Fleiri fréttir Dönsku Íslendingaliðin komin í 4. umferð forkeppni Meistaradeildar Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson voru í liði FC Kaupmannahafnar sem sló út Shamrock Rovers frá Írlandi í 3. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Rúrik Gíslason og félagar í OB Óðinsvéum eru einnig komnir áfram eftir sigur á Panathinaikos. 2.8.2011 22:29 Sneijdar spilar gegn Milan á laugardaginn Hollendingurinn Wesley Sneijder verður í liði Inter sem mætir erkifjendunum í AC Milan á laugardag. Knattspyrnustjóri Inter Gian Piero Gasperini staðfesti þetta í dag. 2.8.2011 22:00 Haukur Helgi hættur hjá Maryland - ætlar til Evrópu Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfuknattleik, er hættur að leika með Maryland-háskóla. Haukur, sem spilaði sína fyrstu A-landsleiki á Norðurlandamótinu í júlí, hefur hug á að spila í Evrópu á næsta tímabili. 2.8.2011 21:55 Pastore á leið til PSG - yrði sjötti dýrasti í sögunni Argentínumaðurinn Javier Pastore hefur staðfest að hann sé á leiðinni til franska knattspyrnufélagsins Paris Saint Germain. Kaupverðið á Pastore, sem leikið hefur með Palermo undanfarin ár, er talið vera um 43 milljónir evra eða sem nemur rúmum sjö milljörðum íslenskra króna. 2.8.2011 21:15 Sindri Hrafn áttundi á Ólympíuleikum æskunnar Spjótkastarinnar Sindri Hrafn Guðmundsson tvíbætti eigið Íslandsmet í spjótkasti í sínum aldursflokki á Ólympíudögum æskunnar í síðustu viku. Sindri, sem æfir með Breiðabliki og er 16 ára gamall, bætti varð í 8. sæti í keppninni. 2.8.2011 20:30 Mata neitaði Tottenham - vill spila í Meistaradeildinni Óvinafélögin Arsenal og Tottenham hafa verið á höttunum eftir spænska landsliðsmanninum Juan Mata hjá Valencia undanfarnar vikur. Á sunnudaginn rann út ákvæði í samningi Mata við Valencia sem heimilaði honum að fara ef 25 milljóna evra tilboð bærist í leikmanninn. 2.8.2011 19:45 Dýrast á völlinn hjá Liverpool Blackburn Rovers er eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem býður upp á miða á völlinn fyrir 10 pund eða sem nemur um 1.900 krónum. Til samanburðar eru ódýrustu miðarnir á Anfield um fjórum sinnum dýrari. Þeir kosta 39 pund eða um 7.400 krónur. 2.8.2011 19:00 Sigur og jafntefli hjá U17 ára landsliðunum Ísland teflir fram tveimur landsliðum á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu sem hófst á Norðurlandi í dag. Lið Íslands sem leikur í A-riðli, Ísland1, gerði 2-2 jafntefli við Noreg. Lið Íslands í B-riðli, Ísland2, lagði Svía að velli 3-1. 2.8.2011 18:45 Webber líklega áfram hjá Red Bull 2012 Flest bendir til þess að Mark Webber verði áfram hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu á næsta keppnistímabili, en hann er í viðræðum við Christian Horner og samstarfsmenn um áframhaldandi veru hjá liðinu. Samningur hans við liðið rennur út í lok ársins, en Sebastian Vettel er með langtímasamning við Red Bull 2.8.2011 17:43 Rossi hafnaði Juventus Ítalinn Giuseppe Rossi hefur tekið fyrir það að ganga til liðs við Juventus þar sem hann vill frekar spila með Villarreal í Meistaradeild Evrópu. 