Fleiri fréttir

Song vill fá Henry til Arsenal

Alex Song, leikmaður Arsenal, vill gjarnan að Thierry Henry komi aftur til félagsins nú þegar að bandaríska MLS-deildin er í fríi.

Messi: Við getum orðið heimsmeistarar

Lionel Messi telur að hann geti orðið heimsmeistari með argentínska landsliðinu þrátt fyrir að liðið hafi ekki unnið stóran titil síðan 1993.

NBA í nótt: Sacramento vann Lakers

Sacramento Kings byrjaði tímabilið í NBA-deildinni með látum en liðið gerði sér lítið fyrir og skellti stórliði LA Lakers, 100-91, í nótt. Fjölmargir leikir fóru þá fram í deildinni.

Stelpurnar okkar stóðu upp úr

Kvennalandsliðið í fótbolta heldur áfram að klifra upp heimslistann. Nýr kafli var skrifaður í handboltasöguna með þátttöku kvennalandsliðsins á HM. Ungur kylfingur frá Seltjarnarnesi náði fyrstur Íslendinga að leika á sterkustu atvinnumótaröð heims. Sigurður Elvar Þórólfsson velti fyrir sér helstu vendipunktum í íslensku íþróttalífi á árinu 2011.

Þriðja tilraun við Hafnarfjarðarúrslitaleik

Undanúrslit í Flugfélags Íslands Deildarbikarnum fara fram í Strandgötu í dag. Í karlaflokki mætast Haukar-Fram og FH-HK en hjá konunum keppa Valur-HK og Fram-Stjarnan um sætið í úrslitaleiknum.

Evans frá í tvær vikur

Jonny Evans leikur ekki með Manchester United næstu tvær vikurnar og enn lengist þar með meiðslalisti varnarmanna ensku meistaranna.

Gasol og Bynum ekki skipt fyrir Howard

Jim Buss segir ekki koma til greina að skipta miðherja og kraftfarmherja Los Angeles Lakers, Andrew Bynum og Pau Gasol, fyrir Dwight Howard miðherja Orlando Magic.

Vandræðalaust hjá Degi og Alexander

Füchse Berlin átti ekki í vandræðum með Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Dagur Sigurðsson þjálfar Füchse Berlin sem vann með tólf marka mun 33-21. Alexander Petersson skoraði eitt mark í leiknum.

Kiel bætti metið - 18 sigrar í fyrstu 18 leikjunum

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel endurskrifuðu söguna í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þegar Kiel varð fyrsta liðið til að vinna átján fyrstu deildarleiki sína á tímabili.

Markalaust á Britannia

Stoke og Aston Villa gerðu markalaust jafntefli í kvöldleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Wayne Bridge undir smásjá Wenger

Arsene Wenger framkvæmdarstjóri Arsenal segist ekki hafa gert tilboð í vinstri bakvörðinn Wayne Bridge hjá Manchester City en viðurkennir að hann sé að að skoða hvað sé í boði í ljósi meiðsla Andre Santos og Kieran Gibbs.

Löwen vann Íslendingaslaginn

Rhein-Neckar Löwen sem Guðmundur Guðmundsson þjálfar og Róbert Gunnarsson leikur með sigraði lið Rúnars Kárasonar BHC 06 örugglega 25-34 í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Dalglish: Sama sagan

"Ég hef gefið þetta viðtal áður. Markið gegn okkur var gott, færin sem við sköpum okkur voru góð en við getum ekki sagt aftur og aftur að við mættum markverði í banastuði," sagði Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool eftir 1-1 jafnteflið gegn Blackburn í dag.

Logi og félagar steinlágu á útivelli

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings hefur gengið illa á útivelli í sænska körfuboltanum á þessu tímabili og það var enginn breyting á því í dag í mikilvægum leik á móti Uppsala Basket í baráttunni um sjöunda sæti deildarinnar.

