Fleiri fréttir

Tíu þjóðir eiga leikmann í Víkingi

Víkingar úr Ólafsvík hafa samið við spænska varnarmanninn Kiko Insa og króatíska varnarmanninn Mate Jujilo sem báðir verða löglegir fyrir leikinn á móti Keflavík í Pepsi-deildinni í kvöld.

Versta byrjun nýliða í hálfa öld

Nýliðar Þórs og Víkings frá Ólafsvík eru enn stigalausir að loknum fyrstu tveimur umferðunum í Pepsi-deild karla en það er í fyrsta sinn síðan 1963 sem það gerist í efstu deild. Þriðja umferðin fer öll fram í kvöld.

Vildi gefa Kínverjunum séns

Guðmundur Stephensen gaf hvorki kost á sér í íslenska landsliðið á HM í París né Smáþjóðaleikana sem fram fara í lok mánaðar. Borðtenniskappinn þrítugi, sem varð á dögunum hollenskur meistari með liði sínu Taverzo, er ekki tilbúinn að fórna öllu sumarfríi

Golfvertíðin hefst um helgina

Í vikunni var undirritað samkomulag á milli Golfsambands Íslands og Íslandsbanka um barna- og unglingastarf sambandsins í sumar.

Loeb: Kubica getur gert betur en Raikkönen

Sebastien Loeb, nífaldur heimsmeistari í rallý, segir Pólverjan Robert Kubica geta náð mun betri árangri í rallý en finnanum Kimi Raikkönen tókst. Kubica getur jafnvel barist um titilinn í heimsmeistararallinu.

Breyta Valsmenn hefðinni?

Valsmenn eru með sex stig (fullt hús) í Pepsi-deild karla og það þrátt fyrir að hafa einir liða í deildinni ekki spilað heimaleik í fyrstu tveimur umferðunum. Þetta er þriðja sumarið í röð þar sem Valsmenn eru með fullt hús á þessum tíma en í hin tvö skiptin hefur liðið ekki náð að fylgja þessum sigrum eftir og tapað leikjum sínum í 3. og 4. umferð.

Chelsea-menn fögnuðu vel sigrinum í Evrópudeildinni

Chelsea varð í kvöld fyrsta enska liðið til að vinna Evrópudeildina síðan að keppnin var endurskírð 2009 og fyrsta enska liðið í tólf ár til að þess að vinna UEFA-bikarinn eða síðan að Liverpool vann gömlu Evrópukeppni félagsliða árið 2001.

Skoraði af 65 metra færi

Túnisinn Saber Khelifa skoraði sannkallað draumamark fyrir lið sitt, Evian, í frönsku úrvalsdeildinni.

Bjóðast til að spila leikinn aftur

Forráðamenn kvennaliðs Olympique Lyon hafa boðist til þess að spila aftur undanúrslitaleik Lyon og Montpellier í franska bikarnum en Lyon vann leikinn í vítakeppni. Ein vítaspyrna leikmanna Montpellier í vítakeppninni var ranglega dæmd ógild.

Oddur og Oddur sömdu við Val

Nýliðar Vals hafa styrkt sig með tveimur leikmönnum fyrir komandi tímabil í Dominos-deild karla í körfubolta en það eru þeir Oddur Birnir Pétursson og Oddur Ólafsson. Þetta kom fyrst fram á karfan.is í kvöld.

Biðjast afsökunar vegna fréttarinnar um Rooney

Vefmiðillinn sportsdirectnews.com hefur dregið til baka þá frétt sína að Newcastle hafi gert tilboð í Wayne Rooney, leikmann Manchester United. Vefsíðan baðst afsökunar á því að hafa farið með þessa frétt í loftið.

Balotelli labbar útaf næst

Mario Balotelli, framherji AC Milan, hefur ítrekað verið fórnarlamb kynþáttafordóma hjá stuðningsmönnum andstæðinganna síðan að hann snéri aftur til Ítalíu í janúarglugganum. Þetta gerðist síðast á móti Roma á sunnudagskvöldið þar sem þurfti að gera hlé á leiknum til þess að fá stuðningsmenn Roma til að hætta níðsöngvunum um Balotelli og Kevin Prince-Boateng.

Branislav Ivanovic skellti sér upp á markslána

Branislav Ivanovic var hetja Chelsea í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Amsterdam í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið með stórglæsilegum skalla á þriðju mínútu í uppbótartíma. Chelsea er því Evrópumeistari annað árið í röð því liðið vann Meistaradeildina í fyrra.

Lampard: Enginn á þetta meira skilið en Ivanovic

Frank Lampard, fyrirliði Chelsea, var kátur eftir 2-1 sigur á Benfica í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í kvöld. Chelsea er þar með handhafi beggja Evróputitlanna í fótboltanum því úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer ekki fram fyrr en seinna í þessum mánuði.

Varð fyrir bíl á göngu frá Seattle á HM 2014 í Brasilíu

42 ára gamall Bandaríkjamaður lét lífið þegar hann varð fyrir pallbíl um 400 kílómetra suður af Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Maðurinn ætlaði sér að ganga frá Seattle til Brasilíu eða um 16 þúsund kílómetra leið.

Aron klæddi hundinn sinn upp í tilefni titilsins

Aron Pálmarsson varð Þýskalandsmeistari í þriðja sinn með Kiel í gærkvöldi þegar liðið vann sannfærandi 31-25 sigur á Rhein-Neckar Löwen og Kiel búið að tryggja sér titilinn þrátt fyrir að liðið eigi þrjá deildarleiki eftir.

Sölvi í hóp hjá FCK

Sölvi Geir Ottesen hefur ekki fengið að spila með FCK síðan í haust en er í hópp fyrir leik liðsins gegn Randers á morgun.

Marklínutækni í handboltanum

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hyggst nota svokallaða marklínutækni á leikjum í úrslitahelgi EHF-bikarsins um helgina.

Arnar Már lánaður til Ólafsvíkur

Víkingur Ólafsvík hefur fengið sóknarmanninn Arnar Má Björgvinsson lánaðan frá Breiðabliki. Lokað verður fyrir félagaskipti á Íslandi í lok dagsins.

Grosswallstadt fékk ekki keppnisleyfi

Þýska úrvalsdeildarfélagið Grosswallstadt, lið Sverre Jakobssonar og Rúnars Kárasonar, fékk ekki úthlutað keppnisleyfi fyrir næsta tímabil.

Við æfðum ekki vítaspyrnur sérstaklega

Frank Lampard, sem verður fyrirliði Chelsea í úrslitaleiknum gegn Benfica í Evrópudeild UEFA í kvöld, segir að liði hafi ekki æft vítaspyrnur sérstaklega.

Rekinn eftir 40 ára starf

Thomas Schaaf, stjóri þýska liðsins Werder Bremen, var látinn taka poka sinn eftir rúmlega 40 ára samfellt starf fyrir félagið.

Ivanovic skoraði sigurmark Chelsea í blálokin

Amsterdam verður máluð blá í kvöld eftir að Chelsea tryggði sér sigur í Evrópudeildinni með 2-1 sigri á léttleikandi liði Benfica frá Portúgal. Branislav Ivanovic tryggði Chelsea sigur með marki á þriðju mínútu í viðbótartíma.

Grunaður um nauðgun

Loic Remy, framherji enska úrvalsdeildarliðisns QPR, hefur verið handtekinn vegna gruns um nauðgun. BBC greinir frá þessu.

Aron hlaut yfirburðakosningu

Aron Pálmarsson var valinn leikmaður aprílmánaðar á heimasíðu þýsku meistaranna í THW Kiel.

Martinez þögull um framtíðina

Roberto Martinez vildi lítið segja um hvort hann yrði áfram hjá Wigan en liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í gær.

Sýnishorn úr myndinni um Örlyg Sturluson frumsýnt á Vísi í hádeginu

Í hádeginu frumsýnir Vísir fyrsta sýnishornið úr heimildarmyndinni Ölli sem fjallar um líf og leik körfuknattleiksmannsins Örlygs Arons Sturlusonar sem af flestum er talinn vera eitt mesta efni í sögu íslensks körfubolta. Örlygur Aron lést af slysförum fyrir 13 árum, þá 18 ára gamall.

Sjáðu mörkin sem felldu Wigan

Eins og ávallt má sjá samantektir úr öllum leikjum síðustu umferðar í ensku úrvalsdeildinni á Sjónvarpsvef Vísis.

Íslenskir liðsfélagar þýskir meistarar í fyrsta sinn í 35 ár

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel tryggðu sér í gær þýska meistaratitilinn í handbolta. Kiel vann sannfærandi sex marka sigur á Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans í Rhein-Neckar Löwen, 31-25, í uppgjöri tveggja efstu liða deildarinnar. Kiel er með fimm stiga forskot á Löwen sem er í 2. sæti en Löwen-liðið á aðeins tvo leiki eftir og getur því ekki náð Kiel.

Bayern hefur ekki áhuga á Rooney

Matthias Sammer, yfirmaður íþróttamála hjá Bayern München, segir að félagið hafi ekki áhuga á að semja við Wayne Rooney.

Rio hættur í enska landsliðinu

Rio Ferdinand hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa aftur kost á sér í enska landsliðið en hann spilaði alls 81 landsleik á ferlinum.

Fullyrt að Lampard verði áfram

Ensku blöðin halda því fram þennan morguninn að Frank Lampard hafi samþykkt að skrifa undir nýjan eins árs samning við Chelsea.

San Antonio náði forystunni á ný

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. San Antonio og Indiana unnu þá sigra á heimavelli.

Sjá næstu 50 fréttir