Fleiri fréttir

Lára Kristín: Samheldnin, hjartað og föðurlandsástin

Lára Kristín Pedersen leikmaður Aftureldingar er í stúlknalandsliði Íslands 17 ára og yngri. Stelpurnar mæta Spánverjum á fimmtudaginn í undanúrslitum Evrópumótsins. Leikið er í Nyon í Sviss en stelpurnar halda utan í kvöld.

Níu stiga sigur á Dönum - Logi með 24 stig

Íslenska körfuboltalandsliðið fagnaði sínum fyrsta sigri á NM og sínum fyrsta sigri undir stjórn Peter Öqvist þegar liðið vann níu stiga sigur á Dönum, 85-76, í kvöld á Norðurlandamótinu í Sundsvall.

Geir kominn í nýja nefnd hjá UEFA

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er kominn í nýja nefnd innan UEFA en Framkvæmdastjórn UEFA hefur skipað í nefndir fyrir árin 2011 - 2013.

Umfjöllun: Tíu FH-ingar sáu um Val

Þrátt fyrir að leika einum færri frá 56. mínútu sigraði FH Val 3-2 á heimavelli sínu að Kaplakrika í kvöld en Valur var 2-1 yfir þegar Pétur Viðarsson nældi sér í tvö gul spjöld á átta mínútna kafla.

Solbakken tók fyrirliðabandið af Podolski

Stale Solbakken, nýr þjálfari þýska liðsins Köln, hefur ákveðið að taka fyrirliðabandið af þýska landsliðsframherjanum Lukas Podolski. Brasilíski varnarmaðurinn Pedro Geromel mun bera bandið á komandi tímabili.

Kristinn dæmir á Emirates Cup

Kristinn Jakobsson verður á ferð og flugi næstu daga en enska knattspyrnusambandið hefur boðið honum að dæma á æfingamótinu Emirates Cup sem fram fer á heimavelli Arsenal. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

FH-ingar kynda Haukana í nýju lagi: Eitt lið í Hafnarfirði

Hafnarfjarðarmafían hefur tekið á sig ábyrgðina á slæmu gengi FH-liðsins í sumar en telur að nýtt FH-lag muni breyta öllu. Nýja FH-liðið verður frumflutt á leik FH og Vals í Pepsi-deildinni í kvöld en þar er sterk Hauka-kynding ef marka má heiti lagsins sem er "Eitt lið í Hafnarfirði"

Sundsvall-strákarnir í sérflokki í stigaskorun

Sundvall-mennirnir í íslenska karlalandsliðinu í körfubolta eru langstigahæstir eftir tvo fyrstu leiki liðsins á Norðurlandamótinu í Sundsvall. Íslenska liðið hefur tapað fyrir Svíum og Finnum í fyrstu tveimur leikjum sínum en mætir Dönum í kvöld.

Bjarni Guðjóns: Leikurinn á fimmtudaginn í uppnámi

Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR meiddist á nára í 4-0 sigurleiknum gegn Breiðablik í gærkvöld. Bjarni fór til sjúkraþjálfara í dag og segir Evrópuleikinn gegn Dinamo Tbilisi á fimmtudaginn í uppnámi hvað meiðsli hans varðar.

Jón Arnór spilar ekki meira á NM í Svíþjóð

Jón Arnór Stefánsson getur ekki spilað meira með íslenska körfuboltalandsliðinu á Norðurlandamótinu í Sundsvall í Svíþjóð vegna axlarmeiðslanna sem hann varð fyrir eftir aðeins nokkrar mínútur í fyrsta leiknum á móti Svíþjóð.

Atli Viðar ekki með FH gegn Val í kvöld

Atli Viðar Björnsson, annar af markahæstu mönnum FH-inga í Pepsi-deildinni í sumar, verður ekki með liðinu á móti Val í kvöld. Þetta kemur fram á stuðningsmannasíðu félagsins.

Suarez valinn besti leikmaður Copa America

Úrúgvæinn Luis Suarez, leikmaður Liverpool, var valinn besti leikmaður Suður-Ameríkukeppninnar í knattspyrnu sem lauk í Argentínu í gærkvöld. Suarez skoraði fjögur mörk í keppninni og leiddi þjóð sína til sigurs.