2.8.2011 16:45 Góð skot á Tannastaðatanga Það er víðar en í stóru ánum sem menn setja í laxa þessa dagana. Sindri Már Pálsson gerði ágætis túr í Sogið, nánar tiltekið á Tannastaðatanga, um daginn þegar hann og afi hans lönduðu tveimur flottum löxum og misstu einhverja. Núna þegar Sogið er aðeins seinna í gang en í venjulegu ári eru menn í góðri laxavon á þessu svæði og þeir sem lenda í göngum geta gert góða veiði. 2.8.2011 16:24 Fyrrum landsliðsmaður Japans hneig niður á æfingu Naoki Madsuda fyrrum landsliðsmaður Japana hneig niður á æfingu með liði sínu Matsumoto Yamaga í morgun. Að sögn liðsfélaga Madsuda fór hann í hjartastopp áður en hann var fluttur á sjúkrahús. 2.8.2011 16:00 Kuyt: Þurfum að verjast betur Dirk Kuyt, leikmaður Liverpool, hefur ekki áhyggjur af gengi liðsins nú á undirbúningstímabilinu en viðurkennir að liðið þurfi að verjast betur. 2.8.2011 15:30 Sigurður Eggertsson til liðs við Fram Handknattleiksmaðurinn Sigurður Eggertsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fram. Sigurður kemur til liðsins frá Gróttu sem vann sér sæti í efstu deild á síðustu leiktíð. 2.8.2011 14:57 Elsti sonur Eiðs Smára færir sig um set í Barcelona Sveinn Aron Guðjohnsen, þrettán ára sonur Eiðs Smára Guðjohnsen knattspyrnumanns, er búinn að skipta um félag í Barcelona-borg eftir því sem kemur fram í spænskum fjölmiðlum í dag. 2.8.2011 14:15 Sabella ráðinn nýr landsliðsþjálfari Argentínu Alejandro Sabella hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Argentínu í stað Sergio Batista sem var nýverið rekinn úr starfi hjá argentínska knattspyrnusambandinu. 2.8.2011 13:43 Ronaldo: Þurfum ekki Adebayor hjá Real Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, telur að það þurfi ekki að styrkja leikmannahóp liðsins með öðrum framherja. 2.8.2011 13:01 Heidfeld stóð ógn af eldinum Nick Heidfeld var ekki alveg sama þegar kviknaði í bíl hans í kappakstrinum í Ungverjalandi á sunnudaginn. Stóð bíllinn í ljósum logum dágóða stund og lítilsháttar sprenging varð í bílnum þegar starfsmaður með slökkvitæki var að vinna í því að slökkva eldinn. Gekk hann haltur frá þeirri viðureign, en það náðist að slökkva í bílnum á endanum 2.8.2011 12:58 Stekelenburg samdi við Roma Hollenski markvörðurinn Marten Stekelenburg hefur gengið til liðs við ítalska félagið Roma frá Ajax í heimalandinu. Kaupverðið er sagt vera um 6,3 milljónir evra. 2.8.2011 12:15 Ætlar City að klófesta Nasri? Samir Nasri gæti verið á leið til Manchester City fyrir 22 milljónir punda ef marka má frétt í enska götublaðinu The Sun í dag. Nasri var fyrr í sumar sterklega orðaður við Manchester United. 2.8.2011 11:30 126 laxa dagur í gær í Eystri Rangá Í gær veiddust 126 laxar í Eystri Rangá og er áin þá komin í 955 laxa. Núna eru kröftugar göngur í ánna og má reikna með að hún verði fljót upp í 2000 laxa þegar flestir dagarnir framundan ættu að skila yfir 100 löxum. 2.8.2011 10:49 Daily Mirror: Inter samþykkti tilboð United í Sneijder Breska götublaðið Daily Mirror staðhæfir í dag að ítalska félagið Inter hafi samþykkt tilboð Manchester United í Hollendinginn Wesley Sneijder. 