Fleiri fréttir Arsenal og Tottenham tilbúin að eyða 26 milljónum punda í Falcao Umboðsmaður kólumbíska sóknarmannsins Radamel Falcao, sem fór á kostum með Evrópudeildarmeisturum Porto, á þessu tímabili segir að ensk félög hafi mikinn á áhuga á leikmanninum. Hann segir að bæði Arsenal og Tottenham séu tilbúin að eyða 26 milljónum punda í Falcao. 27.5.2011 13:00 Alonso: Verðum að taka áhættu Fernando Alonso var fljótasti ökumaðurinn á æfingum Formúlu 1 liða í Mónakó í gær, en lokaæfing og tímatakan fyrir Mónakó kappaksturinn sem fer fram á sunnudaginn verður á morgun. Ökumenn aka ekki í dag á brautinni í Mónakó, en hefð er fyrir því að aka fyrstu tvær æfingarnar á fimmtudögum í furstadæminu. 27.5.2011 12:51 KR og FH mætast í 16 liða úrslitum bikarsins Í hádeginu var dregið í sextán liða úrslitum Valitors bikars karla en drátturinn fór fram í höfuðstöðvum KSÍ. 32 liða úrslitum lauk í gær og voru tíu Pepsi-deildarlið, fimm 1. deildarlið og eitt 2. deildarlið í pottinum. 27.5.2011 12:31 Þorvaldur fær að dæma sinn fyrsta A-landsleik Þorvaldur Árnason mun dæma vináttulandsleik á milli Lúxemborgar og Ungverjalands sem fer fram í Lúxemborg föstudaginn 3. júní næstkomandi. Aðstoðardómarar Þorvalds í leiknum verða þeir Áskell Þór Gíslason og Frosti Viðar Gunnarsson. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 27.5.2011 12:15 Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Ef þú ert að veiða frá bát í fjarðarminni á norðurslóðum, setur í vænan fisk, þá er líklega það síðast sem þú átt von á er að þurfa að slást við ísbjörn um fiskinn! Þessari frétt fylgir myndskeið sem er svo ótrúlegt að maður þarf að horfa á það tvisvar til þess að trúa því. 27.5.2011 11:34 Wilshere: Fletcher, Park og Valencia nýtast vel gegn Barcelona Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal og enska landsliðsins, segir United-liðinu henti betur að mæta Barcelona en Arsenal. Barcelona sló Arsenal út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Wilshere hefur sínar skoðanir á því hvernig Manchester United eigi að spila á móti Barcelona þegar þau mætast í úrslitaleiknum á Wembley á morgun. 27.5.2011 11:30 Skráðu þig á fluguveiðinámskeið fyrir sumarið Veiðikortið og Veiðiheimur hafa blásið til fluguveiðinámskeiðs þar sem áhersla er lögð á silungsveiði í vötnum landsins. Þátttökugjaldi er stillt í hóf. 27.5.2011 11:20 Bikarmeistararnir komu sér í hattinn FH lenti tvívegis undir gegn Fylki í 32-liða úrslitum Valitors-bikarkeppni karla en vann svo 3-2 sigur í framlengdum leik. 27.5.2011 11:15 Evra: Ég má bara ekki tapa öðrum úrslitaleik Patrice Evra hefur kynnst því bæði að vinna og tapa úrslitaleik í Meistaradeildinni. Hann vann titilinn með Manchester United 2008 en þurfti að sætta sig við silfrið með bæði Mónakó-liðinu árið 2004 og með United fyrir tveimur árum. Evra spilar því sinn fjórða úrslitaleik á Wembley á morgun þegar Manchester United mætir Barcelona. 