Fleiri fréttir Breiðablik gæti þurft að spila í varabúningi á heimavelli Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti 2. deildarliði Völsungs í Valitor-bikarnum í kvöld. Sú einkennilega staða gæti komið upp að Blikar yrðu að leika í varabúningi sínum á heimavelli. 26.5.2011 13:30 Jesper Gronkjær leikur síðasta leikinn á ferlinum á sunnudaginn Jesper Gronkjær ætlar að leggja skóna á hilluna eftir lokaleik tímabilsins á sunnudaginn en þessi 33 ára leikmaður vill hætta á toppnum. Gronkjær var danskur meistari með Sölva Geir Ottesen hjá FC Kaupmannahöfn á þessu tímabili en FCK vann yfirburðarsigur í dönsku deildinni og komst í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. 26.5.2011 13:00 Óðinn var stjarnan á JJ-móti Ármanns í gær FH-ingurinn Óðinn Björn Þorsteinsson náði bestum árangri á JJ-móti Ármanns sem fór fram á Laugardalsvellinum í gær. Helga Margrét Þorsteinsdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir sigruðu báðar í sínum greinum en voru aðeins frá sínu besta. Fremur kalt var í veðri sem hafði greinileg áhrif á árangur, sérstaklega í spretthlaups- og tæknigreinum. 26.5.2011 12:15 Eiður Smári og félagar fá sæti í Evrópudeildinni Fulham mun fá sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili þökk sé góðri framkomu liðsins inn á vellinum á nýloknu tímabili. England fékk aukasæti í Evrópudeildinni fyrir að koma vel út á prúðmennsku-mælikvarða UEFA og Fulham var prúðasta lið ensku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni af þeim liðum sem höfðu ekki tryggt sér sæti í Evrópukeppni næsta vetur. 26.5.2011 11:45 Ragnar samdi við FH - Ásbjörn og Ólafur framlengdu Íslandsmeistarar FH í handbolta karla gengu frá samningum við fimm leikmenn í gær, fjórir leikmenn framlengdu samning sinn við félagið og þá gerði Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson, markahæsti leikmaður N1 deildar karla á síðustu leiktíð, eins árs samning við FH. 26.5.2011 11:15 Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Urriðasvæðin í Laxárdal og Mývatnssveit opna næstu helgi. Árnefndin hefur staðið í stórræðum og væntingar veiðimanna miklar fyrir sumarið.Samkvæmt upplýsingum frá árnefnd þá hóf hún vorstörf í Laxárdal og Mývatnssveit 28. apríl sl. Þegar þetta er ritað er þeim enn ekki alveg lokið. Allt verður þó klárt fyrir opnun 29. maí. Stóra verkefnið þetta vorið var að mála veiðihúsið Hof í Mývatnssveit. Þess vegna var afráðið að fjölga í árnefndinni í 14 manns til að tryggja að verkefnið kláraðist fyrir opnun. Ekki náðu þó allir í árnefndinni að taka þátt í vorverkunum. 26.5.2011 10:47 Sir Alex má eyða mun meiri pening í sumar en síðustu ár Eigendur Manchester United hafa gefið stjóranum Sir Alex Ferguson grænt ljós á að styrkja liðið sitt í sumar og mun Skotinn snjalli fá mun meiri pening í leikmenn í sumar en hann hefur fengið undanfarin ár ef marka má heimildir Guardian. 26.5.2011 10:45 Ungverji dæmir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Ungverjinn Viktor Kassai mun dæma úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United en leikurinn fer fram á Wembley á laugardaginn og eftirlitsmaður UEFA er Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 26.5.2011 10:15 Vettel rétt á undan Alonso í Mónakó Sebastain Vettel á Red Bull náði besta tíma á fyrstu æfingu fyrir Mónakó kappaksturinn sem verður á sunnudaginn. Fyrsta og önnur æfing fer fram á fimmtudögum samkvæmt hefð i Mónakó, ekki á föstudögum eins og í öðrum mótum. Vettel var 0.113 sekúndum á undan Fernando Alonso á Ferrari æfingunni, en Nico Rosberg 'a Mercedes varð þriðji. 