Fleiri fréttir

Maldonado refsað fyrir árekstur á æfingu

Möguleikar Pastor Maldonado á sigri í Mónakó-kappakstrinum í Formúlu 1 snarminnkuðu í morgun. Aganefndin ákvað að refsa Maldonado vegna áreksturs sem hann olli á lokaæfingunni í Mónakó í morgun.

Hitað upp fyrir Final Four | Myndir

Um 20 þúsund manns munu í dag troðfylla hina glæsilegu Lanxess-höll í Köln þegar undanúrslit Meistaradeildar Evrópu fara fram. Mikil stemning var fyrir utan höllina þar sem stuðningsmenn hituðu upp.

Óðinn og Stefanía stóðu sig best í Laugardalnum

Óðinn Björn Þorsteinsson, kúluvarpari úr FH, og hlaupakonan Stefanía Valdimarsdóttir úr Breiðabliki náðu bestum árangri keppenda á JJ-móti Ármanns í frjálsum íþróttum á Laugardalsvelli í gærkvöldi.

KR skoraði úr víti í sjöundu tilraun

Lið KR í Pepsi-deild kvenna beið lægri hlut í viðureign sinni gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar 3-1 í Garðabæ í gærkvöldi. Það var þó sárabót í tapinu að Vesturbæingum tókst loks að skora úr vítaspyrnu.

Ólafur: Kominn í mitt besta form

"Það er mjög sérstakt að vera kominn aftur til Kölnar,“ sagði Ólafur Stefánsson á blaðamannafundi fyrir úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu í Köln í gær.

Tvö lið af fjórum nýliðar

Füchse Berlin og AG frá Kaupmannahöfn eru bæði komin áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu en liðin eiga það sameiginlegt að vera á sínu fyrsta tímabili í keppni þeirra bestu.

Fyrstu handboltaleikirnir í þrívídd

Það verður engu til sparað í umfjöllun og umgjörð þegar að úrslitin ráðast í Meistaradeild Evrópu í handbolta um helgina. Úrslithelgin fer fram í Köln og verða undanúrslitaleikirnir háðir í dag. Bronsleikurinn og sjálfur úrslitaleikurinn fara svo fram á morgun.

Helgarviðtal: Flugan sat pikkföst í vörum eiginkonunnar

Hjálmar Árnason, framkvæmdarstjóri Keilis - miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs, er forfallinn veiðimaður. Hann steig sín fyrstu skref í veiðinni á bryggjunni í Klakksvík í Færeyjum. Hann lagði þó stöngina frá sér í smástund en veiddi maríulaxinn þegar hann var 25 ára.

Árni Már komst ekki í undanúrslit

Árni Már Árnason úr Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar hafnaði i 24. sæti af 48 keppendum í undanrásum í 50 metra skriðsundi á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi í morgun.

Aron Kristjáns: Danirnir eiga góðan séns

Um helgina ráðast úrslitin í Meistaradeild Evrópu í Köln í Þýskalandi. Fjögur bestu félagslið Evrópu eru þar saman komin og má reikna með að boðið verði upp á handboltaveislu í allra hæsta gæðaflokki.

Pistillinn: Þér er boðið í stærstu veislu ársins

Íslenskir handboltaunnendur eru góðu vanir eftir frábæran árangur strákanna okkar síðustu árin og velgengni þeirra með félagsliðum sínum í bestu og stærstu deildum heims. Nú um helgina fara fram lokaúrsltin í Meistaradeild Evrópu og í þetta sinn eiga Íslendingar alls átta fulltrúa í þremur liðum af fjórum sem komust í undanúrslitin - sex leikmenn og tvo þjálfara. Það, eitt og sér, er ótrúlegt afrek.

Nani sýnir leynda hæfileika

Portúgalanum Nani hjá Man. Utd er ýmislegt til lista lagt annað en að spila fótbolta. Það sannaði Nani á blaðamannafundi hjá portúgalska landsliðinu.

Stjörnustúlkur í stuði - myndir

Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu sinn annan leik í röð í Pepsi-deild kvenna í kvöld er KR kom í heimsókn. Stjarnan komst með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar en KR er í næstneðsta sæti.

Guardiola kvaddi Barcelona með enn einum titlinum

Barcelona tryggði sér í kvöld spænska konungsbikarinn með öruggum 3-0 sigri á Athletic Bilbao í úrslitaleiknum. Þetta var síðasti leikur Pep Guardiola með Barcelona-liðið.

