Fleiri fréttir

B5 ekki lengur að trufla metnaðarfulla blakmenn

Alexander Stefánsson og Ingólfur Hilmar Guðjónsson hafa sett stefnuna í sænsku úrvalsdeildina í blaki með liði sínu Gautaborg United. Vísir settist niður með þeim félögum ræddi gang mála hjá 1. deildar félaginu sem vann sér rétt til að leika í Alsvenskunni fyrir áramót.

Blount fór illa með Luck og félaga

New England Patriots og Seattle Seahawks tryggðu sér sæti í úrslitaleikjum sinna deilda í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í nótt.

Króatar dæma leik Íslands og Noregs

Það liggur fyrir hverjir munu dæma leik Íslands og Noregs í dag. Það eru króatískir dómarar sem stýra umferðinni að þessu sinni.

Yfirleitt sömu mennirnir sem eru að væla

"Það er mjög gott stand á mér. Ég er í góðu formi og leikæfingu. Það þarf að skila því í varða bolta og góðar mínútur með landsliðinu," segir markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson.

Evrópufríið gæti hjálpað Liverpool

Luis Suarez telur að sú staðreynd að Liverpool tekur ekki þátt í Evrópukeppni þetta tímabilið gæti hjálpað liðinu að verða enskur meistari í vor.

Fletcher: Leikmenn styðja Moyes

Darren Fletcher segir ekkert hæft í þeim fregnum að David Moyes, stjóri Manchester United, sé búinn að "tapa klefanum“ eins og stundum er sagt.

Þórir: Við erum hvergi smeykir

Hornamaðurinn knái Þórir Ólafsson hefur, líkt og fleiri í landsliðinu, verið að glíma við meiðsli en er orðinn heill heilsu og spilar í dag.

Fyrsti úrvalsdeildarsigur Liverpool á Britannia

Liverpool lagði Stoke 5-3 á Britannia leikvanginum í Stoke í dag. Fyrsti sigur Liverpool gegn Stoke á útivelli í úrvalsdeildinni því staðreynd eftir mikla eyðurmerkurgöngu.

City marði Newcastle

Manchester City er komið á topp ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 2-0 sigur á Newcastle á útivelli í dag. Dzeko skoraði eina mark leiksins á 8. mínútu. Að því er virtist löglegt mark var dæmt af Newcastle í fyrri hálfleik.

Ragnar: Ég einbeiti mér bara að fótboltanum

Ragnar Sigurðsson segist lítið spá í áhuga félags frá Rússlandi á sér. Úrvalsdeildarliðið Krasnodar er sagt reiðubúið að borga 800 milljónir króna fyrir íslenska landsliðsmanninn.

Þetta verður sannkallað stríð

Varnartröllið brosmilda, Sverre Andreas Jakobsson, er væntanlega að taka þátt í sínu síðasta stórmóti. Hann hefur þó ekki tekið endanlega ákvörðun um að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið.

Góð dorgveiði fyrir norðan

Þeir sem eru óþreyjufullir og geta ekki beðið eftir vorkomu og fyrsta veiðitúrnum þurfa ekkert að bíða eftir neinu því það er alveg hægt að veiða þrátt fyrir vetrarríki um allt land.

Ekki komnir áfram þó svo við vinnum Norðmenn

"Ég kann mjög vel við mig í Danmörku. Alltaf þegar ég lendi í Kaupmannahöfn kemur svona tilfinning að ég sé komin heim rétt eins og í Keflavík," sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson. Hann var lengi búsettur í Danmörku og þjálfaði þar meðal annars lið Skjern á sínum tíma.

Ólafur utan hóps á morgun

Ólafur Andrés Guðmundsson verður svokallaði sautjándi maðurinn í íslenska landsliðinu en Aron Kristjánsson tilkynnti sextán manna lokahóp sinn fyrir EM í dag.

Öruggt hjá Anítu í dag

Aníta Hinriksdóttir vann öruggan sigur í 800 m hlaupi í síum aldursflokki á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum fyrir 15-22 ára.