27.5.2011 10:45 Kleifarvatn að lifna við eftir mögur ár Hér kemur ein skemmtileg veiðisaga úr Kleifarvatni. Gleðifréttir að veiðin sé að glæðast í þessu vatni og ræktunarátak klárlega að skila árangri. Hér fyrir mörgum árum var oft góð veiði í vatninu og þá sérstaklega í suðurendanum þar sem hverirnir eru. Þegar vatnyfirborðið var hærra gekk bleikjan stundum inní pollinn í torfum og tók fluguna oft vel. Eftir skjálftahrinu sem olli því að yfirborð vatnsins lækkaði um nokkra metra datt allur botn úr veiðinni og vatnið verið lítið stundað síðan. En núna virðist líf færast í vatnið aftur. 27.5.2011 10:44 Sepp Blatter þarf líka að koma fyrir Siðanefnd FIFA Mohamed bin Hammam varð að ósk sinni frá því í morgun því mótframbjóðandi hans til forsetastóls FIFA, Sepp Blatter, forseti FIFA frá 1998, þarf einnig að koma fyrir Siðanefnd FIFA vegna mútumálsins sem kom upp í fyrradag. 27.5.2011 10:34 Bin Hammam: Ef ég er sekur þá er Blatter það líka Mohamed bin Hammam, frambjóðandi í forsetakosningum FIFA, hefur snúið vörn í sókn eftir að hann var sakaður um að vera flæktur í mútumál í aðdraganda kosninganna. Bin Hammam neitar allri sök en heimtar að aðkoma Blatter að málinu verði einnig rannsökuð. 27.5.2011 10:15 Húsvíkingar létu Blika hafa fyrir hlutunum Breiðablik er komið áfram í sextán liða úrslit Valitors-bikarsins eftir 2-1 sigur á Völsungi frá Húsavík í gær. Blikar voru mun sterkari í byrjun leiksins en voru á endanum heppnir að sleppa við framlengingu. 27.5.2011 10:00 Tryggvi verður með öfluga grímu á andlitinu gegn Víkingum Tryggvi Guðmundsson varð fyrir alvarlegum meiðslum í leiknum gegn Keflavík á dögunum þar sem kinnbein brotnaði á þremur stöðum. Framherjinn ætlar ekki að láta þessi meiðsli stöðva sig og hefur hann hug á því að leika næsta leik ÍBV gegn Víkingum í Vestmannaeyjum á sunnudaginn. Tryggvi mun leika með öfluga hlífðargrímu á andlitinu og eins og sjá má á myndinni. 27.5.2011 09:45 LeBron James: Mánuður eftir af hatrinu LeBron James fór á kostum í úrslitum Austudeildarinnar þar sem Miami Heat vann 4-1 sigur á Chicago Bulls og tryggði sér sæti í lokaúrslitunum á móti Dallas. Miami-liðið er nú aðeins fjórum sigrum frá meistaratitlinum sem þeir lofuðu stuðningsmönnum sínum í júlí síðastliðnum. 27.5.2011 09:15 NBA: Miami komið í lokaúrslitin á móti Dallas Miami Heat vann fjórða leikinn í röð á móti Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og tryggði sér þar með sæti í lokaúrslitunum á móti Dallas Mavericks. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2006 sem bæði þessi lið komast alla leið í úrslitin. 27.5.2011 09:00 Brynjar Þór samdi við KR Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður í Íslandsmeistaraliði KR, gerði í gær nýjan tveggja ára samning við félagið. Það er þó með þeim fyrirvara að hann fari mögulega erlendis en hann er að þreifa fyrir sér þar. 27.5.2011 06:00 Stórskemmtilegar öryggisleiðbeiningar Tyrkneska flugfélagið Turkish Airlines brá á það ráð að fá nokkra leikmenn Manchester United til að taka þátt í gerð myndbands með öryggisleiðbeiningum fyrir farþega. 26.5.2011 23:53 Calderon líkti Mourinho við Hitler Ramon Calderon, fyrrverandi forseti Real Madrid, gerðist svo kræfur að líkja knattspyrnustjóranum Jose Mourinho við sjálfan Adolf Hitler. 26.5.2011 23:45 Heimir: Sýndum karakter sem hefur vantað „Þetta var ekki auðveldur sigur, en við vorum að spila á móti virkilega öflugu Fylkisliði,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. 