Fleiri fréttir

Ferguson vildi ekki endurtaka mistök sín

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester United vildi ekki gera sömu mistök með markvörðinn David De Gea og hann gerði þegar hann hafnaði Petr Cech sökum aldurs þegar Cech lék með Rennes í Frakklandi nokkru áður en hann gekk til liðs við Chelsea.

Hamilton vann háspennumót og sótti á Vettel í stigakeppni ökumanna

Sigur Lewis Hamilton í dag á Nurburgring brautinni í Þýskalandi í dag var McLaren liðinu mikilvægur og sýndi líka að Red Bull liðið ræður ekki lögum og lofum í meistaramótinu í Formúlu 1. Fernando Alonso á Ferrari vann síðustu keppni og forystumaður stigamótsins, Sebastian Vettel hjá Red Bull telur að liðið verði að taka sig á eftir daginn í dag.

Góð veiði á Jöklusvæðinu

Góð veiði hefur verið á Jöklusvæðinu undanfarna daga og eru komnir yfir 100 laxar á land. Meira vatn hefur verið í ánum heldur en á sama tíma og í fyrra ásamt því að fiskgengd hefur verið meiri.

40 laxar komnir úr Andakílsá

Um 40 laxar hafa veiðst í Andakílsá í sumar. Aðstæður hafa verið góðar en veiðin miklu minni en undanfarin ár.

Stórt tap gegn Finnum á NM

Íslenska landsliðið í körfuknattleik tapaði stórt, 73-100, gegn Finnum á Norðurlandamótinu í dag. Ísland er því búið að tapa báðum leikjum sínum á mótinu en í gær tapaði íslenska liðið fyrir Svíum.

Woodgate íhugaði að hætta

Enski miðvörðurinn Jonathan Woodgate hefur viðurkennt að hann hafi íhugað að hætta í fótbolta vegna þrálátra meiðsla.

Umfjöllun: Engin framför andlausra Víkinga

"Þú verður rekinn á morgun," sungu kampakátir stuðningsmenn Þórs um nýráðinn þjálfara Víkings fyrir norðan í dag. Staðan þá var 3-0 en lokatölur voru 6-1 fyrir Þór.

Radosav Petrovic til sölu

Partizan Belgrade segir serbneska landsliðsframherjan Radosav Petrovic vera til sölu en samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er enska úrvalsdeildarliðið Blackburn á eftir Petrovic.

Íslenskir tenniskrakkar standa sig vel í Danmörku

Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr BH sigraði í flokki stúlkna 14 ára og yngri á móti í Værlöse í Danmörku í gær. Úrslitaleikurinn var alíslenskur því Hjördís lagði Önnu Soffiu Grönholm úr TFK í úrslitum 6:2 og 7:5. Hinrik Helgason úr TFK komst í úrslit í flokki 16 ára og yngri en beið lægri hlut.

Celtic byrjar með sigri

Celtic lagði Hibernian örugglega að velli á útivelli 2-0 í fyrstu umferð skosku úrvalsdeildarinnar í hádeginu í dag.

Hamilton vann í Þýskalandi

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton á McLaren var rétt í þessu að tryggja sér sigur í þýska kappakstrinum í Formúla 1 á Nurburgring. Er þetta annar sigur Hamilton í röð.

Lokadagurinn í Leirunni loksins hafinn

Ræsingu á lokadeginum á Íslandsmótinu í höggleik var frestað í tvígang í morgun vegna veðurs. Kylfingar fóru ekki af stað fyrr en í hádeginu en í fyrstu var frestað til 11.00.

Nasri verður ekki seldur í sumar

Arsenal hefur ákveðið að taka áhættuna á að missa Samir Nasri frítt næsta sumar. Félagið mun ekki selja leikmanninn í sumar þó svo hann eigi aðeins ár eftir af samningi og vilji ekki skrifa undir nýjan samning.

Alonso býst við mistökum toppökumanna í dag

Tíunda umferð Formúlu 1 meistaramótsins verður á Nurburgring brautinni í Þýskalandi í dag og hefst útsending frá mótinu kl. 11.30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30.