26.5.2011 10:08 Gróska í veiðiþáttum í sumar Það verður gott framboð af veiðiþáttum á næstunni sem hlýtur að vera gleðiefni fyrir alla veiðimenn. Gunnar Bender verður á ferðinni í sumar og þættirnir hans eru sýndir á ÍNN öll miðvikudagskvöld klukkan 20:30. Veitt með Vinum sería 6 er líka í tökum og veiðimenn geta átt von á að sjá það tökulið víða um land í sumar, m.a. að prófa nýjar neðanvatnsmyndavélar. Væntanlegir tökustaðir eru t.d. Tungulækur, Jökla, Affallið o.fl. Veitt með Vinum eru sýndir á Stöð 2 Sport. 26.5.2011 09:49 Kolo Touré fær að vita það í dag hversu langt bannið verður Kolo Touré, leikmaður Manchester City, fær að vita það í dag hvort að hann verður dæmdur í bann fyrir að falla lyfjprófi og hversu langt þá bannið verður. Touré kemur í dag fyrir framan aganefnd enska knattspyrnusambandsins þar sem hann mun skýra frá sinni hlið málsins. 26.5.2011 09:45 Ekkert hlustað á Kobe þegar Mike Brown var ráðinn Bandarískir fjölmiðlamenn eru að hneykslast á því í dag að forráðamenn Los Angeles Lakers hafi ekkert talað við Kobe Bryant, aðalstjörnu liðsins, áður en þeir réðu Mike Brown, fyrrum þjálfara Cleveland, sem eftirmann Phil Jackson. Brown var ráðinn þjálfari Lakers í nótt og Bryant fékk í framhaldinu sms-skilaboð um að hann væri kominn með nýjan þjálfara. 26.5.2011 09:15 NBA: Dallas í úrslitin eftir þriðja sigurinn í röð á Oklahoma City Dallas Mavericks tryggði sér í nótt sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 100-96 heimasigur á Oklahoma City Thunder en Dallas vann einvígið þar með 4-1 efrir að hafa unnið þrjá síðustu leikina. Dallas hefur unnið 10 af síðustu 11 leikjum sínum í úrslitakeppninni og er komið í úrslitin í fyrsta sinn síðan 2006. 26.5.2011 09:00 Ég set pressu á sjálfan mig Kristinn Steindórsson skoraði þrennu í 3-1 sigri Breiðabliks á Fylki í 5. umferð Pepsi-deild karla og er besti leikmaður umferðarinnar að mati Fréttablaðsins. Leik Þórs og FH var frestað fram í júní og er hann að sjálfsögðu ekki með í samantekt Fréttablaðsins. 26.5.2011 08:00 Kvaddi Sviss með viðeigandi hætti Björgvin Páll Gústavsson varð í gær svissneskur meistari með Kadetten Schaffhausen, annað árið í röð. Reyndar unnu Björgvin og félagar alla titlana sem í boði voru í vetur, rétt eins og í fyrra. 26.5.2011 07:00 Ætlum okkur titilinn "Við ætlum okkur titilinn og ekkert kjaftæði,“ sagði ákveðinn formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, Magnús Andri Hjaltason, en félagið gekk í gær frá samningum við þá Sigurð Þorsteinsson og Jóhann Árna Ólafsson. 26.5.2011 06:30 Besta byrjun nýliða í áratug Nýliðar ÍBV í Pepsi-deild kvenna hafa vakið mikla athygli með því að byrja Íslandsmótið á því að vinna 5-0 sigra á bæði Þór/KA og Aftureldingu í fyrstu tveimur umferðunum. 26.5.2011 06:00 Real Madrid búið að reka Valdano Stjórn Real Madrid kom saman í kvöld og ákvað að reka framkvæmdarstjórann Jorge Valdano úr sínu starfi hjá félaginu. Var það gert til að styrkja stöðu Jose Mourinho knattspyrnustjóra hjá félaginu. 25.5.2011 23:30 Strákarnir unnu öðru sinni U-17 landslið karla í handknattleik vann í kvöld sex marka sigur á A-liði kvenna í æfingaleik sem fór fram í íþróttahúsinu í Digranesi í kvöld. 25.5.2011 22:34 Rúnar: Aldrei spurning eftir annað markið Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagðist aldrei hafa verið í rónni fyrr en KR komst í 0-2 á móti Stjörnunni en KR vann leik liðanna í Valitor-bikarnum, 0-3. 