2.8.2011 10:45 Hart fékk nýjan samning hjá City Joe Hart hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester City samkvæmt fréttavef Sky Sports. Talið er að samningurinn gildi næstu fimm árin. 2.8.2011 10:15 Scholes lofar Sneijder Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Wesley Sneijder sé frábær leikmaður en hann hefur verið sterklega orðaður við félagið að undanförnu. 2.8.2011 09:30 Horner: Ekki stórslys að lenda í öðru sæti Sebastian Vettel jók forskot sitt í stigamóti ökumanna í Formúlu 1 mótinu í Ungverjalandi á sunndaginn, þó hann landaði ekki sigri. Hann er með 85 stiga forskot á Mark Webber, en fjórir ökumenn eru í þéttum hnapp fyrir aftan Vettel. 2.8.2011 08:09 Annie Mist hraustasta kona í heimi "Lífið hefur verið crossfit,“ segir hin 21 árs gamla Annie Mist Þórisdóttir sem stefnir á að koma íþróttinni í Íþróttasamband Íslands. Hún fékk 29 milljónir íslenskra króna fyrir sigur á Heimsleikunum í Kaliforníu um helgina. 2.8.2011 08:00 Ég er langelstur og finn dálítið fyrir því núna Bjarni Guðjónsson harkaði af sér nárameiðsli og leiddi sína menn til 4-1 sigurs á föður sínum Guðjóni Þórðarsyni og lærisveinum hans í BÍ/Bolungarvík í undanúrslitaleik Valitor-bikarsins á Ísafirði á sunndaginn. KR-ingar voru að komast í bikarúrslitaleikinn annað árið í röð og í þriðja sinn síðan Bjarni kom í KR sumarið 2008. 2.8.2011 07:00 Afmælisdagur sem gleymist ekki Nökkvi Gunnarsson úr Nesklúbbnum fagnaði 35 ára afmælisdeginum með því að vinna Einvígið á Nesinu í gær. Hann er fyrsti heimamaðurinn sem vinnur mótið í heil tólf ár en Nesklúbbsfólk hefur margoft þurft að horfa upp á sína kylfinga rétt missa af sigri. Nö 2.8.2011 06:00 24 laxar á einum degi í Svalbarðsá Ótrúlegur gangur er í Svalbarðsá þessa dagana en hollið sem byrjaði veiðar í gær er komið í 32 laxa eftir eina og hálfa vakt og þar af veiddust 24 laxar í dag. Vert er að taka fram að í hópnum er ungir og efnilegir fluguveiðimenn sem eiga bróðurpartinn af aflanum. Meðfylgjandi myndir eru af ungum veiðimönnum sem eru í skýjunum með árangurinn eftir fyrsta einn og hálfa daginn. 2.8.2011 09:49 "Veðurguðir greiða gamla skuld" Ástþór Jóhannsson leigutaki og staðarhaldari við Straumfjarðará hefur þann skemmtilega sið að senda okkur ca tvær skýrslur á hverju sumri þar sem hann tekur saman gang mála. Að þessu sinni ríkir mikil gleði í pistlinum! 2.8.2011 09:34 Veiðitölur úr Andakílsá Nú þegar að um þriðjungur veiðitímans er liðinn í Andakílsá hafa veiðst rúmlega 70 laxar. Heita má að þetta séu eðlilegar veiðitölur úr ánni. 2.8.2011 09:32 Fær þessi tveggja ára bann fyrir þetta rugl? - myndband Brasilíumaðurinn Rildo gæti átt yfir höfði sér allt að tveggja ára keppnisbann fyrir að missa algjörlega stjórn á sér í leik í B-deildinni í heimalandinu. Rildo lét sér ekki nægja að kasta boltanum í dómarann í leik Vitoria 1-0 tapleik gegn Boa Esporte. Hann fullkomnaði fáránlega hegðun sína með því að sparka í dómarann en Rildo mistókst ætlunarverkið og hitti ekki dómarann. 