Fleiri fréttir

John Terry óttast það að vera lengi frá

John Terry, fyrirliði Chelsea, er meiddur og segist óttast það að vera frá í marga mánuði vegna þeirra. Hann missti af tapi Chelsea á móti Sunderland um helgina og verður ekki með enska landsliðinu á móti Frökkum á morgun.

Vettel merkilegur og svalur persónuleiki

Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúlu 1 liðsins telur að Sebastian Vettel sé vel að Formúlu 1 titli ökumanna kominn, en hann nældi í hann í lokamótinu í Abu Dhabi á sunnudaginn. Red Bull landaði bæði titli bílasmiða og ökumanna á þessu keppnistímabili.

NBA: Dallas fyrsta liðið til að vinna New Orleans

Sigurganga New Orleans Hornets í NBA-deildinni í körfubolta endaði í nótt þegar liðið tapaði 98-95 í Dallas en Chris Paul og félagar höfðu unnið átta fyrstu leiki sína á tímabilinu.

Gullstelpurnar á ÍM25

Það var nóg að gera hjá þeim Hrafnhildi Lúthersdóttur og Eygló Ósk Gústafsdóttur í Laugardalslauginni um helgina. Hrafnhildur vann sjö gull og bætti Íslandsmetið í 400 metra fjórsundi og Eygló Ósk vann sex gull, setti tvö Íslandsmet og náði lágmörkum á EM.

Poulsen verður áfram hjá Liverpool

Umboðsmaður Danans Christian Poulsen segir að leikmaðurinn verði áfram í herbúðum Liverpool þrátt fyrir erfiðleika í upphafi tímabilsins.

Sneijder: Benitez verður ekki rekinn

Wesley Sneijder, leikmaður Evrópumeistara Inter á Italíu, hefur ekki trú á því að Rafael Benitez knattspyrnustjóri verði rekinn frá félaginu.

Henry: Rangt að kenna Hodgson um

John Henry, eigandi Liverpool, segir það einfaldlega rangt að kenna Roy Hodgson knattspyrnustjóra um ófarir Liverpool í haust.

Gylfi Þór ekki heldur með

Enn heldur áfram að kvarnast úr leikmannahópi íslenska landsliðsins sem mætir Ísrael ytra í vináttulandsleik á miðvikudagskvöld.

KR skoraði 143 stig fyrir vestan - Grindavík vann Stjörnuna

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express-deild karla í kvöld. KR fór mikinn á Ísafirði og skoraði 143 stig gegn KFÍ og þá vann Grindavík góðan heimasigur á Stjörnunni. Þá unnu Fjölnismenn góðan sigur í Njarðvík, 97-73.

Akureyri áfram í bikarnum

Akureyri er komið áfram í 8-liða úrslit Eimskipsbikarkeppni karla eftir tíu marka sigur á Aftureldingu í kvöld.

Afellay á leið til Barcelona

Svo virðist sem að Hollendingurinn Ibrahim Afellay sé á leið til Spánarmeistara Barcelona nú í janúar næstkomandi.

Carroll æfði ekki í dag

Andy Carroll gat ekki tekið þátt í æfingu enska landsliðsins í dag og óvíst hvort hann geti spilað með liðinu í vináttulandsleiknum gegn Frökkum á miðvikudagskvöldið.

Ég varð að sanna mig fyrir Stevie G og Rio

Jay Bothroyd, leikmaður Cardiff City, var ánægður eftir fyrstu æfingu sína með enska landsliðinu í dag en Fabio Capello valdi hann óvænt í landsliðshóp sinn á móti Frökkum á miðvikudaginn. Bothroyd sem er 28 ára gamall hefur skorað 13 mörk í 14 leikjum í ensku b-deildinni á þessu tímabili.

Jón Arnór með svakalegan þrist á úrslitastundu - myndband

Jón Arnór Stefánsson átti mjög góðan leik með CG Granada um helgina þegar liðið vann 73-72 sigur á Cajasol í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Jón Arnór var með 15 stig, 4 stoðsendingar og 3 fráköst á aðeins 23 mínútum í þessum mikilvæga sigri.

Brynjar Gauti til ÍBV

Eyjamenn hafa styrkt leikmannahóp sinn fyrir átök næsta sumars í Pepsi-deild karla en Brynjar Gauti Guðjónsson samdi við liðið í dag.