25.5.2011 22:16 Daníel: Vildi ekki láta mig detta eins og stelpa Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki par sáttur við dómara leiksins að hafa ekki dæmt á Baldur Sigurðsson þegar hann var sloppinn í gegnum vörn KR eftir rúmlega 20 mínútna leik í kvöld. 25.5.2011 22:06 Dofri: Æskudraumur að rætast Hinn ungi leikmaður KR. Dofri Snorrason, átti mjög fínan leik með KR sem lagði Stjörnuna í Garðabænum, 0-3. Dofri var sterkur í vörninni og átti magnaða spretti fram. Úr einum slíkum sprett skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir meistaraflokk félagsins. 25.5.2011 21:58 Gunnlaugur: Úrvalsdeildarliðin refsa Gunnlaugur Jónsson, þjálfari KA, sagði að sitt lið hefði átt að skora meira en eitt mark gegn Grindavík í kvöld. Lokatölur voru 1-2 fyrir Suðurnesjaliðið sem er komið áfram í Valitor bikarkeppninni. 25.5.2011 21:35 Ólafur: Heppnir að vera ekki refsað Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigur sinna manna á KA í kvöld. Hann stóð sjálfur vaktina í vörninni. 25.5.2011 21:27 Fram og Valur komust áfram Fjölmargir leikir fóru fram í 32-liða úrslitum Valitor-bikarkeppninnar í kvöld og má sjá úrslit þeirra alla hér fyrir neðan. 25.5.2011 21:15 Kristinn farinn í mál við félag sitt í Noregi Handknattleiksmaðurinn Kristinn Björgúlfsson er ekkert í allt of góðum málum í Noregi. Félag hans, Oppsal, hefur sagt upp samningi sínum við Kristin en það sættir hann sig ekki við og ætlar í hart við félagið. 25.5.2011 20:30 ÍBV og BÍ/Bolungarvík áfram í bikarnum Tveir leikir hófust klukkan 18.00 í Valitor-bikarkeppni karla og er þeim báðum lokið. ÍBV og BÍ/Bolungarvík tryggðu sér þá sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. 25.5.2011 20:18 Björgvin Páll aftur meistari í Sviss Björgvin Páll Gústavsson varð í kvöld meistari með svissneska liðinu Kadetten Schaffhausen annað árið í röð eftir stórsigur á Pfadi Winterthur. 25.5.2011 20:04 Eyjólfur skoraði fyrir SönderjyskE Eyjólfur Héðinsson skoraði síðara mark SönderjyskE sem vann 2-1 sigur á Álaborg á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 25.5.2011 19:57 Brown efstur á óskalista Lakers Fyrrum þjálfari Cleveland Cavaliers, Mike Brown, er sagður vera efstur á óskalista LA Lakers yfir arftaka Phil Jackson sem þjálfari félagsins. 25.5.2011 19:45 Kristján Örn og félagar slógu Stabæk úr leik Það var spilað í norsku bikarkeppninni í dag og voru nokkrir Íslendingar í eldlínunni. Pálmi Rafn Pálmason skoraði fyrir Stabæk en það dugði ekki til gegn B-deildarliðinu Hönefoss. 25.5.2011 19:35 Tiger: Þetta eru engin dómsdagsmeiðsli Læknar hafa tjáð Tiger Woods að meiðslin sem hann varð fyrir á Masters-mótinu eigi ekki að koma í veg fyrir að hann geti tekið þátt í US Open sem hefst um miðjan næsta mánuð. 25.5.2011 19:00 Umfjöllun: Bikarhefnd Grindvíkinga á KA Grindavík er komið í 16-liða úrslit Valitor-bikarsins eftir 1-2 sigur á KA í Boganum á Akureyri í kvöld. Sanngjörn úrslit í skemmtilegum leik. 25.5.2011 18:31 Umfjöllun: Öruggur sigur hjá KR á teppinu Teppið í Garðabæ reyndist KR ekki nein hindrun í kvöld er liðið sótti Stjörnuna heima í 32-liða úrslitum Valitor-bikarsins í knattspyrnu. KR-ingar beittari frá fyrstu mínútu og hreinlega óðu í færum í fyrri hálfleik sem þeim tókst ekki nýta. Voru hreint ótrúlegir klaufar fyrir framan markið. 25.5.2011 18:18 Versta byrjun Blikakvenna í 34 ár Kvennalið Breiðabliks hefur aðeins fengið eitt stig út úr fyrstu tveimur umferðum Pepsi-deildar kvenna og er í sjötta sæti deildarinnar. Það þarf að fara alla leið aftur til ársins 1977 til þess að finna samskonar byrjun hjá kvennaliði Breiðabliks. 