Fleiri fréttir

Kolbeinn innsiglaði bikarsigur Ajax

Kolbeinn Sigþórsson skoraði fjórða og síðasta mark Ajax í kvöld þegar liðið sló d-deildarliðið ASWH úr úr 32 liða úrslitum hollenska bikarsins. Ajax vann leikinn 4-1.

Hvaðan kom hetja Keflvíkinga í gær?

Gunnar Ólafsson, tvítugur körfuboltamaður uppalinn í Fjölni, sló heldur betur í gegn í gær þegar hann tryggði Keflavík 88-85 sigur á Njarðvík í frábærum Reykjanesbæjarslag í Domnios-deild karla í körfubolta.

Ancelotti segir Blatter hafa sýnt Ronaldo óvirðingu

Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, er ekki ánægður með ummælin sem Sepp Blatter, forseta FIFA, lét falla á döðgunum um Cristiano Ronaldo. Blattar var þá meðal annars að tjá sig um framkomu Ronaldo inn á vellinum.

Rólegt hjá Rúrik í storminum | Myndband

Knattspyrnumaðurinn Rúrik Gíslason hefur það náðugt í Kaupmannahöfn en mikið óveður hefur verið bæði í Danmörku og Svíþjóð síðustu daga.

KSÍ afturkallar miðakaup

"Ég hef fengið ábendingar um að einhverjir hafi keypt óeðlilega mikið af miðum og séu að selja þá á öðrum miðlum,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri Knattspyrnusambands Íslands.

Yfirlýsing frá KSÍ: 5000 miðar voru í boði fyrir almenning

Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segir að íslensk fyrirtæki hafi sóst eftir mörg þúsund miðum á landsleik Íslands og Króatíu í umspili um laust sæti á HM í Brasilíu. Hann biðst afsökunar á því hvernig staðið var að miðasölunni.

Brjálað að gera í símanum hjá fórnarlambi miðasöluhrekks

"Ég fékk enga miða á leikinn og setti því ekki inn auglýsingu um að ég ætti miða til sölu,“ segir Stefán Þór Helgason, verkefnastjóri hjá Klak Innovit. Óprúttinn aðili auglýsti miða á leik Íslands og Krótatíu til sölu í hans nafni.

Fékk rangar upplýsingar um hvenær miðasala hæfist

"Ég hringdi í Mida.is í gær og maðurinn sagði mér að miðasala myndi byrja í fyrsta lagi klukkan 10 eða þá klukkan 12,“ segir Sigmundur Einar Jónsson, grjótharður stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Næturmiðarnir komnir á Bland

Miðar ganga nú þegar kaupum og sölum á leik Íslands og Króatíu. Á síðunni bland.is má sjá þó nokkrar auglýsingar þar sem óskað er eftir miðum en einnig hafa miðar verið boðnir til sölu.

Guðmundur Steinn í Fram

Guðmundur Steinn Hafsteinsson hefur gert tveggja ára samning við Fram en hann hefur leikið með Víking Ólafsvík síðustu tvö tímabil.

Tuttugu stiga menn blómstra í hverju horni

Íslenskir körfuboltamenn hafa verið áberandi í stigaskori í fyrstu umferðum Dominos-deildar karla í körfu og 21 þeirra hefur rofið tuttugu stiga múrinn.

LeBron James meðal fólksins í Miami í nýrri auglýsingu

NBA-deildin hefst annað kvöld með þremur leikjum og margir bíða spenntir eftir því þegar Chicago Bulls heimsækir NBA-meistara Miami Heat. LeBron James, besti leikmaður deildarinnar, er klár í slaginn og ætlar sér þriðja titilinn í röð.

Svakaleg sigurkarfa Gunnars í Ljónagryfjunni í kvöld

Gunnar Ólafsson var hetja Keflvíkinga í Ljónagryfjunni í kvöld þegar hann skoraði sigurkörfuna í 88-85 sigri á erkifjendunum í Njarðvík. Gunnar setti þá niður þriggja stiga körfu í horninu fyrir framan stuðningsmenn Njarðvíkur þegar aðeins 0,6 sekúndur voru eftir af leiknum.

Benayoun svaraði ekki Redknapp

Harry Redknapp, knattspyrnustjóri QPR, leitar ýmissa leiða til þess að styrkja liðið sitt fyrir átökin í ensku b-deildinni en honum virðist þó ekki ætla að takast að plata Yossi Benayoun aftur í enska boltann.

Moyes: Zaha hefur ekki gert neitt rangt

David Moyes, knattspyrnustjóri Manchester United, leyfir væntanlega Wilfried Zaha að fara á láni í janúar en þessi fyrrum leikmaður Crystal Palace hefur ekki fengið að spila eina einustu mínútu í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Nárinn hans Flamini þarf meiri hvíld

Mathieu Flamini, miðjumaður Arsenal, verður ekki leikfær á næstunni samkvæmt fréttum í enskum miðlum. Franski landsliðsmaðurinn þarf að hvíla í tvær til þrjár vikur til að jafna sig af nárameiðslinum sem hann varð fyrir um helgina.

Jón Arnór valinn í lið umferðarinnar

Jón Arnór Stefánsson er í liði umferðarinnar í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta en hann átti frábæran leik þegar lið hans CAI Zaragoza vann 86-82 útisigur á Río Natura Monbús í gær.

Totti verður klár um miðjan nóvember

Ítalski framherjinn Francesco Totti tognaði illa aftan í læri í leik með Roma gegn Napoli í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er enn frá vegna þeirra meiðsla.

Ricardo Vaz Te fór úr axlalið gegn Swansea

Ricardo Vaz Te, leikmaður West Ham United, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verður frá keppni næstu vikurnar en hann fór úr axlalið í leik gegn Swansea í gær.

Stelpurnar komnar til Serbíu - myndir

Það voru fagnaðarfundir þegar leikmenn íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta hittust á flugvellinum í höfuðborg Serbíu í dag en liðið er að koma saman fyrir annan leik sinn í undankeppni HM 2015.

Sjá næstu 50 fréttir