26.5.2011 23:36 Gylfi: Ömurlegt að tapa þessum leik „Það er auðvita ömurlegt að tapa þessum leik, sérstaklega þar sem við höfðum ágætis tök á honum framan af,“ sagði Gylfi Einarsson, leikmaður Fylkis, eftir ósigurinn gegn FH í kvöld. 26.5.2011 23:29 Micah Richards fer ekki með til Danmerkur vegna meiðsla Micah Richards, leikmaður Manchester City, verður ekki með Englandi á EM U-21 liða í Danmörku í sumar þar sem hann á við meiðsli að stríða. 26.5.2011 23:25 Freyr: Frábær sigur sem kemur okkur í gang „Þetta var ótrúlega ljúft að hafa klárað leikinn,“ sagði Freyr Bjarnason, leikmaður FH, eftir sigurinn í kvöld. 26.5.2011 23:22 Chris Coleman tekur við Larissa í Grikklandi Chris Coleman, fyrrum knattspyrnustjóri Fulham, samdi í dag við gríska liðið Larissa sem KR sló úr leik í forkeppni Evrópudeildar UEFA fyrir tveimur árum. 26.5.2011 23:16 Óli Þórðar: Áttum að klára þetta í venjulegum leiktíma „Ég er virkilega svekktur eftir þennan leik, en við áttum auðvita að klára þennan leik í venjulegum leiktíma,“ sagði Ólafur Þórðarsson, þjálfari Fylkis, eftir tapið gegn FH í kvöld. 26.5.2011 23:12 Bjarki: Var farinn að fljúga í large-treyjunni Hinn smái en knái miðjumaður Völsungs, Bjarki Baldvinsson, var magnaður í leiknum gegn Blikum í Valitorbikarnum í kvöld. Bjarki var hundfúll að hafa tapað leiknum sem fór 2-1 fyrir Blika. 26.5.2011 22:52 Ólafur: Vorum sjálfum okkur verstir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, hélt leikmönnum sínum lengi inn í klefa áður en hann kom fram að ræða við fjölmiðlamenn. Hann vildi þó ekki viðurkenna að hafa verið að lesa sínum mönnum pistilinn. 26.5.2011 22:19 Jóhann: Við getum verið stoltir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Völsungs, sagðist vera stoltur af sínu liði í kvöld en einnig svekktur að hafa ekki náð jöfnunarmarki sem hann taldi sitt lið hafa átt skilið. 26.5.2011 22:10 Rafn Andri: Völsungarnir eru með sprækt lið Rafn Andri Haraldsson kom Blikum á bragðið gegn Völsungi í kvöld og átti ágætis leik í liði Blika sem máttu hafa mikið fyrir sigrinum. 26.5.2011 22:01 Hrannar Björn: Þetta er mjög fúlt Hrannar Björn Steingrímsson átti fínan leik í liði Völsungs í kvöld sem tapaði naumlega, 2-1, gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks. Hrannar skoraði mark Völsungs í leiknum og var það smekklega gert. 26.5.2011 21:54 Víkingar í basli með KV Pepsi-deildarlið Víkings er komið áfram í 16-liða úrslit Valitors-bikarkeppninnar eftir að hafa lent í basli með 3. deildarlið KV. 26.5.2011 21:17 Hallgrímur lék allan leikinn með GAIS Varnarmaðurinn Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn fyrir lið sitt, GAIS, er það vann 1-0 sigur á Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. 26.5.2011 21:02 Toure fékk sex mánaða bann Kolo Toure, leikmaður Manchester City, var í dag dæmdur í sex mánaða bann fyrir að falla á lyfjaprófi. 26.5.2011 20:42 Terry lét húðflúra bikarinn á sig fyrir tímabilið Jason Terry, bakvörður Dallas Mavericks, var svo öruggur um að Dallas kæmist í úrslit NBA-deildarinnar í ár að hann lét húðflúra á sig bikarinn fyrir tímabilið. 