25.5.2011 18:15 Sunnudagsmessan: Brot úr besta leik tímabilsins Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason gerðu upp leiktíðina í ensku úrvalsdeildinni á mánudagskvöldið í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport. Þar voru ýmis atvik dregin fram í sviðsljósið og þar á meðal besti leikur tímabilsins. Leikur Newcastle og Arsenal stóð upp úr að mati þeirra félaga og í myndbrotið úr leiknum segir allt sem segja þarf. 25.5.2011 17:30 AGK með fjórðu bestu aðsóknina í dönsku íþróttalífi Það var frábær aðsókn á leiki handboltaliðsins AGK í vetur sem fékk ótrúlegan endi er áhorfendaheimsmet var sett á Parken er rúmlega 36 þúsund manns sáu AGK vinna meistaratitilinn. 25.5.2011 17:00 Sigurður Gunnar og Jóhann Árni í Grindavík Grindvíkingar eru að fá stóran liðstyrk í körfunni því samkvæmt heimildum Víkurfrétta þá munu þeir Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Jóhann Árni Ólafsson skrifa undir samning við Grindavík í kvöld. Sigurður Gunnar kemur frá Keflavík en Jóhann Árni frá Njarðvík. 25.5.2011 16:37 Seedorf verður í eitt ár til viðbótar hjá AC Milan Hollenski miðjumaðurinn Clarence Seedorf hefur framlengt samning sinn við ítalska liðið AC Milan um eitt ár og verður því áfram hjá ítölsku meisturunum eins og reynsluboltarnir Filippo Inzaghi, Alessandro Nesta og Mark van Bommel. 25.5.2011 16:30 Úrslitaleikurinn á Wembley: Gamli og nýi tíminn mætast Þjálfari Man Utd, Sir Alex Ferguson, hyggur vafalítið á hefndir fyrir 2-0 tapið gegn Barcelona í úrslitaleiknum í Róm fyrir tveimur árum. Ferguson þótti tapið sérstaklega sárt en hann hefur lítið viljað ræða leikinn við fjölmiðla síðan. Sjaldan hefur lið hans verið jafn yfirspilað og gegn liðsmönnum Guardiola það kvöld. Ljóst er að Ferguson vill ekki upplifa slíka niðurlægingu aftur. 25.5.2011 16:00 Sunnudagsmessan: Fallegustu mörkin í vetur Keppnistímabilið í ensku úrvalsdeildinni var gert upp í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport á mánudaginn. Þar völdu sérfræðingar þáttarins fallegustu mörkin á tímabilinu. 25.5.2011 15:30 Ein sterkasta flugan snemmsumars í vatnaveiðinni Fyrir þá sem eru duglegir að hnýta þá skellum við einni mynd af flugu sem hefur verið gífurlega sterk undanfarin ár í vötnum eins og Elliðavatni, Vífilstaðavatni, Meðalfellsvatni og víðar. Hún eiginlega veiðir vel í öllum vötnum á þessum árstíma þegar stærsti hluti ætis hjá bleikjunni eru mýpúpur. 25.5.2011 15:29 Hreinsun hjá Redknapp: Fjórtán leikmenn á sölulista hjá Tottenham Harry Redknapp, stjóri Tottenham, ætlar sér að hreinsa til hjá félaginu og endurnýja leikmannahópinn fyrir næstu leiktíð. Tottenham endaði í 5. sæti í vetur og mun keppa í Evrópudeildinni á næsta tímabili. 25.5.2011 14:45 Kári búinn að jafna sig eftir erfið veikindi Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er að stíga upp úr mjög alvarlegum veikindum og mun taka þátt í sínum fyrsta leik af fullum krafti um helgina. Kári fékk sýkingu í kirtlana sem leiddi síðan út í blóðið og fór þaðan í lungun. 25.5.2011 14:15 Helga Margrét og Ásdís keppa á Laugardalsvellinum í kvöld Tvær fremstu frjálsíþróttakonur landsins, Ármenningarnir Helga Margrét Þorsteinsdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir, verða báðar í eldlínunni í kvöld þegar JJ-mót Ármanns fer fram á Laugardalsvellinum. Þetta er í fyrsta sinn sem þær stöllur keppa á Íslandi á þessu ári. 25.5.2011 13:30 Sjá næstu 50 fréttir
