Landsliðið kveikti neistann hjá Ragnari Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. apríl 2014 08:00 Ragnar Nathanaelsson er orðinn atvinnumaður. Vísir/Valli „Ég er auðvitað alveg gríðarlega spenntur. Það er ekkert annað hægt,“ segir RagnarNathanaelsson, hinn 218 cm hái miðherji íslenska landsliðsins í körfubolta, í samtali við Fréttablaðið um væntanleg vistaskipti sín til Svíþjóðar. Ragnar gekk á mánudaginn frá eins árs samningi við sænska úrvalsdeildarliðið Sundsvall Dragons en hlutirnir gerðust hratt. Fyrst var haft samband við hann á fimmtudaginn í síðustu viku. „Þá fékk ég símtal frá nýráðnum þjálfara liðsins, TommyHanson. Hann segist hafa heyrt um mig og hafi áhuga á að fá mig. Hann bað mig um að senda sér klippur af mér, eitthvað úr leikjum ef ég ætti. Ég gerði það og svo fékk ég póst á föstudaginn. Þá var hann búinn að taka annan fund með HlyniBæringssyni sem var búinn að selja þjálfaranum hugmyndina þannig að þeir sendu mér bara samning. Ég fékk nokkra til að lesa hann yfir með mér en svo leist mér bara svo svakalega vel á þetta,“ segir Ragnar.Báðir toppmenn Þessi ljúfi risi átti frábært tímabil með Þór í vetur, en hann var í fyrsta skipti lykilmaður í sterku liði í efstu deild. Hann skoraði að meðaltali 15,4 stig í leik í deildarkeppninni og tók 12,9 fráköst. Þórsliðið komst í úrslitakeppnina en tapaði fyrir Grindavík, 3-1, þar sem Ragnar hélt áfram að fara á kostum og skilaði að meðaltali 14,25 stigum og 14,5 fráköstum í leik. Eðlilega var hann farinn að láta sig dreyma um atvinnumennsku. „Það var auðvitað hugsunin en mig langaði líka að taka annað tímabil með Þór og horfa á strákana þar vaxa. En þetta var bara of gott til að sleppa,“ segir Ragnar, sem hlakkar til að spila með Íslendingunum í Sundsvall, Hlyni Bæringssyni og Jakobi Erni Sigurðarsyni. „Ég kynntist þeim aðeins í landsliðinu í fyrra. Þetta eru báðir toppmenn og þeir munu án efa hjálpa mér mikið, jafnvel meira en þjálfarinn, og kenna mér á evrópskan körfubolta. Vonandi kemur Ægir Þór Steinarsson bara aftur og við verðum fjórir þarna. Það yrði draumur í dós.“Landsliðið kveikti neistann Ragnar hefur átt mikilli velgengni að fagna síðustu 12-14 mánuði eða svo en hann var með íslenska landsliðinu í spennandi verkefnum síðasta sumar og átti svo þetta flotta tímabil í Dominos-deildinni í vetur. Hverju er að þakka? „Um leið og ég fann bragðið af landsliðinu langaði mig bara að verða betri. En það er svo mörgum að þakka. BenediktGuðmundsson gefur mér það traust hjá Þór að byrja í „fimmunni“ hjá úrvalsdeildarliði en ég var að koma úr 1. deildinni. Það hjálpaði mikið að fá þetta traust frá manni sem ég tel besta þjálfara íslands. Svo tók BaldurÞórRagnarsson líkamann á mér í gegn. Hann kenndi mér að lyfta og lenda eftir hopp. Landsliðsþjálfararnir Peter og Arnar hjálpuðu mér líka mikið síðasta sumar,“ segir Ragnar. Talandi um landsliðið. Þá verður Ragnar hluti af liðinu í sumar sem mætir Bosníu og Bretlandi í undankeppni EM 2015. „Ég er alveg gríðarlega spenntur fyrir því verkefni og vonandi fæ ég bara stærra hlutverk en í fyrra. Ég hef fulla trú á að við getum strítt þessum liðum og jafnvel unnið þau,“ segir Ragnar. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ragnar samdi við Sundsvall Dragons Ragnar Nathanaelsson verður fjórði Íslendingurinn í röðum Íslendingaliðsins Sundsvall Dragons í Svíþjóð en hann gekk frá samningi við liðið í kvöld. 28. apríl 2014 22:49 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