26.5.2011 20:30 Abidal valinn aftur í franska landsliðið Eric Abidal, franski varnarmaðurinn hjá Barcelona, hefur átt ótrúlega endurkomu í fótboltann eftir að hafa þurft að fara í uppskurð í mars vegna krabbameins í lifur. Hann er farinn að spila aftur með Barcelona-liðinu og í dag var hann valinn aftur í franska landsliðið. 26.5.2011 19:45 Keflavík skoraði fimm á Egilsstöðum Keflvíkingar eru komnir áfram í 16-liða úrslit Valitor-bikarkeppni karla eftir öruggan 5-0 sigur á Hetti á Egilsstöðum. 26.5.2011 19:22 Miðstöð Boltavaktarinnar - allt á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum á að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í Valitor-bikarkeppni karla samtímis. 26.5.2011 18:30 Umfjöllun: Freyr Bjarnason skallaði FH-inga áfram í bikarnum FH-ingar komust í kvöld í 16-liða úrslit Valitor-bikar karla í knattspyrnu eftir sigur á Fylki í framlengdum leik, en leiknum lauk með 3-2 sigri Fimleikafélagsins. Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma, en Freyr Bjarnason, leikmaður FH, skoraði sigurmarkið. 26.5.2011 17:50 Umfjöllun: Auðveldur sigur Þórs á Fáskrúðsfirðingum Þórsarar sigruðu Leikni frá Fáskrúsfirði frekar auðveldlega 5-0 í Boganum á Akureyri í kvöld. Leikurinn var í raun aldrei spennandi, til þess voru yfirburðir Pepsí-deildarliðsins of miklir. 26.5.2011 17:46 Umfjöllun: Völsungar velgdu Blikum undir uggum 2. deildarlið Völsungs kom skemmtilega á óvart í kvöld er liðið sótti Íslandsmeistara Breiðabliks heim. Blikar unnu 2-1 sigur en Völsungarnir voru svekktir eftir leik og máttu vera það enda voru þeir klaufar að skora ekki fleiri mörk. 26.5.2011 17:42 Þórir bara í þriðja sæti í kjöri IHF á besta þjálfara ársins Þórir Hergeirsson, þjálfari Evrópumeistara Noregs í kvennaflokki, var í þriðja sæti á kjöri IHF á besta þjálfara ársins 2010 en kosning fór fram á heimasíðu Alþjóða handboltasambandsins. Það voru frönsku landsliðsþjálfararnir, Claude Onesta og Olivier Krumbholz, sem fengu flest atkvæði í kjörinu í ár. 26.5.2011 17:30 Galliani: Fábregas er of dýr fyrir AC Milan Adriano Galliani, varaforseti AC Milan hefur lokað á þann möguleika að félagið kaupi Cesc Fábregas frá Arsenal fyrir næsta tímabil. Fábregas hefur verið orðaður við ítölsku meistarana að undanförnu en Galliani sagði í viðtali við Gazzetta dello Sport að AC Milan hefði ekki efni á fyrirliða Arsenal. 26.5.2011 16:45 Úrslitaleikurinn á Wembley: Tröllið og prinsinn í öftustu línu Nemanja Vidic sem nýverið leiddi Manchester United til sigurs í ensku úrvalsdeildinni hefur verið einn traustasti leikmaður liðsins síðan hann kom til Englands árið 2006. Segja má að með komu Vidic til United hafi hjólin farið að snúast á nýjan leik eftir nokkur mögur ár. 26.5.2011 16:15 Messi: Ég horfi ekki mikið á enska boltann Lionel Messi, framherji Barcelona, segist ekki finna fyrir einhverri aukapressu fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Manchester United sem fer fram á Wembley á laugardaginn. 26.5.2011 16:00 Zidane tekur við starfi Valdano hjá Real Madrid Zinedine Zidane, fyrrum besti og dýrasti knattspyrnumaður heims, verður nýr íþróttastjóri hjá spænska stórliðnu Real Madrid en hann mun taka við starfi Jorge Valdano sem var rekinn í gær. Spænska blaðið Marca greinir frá þessu í dag. 26.5.2011 15:30 Sjá næstu 50 fréttir