Breiðablik gæti þurft að spila í varabúningi á heimavelli Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti 2. deildarliði Völsungs í Valitor-bikarnum í kvöld. Sú einkennilega staða gæti komið upp að Blikar yrðu að leika í varabúningi sínum á heimavelli. 26.5.2011 13:30
Jesper Gronkjær leikur síðasta leikinn á ferlinum á sunnudaginn Jesper Gronkjær ætlar að leggja skóna á hilluna eftir lokaleik tímabilsins á sunnudaginn en þessi 33 ára leikmaður vill hætta á toppnum. Gronkjær var danskur meistari með Sölva Geir Ottesen hjá FC Kaupmannahöfn á þessu tímabili en FCK vann yfirburðarsigur í dönsku deildinni og komst í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. 26.5.2011 13:00
Óðinn var stjarnan á JJ-móti Ármanns í gær FH-ingurinn Óðinn Björn Þorsteinsson náði bestum árangri á JJ-móti Ármanns sem fór fram á Laugardalsvellinum í gær. Helga Margrét Þorsteinsdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir sigruðu báðar í sínum greinum en voru aðeins frá sínu besta. Fremur kalt var í veðri sem hafði greinileg áhrif á árangur, sérstaklega í spretthlaups- og tæknigreinum. 26.5.2011 12:15
Eiður Smári og félagar fá sæti í Evrópudeildinni Fulham mun fá sæti í Evrópudeildinni á næsta tímabili þökk sé góðri framkomu liðsins inn á vellinum á nýloknu tímabili. England fékk aukasæti í Evrópudeildinni fyrir að koma vel út á prúðmennsku-mælikvarða UEFA og Fulham var prúðasta lið ensku úrvalsdeildarinnar á leiktíðinni af þeim liðum sem höfðu ekki tryggt sér sæti í Evrópukeppni næsta vetur. 26.5.2011 11:45
Ragnar samdi við FH - Ásbjörn og Ólafur framlengdu Íslandsmeistarar FH í handbolta karla gengu frá samningum við fimm leikmenn í gær, fjórir leikmenn framlengdu samning sinn við félagið og þá gerði Selfyssingurinn Ragnar Jóhannsson, markahæsti leikmaður N1 deildar karla á síðustu leiktíð, eins árs samning við FH. 26.5.2011 11:15
Styttist í opnun Laxárdals og Mývatnssveitar Urriðasvæðin í Laxárdal og Mývatnssveit opna næstu helgi. Árnefndin hefur staðið í stórræðum og væntingar veiðimanna miklar fyrir sumarið.Samkvæmt upplýsingum frá árnefnd þá hóf hún vorstörf í Laxárdal og Mývatnssveit 28. apríl sl. Þegar þetta er ritað er þeim enn ekki alveg lokið. Allt verður þó klárt fyrir opnun 29. maí. Stóra verkefnið þetta vorið var að mála veiðihúsið Hof í Mývatnssveit. Þess vegna var afráðið að fjölga í árnefndinni í 14 manns til að tryggja að verkefnið kláraðist fyrir opnun. Ekki náðu þó allir í árnefndinni að taka þátt í vorverkunum. 26.5.2011 10:47
Sir Alex má eyða mun meiri pening í sumar en síðustu ár Eigendur Manchester United hafa gefið stjóranum Sir Alex Ferguson grænt ljós á að styrkja liðið sitt í sumar og mun Skotinn snjalli fá mun meiri pening í leikmenn í sumar en hann hefur fengið undanfarin ár ef marka má heimildir Guardian. 26.5.2011 10:45
Ungverji dæmir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Ungverjinn Viktor Kassai mun dæma úrslitaleik Meistaradeildarinnar á milli Barcelona og Manchester United en leikurinn fer fram á Wembley á laugardaginn og eftirlitsmaður UEFA er Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. 26.5.2011 10:15
Vettel rétt á undan Alonso í Mónakó Sebastain Vettel á Red Bull náði besta tíma á fyrstu æfingu fyrir Mónakó kappaksturinn sem verður á sunnudaginn. Fyrsta og önnur æfing fer fram á fimmtudögum samkvæmt hefð i Mónakó, ekki á föstudögum eins og í öðrum mótum. Vettel var 0.113 sekúndum á undan Fernando Alonso á Ferrari æfingunni, en Nico Rosberg 'a Mercedes varð þriðji. 26.5.2011 10:08