1.8.2011 23:45 Leikmaður Twente með ótrúlegan leikaraskap - myndband Peter Wisgerhof leikmaður hollenska liðsins Twente gæti eflaust reynt fyrir sér sem leikari þegar keppnisferlinum lýkur í fótboltanum. Wisgerhof sýndi af sér óheiðarleika í hæsta gæðaflokki þegar hann henti sér niður með tilþrifum í leik gegn Kolbeini Sigþórssyni og félögum hans í Ajax fyrir viku síðan. 1.8.2011 23:30 Eggert Gunnþór að fá sinn áttunda stjóra á sex árum hjá Hearts Íslenski landsliðsmaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson og félagar hans í skoska liðinu Hearts bíða nú eftir því að rússneski eigandi félagsins, Vladimir Romanov, finni nýjan stjóra á liðið eftir að hann rak hinn sextuga Jim Jefferies í dag. 1.8.2011 23:00 Stern og Fisher byrjaðir að tala saman Eigendur liðanna í NBA körfuboltanum og leikmenn hafa hafið viðræður í von um að binda enda á verkbannið sem staðið hefur í sléttan mánuð. 1.8.2011 22:30 Vucinic til Juventus Juventus hefur gengið frá kaupum á Mirko Vucinic frá Roma á 15 milljónir evra. Þessi 27 ára gamli framherji frá Svartfjallalandi skrifaði undir 4 ára samning við Juventus. 1.8.2011 22:00 Nökkvi: Ég kom sjálfum mér eiginlega á óvart Nökkvi Gunnarsson hélt upp á 35 ára afmælið sitt með því að vinna Einvígið á Nesinu í dag. Hann tryggði sér sigurinn með því að vinna Inga Rúnar Gíslason í bráðabana. 1.8.2011 21:00 Ingi Rúnar: Það er allt öðruvísi að spila á svona móti Ingi Rúnar Gíslason úr Golfklúbbnum Kili varð annar í Einvíginu á Nesinu í dag eftir frábæra spilamennsku og harða keppni við Nökkva Gunnarsson sem tryggði sér sigur í bráðabana. 1.8.2011 20:49 Tseng vann Opna breska kvennamótið Yani Tseng frá Taívan sigraði Opna breska kvennamótið í golfi um helgina og varð um leið yngsta konan til að vinna fimm risamót í golfi. 1.8.2011 20:00 1.715 laxar komnir úr Norðurá Mjög góð veiði hefur verið í Norðurá í Borgarfirði síðari hluta júlímánaðar og hafa hollin verið að fá 100-150 laxa á þremur dögum. Enn er lax að ganga. 1.8.2011 19:05 Tröllin farin að sýna sig á Nessvæðinu Í morgun veiddist 25 punda hængur á Nesveiðum. Nú er farið að bera nokkuð á stórlöxunum sem einkenna þetta magnaða veiðisvæði. 1.8.2011 19:03 Enn fær Liverpool þrjú mörk á sig Liverpool lenti í kröppum dansi gegn varaliði Vålerenga í æfingaleik liðanna í dag. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli en þjú mörk voru skoruð á síðustu sjö mínútum leiksins. 1.8.2011 18:59 Bellamy vill ekki til Celtic Craig Bellamy framherji Manchester City hefur samkvæmt heimildum Sky Sports engan áhuga á að ganga til liðs við Celtic í sumar en hann var á láni hjá skoska stórliðinu frá Newcastle 2005. 1.8.2011 18:00 Zhirkov á leiðinni til Rússlands Rússneski kantmaðurinn Yury Zhirkov hjá Chelsea er við það að ganga til liðs við Anzhi Makhachkala í heimalandi sínu fyrir 15 milljónir evra en hann hefur verið á mála hjá Chelsea síðustu tvö árin. 1.8.2011 17:00 Nökkvi vann Einvígið á Nesinu Nökkvi Gunnarsson NK vann einvígið á Nesinu 2011. Hann tryggði sér sigur í bráðabana á lokaholunni en í öðru sæti var Ingi Rúnar Gíslason GKJ. 1.8.2011 16:58 Sjá næstu 50 fréttir