Arsenal og Tottenham tilbúin að eyða 26 milljónum punda í Falcao Umboðsmaður kólumbíska sóknarmannsins Radamel Falcao, sem fór á kostum með Evrópudeildarmeisturum Porto, á þessu tímabili segir að ensk félög hafi mikinn á áhuga á leikmanninum. Hann segir að bæði Arsenal og Tottenham séu tilbúin að eyða 26 milljónum punda í Falcao. 27.5.2011 13:00
Alonso: Verðum að taka áhættu Fernando Alonso var fljótasti ökumaðurinn á æfingum Formúlu 1 liða í Mónakó í gær, en lokaæfing og tímatakan fyrir Mónakó kappaksturinn sem fer fram á sunnudaginn verður á morgun. Ökumenn aka ekki í dag á brautinni í Mónakó, en hefð er fyrir því að aka fyrstu tvær æfingarnar á fimmtudögum í furstadæminu. 27.5.2011 12:51
KR og FH mætast í 16 liða úrslitum bikarsins Í hádeginu var dregið í sextán liða úrslitum Valitors bikars karla en drátturinn fór fram í höfuðstöðvum KSÍ. 32 liða úrslitum lauk í gær og voru tíu Pepsi-deildarlið, fimm 1. deildarlið og eitt 2. deildarlið í pottinum. 27.5.2011 12:31
Þorvaldur fær að dæma sinn fyrsta A-landsleik Þorvaldur Árnason mun dæma vináttulandsleik á milli Lúxemborgar og Ungverjalands sem fer fram í Lúxemborg föstudaginn 3. júní næstkomandi. Aðstoðardómarar Þorvalds í leiknum verða þeir Áskell Þór Gíslason og Frosti Viðar Gunnarsson. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. 27.5.2011 12:15
Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Ef þú ert að veiða frá bát í fjarðarminni á norðurslóðum, setur í vænan fisk, þá er líklega það síðast sem þú átt von á er að þurfa að slást við ísbjörn um fiskinn! Þessari frétt fylgir myndskeið sem er svo ótrúlegt að maður þarf að horfa á það tvisvar til þess að trúa því. 27.5.2011 11:34
Wilshere: Fletcher, Park og Valencia nýtast vel gegn Barcelona Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal og enska landsliðsins, segir United-liðinu henti betur að mæta Barcelona en Arsenal. Barcelona sló Arsenal út úr sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar en Wilshere hefur sínar skoðanir á því hvernig Manchester United eigi að spila á móti Barcelona þegar þau mætast í úrslitaleiknum á Wembley á morgun. 27.5.2011 11:30
Skráðu þig á fluguveiðinámskeið fyrir sumarið Veiðikortið og Veiðiheimur hafa blásið til fluguveiðinámskeiðs þar sem áhersla er lögð á silungsveiði í vötnum landsins. Þátttökugjaldi er stillt í hóf. 27.5.2011 11:20
Bikarmeistararnir komu sér í hattinn FH lenti tvívegis undir gegn Fylki í 32-liða úrslitum Valitors-bikarkeppni karla en vann svo 3-2 sigur í framlengdum leik. 27.5.2011 11:15
Evra: Ég má bara ekki tapa öðrum úrslitaleik Patrice Evra hefur kynnst því bæði að vinna og tapa úrslitaleik í Meistaradeildinni. Hann vann titilinn með Manchester United 2008 en þurfti að sætta sig við silfrið með bæði Mónakó-liðinu árið 2004 og með United fyrir tveimur árum. Evra spilar því sinn fjórða úrslitaleik á Wembley á morgun þegar Manchester United mætir Barcelona. 27.5.2011 10:45
