Fleiri fréttir

Lið vetrarins hjá goal.com

Strákarnir á vefsíðunni goal.com fylgjast vel með Evrópuboltanum og þeir hafa nú valið úrvalslið sitt fyrir fyrri hluta leiktíðarinnar í ár.

Almeida ákvað að fara til Tyrklands

Portúgalski framherjinn Hugo Almeida hefur ákveðið að skipta um félag þessi jólin því tyrkneska liðið Besiktas er búið að kaupa hann frá þýska liðinu Werder Bremen. Kaupverðið er 2 milljónir evra.

Ballack þarf að sanna sig upp á nýtt

Oliver Bierhoff, sem er framkvæmdastjóri þýska landsliðsins, segir að það sé ekkert sjálfgefið að Michael Ballack verði valinn í þýska landsliðið á nýjan leik.

Maradona ætlar að kæra Grondona

Diego Armando Maradona hefur ekki sagt sitt síðasta orð við Julio Grondona, formann argentínska knattspyrnusambandsins, því Maradona ætlar að stefna formanninum.

Ronaldinho fær ekki að fara í janúar

Brasilíumaðurinn Ronaldinho mun líklega klára tímabilið með AC Milan þó svo hann sé búinn að semja við brasilíska félagið Gremio og Milan sé búið að kaupa Antonio Cassano frá Sampdoria.

Silva: Enska deildin skemmtilegri en sú spænska

Spænski landsliðsmaðurinn David Silva virðist njóta lífsins í ensku úrvalsdeildinni því hann segir hana vera skemmtilegri en spænska úrvalsdeildin. Silva segist njóta þess mun meira að spila í ensku deildinni.

Messi. Ég verð ekki valinn bestur

Lionel Messi er einstaklega hógvær maður og man Vísir ekki eftir því að það hafi verið birt neikvæð frétt um þennan geðuga Argentínumann sem virðist vera algjörlega til fyrirmyndar innan vallar sem utan.

Kobe tekur á móti LeBron James í kvöld

Það er boðið upp á jólakörfuboltaveislu á Stöð 2 Sport klukkan 22.00 í kvöld þegar LA Lakers tekur a móti Miami Heat. Þar mætast tveir bestu körfuboltamenn heims, Kobe Bryant og LeBron James.

Cole: Við munum koma til baka

Bakvörðurinn Ashley Cole segir að hann og félagar hans hjá Chelsea séu ekki af baki dottnir þrátt fyrir dapurt gengi síðustu vikur. Hann segir að það sé aðeins tímaspursmál þangað til Chelsea verður aftur komið í toppform.

Leonardo tekur við Inter

Leikfléttan í kringum þjálfaramál Inter kom engum á óvart. Brasilíumaðurinn Leonardo tók við liðinu af Rafa Benitez en þessu hafa fjölmiðlar verið að spá í margar vikur.

Skemmtilegur jólaslagari um Kobe

Söngvaskáldið Ryan Parker er duglegur að setja saman sniðug lög og myndbönd á Youtube.Hann hefur nú gert hressandi lag um Kobe Bryant.

Wenger kreisti fram bros í jólakveðju Arsenal

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, verður seint sakaður um að brosa of mikið. Hann losar þó um bindið í jólakveðju Arsenal og býður upp á eitt bros í tilefni jólanna.

Nowitzki með fyndin hreindýrahorn

Leikmenn NBA-liðsins Dallas Mavericks virðast ekki eiga mikla framtíð fyrir sér sem söngvarar ef mið er tekið af frammistöðu þeirra í jólamyndbandi félagsins.

Neuer orðaður við FC Bayern og Man. Utd

Þýski markvörðurinn Manuel Neuer virðist vera á förum frá Schalke en hann hefur hingað til ekki viljað skrifa undir nýjan samning við félagið en núverandi samningur rennur út árið 2012. Það þýðir að Schalke verður helst að selja hann næsta sumar ef hann fæst ekki til þess að skrifa undir nýjan samning.

Tiger fær ekki fleiri fríar rakvélar

Tiger Woods hefur átt skelfilegt ár innan sem utan vallar og veislunni er ekki lokið. Nu hefur Gillette tilkynnt að það ætli sér ekki að framlengja samning sinn við Tiger sem rennur út um áramót.

Balotelli mætti vera hressari

Margir myndu eflaust segja að það rigni upp í nefið á Mario Balotelli, leikmanni Man. City, en hann lét hafa eftir sér á dögunum að hann væri næstbesti leikmaður heims á eftir Lionel Messi.

Ferguson efast stundum um sjálfan sig

Þrátt fyrir að vera með ólíkindum farsæll knattspyrnustjóri þá segist Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, stundum efast um hæfileika sína í starfi.

Tevez ætti kannski að biðjast afsökunar

Þar sem búið er að afgreiða öll mál Man. City og Carlos Tevez er stjóri liðsins, Roberto Mancini, loksins farinn að gagnrýna leikmanninn til tilbreytingar.