Magnús á leiðinni heim til að spila með Njarðvík

Magnús Þór Gunnarsson er á leiðinni heim og ætlar að spila með Njarðvík í Iceland Express deild karla. Þetta kemur fram á heimasíðu Víkufrétta en á karfan.is er talið líklegt að Magnús verði með Njarðvík á móti Keflavík þegar liðin mætast næsta mánudag.

Ancelotti kallar allt Chelsea-liðið á fund á fimmtudaginn

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, var skiljanlega allt annað en sáttur með vandræðalegan 0-3 skell liðsins á heimavelli á móti Sunderland um helgina. Ancelotti þarf þó að bíða þar til á fimmtudaginn til að fara yfir málin með sínum leikmönnum því stór hluti liðsins er farinn í landsliðsverkefni.

Hrafnhildur með mesta afrek ÍM25 en ekki Ragnheiður

Hrafnhildur Lúthersdóttir úr Sundfélagi Hafnarfjarðar vann mesta afrek kvenna á Íslandsmeistaramótinu í 25 laug um helgina en ekki Ragnheiður Ragnarsdóttir eins og áður hafði komið fram.

Gylfi orðaður við Manchester United

Gylfi Sigurðsson gæti verið á leiðinni á Old Trafford ef marga má nýjustu fréttir í enskum miðlum. Gylfi hefur slegið í gegn hjá þýska liðinu Hoffenheim og það er vitað af áhuga margra stórra félaga á íslenska landsliðsmanninum sem er nú með landsliðinu á leið til Ísrael.

Wenger: Ég vil að Bendtner verði áfram hjá Arsenal

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur fullvissað Danann Nicklas Bendtner um að sóknarmaðurinn sé inn í framtíðarplönum sínum. Bendtner hefur ekki fengið mörg tækifæri með Arsenal síðan að hann snéri aftur úr meiðslum.

Grétar Rafn í Sunnudagsmessunni

Grétar Rafn Steinsson, leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Bolton, segir ýmislegt fróðlegt í viðtali sem birt var í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 Sport 2 í gær.

Hodgson heyrði vel sönginn um Dalglish úr stúkunni

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, ætlar að halda áfram að gera sitt besta í sínu starfi en segist muni sætta sig við það ákveði forráðamenn félagsins að kalla á nýjan mann í stjórastólinn.

Öll mörk helgarinnar á visir.is, myndbönd

Þrettánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fór fram um helgina. Tveir leikir fóru fram í gær og vakti 3:0 sigur Sunderland á útivelli gegn Englandsmeisturum Chelsea hvað mesta athygli. Samantekt úr 13. umferð má finna visir.is ásamt ýmsu öðru myndefni. Má þar nefna bestu tilþrifin hjá markvörðum, fimm bestu mörkin og lið umferðarinnar.

Adam Scott sigraði í Singapúr

Adam Scott frá Ástralíu sigraði á Barclays meistaramótinu á Evrópumótaröðinni í golfi í gær en mótið fór fram í Singapúr. Þetta er í þriðja sinn sem Scott sigrar á þessu móti og alls hefur hann sigrað á sjö mótum á Evrópumótaröðinni. Scott lék samtals á 17 höggum undir pari en hann lék lokahringinn á 68 höggum. Hann var þremur höggum betri en Anders Hansen frá Danmörku.

Wayne Rooney gæti spilað á móti Wigan

Wayne Rooney gæti spilað á nýjan leik með Manchester United á móti Wigan um næstu helgi en hann mun byrja að æfa á fullu með liðinu í þessari viku. Rooney hefur verið frá í meira en mánuð vegna ökklameiðsla.

Íþróttir geta verið sársaukafullar

Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari segir að lið sitt hafi gert mistök sem kostuðu Fernando Alonso möguleikann á meistaratitli ökumanna í gær í lokamótinu í Abu Dhabi.

NBA: Lakers tapaði fyrsta heimaleiknum - sjö í röð hjá Spurs

Phoenix Suns skoraði 22 þriggja stiga körfur og varð fyrsta liðið til þess að vinna NBA-meistara Los Angeles Lakers á heimavelli þeirra í Staples Center í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. San Antonio Spurs vann jafnframt sinn sjöunda leik í röð með útisigri í Oklahoma City.

Íþróttaandinn færði Red Bull tvo titla

Christian Horner hjá Red Bull telur að sterkur liðsandi hjá Red Bull hafi fært þeim báða meistaratitla í Formúlu 1, en Sebastian Vettel tryggði liðinu titil ökumanna í gær. Um síðustu helgi vann liðið titil bílasmiða.

Sjá næstu 50 fréttir