Evra og Park baka pizzur í Chicago

Manchester United er í Chicago þessa dagana og tveir leikmanna liðsins stoppuðu við á besta pizzastað í heimi, Gino´s East, og fengu að reyna sig í pizzabakstri.

Umfjöllun: Fylkismenn frábærir í seinni hálfleik

Fylkir lagði Grindavík 4-1 á útivelli í kvöld og lyfti sér þar með upp í fimmta sæti með átján stig en Grindavík er nú eina liðið sem Fram og Víkingur horfa til í veikri von sinni um að halda sæti sínu í deildinni.

Umfjöllun: Keflavíkursigur á teppinu

Keflavík vann góðan sigur á Stjörnumönnum 3-2 í kvöld á teppinu í Garðabæ. Með sigrinum fór liðið upp í 17 stig og er í sjötta sæti Pepsi deildarinnar. Stjörnumenn eru í fjórða sæti eftir gott gengi að undanförnu.

Umfjöllun: Enn eitt tapið hjá Fram

Framarar tóku í kvöld á móti ÍBV í 12. umferð Pepsí deildar karla. Heil 13 stig og 9 sæti skildu liðin að fyrir leik kvöldsins og bilið jókst enn meir eftir leikinn.

Man. Utd vann góðan sigur í Chicago

Góður seinni hálfleikur lagði grunninn að góðum 1-3 sigri Man. Utd á Chicago Fire í kvöld. Heimamenn í Chicago leiddu 1-0 í hálfleik.

Amir Khan: Verður erfitt að rota Judah

Það fer fram áhugaverður boxbardagi í Las Vegas í nótt þegar Amir Khan og Zab Judah mætast. Khan er helsta stjarna Breta og hann segist ætla að heilla áhorfendur í Las Vegas upp úr skónum.

Kalou truflar liðsfélaga sína í flugi

Salomon Kalou er einn af sprellurunum í búningsklefa Chelsea. Hann hertók eina af vélum Chelsea-sjónvarpsstöðvarinnar er liðið var á leið til Asíu.

Vidal kominn til Juventus

Juventus hefur fest kaup á Arturo Vidal og það gleður þjálfara liðsins, Antonio Conte, afar mikið. Leikmaðurinn kemur frá Bayer Leverkusen á 12,5 milljónir evra.

Phelps: Ég er búinn að vera latur

Bandaríska sundgoðsögnin Michael Phelps viðurkennir að hann sé búinn að vera latur undanfarið ár en ætlar að mæta í fínu formi á HM í Shanghai sem fer að hefjast.

Sölvi skoraði bæði mörk FCK

Sölvi Geir Ottesen var heldur betur á skotskónum í danska boltanum í dag. Hann skoraði bæði mörk FCK sem gerði 2-2 jafntefli við OB.

Pistillinn: Það sem hefur bjargað mér eru íþróttirnar

Að vera sáttur við sjálfan sig er ekki sjálfgefið. Eins og lífslöngunin, andagiftin, innileikinn og auðmýktin verður þessi sátt að koma innan frá og út. Hún kemur ekki af sjálfu sér. Eins og með hamingjuna verðum við að vinna fyrir þessari sátt.

Ólafía Þórunn með pálmann í höndunum

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er með pálmann í höndunum fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í golfi. Ólafía Þórunn lék langbest í dag og fer inn í lokadaginn með þrettán högga forskot.

Axel með þriggja högga forskot

Axel Bóasson er efstur í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi eftir níu holur í dag. Mikill vindur er á Hólmsvelli og hefur skor manna því verið talsvert skrautlegra í dag en síðustu daga.

Özil fer í tíuna hjá Real Madrid

Þjóðverjinn Mesut Özil átti flott fyrsta tímabil með Real Madrid og Jose Mourinho, þjálfari liðsins, hefur verðlaunað hann með því að setja leikmanninn í treyju númer tíu á næstu leiktíð.

Hull vann auðveldan sigur á Liverpool

Hull vann auðveldan sigur á Liverpool, 3-0, þegar liðin mættust í æfingaleik í dag. Brady, Koren og Simpson skoruðu mörk Hull í leiknum.

Sjá næstu 50 fréttir