Dönsku Íslendingaliðin komin í 4. umferð forkeppni Meistaradeildar Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson voru í liði FC Kaupmannahafnar sem sló út Shamrock Rovers frá Írlandi í 3. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Rúrik Gíslason og félagar í OB Óðinsvéum eru einnig komnir áfram eftir sigur á Panathinaikos. 2.8.2011 22:29
Sneijdar spilar gegn Milan á laugardaginn Hollendingurinn Wesley Sneijder verður í liði Inter sem mætir erkifjendunum í AC Milan á laugardag. Knattspyrnustjóri Inter Gian Piero Gasperini staðfesti þetta í dag. 2.8.2011 22:00
Haukur Helgi hættur hjá Maryland - ætlar til Evrópu Haukur Helgi Pálsson, landsliðsmaður Íslands í körfuknattleik, er hættur að leika með Maryland-háskóla. Haukur, sem spilaði sína fyrstu A-landsleiki á Norðurlandamótinu í júlí, hefur hug á að spila í Evrópu á næsta tímabili. 2.8.2011 21:55
Pastore á leið til PSG - yrði sjötti dýrasti í sögunni Argentínumaðurinn Javier Pastore hefur staðfest að hann sé á leiðinni til franska knattspyrnufélagsins Paris Saint Germain. Kaupverðið á Pastore, sem leikið hefur með Palermo undanfarin ár, er talið vera um 43 milljónir evra eða sem nemur rúmum sjö milljörðum íslenskra króna. 2.8.2011 21:15
Sindri Hrafn áttundi á Ólympíuleikum æskunnar Spjótkastarinnar Sindri Hrafn Guðmundsson tvíbætti eigið Íslandsmet í spjótkasti í sínum aldursflokki á Ólympíudögum æskunnar í síðustu viku. Sindri, sem æfir með Breiðabliki og er 16 ára gamall, bætti varð í 8. sæti í keppninni. 2.8.2011 20:30
Mata neitaði Tottenham - vill spila í Meistaradeildinni Óvinafélögin Arsenal og Tottenham hafa verið á höttunum eftir spænska landsliðsmanninum Juan Mata hjá Valencia undanfarnar vikur. Á sunnudaginn rann út ákvæði í samningi Mata við Valencia sem heimilaði honum að fara ef 25 milljóna evra tilboð bærist í leikmanninn. 2.8.2011 19:45
Dýrast á völlinn hjá Liverpool Blackburn Rovers er eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem býður upp á miða á völlinn fyrir 10 pund eða sem nemur um 1.900 krónum. Til samanburðar eru ódýrustu miðarnir á Anfield um fjórum sinnum dýrari. Þeir kosta 39 pund eða um 7.400 krónur. 2.8.2011 19:00
Sigur og jafntefli hjá U17 ára landsliðunum Ísland teflir fram tveimur landsliðum á Opna Norðurlandamótinu í knattspyrnu sem hófst á Norðurlandi í dag. Lið Íslands sem leikur í A-riðli, Ísland1, gerði 2-2 jafntefli við Noreg. Lið Íslands í B-riðli, Ísland2, lagði Svía að velli 3-1. 2.8.2011 18:45
Webber líklega áfram hjá Red Bull 2012 Flest bendir til þess að Mark Webber verði áfram hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu á næsta keppnistímabili, en hann er í viðræðum við Christian Horner og samstarfsmenn um áframhaldandi veru hjá liðinu. Samningur hans við liðið rennur út í lok ársins, en Sebastian Vettel er með langtímasamning við Red Bull 2.8.2011 17:43
Rossi hafnaði Juventus Ítalinn Giuseppe Rossi hefur tekið fyrir það að ganga til liðs við Juventus þar sem hann vill frekar spila með Villarreal í Meistaradeild Evrópu. 2.8.2011 16:45