Villas-Boas: Erfitt úr þessu

Andre Villas-Boas knattspyrnustjóri Chelsea segir að það verði erfitt fyrir lið sitt að vinna enska meistaratitilinn úr þessu eftir að hafa tapað tveimur stigum á heimavelli gegn Fulham í dag.

Mourinho vill til Englands á ný

Jose Mourinho þjálfari Real Madrid segir að eftir að hann hætti með spænska stórliðið ætli hann að taka við liði á Englandi á nýjan leik.

WBA fyrst til að halda hreinu á móti Man. City | Öll úrslitin í enska

Manchester City tapaði enn á ný stigum á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar náði aðeins markalausu jafntefli á móti West Brom. City-liðið hefur aðeins náð í tvö stig út úr síðustu þremur útileikjum sínum og fyrir vikið eru nágrannarnir í Manchester United búnir að ná þeim að stigum á toppi deildarinnar.

Öll augu á Suarez og Kean á Anfield í dag

Tveir menn verða í sviðsljósinu í leik Liverpool og Blackburn í ensku úrvalsdeildinni sem fer fram á Anfield í dag. Þetta eru þeir Steve Kean, stjóri Blackburn og Luis Suarez, framherji Liverpool.

Þriðja 1-1 jafnteflið í röð hjá Chelsea - Torres fékk að spila allan leikinn

Chelsea er að missa af lestinni í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar eftir 1-1 jafntefli á heimavelli á móti Fulham. Fulham tapaði 5-0 á heimavelli á móti Manchester United í leiknum á undan. Chelsea er tíu stigum á eftir toppliði Manchester City og átta stigum á eftri United sem spila bæði seinna í dag.

Torres fær að byrja hjá Chelsea - Drogba á bekknum

Fernando Torres er í byrjunarliði Chelsea á móti Fulham en þetta er fyrsti leikur hans í byrjunarliðinu í ensku úrvalsdeildinni síðan í lok október. Frank Lampard og David Luiz eru líka í Chelsea-liðinu.

Aron Einar lagði upp jöfnunarmarkið hjá Cardiff

Cardiff City náði aðeins 1-1 jafnefli á móti Watford í ensku b-deildinni í dag og Aron Einar Gunnarsson og félagar hafa því ekki náð sigri í síðustu þremur leikjum sínum í baráttunni fyrir sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

NBA: Ótrúlegur endasprettur Chicago í sigri á Lakers - létt hjá Clippers

Það er búist við miklu af Chicago Bulls, Oklahoma City Thunder og Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í körfubolta og þau unnu öll sína leiki þegar deildin fór af stað í nótt. Chicago Bulls þurfti reyndar magnaðan endasprett til að vinna Kobe Bryant og félaga í Staples Center.

Vicente del Bosque útilokar ekki að velja Raul í EM-hóp Spánverja

Vicente del Bosque, þjálfari spænska landsliðsins, er ekki tilbúinn að loka landsliðsdyrunum á hinn 34 ára gamla Raul sem hefur farið á kostum með þýska liðinu Schalke í vetur. Raul hefur skorað 10 mörk og gefið 4 stosðendingar í 17 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Einn af hundrað ríkustu mönnum heims á nú Mónakó-liðið

Rússneski milljarðamæringurinn Dmitry Rybolovlev á nú tvo þriðju í franska félaginu Mónakó og hefur lofað að dæla peningum í félagið sem má muna sinn fífil fegurri. Mónakó er nú í neðsta sæti í frönsku b-deildinni með aðeins einn sigur í átján leikjum.

Kajsa Bergqvist komin út úr skápnum

Sænski hástökkvarinn Kajsa Bergqvist hefur stokkið inn í heimsfréttirnar á ný þrátt fyrir að hún hafi hætt að keppa árið 2008. Bergqvist hefur nefnilega skilin við manninn sinn og er nú komin út úr skápnum.

Liverpool enn í vandræðum gegn botnliðunum

Enn og aftur tapaði Liverpool dýrmætum stigum gegn liðum í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool náði aðeins 1-1 jafntefli gegn botnliði Blackburn á heimavelli í dag.

