Landsliðið kveikti neistann hjá Ragnari Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. apríl 2014 08:00 Ragnar Nathanaelsson er orðinn atvinnumaður. Vísir/Valli „Ég er auðvitað alveg gríðarlega spenntur. Það er ekkert annað hægt,“ segir RagnarNathanaelsson, hinn 218 cm hái miðherji íslenska landsliðsins í körfubolta, í samtali við Fréttablaðið um væntanleg vistaskipti sín til Svíþjóðar. Ragnar gekk á mánudaginn frá eins árs samningi við sænska úrvalsdeildarliðið Sundsvall Dragons en hlutirnir gerðust hratt. Fyrst var haft samband við hann á fimmtudaginn í síðustu viku. „Þá fékk ég símtal frá nýráðnum þjálfara liðsins, TommyHanson. Hann segist hafa heyrt um mig og hafi áhuga á að fá mig. Hann bað mig um að senda sér klippur af mér, eitthvað úr leikjum ef ég ætti. Ég gerði það og svo fékk ég póst á föstudaginn. Þá var hann búinn að taka annan fund með HlyniBæringssyni sem var búinn að selja þjálfaranum hugmyndina þannig að þeir sendu mér bara samning. Ég fékk nokkra til að lesa hann yfir með mér en svo leist mér bara svo svakalega vel á þetta,“ segir Ragnar.Báðir toppmenn Þessi ljúfi risi átti frábært tímabil með Þór í vetur, en hann var í fyrsta skipti lykilmaður í sterku liði í efstu deild. Hann skoraði að meðaltali 15,4 stig í leik í deildarkeppninni og tók 12,9 fráköst. Þórsliðið komst í úrslitakeppnina en tapaði fyrir Grindavík, 3-1, þar sem Ragnar hélt áfram að fara á kostum og skilaði að meðaltali 14,25 stigum og 14,5 fráköstum í leik. Eðlilega var hann farinn að láta sig dreyma um atvinnumennsku. „Það var auðvitað hugsunin en mig langaði líka að taka annað tímabil með Þór og horfa á strákana þar vaxa. En þetta var bara of gott til að sleppa,“ segir Ragnar, sem hlakkar til að spila með Íslendingunum í Sundsvall, Hlyni Bæringssyni og Jakobi Erni Sigurðarsyni. „Ég kynntist þeim aðeins í landsliðinu í fyrra. Þetta eru báðir toppmenn og þeir munu án efa hjálpa mér mikið, jafnvel meira en þjálfarinn, og kenna mér á evrópskan körfubolta. Vonandi kemur Ægir Þór Steinarsson bara aftur og við verðum fjórir þarna. Það yrði draumur í dós.“Landsliðið kveikti neistann Ragnar hefur átt mikilli velgengni að fagna síðustu 12-14 mánuði eða svo en hann var með íslenska landsliðinu í spennandi verkefnum síðasta sumar og átti svo þetta flotta tímabil í Dominos-deildinni í vetur. Hverju er að þakka? „Um leið og ég fann bragðið af landsliðinu langaði mig bara að verða betri. En það er svo mörgum að þakka. BenediktGuðmundsson gefur mér það traust hjá Þór að byrja í „fimmunni“ hjá úrvalsdeildarliði en ég var að koma úr 1. deildinni. Það hjálpaði mikið að fá þetta traust frá manni sem ég tel besta þjálfara íslands. Svo tók BaldurÞórRagnarsson líkamann á mér í gegn. Hann kenndi mér að lyfta og lenda eftir hopp. Landsliðsþjálfararnir Peter og Arnar hjálpuðu mér líka mikið síðasta sumar,“ segir Ragnar. Talandi um landsliðið. Þá verður Ragnar hluti af liðinu í sumar sem mætir Bosníu og Bretlandi í undankeppni EM 2015. „Ég er alveg gríðarlega spenntur fyrir því verkefni og vonandi fæ ég bara stærra hlutverk en í fyrra. Ég hef fulla trú á að við getum strítt þessum liðum og jafnvel unnið þau,“ segir Ragnar. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ragnar samdi við Sundsvall Dragons Ragnar Nathanaelsson verður fjórði Íslendingurinn í röðum Íslendingaliðsins Sundsvall Dragons í Svíþjóð en hann gekk frá samningi við liðið í kvöld. 28. apríl 2014 22:49 Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira
„Ég er auðvitað alveg gríðarlega spenntur. Það er ekkert annað hægt,“ segir RagnarNathanaelsson, hinn 218 cm hái miðherji íslenska landsliðsins í körfubolta, í samtali við Fréttablaðið um væntanleg vistaskipti sín til Svíþjóðar. Ragnar gekk á mánudaginn frá eins árs samningi við sænska úrvalsdeildarliðið Sundsvall Dragons en hlutirnir gerðust hratt. Fyrst var haft samband við hann á fimmtudaginn í síðustu viku. „Þá fékk ég símtal frá nýráðnum þjálfara liðsins, TommyHanson. Hann segist hafa heyrt um mig og hafi áhuga á að fá mig. Hann bað mig um að senda sér klippur af mér, eitthvað úr leikjum ef ég ætti. Ég gerði það og svo fékk ég póst á föstudaginn. Þá var hann búinn að taka annan fund með HlyniBæringssyni sem var búinn að selja þjálfaranum hugmyndina þannig að þeir sendu mér bara samning. Ég fékk nokkra til að lesa hann yfir með mér en svo leist mér bara svo svakalega vel á þetta,“ segir Ragnar.Báðir toppmenn Þessi ljúfi risi átti frábært tímabil með Þór í vetur, en hann var í fyrsta skipti lykilmaður í sterku liði í efstu deild. Hann skoraði að meðaltali 15,4 stig í leik í deildarkeppninni og tók 12,9 fráköst. Þórsliðið komst í úrslitakeppnina en tapaði fyrir Grindavík, 3-1, þar sem Ragnar hélt áfram að fara á kostum og skilaði að meðaltali 14,25 stigum og 14,5 fráköstum í leik. Eðlilega var hann farinn að láta sig dreyma um atvinnumennsku. „Það var auðvitað hugsunin en mig langaði líka að taka annað tímabil með Þór og horfa á strákana þar vaxa. En þetta var bara of gott til að sleppa,“ segir Ragnar, sem hlakkar til að spila með Íslendingunum í Sundsvall, Hlyni Bæringssyni og Jakobi Erni Sigurðarsyni. „Ég kynntist þeim aðeins í landsliðinu í fyrra. Þetta eru báðir toppmenn og þeir munu án efa hjálpa mér mikið, jafnvel meira en þjálfarinn, og kenna mér á evrópskan körfubolta. Vonandi kemur Ægir Þór Steinarsson bara aftur og við verðum fjórir þarna. Það yrði draumur í dós.“Landsliðið kveikti neistann Ragnar hefur átt mikilli velgengni að fagna síðustu 12-14 mánuði eða svo en hann var með íslenska landsliðinu í spennandi verkefnum síðasta sumar og átti svo þetta flotta tímabil í Dominos-deildinni í vetur. Hverju er að þakka? „Um leið og ég fann bragðið af landsliðinu langaði mig bara að verða betri. En það er svo mörgum að þakka. BenediktGuðmundsson gefur mér það traust hjá Þór að byrja í „fimmunni“ hjá úrvalsdeildarliði en ég var að koma úr 1. deildinni. Það hjálpaði mikið að fá þetta traust frá manni sem ég tel besta þjálfara íslands. Svo tók BaldurÞórRagnarsson líkamann á mér í gegn. Hann kenndi mér að lyfta og lenda eftir hopp. Landsliðsþjálfararnir Peter og Arnar hjálpuðu mér líka mikið síðasta sumar,“ segir Ragnar. Talandi um landsliðið. Þá verður Ragnar hluti af liðinu í sumar sem mætir Bosníu og Bretlandi í undankeppni EM 2015. „Ég er alveg gríðarlega spenntur fyrir því verkefni og vonandi fæ ég bara stærra hlutverk en í fyrra. Ég hef fulla trú á að við getum strítt þessum liðum og jafnvel unnið þau,“ segir Ragnar.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ragnar samdi við Sundsvall Dragons Ragnar Nathanaelsson verður fjórði Íslendingurinn í röðum Íslendingaliðsins Sundsvall Dragons í Svíþjóð en hann gekk frá samningi við liðið í kvöld. 28. apríl 2014 22:49 Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Fleiri fréttir Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Sjá meira
Ragnar samdi við Sundsvall Dragons Ragnar Nathanaelsson verður fjórði Íslendingurinn í röðum Íslendingaliðsins Sundsvall Dragons í Svíþjóð en hann gekk frá samningi við liðið í kvöld. 28. apríl 2014 22:49