Gunnar Berg og Skúli þjálfa Stjörnuliðin

Handknattleiksdeild Stjörnunnar tilkynnti í kvöld um ráðningu á þjálfurum meistaraflokka félagsins fyrir næsta vetur. Gunnar Berg Viktorsson mun þjálfa karlaliðið en Skúli Gunnsteinsson kvennaliðið.

Zlatan: Milan er í fjárhagsvandræðum

Svíinn Zlatan Ibrahimovic óttast að félag hans, AC Milan, muni ekki geta styrkt sig almennilega í sumar en miklar breytingar munu verða á liðinu.

Dempsey: Ég vil spila í Meistaradeildinni

Clint Dempsey átti frábært tímabil með Fulham í ensku úrvalsdeildinni og skoraði alls 23 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni. Svo gæti farið að Dempsey yfirgefi Craven Cottage í sumar en hann á bara eitt ár eftir af samningi sínum og hefur talað opinberlega um áhuga sinn að komast í sterkara lið.

Kobe Bryant í liði ársins í tíunda skiptið á ferlinum

Kobe Bryant, leikmaður Los Angeles Lakers, var valinn í lið ársins í NBA-deildinni í tíunda sinn á ferlinum en hann er í hópi fimm bestu leikmanna deildarinnar að mati blaðamanna sem skrifa um NBA-deildina. Með Bryant í úrvalsliðinu eru þeir LeBron James, Kevin Durant, Chris Paul og Dwight Howard.

Stelpurnar unnu þær dönsku í spennuleik - bronsið í höfn

Íslenska kvennalandsliðið vann fimm stiga sigur á Danmörku, 72-67, í þriðja leik sínum á Norðurlandamótinu í körfubolta sem fram fer í Noregi. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenska kvennalandsliðið vinnur tvo leiki á einu Norðurlandamóti en áður höfðu stelpurnar unnið stórsigur á gestgjöfunum.

Pepsimörkin: Markaregnið úr 5. umferð

Alls voru 17 mörk skoruð í 5. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta en umferðinni lauk í gær með fimm leikjum. Flest mörk voru skoruð á Selfossvelli þar sem að heimamenn gerðu 3-3 jafntefli gegn Grindavík. Öll mörkin má sjá í þessari markasyrpu og tónlistin er frá bandrísku hljómsveitinni, The Black Keys og lagið heitir Gold on the ceiling.

Pepsi-deild kvenna: Stjarnan lagði KR

Íslandsmeistarar Stjörnunnar unnu góðan sigur, 3-1, á sigurlausu liði KR í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Vísi.

Guardiola: Ég mun þjálfa á ný ef einhverju liði tekst að tæla mig

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, stýrir liðinu í síðasta sinn í kvöld þegar Barcelona mætir Athletic Bilbao í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar. Barcelona getur þarna unnið sinn fjórtánda titil undir stjórn Guardiola en hann tilkynnti á dögunum að hann ætlaði að taka sér hvíld frá þjálfun.

Eyjólfur velur þrjá nýliða í 21 árs landsliðið

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla í fótbolta, er búinn að velja hópinn sinn fyrir leiki á móti Aserum og Norðmönnum í undankeppni EM. Leikið verður gegn Aserum á KR velli, þriðjudaginn 5. júní kl. 19:15 og gegn Norðmönnum í Drammen viku síðar.

Ingibjörg Kristín náði tíunda sætinu í 50 metra baksundi

Ingibjörg Kristín Jónsdóttir komst ekki í úrslitasundið í 50 metra baksundi á EM í 50 metra laug í Ungvherjalandi en hún synti á 29,14 sekúndum í undanúrslitasundinu og var 30/100 frá því að komast í úrslitin. Ingibjörg varð í 10. sæti af 16 keppendum í undanúrslitum.

Hrafnhildur í 5. sæti í 200 metra bringu á EM - setti Íslandsmet

Hrafnhildur Lúthersdóttir setti nýtt Íslandsmet og náði fimmta sætinu í 200m bringusundi kvenna á EM50 í Ungverjalandi þegar hún synti á 2:27,92 mínútum í úrslitasundinu. Hrafnhildur bætti sitt eigið Íslandsmet frá í síðasta mánuði og var aðeins hársbreidd frá því að komast á pall.

Fær Willum Þór fyrstu stigin sín í kvöld?

Þriðja umferð 1. deildar karla í fótbolta hefst í kvöld með þremur leikjum og þar á meðal er botnslagur Þróttar og Leiknis á Valbjarnarvellinum en bæði lið eru án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Ólafur vildi ekki snerta Meistaradeildarbikarinn

Ekstra Bladet skrifar í dag um þá sérvisku íslenska landsliðsmannsins Ólafs Stefánssonar að vilja ekki koma nálægt Meistaradeildarbikarnum á blaðamannafundi fyrir úrslitahelgi Meistaradeildarinnar. Ólafur verður þar í eldlínunni með danska félaginu AG en liðið mætir hans gamla liði Atlético Madrid (Ciudad Real) í undanúrslitunum á morgun.

