Körfubolti

Enginn leikur í Hólminum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eva Margrét Kristjánsdóttir og félagar í Snæfell spila lokaleik sinn í deildinni ekki fyrr en á morgun.
Eva Margrét Kristjánsdóttir og félagar í Snæfell spila lokaleik sinn í deildinni ekki fyrr en á morgun. Vísir/Daníel
Lokaumferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta fer ekki öll fram í kvöld eins og áætlað var því mótanefnd KKÍ hefur ákveðið að fresta einum leik vegna slæms veðurs.

Leikur deildarmeistara Snæfells og Íslandsmeistara Keflavíkur sem átti að fara fram í Stykkishólmi í kvöld fer ekki fram fyrr en annað kvöld.

Mikið rok er nú á Snæfellsnesinu sem og á öllu suðvesturlandi og því er ekkert ferðaveður í Hólminn í kvöld.

Þrír aðrir leikir fara hinsvegar fram í kvöld og þar ætla bikarmeistarar Hauka að skella sér yfir Hellisheiðina og mæta Hamri í Hveragerði.

Njarðvík tekur á móti Val í Ljónagryfjunni í Njarðvík og KR-konur fá Grindavík í heimsókn í DHL-höllina í Vesturbæ. Allir þrír leikirnir hefjast klukkan 19.15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×