Gróska í veiðiþáttum í sumar Það verður gott framboð af veiðiþáttum á næstunni sem hlýtur að vera gleðiefni fyrir alla veiðimenn. Gunnar Bender verður á ferðinni í sumar og þættirnir hans eru sýndir á ÍNN öll miðvikudagskvöld klukkan 20:30. Veitt með Vinum sería 6 er líka í tökum og veiðimenn geta átt von á að sjá það tökulið víða um land í sumar, m.a. að prófa nýjar neðanvatnsmyndavélar. Væntanlegir tökustaðir eru t.d. Tungulækur, Jökla, Affallið o.fl. Veitt með Vinum eru sýndir á Stöð 2 Sport. 26.5.2011 09:49
Kolo Touré fær að vita það í dag hversu langt bannið verður Kolo Touré, leikmaður Manchester City, fær að vita það í dag hvort að hann verður dæmdur í bann fyrir að falla lyfjprófi og hversu langt þá bannið verður. Touré kemur í dag fyrir framan aganefnd enska knattspyrnusambandsins þar sem hann mun skýra frá sinni hlið málsins. 26.5.2011 09:45
Ekkert hlustað á Kobe þegar Mike Brown var ráðinn Bandarískir fjölmiðlamenn eru að hneykslast á því í dag að forráðamenn Los Angeles Lakers hafi ekkert talað við Kobe Bryant, aðalstjörnu liðsins, áður en þeir réðu Mike Brown, fyrrum þjálfara Cleveland, sem eftirmann Phil Jackson. Brown var ráðinn þjálfari Lakers í nótt og Bryant fékk í framhaldinu sms-skilaboð um að hann væri kominn með nýjan þjálfara. 26.5.2011 09:15
NBA: Dallas í úrslitin eftir þriðja sigurinn í röð á Oklahoma City Dallas Mavericks tryggði sér í nótt sæti í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 100-96 heimasigur á Oklahoma City Thunder en Dallas vann einvígið þar með 4-1 efrir að hafa unnið þrjá síðustu leikina. Dallas hefur unnið 10 af síðustu 11 leikjum sínum í úrslitakeppninni og er komið í úrslitin í fyrsta sinn síðan 2006. 26.5.2011 09:00
Ég set pressu á sjálfan mig Kristinn Steindórsson skoraði þrennu í 3-1 sigri Breiðabliks á Fylki í 5. umferð Pepsi-deild karla og er besti leikmaður umferðarinnar að mati Fréttablaðsins. Leik Þórs og FH var frestað fram í júní og er hann að sjálfsögðu ekki með í samantekt Fréttablaðsins. 26.5.2011 08:00
Kvaddi Sviss með viðeigandi hætti Björgvin Páll Gústavsson varð í gær svissneskur meistari með Kadetten Schaffhausen, annað árið í röð. Reyndar unnu Björgvin og félagar alla titlana sem í boði voru í vetur, rétt eins og í fyrra. 26.5.2011 07:00
Ætlum okkur titilinn "Við ætlum okkur titilinn og ekkert kjaftæði,“ sagði ákveðinn formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, Magnús Andri Hjaltason, en félagið gekk í gær frá samningum við þá Sigurð Þorsteinsson og Jóhann Árna Ólafsson. 26.5.2011 06:30
Besta byrjun nýliða í áratug Nýliðar ÍBV í Pepsi-deild kvenna hafa vakið mikla athygli með því að byrja Íslandsmótið á því að vinna 5-0 sigra á bæði Þór/KA og Aftureldingu í fyrstu tveimur umferðunum. 26.5.2011 06:00
Real Madrid búið að reka Valdano Stjórn Real Madrid kom saman í kvöld og ákvað að reka framkvæmdarstjórann Jorge Valdano úr sínu starfi hjá félaginu. Var það gert til að styrkja stöðu Jose Mourinho knattspyrnustjóra hjá félaginu. 25.5.2011 23:30
Strákarnir unnu öðru sinni U-17 landslið karla í handknattleik vann í kvöld sex marka sigur á A-liði kvenna í æfingaleik sem fór fram í íþróttahúsinu í Digranesi í kvöld. 25.5.2011 22:34
Rúnar: Aldrei spurning eftir annað markið Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagðist aldrei hafa verið í rónni fyrr en KR komst í 0-2 á móti Stjörnunni en KR vann leik liðanna í Valitor-bikarnum, 0-3. 25.5.2011 22:16
