Fleiri fréttir

Man. Utd verður á heimavelli næstu vikurnar

Heima er best segir máltækið og undir það tekur Wayne Rooney, framherji Man. Utd. Hann vonast til þess að liðið geti nýtt sér í botn að spila næstu fjóra leiki sína á heimavelli.

Zola útilokar ekki að taka við Chelsea

Enskir fjölmiðlar velta upp ýmsum nöfnum þessa dagana sem gæti tekið við Chelsea-liðinu af Rafa Benitez í sumar og jafnvel fyrr. Virðast fyrrum leikmenn liðsins koma þar sterklega til greina.

Xavi missir af El Clásico á morgun

Xavi, miðjumaður Barcelona, verður ekki með liðinu á móti Real Madrid á morgun en liðin spila þá seinni deildarleik sinn í vetur aðeins nokkrum dögum eftir að Real Madrid sló Barca út úr spænska Konungsbikarnum.

Rodman og Kim Jong Un orðnir bestu vinir

Ferðalag körfuboltastjörnunnar einstöku til Norður-Kóreu hefur vakið heimsathygli. Þar hefur Rodman eytt tíma með hinum umdeilda leiðtoga landsins, Kim Jong Un. Þeir félagar sátu saman á körfuboltaleik þar sem leikmenn Harlem Globetrotters spiluðu með bestu körfuboltamönnum landsins.

Stewart var gapandi yfir leiguverði áa

Mikið er rætt um verð á veiðileyfum og leiguverð íslenskra veiðivatna. Þessi umræða er ekki ný af nálinni - síður en svo. Árið 1950 kom út fræg bók, Íslenskra veiðiár eftir Robert Neil Stewart, þar hann er þungt hugsi yfir verðlagningu á leigu íslenskra áa.

Kolbeinn Höður næstsíðastur

Kolbeinn Höður Gunnarsson frá UFA endaði í 20. og næstsíðasta sæti af þeim sem luku löglega keppni í 400 metra hlaupi á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum innanhúss sem hófst í dag í Gautaborg í Svíþjóð.

Balotelli spilar ekki um helgina

Framherjinn Mario Balotelli verður ekki með liði sínu, AC Milan, um helgina er liðið spilar gegn Lazio í ítölsku úrvalsdeildinni.

Fréttir af bardaga Gunnars fljótar að leka út

"Enn og aftur er Gunnar að fara eitt skref upp því Mike Pyle er þrettándi á heimslistanum og mjög sterkur andstæðingur," segir Haraldur Dean Nelson, umboðsmaður og faðir bardagakappans Gunnars Nelson.

Rodgers óttast ekki að missa Suarez

Það er mikið rætt þessa dagana hvort Liverpool muni takast að halda framherjanum Luis Suarez hjá félaginu. Hann hefur verið frábær í vetur og einhver stór félög munu eflaust reyna að kroppa í hann.

Giggs spilar með Man. Utd til fertugs

Hinn síungi leikmaður Man. Utd, Ryan Giggs, er ekki dauður úr öllum æðum eins og hann hefur sýnt í vetur. Hann er nú búinn að framlengja samning sinn við félagið út næstu leiktíð.

Benitez býst við að klára tímabilið

Rafa Benitez, stjóri Chelsea, lét gamminn geysa eftir bikarleik í vikunni og þar lýsti hann því yfir að hann myndi yfirgefa félagið í lok tímabilsins. Það sem meira er þá lét hann stuðningsmenn heyra það.

Kobe lamdi á Úlfunum

LA Lakers sýndi meiðslum hrjáðu liði Minnesota Timberwolves enga miskunn í leik liðanna í NBA-deildinni í nótt.

Blikar alltaf viljugir að selja

Breiðablik hefur selt níu leikmenn til atvinnumannaliða í Evrópu á undanförnum fjórum árum og þrír til viðbótar eru á leiðinni út. Um þúsund krakkar, sextán ára og yngri, eru að æfa með yngri flokkum félagsins.

Eins og fiðrildi upp Esjuna

Fjölskylda Anítu Hinriksdóttir vill passa upp á það að hún fái að þroskast eins og eðlilegur unglingur en þessi 17 ára stelpa keppir á sínu fyrsta stórmóti fullorðinna á Evrópumeistaramótinu í Gautaborg í dag. Frænka hennar, Martha Ernstsdóttir, var í söm

Guðbjörg fer til Algarve

Guðbjörg Gunnarsdóttir, landsliðsmarkvörður í fótbolta, mun fara með íslenska landsliðinu til Algarve í næstu viku en hún hefur verið að glíma við veikindi og lá á sjúkrahúsi í marga daga í síðustu viku.

Getur unnið tuttugasta árið í röð

Víkingurinn Guðmundur Eggert Stephensen getur náð sögulegum áfanga á Íslandsmótinu í borðtennis sem fer fram í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog um helgina.

Riðillinn klár hjá liði Helenu

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í slóvakíska félaginu Good Angels Kosice komust eins og kunnugt er í átta liða úrslitakeppni Euroleague á dögunum og nú er ljóst hvaða lið verða í riðli með Góðu englunum á úrslitahelginni.

Sjá næstu 50 fréttir