Eyðimerkurgöngu FH-inga lokið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. maí 2011 08:00 Sigurgeir Árni Ægisson, fyrirliði FH, lyftir hér bikarnum góða á loft en félagið varð í gær Íslandsmeistari á ný eftir nítján ára bið. Fréttablaðið/HAG Einbeittir, grimmir og sterkir FH-ingar lögðu Akureyri, 28-24, í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. FH vann rimmuna 3-1 og er vel að titlinum komið. Það var algjörlega frábær stemning í Kaplakrika í gær. Um 3.000 manns troðfylltu kofann og mynduðu stórkostlega stemningu allan leikinn. Áhorfendamet var sett í Krikanum. Svo mikill var hávaðinn í húsinu að vart var hægt að tala saman og húsið hreinlega nötraði út af látunum. FH-ingar mættu mun betur stemmdir til leiksins. Voru miklu grimmari í öllum sínum aðgerðum á meðan norðanmenn voru hikandi og stressaðir. Ef Sveinbjörn Pétursson hefði ekki átt í markinu hefði FH líklega gengið frá leiknum í fyrri hálfleik. Sveinbjörn varði eins og berserkur og það skot í öllum regnbogans litum. Markvarsla hans varð þess valdandi að Akureyri hékk inn í leiknum. Pálmar var einnig sterkur hinum megin og í sókn FH fór Ólafur Guðmundsson mikinn. Eftir þrjú misheppnuð skot kviknaði á Guðmundi Hólmari og hann hélt sóknarleik Akureyrar á floti með fimm mörkum. Aðeins tveimur mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 13-11. FH var með yfirhöndina áfram í seinni hálfleik en ólseigir Akureyringar neituðu að gefast upp og komu hvað eftir annað til baka leiddir af Heimi Erni Árnasyni. Hinum megin var Daníel Andrésson kominn í markið og hann fór mikinn í síðari hálfleik. Þegar á reyndi voru FH-ingar beittari og hreinlega betri. Akureyringar virkuðu þreyttir og vantaði kraft til þess að klára leikinn. Baráttan og löngunin dugði ekki til. Akureyri hreinlega tapaði fyrir betra liði að þessu sinni. Það hefur verið mikill stígandi í leik FH-inga alla leiktíðina og liðinu tókst að raða saman púslubitunum og toppa þegar mest á reyndi. Liðsheildin var sterk hjá liðinu. Pálmar hefur verið fínn í markinu og Daníel síðan stigið upp síðustu vikur með miklum látum. Ólafur Guðmundsson og Ásbjörn hafa leitt sóknarleikinn og Sigurgeir Árni bundið saman vörnina af myndarskap. Logi Geirsson og Baldvin Þorsteinsson hafa svo fært liðinu reynslu, kraft og trú. Þeir Kristján og Einar Andri bjuggu til flott lið í vetur sem stóð undir þeim væntingum sem voru gerðar til þess og lönduðu þeim stóra. „Þegar ég ákvað að koma aftur í boltann vissi ég að þetta væri möguleiki. Ég vissi líka að það yrði mikil vinna að búa til sjálfstraust,“ sagði sigurreifur þjálfari FH, Kristján Arason, en hann þjálfaði einnig FH-liðið er það vann síðast fyrir nítján árum. „Þetta er búin að vera þrautaganga. Flestir þessara stráka eru rétt í kringum tvítugt en við höfum verið á stöðugri uppleið síðan í nóvember. Strákarnir voru einbeittir í allan vetur að fara alla leið og þeir eiga þetta svo sannarlega skilið. Ég á vart til orð að lýsa því hversu stoltur ég er af þeim,“ sagði Kristján og brosti allan hringinn. Olís-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Einbeittir, grimmir og sterkir FH-ingar lögðu Akureyri, 28-24, í fjórða leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. FH vann rimmuna 3-1 og er vel að titlinum komið. Það var algjörlega frábær stemning í Kaplakrika í gær. Um 3.000 manns troðfylltu kofann og mynduðu stórkostlega stemningu allan leikinn. Áhorfendamet var sett í Krikanum. Svo mikill var hávaðinn í húsinu að vart var hægt að tala saman og húsið hreinlega nötraði út af látunum. FH-ingar mættu mun betur stemmdir til leiksins. Voru miklu grimmari í öllum sínum aðgerðum á meðan norðanmenn voru hikandi og stressaðir. Ef Sveinbjörn Pétursson hefði ekki átt í markinu hefði FH líklega gengið frá leiknum í fyrri hálfleik. Sveinbjörn varði eins og berserkur og það skot í öllum regnbogans litum. Markvarsla hans varð þess valdandi að Akureyri hékk inn í leiknum. Pálmar var einnig sterkur hinum megin og í sókn FH fór Ólafur Guðmundsson mikinn. Eftir þrjú misheppnuð skot kviknaði á Guðmundi Hólmari og hann hélt sóknarleik Akureyrar á floti með fimm mörkum. Aðeins tveimur mörkum munaði á liðunum í hálfleik, 13-11. FH var með yfirhöndina áfram í seinni hálfleik en ólseigir Akureyringar neituðu að gefast upp og komu hvað eftir annað til baka leiddir af Heimi Erni Árnasyni. Hinum megin var Daníel Andrésson kominn í markið og hann fór mikinn í síðari hálfleik. Þegar á reyndi voru FH-ingar beittari og hreinlega betri. Akureyringar virkuðu þreyttir og vantaði kraft til þess að klára leikinn. Baráttan og löngunin dugði ekki til. Akureyri hreinlega tapaði fyrir betra liði að þessu sinni. Það hefur verið mikill stígandi í leik FH-inga alla leiktíðina og liðinu tókst að raða saman púslubitunum og toppa þegar mest á reyndi. Liðsheildin var sterk hjá liðinu. Pálmar hefur verið fínn í markinu og Daníel síðan stigið upp síðustu vikur með miklum látum. Ólafur Guðmundsson og Ásbjörn hafa leitt sóknarleikinn og Sigurgeir Árni bundið saman vörnina af myndarskap. Logi Geirsson og Baldvin Þorsteinsson hafa svo fært liðinu reynslu, kraft og trú. Þeir Kristján og Einar Andri bjuggu til flott lið í vetur sem stóð undir þeim væntingum sem voru gerðar til þess og lönduðu þeim stóra. „Þegar ég ákvað að koma aftur í boltann vissi ég að þetta væri möguleiki. Ég vissi líka að það yrði mikil vinna að búa til sjálfstraust,“ sagði sigurreifur þjálfari FH, Kristján Arason, en hann þjálfaði einnig FH-liðið er það vann síðast fyrir nítján árum. „Þetta er búin að vera þrautaganga. Flestir þessara stráka eru rétt í kringum tvítugt en við höfum verið á stöðugri uppleið síðan í nóvember. Strákarnir voru einbeittir í allan vetur að fara alla leið og þeir eiga þetta svo sannarlega skilið. Ég á vart til orð að lýsa því hversu stoltur ég er af þeim,“ sagði Kristján og brosti allan hringinn.
Olís-deild karla Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira