Handbolti

Kiel steinlá fyrir Magdeburg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Nordic Photos / Bongarts
Kiel mátti í kvöld sætta sig við sex marka tap gegn Magdeburg á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, 30-24. Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel.

Kiel varð Þýskalands- og Evrópumeistari í fyrra en er nú fallið úr leik í Meistaradeildinni og á varla möguleika á að ná toppliði Hamburg að stigum í þýsku úrvalsdeildinni.

Liðið er í öðru sæti deildarinnar með 49 stig en Rhein-Neckar Löwen og Füchse Berlin, lið þeirra Guðmundar Guðmundssonar og Dags Sigurðssonar, eru tveimur stigum á eftir og eiga bæði leik til góða.

Magdeburg var ávallt skrefinu á undan í leiknum í kvöld en staðan í hálfleik var 15-12. Heimamenn skoruðu svo fyrstu þrjú mörkin í seinni hálfleik og voru með örugga forystu allt til leiksloka.

Aron Pálmarsson leikur með Kiel og skoraði þrjú mörk í leiknum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×