Kleifarvatn að lifna við eftir mögur ár Hér kemur ein skemmtileg veiðisaga úr Kleifarvatni. Gleðifréttir að veiðin sé að glæðast í þessu vatni og ræktunarátak klárlega að skila árangri. Hér fyrir mörgum árum var oft góð veiði í vatninu og þá sérstaklega í suðurendanum þar sem hverirnir eru. Þegar vatnyfirborðið var hærra gekk bleikjan stundum inní pollinn í torfum og tók fluguna oft vel. Eftir skjálftahrinu sem olli því að yfirborð vatnsins lækkaði um nokkra metra datt allur botn úr veiðinni og vatnið verið lítið stundað síðan. En núna virðist líf færast í vatnið aftur. 27.5.2011 10:44
Sepp Blatter þarf líka að koma fyrir Siðanefnd FIFA Mohamed bin Hammam varð að ósk sinni frá því í morgun því mótframbjóðandi hans til forsetastóls FIFA, Sepp Blatter, forseti FIFA frá 1998, þarf einnig að koma fyrir Siðanefnd FIFA vegna mútumálsins sem kom upp í fyrradag. 27.5.2011 10:34
Bin Hammam: Ef ég er sekur þá er Blatter það líka Mohamed bin Hammam, frambjóðandi í forsetakosningum FIFA, hefur snúið vörn í sókn eftir að hann var sakaður um að vera flæktur í mútumál í aðdraganda kosninganna. Bin Hammam neitar allri sök en heimtar að aðkoma Blatter að málinu verði einnig rannsökuð. 27.5.2011 10:15
Húsvíkingar létu Blika hafa fyrir hlutunum Breiðablik er komið áfram í sextán liða úrslit Valitors-bikarsins eftir 2-1 sigur á Völsungi frá Húsavík í gær. Blikar voru mun sterkari í byrjun leiksins en voru á endanum heppnir að sleppa við framlengingu. 27.5.2011 10:00
Tryggvi verður með öfluga grímu á andlitinu gegn Víkingum Tryggvi Guðmundsson varð fyrir alvarlegum meiðslum í leiknum gegn Keflavík á dögunum þar sem kinnbein brotnaði á þremur stöðum. Framherjinn ætlar ekki að láta þessi meiðsli stöðva sig og hefur hann hug á því að leika næsta leik ÍBV gegn Víkingum í Vestmannaeyjum á sunnudaginn. Tryggvi mun leika með öfluga hlífðargrímu á andlitinu og eins og sjá má á myndinni. 27.5.2011 09:45
LeBron James: Mánuður eftir af hatrinu LeBron James fór á kostum í úrslitum Austudeildarinnar þar sem Miami Heat vann 4-1 sigur á Chicago Bulls og tryggði sér sæti í lokaúrslitunum á móti Dallas. Miami-liðið er nú aðeins fjórum sigrum frá meistaratitlinum sem þeir lofuðu stuðningsmönnum sínum í júlí síðastliðnum. 27.5.2011 09:15
NBA: Miami komið í lokaúrslitin á móti Dallas Miami Heat vann fjórða leikinn í röð á móti Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og tryggði sér þar með sæti í lokaúrslitunum á móti Dallas Mavericks. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2006 sem bæði þessi lið komast alla leið í úrslitin. 27.5.2011 09:00
Brynjar Þór samdi við KR Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður í Íslandsmeistaraliði KR, gerði í gær nýjan tveggja ára samning við félagið. Það er þó með þeim fyrirvara að hann fari mögulega erlendis en hann er að þreifa fyrir sér þar. 27.5.2011 06:00
Stórskemmtilegar öryggisleiðbeiningar Tyrkneska flugfélagið Turkish Airlines brá á það ráð að fá nokkra leikmenn Manchester United til að taka þátt í gerð myndbands með öryggisleiðbeiningum fyrir farþega. 26.5.2011 23:53
Calderon líkti Mourinho við Hitler Ramon Calderon, fyrrverandi forseti Real Madrid, gerðist svo kræfur að líkja knattspyrnustjóranum Jose Mourinho við sjálfan Adolf Hitler. 26.5.2011 23:45
Heimir: Sýndum karakter sem hefur vantað „Þetta var ekki auðveldur sigur, en við vorum að spila á móti virkilega öflugu Fylkisliði,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir sigurinn í kvöld. 26.5.2011 23:36