Andri Berg til FH - miklar breytingar hjá Íslandsmeisturunum

Handboltakappinn Andri Berg Haraldsson er genginn í raðir Íslandsmeistara FH. Andri er fjórði leikmaðurinn sem gengur í raðir Fimleikafélagsins á undanförnum vikum en félagið hefur einnig misst lykilmenn í atvinnumennsku.

Rúnar Kristins: Þessi fer upp í hillu á skrifstofunni

Rúnar Kristinsson þjálfari KR var valinn besti þjálfari umferða 1-11 í Pepsi-deild karla. KR-liðið er ósigrað í deildinni og með gott forskot á toppnum. Rúnar segir lykilinn að árangrinum samheldinn leikmannahóp sem vinnur eftir skýrum markmiðum.

Alonso vonar að velgengni McLaren hjálpi Ferrari

Fernando Alonso hjá Ferrari varð í öðru sæti í þýska kappakstrinum í gær á eftir Lewis Hamilton hjá McLaren. Hann vonast til þess að McLaren ökumennirnir taki stig af Sebastian Vettel hjá Red Bull í komandi mótum og það hjálpi honum að sækja á Vettel í stigamótinu.

Helgin var góð í Ytri Rangá

Helgin var ágæt í Ytri Rangá. Það var hvasst á laugardaginn og nær ómögulegt að kasta flugu en samt náðu veiðimenn að landa 22 löxum. Sunnudagurinn var mun betri, vindinn lægði og veiðimenn gátu kastað, en alls komu 53 laxar á land. Helstu svæðin sem voru að gefa yfir helgina eru þau sömu og undanfarið, en það eru svæði eitt, fjögur og sex.

McLaren lætur ekki deigan síga eftir sigur

Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins segir að lið sitt muni halda áfram að setja pressu á Sebastian Vettel, sem hefur gott forskot í stigamóti ökumanna. Lewis Hamilton á McLaren vann mót í Þýskalandi í gær, en Vettel varð fjórði á Red Bull bíl sínum.

Rólegt í sjóbleikjunni á Eyjafjarðarsvæðinu

Fremur rólegt hefur í sjóbleikjunni á Eyjafjarðarsvæðinu það sem af er júlí. Kalt vor hefur seinkað leysingum og árnar verið mjög vatnsmiklar nú í júlí. Engin ástæða er þó til að örvænta því þótt bleikjan hafi verið fyrr á ferðinni síðustu árin verður það að teljast fremur undantekning en regla - á árunum í kringum 2000 var bleikjan yfirleitt ekki á ferðinni fyrr en eftir 20. júlí.

Gaupahornið: Mögnuð tilþrif hjá Ólafi Þórðarsyni í vinnunni

Ólafur Þórðarson þjálfari Fylkis var í sviðsljósinu í Gaupahorni gærkvöldsins í Pepsi-mörkunum á Stöð2 Sport. Guðjón Guðmundsson fylgdist með Ólafi við störf og óhætt að segja að vörubílstjórinn hafi sýnt áhorfendum mögnuð tilþrif.

Sigrún Brá bætti 19 ára gamalt Íslandsmet

Sundkonan Sigrún Brá Sverrisdóttir bætti um helgina 19 ára gamalt Íslandsmet í 1500 metra skriðsundi kvenna. Sigrún sem er í háskólanámi í Bandaríkjunum setti metið á móti í Columbia í Missouri-ríki.

Stórlaxaveiði á Bíldsfelli

Veiðimenn í Alviðru í Sogi settu í sjö laxa í gærmorgun og lönduðu þremur. Stórlaxaveiði hefur verið í Bíldsfelli síðustu tvo daga.

Eigandi Neuchatel Xamax rekur nýráðið þjálfarateymi

Tsjetsjeninn Bulat Chagaev, eigandi svissneska knattspyrnufélagsins Neuchatel Xamax síðan í maí, hefur rekið nýráðið þjálfarateymi sitt eftir 2-0 tap gegn meisturum Basel um helgina. Chagaev hafði áður rekið fyrri þjálfara, skrifstofufólk og sagt um samningum við styrktaraðila.

KR flengdi meistarana - myndir

KR-ingar sýndu og sönnuðu enn og aftur í gær að þeir eru með besta liðið á Íslandi í dag. Þá fékk Breiðablik að kenna á refsivendi Vesturbæinga.

ÍBV lagði Fram - myndir

ÍBV gefur ekkert eftir í toppbaráttunni og lagði botnlið Fram í Laugardalnum í gær. Framarar í vondum málum en ÍBV veitir KR enn harða keppni.