Liðsfélagar Guðjóns Vals hrósa honum í hástert

Guðjón Valur Sigurðsson verður í sviðsljósinu með AG Kaupmannahöfn á úrslitahelgi Meistaradeildarinnar um helgina og liðsfélagar hans hafa verið að hrósa honum í viðtölum í dönskum fjölmiðlum. DR sport fékk reyndar ekki viðtal við Guðjón sjálfan en talaði við Lars Jörgensen og Mikkel Hansen um íslenska landsliðsmanninn.

Sky: Martinez boðið stjórastarfið hjá Liverpool

Dave Whelan, stjórnaformaður Wigan, hefur staðfest það við Sky-fréttastofuna að Liverpool hafi boðið Roberto Martinez stjórastöðuna á Anfield en eigendur Liverpool leita enn að nýjum stjóra eftir að Kenny Dalglish var látinn fara.

Ekki leikið að nýju á Hólmsvelli í dag | keppni hefst að nýju á morgun

Vegna veðurs hefur keppni verið hætt á fyrsta keppnisdegi Eimskipsmótaraðarinnar í golfi á Hólmsvelli í Leiru. Keppni var frestað um hádegi og á fundi mótsstjórnar sem hófst kl. 14 í dag var ákveðið að fella niður þessa umferð niður og hefja leik á ný á morgun. Skor keppenda sem hófu leik í dag var fellt niður. Á morgun, laugardag, verða leiknar 18 holur og keppni mun ljúka eins og til stóð á sunnudaginn þar sem leiknar verða 18 holur.

Pepsimörkin: 5. umferð | allur þátturinn

Fimmtu umferð í Pepsi-deild karla í knattspyrnu lauk í gær með fimm leikjum. Farið var yfir gang mála í öllum leikjum umferðarinnar í þættinum Pepsimörkin á Stöð 2 sport í gær og þátturinn aðgengilegur í heild sinni á Vísi.

Urriðinn að stækka í Laxá

Meðalþyngd urriða í Laxá í Laxárdal hefur smám saman verið að aukast undanfarin ár samkvæmt því sem kemur fram á vef SVFR.

Blatter segir vítakeppnir vera ósanngjarnar

Sepp Blatter, forseti FIFA, er á því að fótboltaleikur geti breyst í harmleik þegar úrslitin ráðast í vítakeppni eins og í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á dögunum þar sem Chelsea vann Bayern München í vítaspyrnukeppni eftir að þýska liðið hafði verið í stórsókn mest allan leikinn.

Fámennt í markaveislu Selfoss og Grindavíkur

Aðeins 1.099 áhorfendur mættu að meðaltali á leikina sex í 5. umferð Pepsi-deildar karla sem lauk í gærkvöldi. Flestir sáu KR-inga leggja FH-inga að velli í Vesturbæ en fæstir markaveislu Selfoss og Grindavíkur.

Knattspyrnusambandið búið að kaupa hjartastuðtæki fyir landsliðin

Landslið Íslands í knattsprnu munu framvegis ferðast með hjartastuðtæki og fullbúnar neyðarsjúkratöskur ásamt hefðbundnum sjúkrabúnaði í öll sín verkefni, innanlands sem erlendis. Vegna hertra reglna UEFA um öryggismál landsliða í knattspyrnu og atburða sem átt hafa sér stað á knattspyrnuvöllum í Evrópu festi KSÍ nýverið kaup á Lifepak CR Plus sjálfvirkum hjartastuðtækjum og Sport Promote sjúkratöskum með endurlífgunar- og fyrstu hjálparbúnaði frá Á.Hr ehf. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Keppni frestað vegna veðurs á Hólmsvelli | mótsstjórn fundar kl. 14

Eimskipsmótaröðin í golfi hófst í morgun á Hólmsvelli í Leiru en gríðarlegt hvassviðri setti svip sinn á skor keppenda sem hófu leik í morgun. Veðrið hefur lítið skánað og mótsstjórn tók þá ákvörðun fyrir skemmstu að fresta leik. Ákvörðun um framhaldið verður tekin að loknum fundi sem hefst kl. 14 í dag.

Stórt tap gegn Svíum

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik tapaði í dag 80-44 gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Noregi. Staðan í hálfleik var 42-24 Svíum í vil.

Sjá næstu 50 fréttir