Gylfi: Ömurlegt að tapa þessum leik „Það er auðvita ömurlegt að tapa þessum leik, sérstaklega þar sem við höfðum ágætis tök á honum framan af,“ sagði Gylfi Einarsson, leikmaður Fylkis, eftir ósigurinn gegn FH í kvöld. 26.5.2011 23:29
Micah Richards fer ekki með til Danmerkur vegna meiðsla Micah Richards, leikmaður Manchester City, verður ekki með Englandi á EM U-21 liða í Danmörku í sumar þar sem hann á við meiðsli að stríða. 26.5.2011 23:25
Freyr: Frábær sigur sem kemur okkur í gang „Þetta var ótrúlega ljúft að hafa klárað leikinn,“ sagði Freyr Bjarnason, leikmaður FH, eftir sigurinn í kvöld. 26.5.2011 23:22
Chris Coleman tekur við Larissa í Grikklandi Chris Coleman, fyrrum knattspyrnustjóri Fulham, samdi í dag við gríska liðið Larissa sem KR sló úr leik í forkeppni Evrópudeildar UEFA fyrir tveimur árum. 26.5.2011 23:16
Óli Þórðar: Áttum að klára þetta í venjulegum leiktíma „Ég er virkilega svekktur eftir þennan leik, en við áttum auðvita að klára þennan leik í venjulegum leiktíma,“ sagði Ólafur Þórðarsson, þjálfari Fylkis, eftir tapið gegn FH í kvöld. 26.5.2011 23:12
Bjarki: Var farinn að fljúga í large-treyjunni Hinn smái en knái miðjumaður Völsungs, Bjarki Baldvinsson, var magnaður í leiknum gegn Blikum í Valitorbikarnum í kvöld. Bjarki var hundfúll að hafa tapað leiknum sem fór 2-1 fyrir Blika. 26.5.2011 22:52
Ólafur: Vorum sjálfum okkur verstir Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, hélt leikmönnum sínum lengi inn í klefa áður en hann kom fram að ræða við fjölmiðlamenn. Hann vildi þó ekki viðurkenna að hafa verið að lesa sínum mönnum pistilinn. 26.5.2011 22:19
Jóhann: Við getum verið stoltir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Völsungs, sagðist vera stoltur af sínu liði í kvöld en einnig svekktur að hafa ekki náð jöfnunarmarki sem hann taldi sitt lið hafa átt skilið. 26.5.2011 22:10
Rafn Andri: Völsungarnir eru með sprækt lið Rafn Andri Haraldsson kom Blikum á bragðið gegn Völsungi í kvöld og átti ágætis leik í liði Blika sem máttu hafa mikið fyrir sigrinum. 26.5.2011 22:01
Hrannar Björn: Þetta er mjög fúlt Hrannar Björn Steingrímsson átti fínan leik í liði Völsungs í kvöld sem tapaði naumlega, 2-1, gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks. Hrannar skoraði mark Völsungs í leiknum og var það smekklega gert. 26.5.2011 21:54
Víkingar í basli með KV Pepsi-deildarlið Víkings er komið áfram í 16-liða úrslit Valitors-bikarkeppninnar eftir að hafa lent í basli með 3. deildarlið KV. 26.5.2011 21:17
Hallgrímur lék allan leikinn með GAIS Varnarmaðurinn Hallgrímur Jónasson lék allan leikinn fyrir lið sitt, GAIS, er það vann 1-0 sigur á Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. 26.5.2011 21:02
Toure fékk sex mánaða bann Kolo Toure, leikmaður Manchester City, var í dag dæmdur í sex mánaða bann fyrir að falla á lyfjaprófi. 26.5.2011 20:42
Terry lét húðflúra bikarinn á sig fyrir tímabilið Jason Terry, bakvörður Dallas Mavericks, var svo öruggur um að Dallas kæmist í úrslit NBA-deildarinnar í ár að hann lét húðflúra á sig bikarinn fyrir tímabilið. 26.5.2011 20:30
