Handbolti

Sigfús í viðræðum við Emsdetten

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sigfús Sigurðsson.
Sigfús Sigurðsson.

Sigfús Sigurðsson á enn í viðræðum við Emsdetten um nýjan samning en upphaflega var áætlað að hann myndi spila með liðinu til jóla.

Síðan Sigfús kom til félagsins fyrir sjö vikum síðan hefur liðið unnið sex af sjö leikjum sínum og hefur Sigfús slegið í gegn hjá stuðningsmönnum Emsdetten. Patrekur Jóhannesson er þjálfari liðsins.

„Mér hefur liðið afar vel í Emsdetten og myndi gjarnan vilja vera hérna áfram," sagði hann í samtali við þýska fjölmiðla. „En umræður um nýjan samning sem myndi gilda til loka tímabilsins eru enn í gangi."

„Mér var tekið afar vel af fólkinu í Emsdetten sem og félögum mínum í liðinu. Þetta er gott lið og á möguleika á að enda tímabilið í einu af tveimur efstu sætum deildarinnar."

Emsdetten er sem stendur í sjötta sæti norðurriðils þýsku B-deildarinnar. Liðið er með 20 stig, fjórum stigum á eftir toppliðum Minden og Hildesheim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×