Daníel: Vildi ekki láta mig detta eins og stelpa Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, var ekki par sáttur við dómara leiksins að hafa ekki dæmt á Baldur Sigurðsson þegar hann var sloppinn í gegnum vörn KR eftir rúmlega 20 mínútna leik í kvöld. 25.5.2011 22:06
Dofri: Æskudraumur að rætast Hinn ungi leikmaður KR. Dofri Snorrason, átti mjög fínan leik með KR sem lagði Stjörnuna í Garðabænum, 0-3. Dofri var sterkur í vörninni og átti magnaða spretti fram. Úr einum slíkum sprett skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir meistaraflokk félagsins. 25.5.2011 21:58
Gunnlaugur: Úrvalsdeildarliðin refsa Gunnlaugur Jónsson, þjálfari KA, sagði að sitt lið hefði átt að skora meira en eitt mark gegn Grindavík í kvöld. Lokatölur voru 1-2 fyrir Suðurnesjaliðið sem er komið áfram í Valitor bikarkeppninni. 25.5.2011 21:35
Ólafur: Heppnir að vera ekki refsað Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálfari Grindavíkur, var ánægður með sigur sinna manna á KA í kvöld. Hann stóð sjálfur vaktina í vörninni. 25.5.2011 21:27
Fram og Valur komust áfram Fjölmargir leikir fóru fram í 32-liða úrslitum Valitor-bikarkeppninnar í kvöld og má sjá úrslit þeirra alla hér fyrir neðan. 25.5.2011 21:15
Kristinn farinn í mál við félag sitt í Noregi Handknattleiksmaðurinn Kristinn Björgúlfsson er ekkert í allt of góðum málum í Noregi. Félag hans, Oppsal, hefur sagt upp samningi sínum við Kristin en það sættir hann sig ekki við og ætlar í hart við félagið. 25.5.2011 20:30
ÍBV og BÍ/Bolungarvík áfram í bikarnum Tveir leikir hófust klukkan 18.00 í Valitor-bikarkeppni karla og er þeim báðum lokið. ÍBV og BÍ/Bolungarvík tryggðu sér þá sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. 25.5.2011 20:18
Björgvin Páll aftur meistari í Sviss Björgvin Páll Gústavsson varð í kvöld meistari með svissneska liðinu Kadetten Schaffhausen annað árið í röð eftir stórsigur á Pfadi Winterthur. 25.5.2011 20:04
Eyjólfur skoraði fyrir SönderjyskE Eyjólfur Héðinsson skoraði síðara mark SönderjyskE sem vann 2-1 sigur á Álaborg á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. 25.5.2011 19:57
Brown efstur á óskalista Lakers Fyrrum þjálfari Cleveland Cavaliers, Mike Brown, er sagður vera efstur á óskalista LA Lakers yfir arftaka Phil Jackson sem þjálfari félagsins. 25.5.2011 19:45
Kristján Örn og félagar slógu Stabæk úr leik Það var spilað í norsku bikarkeppninni í dag og voru nokkrir Íslendingar í eldlínunni. Pálmi Rafn Pálmason skoraði fyrir Stabæk en það dugði ekki til gegn B-deildarliðinu Hönefoss. 25.5.2011 19:35
Tiger: Þetta eru engin dómsdagsmeiðsli Læknar hafa tjáð Tiger Woods að meiðslin sem hann varð fyrir á Masters-mótinu eigi ekki að koma í veg fyrir að hann geti tekið þátt í US Open sem hefst um miðjan næsta mánuð. 25.5.2011 19:00
Umfjöllun: Bikarhefnd Grindvíkinga á KA Grindavík er komið í 16-liða úrslit Valitor-bikarsins eftir 1-2 sigur á KA í Boganum á Akureyri í kvöld. Sanngjörn úrslit í skemmtilegum leik. 25.5.2011 18:31
Umfjöllun: Öruggur sigur hjá KR á teppinu Teppið í Garðabæ reyndist KR ekki nein hindrun í kvöld er liðið sótti Stjörnuna heima í 32-liða úrslitum Valitor-bikarsins í knattspyrnu. KR-ingar beittari frá fyrstu mínútu og hreinlega óðu í færum í fyrri hálfleik sem þeim tókst ekki nýta. Voru hreint ótrúlegir klaufar fyrir framan markið. 25.5.2011 18:18
Versta byrjun Blikakvenna í 34 ár Kvennalið Breiðabliks hefur aðeins fengið eitt stig út úr fyrstu tveimur umferðum Pepsi-deildar kvenna og er í sjötta sæti deildarinnar. Það þarf að fara alla leið aftur til ársins 1977 til þess að finna samskonar byrjun hjá kvennaliði Breiðabliks. 25.5.2011 18:15