Góð skot á Tannastaðatanga Það er víðar en í stóru ánum sem menn setja í laxa þessa dagana. Sindri Már Pálsson gerði ágætis túr í Sogið, nánar tiltekið á Tannastaðatanga, um daginn þegar hann og afi hans lönduðu tveimur flottum löxum og misstu einhverja. Núna þegar Sogið er aðeins seinna í gang en í venjulegu ári eru menn í góðri laxavon á þessu svæði og þeir sem lenda í göngum geta gert góða veiði. 2.8.2011 16:24
Fyrrum landsliðsmaður Japans hneig niður á æfingu Naoki Madsuda fyrrum landsliðsmaður Japana hneig niður á æfingu með liði sínu Matsumoto Yamaga í morgun. Að sögn liðsfélaga Madsuda fór hann í hjartastopp áður en hann var fluttur á sjúkrahús. 2.8.2011 16:00
Kuyt: Þurfum að verjast betur Dirk Kuyt, leikmaður Liverpool, hefur ekki áhyggjur af gengi liðsins nú á undirbúningstímabilinu en viðurkennir að liðið þurfi að verjast betur. 2.8.2011 15:30
Sigurður Eggertsson til liðs við Fram Handknattleiksmaðurinn Sigurður Eggertsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fram. Sigurður kemur til liðsins frá Gróttu sem vann sér sæti í efstu deild á síðustu leiktíð. 2.8.2011 14:57
Elsti sonur Eiðs Smára færir sig um set í Barcelona Sveinn Aron Guðjohnsen, þrettán ára sonur Eiðs Smára Guðjohnsen knattspyrnumanns, er búinn að skipta um félag í Barcelona-borg eftir því sem kemur fram í spænskum fjölmiðlum í dag. 2.8.2011 14:15
Sabella ráðinn nýr landsliðsþjálfari Argentínu Alejandro Sabella hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Argentínu í stað Sergio Batista sem var nýverið rekinn úr starfi hjá argentínska knattspyrnusambandinu. 2.8.2011 13:43
Ronaldo: Þurfum ekki Adebayor hjá Real Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, telur að það þurfi ekki að styrkja leikmannahóp liðsins með öðrum framherja. 2.8.2011 13:01
Heidfeld stóð ógn af eldinum Nick Heidfeld var ekki alveg sama þegar kviknaði í bíl hans í kappakstrinum í Ungverjalandi á sunnudaginn. Stóð bíllinn í ljósum logum dágóða stund og lítilsháttar sprenging varð í bílnum þegar starfsmaður með slökkvitæki var að vinna í því að slökkva eldinn. Gekk hann haltur frá þeirri viðureign, en það náðist að slökkva í bílnum á endanum 2.8.2011 12:58
Stekelenburg samdi við Roma Hollenski markvörðurinn Marten Stekelenburg hefur gengið til liðs við ítalska félagið Roma frá Ajax í heimalandinu. Kaupverðið er sagt vera um 6,3 milljónir evra. 2.8.2011 12:15
Ætlar City að klófesta Nasri? Samir Nasri gæti verið á leið til Manchester City fyrir 22 milljónir punda ef marka má frétt í enska götublaðinu The Sun í dag. Nasri var fyrr í sumar sterklega orðaður við Manchester United. 2.8.2011 11:30
126 laxa dagur í gær í Eystri Rangá Í gær veiddust 126 laxar í Eystri Rangá og er áin þá komin í 955 laxa. Núna eru kröftugar göngur í ánna og má reikna með að hún verði fljót upp í 2000 laxa þegar flestir dagarnir framundan ættu að skila yfir 100 löxum. 2.8.2011 10:49
Daily Mirror: Inter samþykkti tilboð United í Sneijder Breska götublaðið Daily Mirror staðhæfir í dag að ítalska félagið Inter hafi samþykkt tilboð Manchester United í Hollendinginn Wesley Sneijder. 2.8.2011 10:45