Abidal valinn aftur í franska landsliðið Eric Abidal, franski varnarmaðurinn hjá Barcelona, hefur átt ótrúlega endurkomu í fótboltann eftir að hafa þurft að fara í uppskurð í mars vegna krabbameins í lifur. Hann er farinn að spila aftur með Barcelona-liðinu og í dag var hann valinn aftur í franska landsliðið. 26.5.2011 19:45
Keflavík skoraði fimm á Egilsstöðum Keflvíkingar eru komnir áfram í 16-liða úrslit Valitor-bikarkeppni karla eftir öruggan 5-0 sigur á Hetti á Egilsstöðum. 26.5.2011 19:22
Miðstöð Boltavaktarinnar - allt á einum stað Íþróttavefur Vísis býður lesendum sínum á að fylgjast með öllum leikjum kvöldsins í Valitor-bikarkeppni karla samtímis. 26.5.2011 18:30
Umfjöllun: Freyr Bjarnason skallaði FH-inga áfram í bikarnum FH-ingar komust í kvöld í 16-liða úrslit Valitor-bikar karla í knattspyrnu eftir sigur á Fylki í framlengdum leik, en leiknum lauk með 3-2 sigri Fimleikafélagsins. Staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma, en Freyr Bjarnason, leikmaður FH, skoraði sigurmarkið. 26.5.2011 17:50
Umfjöllun: Auðveldur sigur Þórs á Fáskrúðsfirðingum Þórsarar sigruðu Leikni frá Fáskrúsfirði frekar auðveldlega 5-0 í Boganum á Akureyri í kvöld. Leikurinn var í raun aldrei spennandi, til þess voru yfirburðir Pepsí-deildarliðsins of miklir. 26.5.2011 17:46
Umfjöllun: Völsungar velgdu Blikum undir uggum 2. deildarlið Völsungs kom skemmtilega á óvart í kvöld er liðið sótti Íslandsmeistara Breiðabliks heim. Blikar unnu 2-1 sigur en Völsungarnir voru svekktir eftir leik og máttu vera það enda voru þeir klaufar að skora ekki fleiri mörk. 26.5.2011 17:42
Þórir bara í þriðja sæti í kjöri IHF á besta þjálfara ársins Þórir Hergeirsson, þjálfari Evrópumeistara Noregs í kvennaflokki, var í þriðja sæti á kjöri IHF á besta þjálfara ársins 2010 en kosning fór fram á heimasíðu Alþjóða handboltasambandsins. Það voru frönsku landsliðsþjálfararnir, Claude Onesta og Olivier Krumbholz, sem fengu flest atkvæði í kjörinu í ár. 26.5.2011 17:30
Galliani: Fábregas er of dýr fyrir AC Milan Adriano Galliani, varaforseti AC Milan hefur lokað á þann möguleika að félagið kaupi Cesc Fábregas frá Arsenal fyrir næsta tímabil. Fábregas hefur verið orðaður við ítölsku meistarana að undanförnu en Galliani sagði í viðtali við Gazzetta dello Sport að AC Milan hefði ekki efni á fyrirliða Arsenal. 26.5.2011 16:45
Úrslitaleikurinn á Wembley: Tröllið og prinsinn í öftustu línu Nemanja Vidic sem nýverið leiddi Manchester United til sigurs í ensku úrvalsdeildinni hefur verið einn traustasti leikmaður liðsins síðan hann kom til Englands árið 2006. Segja má að með komu Vidic til United hafi hjólin farið að snúast á nýjan leik eftir nokkur mögur ár. 26.5.2011 16:15
Messi: Ég horfi ekki mikið á enska boltann Lionel Messi, framherji Barcelona, segist ekki finna fyrir einhverri aukapressu fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar á móti Manchester United sem fer fram á Wembley á laugardaginn. 26.5.2011 16:00
Zidane tekur við starfi Valdano hjá Real Madrid Zinedine Zidane, fyrrum besti og dýrasti knattspyrnumaður heims, verður nýr íþróttastjóri hjá spænska stórliðnu Real Madrid en hann mun taka við starfi Jorge Valdano sem var rekinn í gær. Spænska blaðið Marca greinir frá þessu í dag. 26.5.2011 15:30