Sunnudagsmessan: Brot úr besta leik tímabilsins Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason gerðu upp leiktíðina í ensku úrvalsdeildinni á mánudagskvöldið í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport. Þar voru ýmis atvik dregin fram í sviðsljósið og þar á meðal besti leikur tímabilsins. Leikur Newcastle og Arsenal stóð upp úr að mati þeirra félaga og í myndbrotið úr leiknum segir allt sem segja þarf. 25.5.2011 17:30
AGK með fjórðu bestu aðsóknina í dönsku íþróttalífi Það var frábær aðsókn á leiki handboltaliðsins AGK í vetur sem fékk ótrúlegan endi er áhorfendaheimsmet var sett á Parken er rúmlega 36 þúsund manns sáu AGK vinna meistaratitilinn. 25.5.2011 17:00
Sigurður Gunnar og Jóhann Árni í Grindavík Grindvíkingar eru að fá stóran liðstyrk í körfunni því samkvæmt heimildum Víkurfrétta þá munu þeir Sigurður Gunnar Þorsteinsson og Jóhann Árni Ólafsson skrifa undir samning við Grindavík í kvöld. Sigurður Gunnar kemur frá Keflavík en Jóhann Árni frá Njarðvík. 25.5.2011 16:37
Seedorf verður í eitt ár til viðbótar hjá AC Milan Hollenski miðjumaðurinn Clarence Seedorf hefur framlengt samning sinn við ítalska liðið AC Milan um eitt ár og verður því áfram hjá ítölsku meisturunum eins og reynsluboltarnir Filippo Inzaghi, Alessandro Nesta og Mark van Bommel. 25.5.2011 16:30
Úrslitaleikurinn á Wembley: Gamli og nýi tíminn mætast Þjálfari Man Utd, Sir Alex Ferguson, hyggur vafalítið á hefndir fyrir 2-0 tapið gegn Barcelona í úrslitaleiknum í Róm fyrir tveimur árum. Ferguson þótti tapið sérstaklega sárt en hann hefur lítið viljað ræða leikinn við fjölmiðla síðan. Sjaldan hefur lið hans verið jafn yfirspilað og gegn liðsmönnum Guardiola það kvöld. Ljóst er að Ferguson vill ekki upplifa slíka niðurlægingu aftur. 25.5.2011 16:00
Sunnudagsmessan: Fallegustu mörkin í vetur Keppnistímabilið í ensku úrvalsdeildinni var gert upp í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport á mánudaginn. Þar völdu sérfræðingar þáttarins fallegustu mörkin á tímabilinu. 25.5.2011 15:30
Ein sterkasta flugan snemmsumars í vatnaveiðinni Fyrir þá sem eru duglegir að hnýta þá skellum við einni mynd af flugu sem hefur verið gífurlega sterk undanfarin ár í vötnum eins og Elliðavatni, Vífilstaðavatni, Meðalfellsvatni og víðar. Hún eiginlega veiðir vel í öllum vötnum á þessum árstíma þegar stærsti hluti ætis hjá bleikjunni eru mýpúpur. 25.5.2011 15:29
Hreinsun hjá Redknapp: Fjórtán leikmenn á sölulista hjá Tottenham Harry Redknapp, stjóri Tottenham, ætlar sér að hreinsa til hjá félaginu og endurnýja leikmannahópinn fyrir næstu leiktíð. Tottenham endaði í 5. sæti í vetur og mun keppa í Evrópudeildinni á næsta tímabili. 25.5.2011 14:45
Kári búinn að jafna sig eftir erfið veikindi Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er að stíga upp úr mjög alvarlegum veikindum og mun taka þátt í sínum fyrsta leik af fullum krafti um helgina. Kári fékk sýkingu í kirtlana sem leiddi síðan út í blóðið og fór þaðan í lungun. 25.5.2011 14:15
Helga Margrét og Ásdís keppa á Laugardalsvellinum í kvöld Tvær fremstu frjálsíþróttakonur landsins, Ármenningarnir Helga Margrét Þorsteinsdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir, verða báðar í eldlínunni í kvöld þegar JJ-mót Ármanns fer fram á Laugardalsvellinum. Þetta er í fyrsta sinn sem þær stöllur keppa á Íslandi á þessu ári. 25.5.2011 13:30