Hart fékk nýjan samning hjá City Joe Hart hefur skrifað undir nýjan samning við Manchester City samkvæmt fréttavef Sky Sports. Talið er að samningurinn gildi næstu fimm árin. 2.8.2011 10:15
Scholes lofar Sneijder Paul Scholes, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Wesley Sneijder sé frábær leikmaður en hann hefur verið sterklega orðaður við félagið að undanförnu. 2.8.2011 09:30
Horner: Ekki stórslys að lenda í öðru sæti Sebastian Vettel jók forskot sitt í stigamóti ökumanna í Formúlu 1 mótinu í Ungverjalandi á sunndaginn, þó hann landaði ekki sigri. Hann er með 85 stiga forskot á Mark Webber, en fjórir ökumenn eru í þéttum hnapp fyrir aftan Vettel. 2.8.2011 08:09
Annie Mist hraustasta kona í heimi "Lífið hefur verið crossfit,“ segir hin 21 árs gamla Annie Mist Þórisdóttir sem stefnir á að koma íþróttinni í Íþróttasamband Íslands. Hún fékk 29 milljónir íslenskra króna fyrir sigur á Heimsleikunum í Kaliforníu um helgina. 2.8.2011 08:00
Ég er langelstur og finn dálítið fyrir því núna Bjarni Guðjónsson harkaði af sér nárameiðsli og leiddi sína menn til 4-1 sigurs á föður sínum Guðjóni Þórðarsyni og lærisveinum hans í BÍ/Bolungarvík í undanúrslitaleik Valitor-bikarsins á Ísafirði á sunndaginn. KR-ingar voru að komast í bikarúrslitaleikinn annað árið í röð og í þriðja sinn síðan Bjarni kom í KR sumarið 2008. 2.8.2011 07:00
Afmælisdagur sem gleymist ekki Nökkvi Gunnarsson úr Nesklúbbnum fagnaði 35 ára afmælisdeginum með því að vinna Einvígið á Nesinu í gær. Hann er fyrsti heimamaðurinn sem vinnur mótið í heil tólf ár en Nesklúbbsfólk hefur margoft þurft að horfa upp á sína kylfinga rétt missa af sigri. Nö 2.8.2011 06:00
24 laxar á einum degi í Svalbarðsá Ótrúlegur gangur er í Svalbarðsá þessa dagana en hollið sem byrjaði veiðar í gær er komið í 32 laxa eftir eina og hálfa vakt og þar af veiddust 24 laxar í dag. Vert er að taka fram að í hópnum er ungir og efnilegir fluguveiðimenn sem eiga bróðurpartinn af aflanum. Meðfylgjandi myndir eru af ungum veiðimönnum sem eru í skýjunum með árangurinn eftir fyrsta einn og hálfa daginn. 2.8.2011 09:49
"Veðurguðir greiða gamla skuld" Ástþór Jóhannsson leigutaki og staðarhaldari við Straumfjarðará hefur þann skemmtilega sið að senda okkur ca tvær skýrslur á hverju sumri þar sem hann tekur saman gang mála. Að þessu sinni ríkir mikil gleði í pistlinum! 2.8.2011 09:34
Veiðitölur úr Andakílsá Nú þegar að um þriðjungur veiðitímans er liðinn í Andakílsá hafa veiðst rúmlega 70 laxar. Heita má að þetta séu eðlilegar veiðitölur úr ánni. 2.8.2011 09:32
Fær þessi tveggja ára bann fyrir þetta rugl? - myndband Brasilíumaðurinn Rildo gæti átt yfir höfði sér allt að tveggja ára keppnisbann fyrir að missa algjörlega stjórn á sér í leik í B-deildinni í heimalandinu. Rildo lét sér ekki nægja að kasta boltanum í dómarann í leik Vitoria 1-0 tapleik gegn Boa Esporte. Hann fullkomnaði fáránlega hegðun sína með því að sparka í dómarann en Rildo mistókst ætlunarverkið og hitti ekki dómarann. 1.8.2011 23:45
