Fleiri fréttir

Væll eða réttmæt gagnrýni á dómara?

Forráðamenn handboltaliðsins RK Vardar frá Makedóníu eru allt annað en sáttir með dómgæsluna í mikilvægum leik í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar um síðustu helgi.

Teitur verður aðstoðarmaður Friðriks Inga næsta vetur

Teitur Örlygsson, fráfarandi þjálfari Stjörnunnar, verður áfram í baráttunni í Dominos-deild karla í körfubolta næsta vetur því Njarðvíkingar tilkynntu það á lokahófi sínu í kvöld að Teitur verði aðstoðarmaður Friðriks Inga Rúnarssonar næsta vetur. Þetta kemur fram á karfan.is

Laus leyfi í Ytri Rangá komin á vefinn

Eftir að Lax-Á hætti sem leigutaki á Ytri Rangá hafa sumir innlendir fastakúnnar verið í vandræðum með að finna út úr veiðileyfakaupum í ánna fyrir komandi sumar.

Button: Hraði McLaren er ekki nógu mikill

McLaren þarf að grípa til aðgerða strax og koma með talsverðar uppfærslur til Spánar ef liðið vill halda áfram að berjast um verðlaunasæti í formúlu eitt. Þetta er haft eftir Jenson Button sem er annar af ökumönnum McLaren-liðsins.

Tiago: Draumar geta ræst

Tiago átti flottan leik á miðju Atlético Madrid í kvöld þegar liðið sló Chelsea út úr Meistaradeildinni og tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti nágrönnum sínum í Real Madrid.

Mourinho: Ein mínúta í seinni hálfleik réð öllu

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, tókst ekki að koma sínum mönnum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld en liðið tapaði þá 1-3 á heimavelli á móti spænska liðinu Atlético Madrid og er úr leik.

Guðjón Valur með átta mörk - Löwen vann er áfram efst

Guðjón Valur Sigurðsson var markahæstur hjá Kiel í kvöld ásamt Filip Jicha þegar liðið vann 17 marka stórsigur á Hannover-Burgdorf, 37-20, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Rhein-Neckar Löwen er samt áfram í toppsæti deildarinnar eftir 34-26 sigur í Íslendingaslag.

Róbert og Ásgeir Örn með sex mörk saman

Landsliðsmennirnir Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hjálpuðu til við að landa sextán marka stórsigri á Aix í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Fyrsti sigurinn hjá Hannesi í atvinnumennsku

Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, vann í kvöld sinn fyrsta deildarsigur með liði sínu Sandnes Ulf. Sandnes Ulf vann þá 2-1 heimasigur á Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Marta afgreiddi Soffíu og félaga

Brasilíska knattspyrnukonan Marta skorað tvö mörk fyrir Tyresö í 3-0 útisigri á Soffíu Gunnarsdóttur og félögum hennar í Jitex í sænsku kvennadeildinni í fótbolta.

KR-ingum spáð Íslandsmeistaratitlinum í ár

Karlalið KR mun verja Íslandsmeistaratitilinn sinn rætist spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna félaganna í Pepsi-deildinni sem var kynnt í dag á Kynningarfundi fyrir sumarið.

John Terry byrjar á Stamford Bridge í kvöld

John Terry, fyrirliði Chelsea, er í byrjunarliðinu í seinni leiknum á móti Atletico Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en hann hefur verið að glíma við meiðsli síðan í fyrri leiknum á Spáni.

Freyr: Okkar að taka af þeim bílstjórasætið

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fær erfitt verkefni í næstu viku þegar liðið mætir toppliði Sviss á útivelli. Landsliðsþjálfarinn hefur trú á íslenskum sigri og að liðið geti blandað sér með því í baráttuna um efsta sætið í riðlinum.

Fótboltaheimurinn fær sér banana með Alves | Myndir

Fótboltaheimurinn hefur brugðist við vel frábæru uppátæki Brasilíumannsins Dani Alves hjá Barcelona en hann lét rasista sem kastaði til sín banana ekki slá sig út af laginu. Hann át bananann og lagði svo upp tvö mörk.

Ólafur sleppur við bann og sekt

Aga- og úrskurðarnefnd gaf Grindvíkingnum Ólafi Ólafssyni aðeins áminningu vegna ummæla hans eftir þriðja leik KR og Grindavíkur í lokaúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta.

Bananakastarinn handtekinn

Spænsk yfirvöld hafa handtekið manninn sem kastaði frægasta banana allra tíma inn á völlinn í leik Villareal og Barcelona.

Tvær breytingar á landsliðshópi Freys

Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, tilkynnti í morgun 20 manna landsliðshóp fyrir leikinn gegn Sviss í undankeppni HM.

Landsliðið kveikti neistann hjá Ragnari

Risinn Ragnar Nathanaelsson, miðherji Þórs í Þorlákshöfn, er genginn í raðir sænska úrvalsdeildarliðsins Sundsvall Dragons en hann fyrst símtal frá þjálfara liðsins á fimmtudaginn.

Spá FBL og Vísis: Stjarnan hafnar í 4. sæti

Stjarnan endaði í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar í fyrra og tryggði sér þátttökurétt í Evrópukeppni í fyrsta skipti í sögu félagsins. Nýr þjálfari er mættur til starfa en hann nær ekki alveg sama árangri ef spá íþróttadeildar Fréttablaðsins og Vísis rætist.

Sjá næstu 50 fréttir