Ferguson vill ekki semja við Beckham

Draumur David Beckham um að spila aftur fyrir Man. Utd hefur endanlegaverið eyðilagður því Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur engan áhuga á því að semja við eins gamlan leikmann og Beckham.

NBA: Orlando stöðvaði San Antonio

Orlando er komið með þrjá nýja leikmenn og þeir áttu fínan leik í nótt er Orlando batt enda á tíu leikja sigurgöngu San Antonio Spurs í NBA-deildinni.

Allt lagt undir um hátíðirnar

Eins og ávallt í ensku úrvalsdeildinni er mikið um annir hjá liðum deildarinnar um hátíðirnar. Framundan eru fjórar umferðir sem fara fram á aðeins tólf dögum en ballið byrjar með níu leikjum á sunnudag, öðrum degi jóla.

Mourinho: Ég er besti þjálfari ársins en ekki del Bosque

Jose Mourinho segist eiga skilið að vera kosinn þjálfari frekar en Vicente del Bosque sem á árinu gerði Spánverja að heimsmeisturum í fyrsta sinn í sögunni. Mourinho tjáði sig frjálslega um verðlaunin í viðtali við ítalska blaðið Gazzetta dello sport.

Loforð Mourinho kveikti í leikmönnum Real Madrid í gær

Real Madrid fór á kostum í síðasta leik sínum á árinu í gær og vann þá 8-0 sigur á Levante í spænska Konungsbikarnum. José Mourinho, þjálfari Real Madrid, sagði að loforð sitt fyrir leikinn hafði kveikt í sínum mönnum en bæði Cristiano Ronaldo og Karim Benzema skoruðu þrennu í þessum stórsigri.

Filip Jicha fyrsti handboltamaðurinn inn á topp tíu í Tékklandi í 60 ár

Alfreð Gíslason hefur heldur betur náð því besta út úr Tékkanum Filip Jicha síðan að hann tók við liði Kiel. Jicha átti frábært ár með Kiel í þýska handboltanum og var valinn besti leikmaðurinn á EM í Austurríki í ársbyrjun. Hann varð fyrir vikið í 6. sæti í kosningunni á Íþróttamanni ársins í Tékklandi sem var sögulegur árangur fyrir handboltamann.

Carmelo Anthony missti systur sína

Carmelo Anthony, aðalstjarna NBA-körfuboltaliðsins Denver Nuggets, var ekki með liðinu á móti San Antonio Spurs í nótt. Hann fékk leyfi til að fara heim til fjölskyldu sinnar eftir að systir hans dó.

Ajax sló AZ Alkmaar út úr hollenska bikarnum

Ajax Amsterdam vann 1-0 sigur á AZ Alkmaar í sextán liða úrslitum hollenska bikarsins í kvöld og hefndi þar með fyrir 2-0 tap á móti AZ í deildarleik liðanna á dögunum. Kolbeinn skoraði annað marka AZ í deildarsigrinum en fékk samt aðeins að spila í 17 mínútur í kvöld.

Hodgson: Jovanovic enn leikmaður Liverpool

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, gefur lítið fyrir þær sögusagnir að félagið ætli sér að selja Milan Jovanovic þegar að félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Wenger: Nani hlýtur þá að vera 1600 sinnum gáfaðari en ég

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, skaut svolítið kaldhæðnislega á Nani, leikmann Manchester United, á blaðamannafundi í dag . Frakkinn var þá að svara Portúgalanum fyrir að segja að Arsenal ætti enga möguleika á því að vinna enska meistaratitilinn í ár.

Platini verður forseti UEFA næstu fjögur árin

Frakkinn Michel Platini verður endurkjörin forseti UEFA eftir að ljóst varð að hann verður einn í kjöri á næsta ári. Fresturinn til að bjóða sig fram rann út í dag.

Colchester vill fá Matthías að láni í janúar

Enska C-deildarliðið Colchester United hefur mikinn áhuga á því að fá fyrirliða bikarmeistara FH, Matthías Vilhjálmsson, að láni í janúar. Matthías fór til reynslu til félagsins í síðasta mánuði. Þetta kemur fram á BBC í dag.

Sigfús í viðræðum við Emsdetten

Sigfús Sigurðsson á enn í viðræðum við Emsdetten um nýjan samning en upphaflega var áætlað að hann myndi spila með liðinu til jóla.

Ragnar seldur til Ísraels?

Ragnar Sigurðsson, leikmaður IFK Gautaborgar í Svíþjóð, gæti verið á leið til Maccabi Haifa í Ísrael ef marka má fréttir þaðan.

Owen klár í slaginn með United

Michael Owen segist vera leikfær og reiðubúinn til að láta aftur til sín taka á vellinum með Manchester United.

Sjá næstu 50 fréttir