Annar Norðmaður til Cardiff

Cardiff hefur gengið frá kaupum á Mats Möller Dæhli frá norska liðinu Molde, eins og búast mátti við.

Mikilvæg stiga hjá Kára

Rotherham vann mikilvægan 4-2 sigur á Crewe í ensku C-deildinni í dag en liðið er í hópi þeirra lið sem eru í baráttu um sæti í B-deildinni.

Öruggt hjá Snæfelli

Snæfell styrkti stöðu sína á toppi Domino's-deildar kvenna með þrettán stiga sigri á Hamri, 71-58, í Stykkishólmi í dag.

Hallbera byrjaði í toppslag

Hallbera Guðný Gísladóttir var í byrjunarliði ítalska liðsins Torres í fyrsta sinn á tímabilinu er liðið tapaði fyrir Brescia á heimavelli, 3-1.

McGeady kominn aftur til Bretlands

Everton tilkynnti í dag að félagið hefði keypt írska landsliðsmanninn Aiden McGeady frá Spartak Moskvu í Rússlandi.

Versta víti tímabilsins? | Myndband

Jason Puncheon, leikmaður nýliða Crystal Palace, tók hreint út sagt hörmulega vítaspyrnu í leik liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Myndasyrpa frá æfingu landsliðsins í Álaborg

Strákarnir okkar komu til Álaborgar í gærkvöldi og æfðu í keppnishöllinni, Gigantium, í dag. Það verður eina æfing liðsins fyrir leikinn gegn Norðmönnum sem hefst klukkan 15.00 á morgun.

Gylfi Þór klár í næsta leik

Ákveðið var að gefa Gylfa Þór Sigurðssyni frí frá leik Tottenham gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Robbi öfundar mig af gráa hárinu

Það var létt yfir herbergisfélögunum Snorra Steini Guðjónssyni og Róberti Gunnarssyni eftir æfingu landsliðsins í Gigantium-höllinni í Álaborg í dag. Róbert gerði sitt besta til þess að trufla blaðamann í viðtalinu og skaut sér inn í viðtalið en vildi þó ekki vera með.

Guðjón Valur spilar á morgun

"Ég geri sömu kröfur til mín fyrir alla leiki á meðan ég er í búningi. Það eru engar afsakanir og ekkert væl," segir Guðjón Valur Sigurðsson en hann tók þátt af fullum krafti á æfingu landsliðsins í dag.

Arnór: Nú get ég farið að einbeita mér að leiknum

"Ég er flottur. Annars væri ég ekkert hérna. Ég er klár í leikinn á morgun," segir skyttan Arnór Atlason. Hann hefur náð fullri heilsu sem eru afar góð tíðindi fyrir íslenska landsliðið sem spilar sinn fyrsta leik á EM á morgun.

Jelavic á leið til Hull

Everton og Hull hafa komist að samkomulagi um kaup síðarnefnda félagsins á Króatanum Nikica Jelavic.

Kjelling er klár í slaginn

Það er mikill styrkur fyrir Norðmenn að þeirra helsta stjarna, Kristian Kjelling, er búinn að jafna sig af meiðslum og ætti að geta beitt sér að fullu.

Norðmenn með móttöku í Álaborg

Norðmenn treysta á mikinn stuðning í leiknum gegn Íslandi á morgun. Ekki bara frá Norðmönnum heldur einnig frá fólkinu í Álaborg.

Markalaust í toppslagnum

Ekkert mark var skorað í uppgjöri Atletico Madrid og Barcelona, tveggja efstu liðanna í spænsku úrvalsdeildinni, í kvöld.

Tap í fyrsta deildarleik Solskjær

Ole Gunnar Solskjær fékk ekki þá draumabyrjun á stjóraferli sínum í ensku úrvalsdeildinni sem hann hafði óskað sér.

Þriðji sigur Tottenham í röð

Tottenham lenti ekki í teljandi vandræðum með botnlið Crystal Palace í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Sjá næstu 50 fréttir