Umfjöllun: KR valtaði yfir Breiðablik

KR vann afar öruggan og sannfærandi 4-0 sigur á Íslandsmeisturum Breiðabliks er liðin mættust í Vesturbænum í kvöld. KR-ingar því enn ósigraðir á toppi Pepsi-deildar karla.

Axel Bóasson: Búinn að bíða lengi eftir að ná loksins stóra sigrinum

Axel Bóasson úr Golfklúbbnum Keili sýndi snilldartakta á lokaholunni á Íslandsmótinu í höggleik í golfi sem lauk í dag á Hólmsvelli í Leiru. Axel lék sér að því að slá með 8-járni af um 180 metra færi í öðru höggi inná flötina og setti hann púttið í fyrir erni og tryggði þar með sigurinn. Hann lék lokahringinn á 74 höggum og samtals var hann á 2 höggum undir pari.

Kristján Þór: Ég gaf þessu sénsinn

Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ lék vel á lokadeginum á Íslandsmótinu í höggleik, 69 höggum, þremur höggum undir pari og gerði hann atlögu að Axel Bóassyni sem var efstur fyrir lokahringinn. Kristján fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í Vestmannaeyjum árið 2008 en hann hefur endað í öðru sæti á tvö síðustu ár á Íslandsmótinu í höggleik.

Mancini hraunaði yfir Balotelli

Mario Balotelli, leikmaður Man. City, kom sér enn eina ferðina í vandræði í kvöld er City lék gegn LA Galaxy í Bandaríkjunum.

Forlan afgreiddi Paragvæ

Diego Forlan var í aðalhlutverki hjá Úrúgvæ í kvöld er liðið tryggði sér sigur í Copa America-keppninni. Úrúgvæ lagði Paragvæ í úrslitum, 3-0.

Rúnar: Hvílum Bjarna ef á þarf að halda

Rúnar Kristinsson stýrði KR-liðinu enn einu sinni til sigurs á vellinum í sumar. Í kvöld lágu Íslandsmeistarar Breiðabliks sem virkuðu þó ákveðnir í upphafi leiks.

Haraldur: Gaman að keyra brautina með þrjú stig

„Hann var sætur þessi sigur en erfiður enda ekki mörg lið sem koma hingað og vinna. Það er sterkt að labba héðan burt með þrjú stig. Það er erfitt að spila við Stjörnuna – sérstaklega á þessu teppi,“ sagði Haraldur Freyr Guðmundsson, fyrirliði Keflavíkur, glaður í bragði eftir sigur sinna manna á Stjörnunni 3-2.

Tómas Joð: Við stigum á bensíngjöfina

Tómas Þorsteinsson átti virkilega góðan leik á miðjunni hjá Fylki í Grindavík í kvöld og þá ekki síst í seinni hálfleik þegar gestirnir úr Árbænum keyrðu yfir heimamenn.

Ólafur Örn: Verður ströggl fram á haust

Ólafur Örn Bjarnason þjálfari Grindavíkur og annar miðvörður liðsins var myrkur í máli eftir að Fylkir tók heimamenn í kennslustund í seinni hálfleik.

Bjarni: Fórum illa með álitlegar sóknir og þokkaleg færi

„Nú er maður jafn svekktur og maður var glaður fyrir viku. Að tapa leik á heimavelli á síðustu mínútu í svona bardagaleik sem gat endað hvorumeginn sem var. Mér fannst samt við skarpari sóknarlega en fórum illa með álitlegar sóknir og þokkaleg færi,“ sagði Bjarni Jóhansson þjálfari Stjörnunnar eftir tap sinna manna á heimavelli gegn Keflvíkingum 3-2 – eitthvað sem sést ekki á hverjum degi í Garðabæ.

Willum: Öflugt þetta Keflavíkurhjarta

„Þetta var ofsalegur liðsheildarsigur. Við lögðum þennan leik þannig upp að við værum ekkert að fara galopna okkur. Það hefði verið óðsmannsæði. Við fórum vel yfir leik Stjörnunnar og þeir hafa verið á feiknarflugi og mér fannst okkur takast sem lið að loka vel á þá,“ sagði ánægður og glaður Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíku,r eftir sigur sinna manna gegn Stjörnunni 3-2 í Pepsi deildinni.

Sjá næstu 50 fréttir