Leikmaður Twente með ótrúlegan leikaraskap - myndband Peter Wisgerhof leikmaður hollenska liðsins Twente gæti eflaust reynt fyrir sér sem leikari þegar keppnisferlinum lýkur í fótboltanum. Wisgerhof sýndi af sér óheiðarleika í hæsta gæðaflokki þegar hann henti sér niður með tilþrifum í leik gegn Kolbeini Sigþórssyni og félögum hans í Ajax fyrir viku síðan. 1.8.2011 23:30
Eggert Gunnþór að fá sinn áttunda stjóra á sex árum hjá Hearts Íslenski landsliðsmaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson og félagar hans í skoska liðinu Hearts bíða nú eftir því að rússneski eigandi félagsins, Vladimir Romanov, finni nýjan stjóra á liðið eftir að hann rak hinn sextuga Jim Jefferies í dag. 1.8.2011 23:00
Stern og Fisher byrjaðir að tala saman Eigendur liðanna í NBA körfuboltanum og leikmenn hafa hafið viðræður í von um að binda enda á verkbannið sem staðið hefur í sléttan mánuð. 1.8.2011 22:30
Vucinic til Juventus Juventus hefur gengið frá kaupum á Mirko Vucinic frá Roma á 15 milljónir evra. Þessi 27 ára gamli framherji frá Svartfjallalandi skrifaði undir 4 ára samning við Juventus. 1.8.2011 22:00
Nökkvi: Ég kom sjálfum mér eiginlega á óvart Nökkvi Gunnarsson hélt upp á 35 ára afmælið sitt með því að vinna Einvígið á Nesinu í dag. Hann tryggði sér sigurinn með því að vinna Inga Rúnar Gíslason í bráðabana. 1.8.2011 21:00
Ingi Rúnar: Það er allt öðruvísi að spila á svona móti Ingi Rúnar Gíslason úr Golfklúbbnum Kili varð annar í Einvíginu á Nesinu í dag eftir frábæra spilamennsku og harða keppni við Nökkva Gunnarsson sem tryggði sér sigur í bráðabana. 1.8.2011 20:49
Tseng vann Opna breska kvennamótið Yani Tseng frá Taívan sigraði Opna breska kvennamótið í golfi um helgina og varð um leið yngsta konan til að vinna fimm risamót í golfi. 1.8.2011 20:00
1.715 laxar komnir úr Norðurá Mjög góð veiði hefur verið í Norðurá í Borgarfirði síðari hluta júlímánaðar og hafa hollin verið að fá 100-150 laxa á þremur dögum. Enn er lax að ganga. 1.8.2011 19:05
Tröllin farin að sýna sig á Nessvæðinu Í morgun veiddist 25 punda hængur á Nesveiðum. Nú er farið að bera nokkuð á stórlöxunum sem einkenna þetta magnaða veiðisvæði. 1.8.2011 19:03
Enn fær Liverpool þrjú mörk á sig Liverpool lenti í kröppum dansi gegn varaliði Vålerenga í æfingaleik liðanna í dag. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli en þjú mörk voru skoruð á síðustu sjö mínútum leiksins. 1.8.2011 18:59
Bellamy vill ekki til Celtic Craig Bellamy framherji Manchester City hefur samkvæmt heimildum Sky Sports engan áhuga á að ganga til liðs við Celtic í sumar en hann var á láni hjá skoska stórliðinu frá Newcastle 2005. 1.8.2011 18:00
Zhirkov á leiðinni til Rússlands Rússneski kantmaðurinn Yury Zhirkov hjá Chelsea er við það að ganga til liðs við Anzhi Makhachkala í heimalandi sínu fyrir 15 milljónir evra en hann hefur verið á mála hjá Chelsea síðustu tvö árin. 1.8.2011 17:00
Nökkvi vann Einvígið á Nesinu Nökkvi Gunnarsson NK vann einvígið á Nesinu 2011. Hann tryggði sér sigur í bráðabana á lokaholunni en í öðru sæti var Ingi Rúnar Gíslason GKJ. 1.8.2011 16:58