Fleiri fréttir

Norðmenn lækka miðaverðið á landsleikina

Norska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að lækka miðaverðið á leiki karlalandsliðsins á þessu ári en allir heimaleikir Norðmanna fara fram á Ullevaal-leikvanginum í Osló. Þetta kemur fram í norska Dagblaðinu.

Höness gæti fengið fangelsisdóm

Réttarhöldin yfir Uli Höness, forseta Bayern München, hófust í dag en hann er sakaður um skattalagabrot. Þýsk skattayfirvöld segja að Höness skuldi þeim 550 milljónir króna.

Guðlaugur Victor fær ekki að spila á móti Alfreð

Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður NEC Nijmegen í hollensku úrvalsdeildinni, var í dag dæmdur í tveggja leikja bann af aganefnd hollensku deildarinnar fyrir rauða spjaldið sem hann fékk um helgina.

Enginn leikur í Hólminum í kvöld

Lokaumferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta fer ekki öll fram í kvöld eins og áætlað var því mótanefnd KKÍ hefur ákveðið að fresta einum leik vegna slæms veðurs.

Ögraði nauti í Batman-búningi | Myndband

Miðjumaður Real Madrid, Asier Illaramendi, hefur þurft að biðjast afsökunar á mjög undarlegu háttalagi sínu á dögunum. Þá stökk fyrir framan naut í Batman-búningi.

Giroud tjáir sig í fyrsta skipti um framhjáhaldið

Hinn franski framherji Arsenal, Olivier Giroud, hefur verið mikið á milli tannanna á fólki eftir að upp komst um framhjáhald hans á liðshóteli Arsenal daginn fyrir leik gegn Crystal Palace.

Guardiola ósáttur eftir 6-1 sigur

Bayern München er á mikilli siglingu undir stjórn Spánverjans Pep Guardiola. 6-1 sigur liðsins á Wolfsburg var þó ekki nóg til þess að gleðja Guardiola.

Byrjunarlið Íslands gegn Kína

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar gegn liði Kína á Algarve-mótinu í dag. Þetta er þriðji leikur Íslands á mótinu.

Gunnar: Margir Írar halda að ég sé írskur

Nafn Gunnars Nelson er enn þekktara í heimi blandaðra bardagalista eftir glæstan sigur hans á Omari Akhmedov í UFC-bardagadeildinni í Lundúnum um helgina. Gunnar vann á hengingu strax í fyrstu lotu.

Öxlin verður aldrei eins og ný

Hannes Jón Jónsson var á leikskýrslu um helgina í fyrsta sinn síðan hann gekkst undir tvær aðgerðir á öxl í desember vegna alvarlegrar sýkingar. Hann óttaðist fyrst um sinn að ferlinum væri lokið en endurhæfingin hefur gengið vel.

Þær kínversku eru sterkar

Ísland mætir Kína í hreinum úrslitaleik um annað sæti A-riðils á Algarve-mótinu í Portúgal. Bæði lið eru með þrjú stig en stelpurnar okkar eru með lakara markahlutfall og þurfa því á sigri að halda til að komast í bronsleik mótsins.

SA tryggði sér titilinn

Skautafélag Akureyrar varð Íslandsmeistari í íshokkí kvenna eftir sigur á Birninum.

Rúrik og Ari byrjuðu báðir

Ari Freyr Skúlason og Rúrik Gíslason voru báðir í byrjunarliðinu þegar lið þeirra, OB og FC Kaupmannahöfn, leiddu saman hesta sína í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Aron með fjögur mörk í sigri Kiel

Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson voru báðir í eldlínunni er Kiel endurheimti þriggja stiga forystu á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Aron bikarmeistari í Danmörku

KIF Kolding, lið Arons Kristjánssonar, varð í dag danskur bikarmeistari í handbolta eftir sigur á Bjerringbro/Silkeborg í úrslitaleik.

Kolbeinn spilaði hálftíma í jafnteflisleik

Landsliðsframherjinn Kolbeinn Sigþórsson kom inn á sem varamaður eftir klukkutíma leik þegar Ajax gerði jafntefli við Cambuur á heimavelli sínum, Amsterdam Arena.

Arsenal mætir City eða Wigan

Dregið hefur verið í undanúrslit ensku bikarkeppninnar og ljóst að Arsenal mætir sigurvegaranum í leik Manchester City og Wigan.

Sætur sigur drekanna

Sundsvall gerði góða ferð til Borås í sænsku úrvalsdeildinni í dag og vann þrettán stiga sigur, 74-61.

Vonir Fylkis enn á lífi

Fylkir vann mikilvægan sigur á KA/Þór á Akureyri, 25-22, í Olísdeild kvenna í dag.

Gunnar á sér ekki óskamótherja

Gunnar Nelson sigraði Omari Akhmedov sannfærandi í London í gærkvöldi. Hann veitti Vísi viðtal frá hótelherbergi sínu í London.

Sjá næstu 50 fréttir