann frá NBA-deildinni og þá var strax ljóst að hann myndi missa félagið.

Shelly vildi reyndar sjálf eignast félagið en NBA-deildin og aðrir eigendur í deildinni hafa engan áhuga á því.

NBA

Tengdar fréttir

"Gleðidagur í sögu Bandaríkjanna"

Körfuboltakappinn Magic Johnson gleðst yfir ákvörðun bandaríska körfuknattleikssambandsins að banna Donald Sterling, eiganda körfuknattleiksliðsins Clippers, alla aðkomu að íþróttinni.

LeBron vill losna við alla Sterling-fjölskylduna

Eiginkona rasistans Donald Sterling, eiganda LA Clippers, ætlar að berjast fyrir því að halda félaginu en besti leikmaður deildarinnar, LeBron James, er ekki hrifinn af því.

De la Hoya og Mayweather vilja kaupa Clippers

Það stefnir í harða baráttu um eignarhaldið á LA Clippers eftir að eigandi félagsins, Donald Sterling, fékk lífstíðarbann frá deildinni í gær.

Magic vill kaupa LA Clippers

Magic Johnson er á meðal þeirra sem varð í eldlínunni í kynþáttaníðsmáli eiganda LA Clippers, Donald Sterling.

Sterling sagður vera með krabbamein

Umdeildasti maðurinn í Bandaríkjunum í dag, rasistinn Donald Sterling, er ekki bara að berjast fyrir félagi sínu, LA Clippers, heldur einnig fyrir lífi sínu.

Sterling íhugar að kæra NBA

Bandarískir fjölmiðlar greina frá því í kvöld að Donald Sterling, eigandi LA Clippers, ætli sér að berjast gegn refsiaðgerðum NBA-deildarinnar með kjafti og klóm.

Magic Johnson: Sterling heldur að hann sé uppi á steinöld

NBA-goðsögnin Earvin "Magic" Johnson tjáði sig í gær um gagnrýni Donald Sterling, eiganda LA Clippers á sig og Magic er ekki sáttur við að Sterling sé alltaf að blanda sér í umræðuna um Sterling og rassista ummæli hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×