Dallas pakkað saman - Miami vann auðveldan sigur á meisturunum

Miami Heat fór á kostum í 105-94 sigri á NBA-meisturum Dallas Mavericks í fyrsta leik liðanna á nýju NBA-tímabili en leikurinn fór fram á heimavelli Dallas. Miami hafði mikla yfirburði lengstum í leiknum en Mavericks náði aðeins að laga stöðuna í lokin.

Tiger Woods er langtekjuhæsti íþróttamaður veraldar

Þrátt fyrir afleitt gengi á undanförnum tveimur árum er bandaríski kylfingurinn Tiger Woods enn tekjuhæsti íþróttamaður heims. Tekjur Woods hafa lækkað um allt að 6,5 milljarða kr. á ári en engu að síður er hann langtekjuhæsti íþróttamaður ársins 2011. Talið er að Woods sé með um 9,1 milljarða kr. í árslaun. Þrír fótboltamenn eru á listanum yfir 10 tekjuhæstu íþróttamenn heims, tveir körfuboltamenn og tveir kylfingar.

Skrýtinn jólahúmor hjá St Pauli liðinu

Leikmenn þýska liðsins FC St. Pauli sem spilar í þýsku b-deildinni sendu stuðningsmönnum jólakveðju í ár en hún getur þó ekki talist vera uppfull af hreinum jólaanda.

Cristiano Ronaldo skoraði meira en Messi á árinu 2011

Cristiano Ronaldo og Lionel Messi hafa báðir átt frábært ár. Messi vann reyndar fjóra fleiri titla með Barcelona á árinu en það var Ronaldo sem skoraði einu marki meira á árinu sem er að líða.

Lindegaard búinn að halda fimm sinnum hreinum í sex leikjum

Danski markvörðurinn Anders Lindegaard er heldur betur búinn að minna á sig í baráttunni um markvarðarstöðuna í Manchester United því hann er búinn að halda hreinu í fimm leikjum í röð og hefur aðeins fengið á sig eitt mark í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni á þessu tímabili.

NBA: Carmelo Anthony hetja New York í naumum sigri á Boston Celtics

New York Knicks vann 106-104 sigur á Boston Celtics í fyrsta leiknum á nýju NBA-tímabili sem fram fór í Madison Square Garden í New York í dag. Carmelo Anthony var hetja New York en auk þess að skora 37 stig þá setti hann niður mikilvæg víti sextán sekúndum fyrir leikslok.

Wilbek: Mikkel Hansen er besti handboltamaður í heimi

Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana, er betur settur í stöðu vinstri skyttu en flestir aðrir þjálfarar á EM í Serbíu í næsta mánuði. Hann gerir sér líka fullkomlega grein fyrir því ef marka má yfirlýsingar hans í dönskum fjölmiðlum.

Ajax setti árásarmanninn í 30 ára heimaleikjabann

Forráðamenn Ajax ætla að taka hart á stuðningsmanni félagsins sem réðst á Esteban Alvarado, markvörð AZ Alkmaar, í bikarleik í vikunni. Alvarado snéri vörn í sókn, sparkaði í árásarmanninn og fékk að líta rauða spjaldið í staðinn. Þjálfari AZ kallaði lið sitt af velli í mótmælaskyni en rauða spjaldið hefur nú verið dregið til baka af hollenska knattspyrnusambandinu.

NBA-tímabilið af stað með fimm dúndurleikjum - hvað er í boði í dag?

NBA-deildin hefst aftur í dag og framundan eru fimm dúndurleikir þar af er einn þeirra sýndur á Stöð 2 Sport og annar á NBA TV á fjölvarpinu. Það er óhætt að segja að NBA-áhugamenn fái flotta leiki þegar NBA-tímabilið fer loksins af stað tæpum tveimur mánuðum of seint.

Sjá næstu 50 fréttir