„Ég er auðvitað alveg gríðarlega spenntur. Það er ekkert annað hægt,“ segir RagnarNathanaelsson, hinn 218 cm hái miðherji íslenska landsliðsins í körfubolta, í samtali við Fréttablaðið um væntanleg vistaskipti sín til Svíþjóðar. Ragnar gekk á mánudaginn frá eins árs samningi við sænska úrvalsdeildarliðið Sundsvall Dragons en hlutirnir gerðust hratt. Fyrst var haft samband við hann á fimmtudaginn í síðustu viku. „Þá fékk ég símtal frá nýráðnum þjálfara liðsins, TommyHanson. Hann segist hafa heyrt um mig og hafi áhuga á að fá mig. Hann bað mig um að senda sér klippur af mér, eitthvað úr leikjum ef ég ætti. Ég gerði það og svo fékk ég póst á föstudaginn. Þá var hann búinn að taka annan fund með HlyniBæringssyni sem var búinn að selja þjálfaranum hugmyndina þannig að þeir sendu mér bara samning. Ég fékk nokkra til að lesa hann yfir með mér en svo leist mér bara svo svakalega vel á þetta,“ segir Ragnar.Báðir toppmenn Þessi ljúfi risi átti frábært tímabil með Þór í vetur, en hann var í fyrsta skipti lykilmaður í sterku liði í efstu deild. Hann skoraði að meðaltali 15,4 stig í leik í deildarkeppninni og tók 12,9 fráköst. Þórsliðið komst í úrslitakeppnina en tapaði fyrir Grindavík, 3-1, þar sem Ragnar hélt áfram að fara á kostum og skilaði að meðaltali 14,25 stigum og 14,5 fráköstum í leik. Eðlilega var hann farinn að láta sig dreyma um atvinnumennsku. „Það var auðvitað hugsunin en mig langaði líka að taka annað tímabil með Þór og horfa á strákana þar vaxa. En þetta var bara of gott til að sleppa,“ segir Ragnar, sem hlakkar til að spila með Íslendingunum í Sundsvall, Hlyni Bæringssyni og Jakobi Erni Sigurðarsyni. „Ég kynntist þeim aðeins í landsliðinu í fyrra. Þetta eru báðir toppmenn og þeir munu án efa hjálpa mér mikið, jafnvel meira en þjálfarinn, og kenna mér á evrópskan körfubolta. Vonandi kemur Ægir Þór Steinarsson bara aftur og við verðum fjórir þarna. Það yrði draumur í dós.“Landsliðið kveikti neistann Ragnar hefur átt mikilli velgengni að fagna síðustu 12-14 mánuði eða svo en hann var með íslenska landsliðinu í spennandi verkefnum síðasta sumar og átti svo þetta flotta tímabil í Dominos-deildinni í vetur. Hverju er að þakka? „Um leið og ég fann bragðið af landsliðinu langaði mig bara að verða betri. En það er svo mörgum að þakka. BenediktGuðmundsson gefur mér það traust hjá Þór að byrja í „fimmunni“ hjá úrvalsdeildarliði en ég var að koma úr 1. deildinni. Það hjálpaði mikið að fá þetta traust frá manni sem ég tel besta þjálfara íslands. Svo tók BaldurÞórRagnarsson líkamann á mér í gegn. Hann kenndi mér að lyfta og lenda eftir hopp. Landsliðsþjálfararnir Peter og Arnar hjálpuðu mér líka mikið síðasta sumar,“ segir Ragnar. Talandi um landsliðið. Þá verður Ragnar hluti af liðinu í sumar sem mætir Bosníu og Bretlandi í undankeppni EM 2015. „Ég er alveg gríðarlega spenntur fyrir því verkefni og vonandi fæ ég bara stærra hlutverk en í fyrra. Ég hef fulla trú á að við getum strítt þessum liðum og jafnvel unnið þau,“ segir Ragnar.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ragnar samdi við Sundsvall Dragons Ragnar Nathanaelsson verður fjórði Íslendingurinn í röðum Íslendingaliðsins Sundsvall Dragons í Svíþjóð en hann gekk frá samningi við liðið í kvöld. 28. apríl 2014 22:49 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Sjá meira
Ragnar samdi við Sundsvall Dragons Ragnar Nathanaelsson verður fjórði Íslendingurinn í röðum Íslendingaliðsins Sundsvall Dragons í Svíþjóð en hann gekk frá samningi við liðið í kvöld. 28. apríl 2014 22:49
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti